Akureyri


Akureyri - 26.06.2014, Blaðsíða 10

Akureyri - 26.06.2014, Blaðsíða 10
10 24. tölublað 4. árgangur 26. júní 2014 Tankurinn verður áfram í Mývatni Ekki verður ráðist í þá aðgerð að fjarlægja olíutank úr Mývatni sem talið er að hafi innihaldið 200-500 lítra af olíu. Akuyreyri Vikublað greindi fyrst fjölmiðla frá málinu og var í kjölfarið hrundið af stað leit til að finna tankinn sem tap- aðist í vatninu á síðustu dögum starfrækslu Kísiliðjunnar. Dagana 6. til 8. maí leituðu kafarar frá Landhelgisgæslunni tanskisns sem sökk í Ytri flóa Mývatns í júní 2004. Tankurinn sem er úr stáli og rúmar 1000 lítra, hefur tvöfalt byrði með loftrúmi á milli. Leitin bar fljótt árangur og fannst stór málmhlutur 120 cm undir botnseti skammt frá þeim stað sem talið var að tank- urinn hefði farið í vatnið. „Yfirgnæfandi líkur eru á því að þar sé olíutankurinn fundinn en ekki náðist að grafa að honum til að staðfesta það með óyggjandi hætti. Umhverfisstofnun átti fund með Landhelgisgæslunni að lokinni leit þar sem farið var yfir niðurstöður hennar og upplýsingar fengnar um aðstæður og þörf á því að fjarlægja tankinn. Þar kom fram að aðgerðir við að fjarlægja tankinn úr setinu myndu hafa í för með sér rask,“ seg- ir Umhverfisstofnun. Í kjölfarið ræddi stofnunin við Árna Einarsson hjá Náttúrurann- sóknastöðinni við Mývatn um stöð- una. Að mati hans er lítil tæring í súrefnissnauðu seti vatnsins og ryðgar tankurinn því afar hægt. „Hugsanlegt er að olían hafi þegar lekið út þar sem leiðslur slitnuðu þegar hann féll útbyrðis. Í ljósi þess að staðsetning tanksins er nú kunn og að hann er alveg á kafi í botnsetinu er hann ekki leng- ur talinn alvarleg ógn við lífríki vatnsins,“ segir Umhverfisstofnun. Að höfðu samráði við Nátt- úrurannsóknastöðina við Mývatn, sveitarstjóra Skútustaðahrepps og Landhelgisgæsluna telur Um- hverfisstofnun ekki ástæðu til að ráðast í aðgerðir til að fjarlægja tankinn. Til þess að gæta ítrustu varkárni hefur verið unnin viðbragðsáætlun um viðbrögð við olíuleka, fjárfest verður í mengunarvarnarbúnaði og staðurinn vaktaður sérstaklega. a Vilja bætt aðflugstæki á Húsavíkurflugvöll Stjórn Framsýnar telur mikilvægt að unnið verði að því að bæta að- flugstæki á Húsavíkurflugvelli sem þarfnast endurnýjunar auk þess sem skoðað verði hagkvæmni þess að gera flugvöllinn að millilanda- flugvelli enda völlurinn er vel stað- settur hvað það varðar. „Framsýn, stéttarfélag skorar á flugmálayf- irvöld að tryggja flugöryggi um Húsavíkurflugvöll með því að bæta aðflugstækin á vellinum auk þess að huga að uppbyggingu flugvallar- ins sem millilandaflugvallar,“ segir í ályktun. Eins og kunnugt er fjölgar ferðamönnum til landsins verulega og allar spár benda til þess að svo verði áfram á komandi árum. Þing- eyingar hafa orðið varir við þessa þróun enda Þingeyjarsýslur annál- aðar fyrir fegurð og fallegar nátt- úruperlur, segir Framsýn. „Í ljósi þessa er mikilvægt að hugað verði að því að byggja Húsavíkurflugvöll upp sem al- þjóðlegan flugvöll enda aðstæður til flugs á svæðinu ákjósanlegar. Landfræðilega er auðvelt að byggja upp og markaðssetja millilandaflug um Húsavíkurflugvöll á ársgrund- velli.“ a HÚSAVÍKURFLUGVÖLLUR Völundur FYRIR FJÖLSKYLDUNA GÓÐA SKEMMT UN! Munið pizza vikunnar á netinu á 1500 kr. Bryggju fjölskyldubrunch sunnudaga frá kl. 12 - 14 Verð 2200 kr. / 12 ára og yngri 950 kr. Egg & Bacon • Pylsur & Pasta • Pizzur & Heilsubökur Vöfflur & Nutella • Djús & Kaffi 4321 12" Pizza með 3 áleggstegendum 1.490,- 16" Pizza með 3 áleggstegendum + 16" hvítlauksbrauð 2.890,- 16" Pizza með 3 áleggstegendum1.890,- 2 x 16" Pizzur með 3 áleggstegendum og 2l. gos 3.990,- Tvennutilbo ð kjúklingasalat 1900 • Svínarif 2200 • Söngfugl 1700 Bryggjuborgari 1500 • 2x bryggjuborgarar 2500 Coce Zero fylgir með þessum TAKE AWAY réttum TAKE AWAY TILBOÐ Strandgata 49 • Akureyri • Sími 440 6600 ……………………………………………………………………………………………… www.bryggjan.is VERIÐ VEL KOMIN! Vönum pizzabökurumNemum í framreiðsluNemum í matreiðslu AUGLÝSUM EFTIR 2 ltr Coce Zero fylgir með TILBOÐS SPÖÐUNUM Einungis 18 ára og eldri grjótharðir einstaklingar með góðan húmor koma til greina. umsóknir sendist á strikid@strikid.is og bryggjan@bryggjan.is

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.