Akureyri


Akureyri - 26.06.2014, Blaðsíða 14

Akureyri - 26.06.2014, Blaðsíða 14
14 24. tölublað 4. árgangur 26. júní 2014 AÐSEND GREIN SELMA HÖRN VATNSDAL Unglingar sem hætta of snemma í íþróttum Hreyfing er eitthvað sem allir stunda daglega. Að ganga í skól- ann á morgnana eða ganga á milli kennslustunda er hreyfing. Fyrir börn og unglinga er hreyfing mjög mikilvæg og er því áhyggjuefni hve mikið brottfall er úr íþróttum á meðal unglinga. Þeir eru kannski á þeim tíma í lífi sínu þar sem þeir þarfnast hreyfingar mest. Unglingar missa áhugann Í grein sem Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur skrifaði kemur fram að íþrótt sem er skipulögð af félagi er ekki bara staður þar sem krakk- ar koma saman og hreyfa sig heldur er einnig um forvarnargildi að ræða þar sem krakkar fá útrás, læra almenn samskipti, styrkja sjálfs- mynd og öðlast sjálfsaga. Það eru alls ekki nýjar fréttir að þegar nær dregur unglingsárum fara krakkar að missa áhugann á íþróttinni sinni eða jafnvel bara hætta. Engin veit raunverulega hvað það er sem gerir það að verkum að unglingar hætta of snemma í íþróttum. Margir hafa þó komið með mögulegar skýringar. Ég ætla að telja hér upp nokkrar ástæður sem ég tel að geti orsakað brottfall unglinga úr íþróttum. Vinirnir mikilvægari en hreyfingin Unglingar upplifa oft félagsskapinn mikilvægari en hreyfinguna. Það eru of mörg dæmi um að unglingar, sem eru duglegir að hreyfa sig hvort sem það er í skipulagðri íþrótt eða bara á eigin vegum, hætti of snemma að hreyfa sig vegna þess að þeir vilji frekar elta vinina. Þessir einstak- lingar sjá yfirleitt eftir því þegar þeir eru ekki lengur í góðu formi. Svo get- ur það aukið líkur á brottfalli ef ung- lingurinn hefur ekki æft neina sérs- taka íþrótt sem barn heldur flakkað á milli íþrótta og gefist upp á end- anum. Það getur valdið brottfalli að ekki séu nægir peningar til að borga æfingagjöldin. Einnig getur það verið ástæða að krakkar vilji ekki keppa. Flestar íþróttir leggja áherslu á keppni og þá er mjög gott að vera með sérstaka hópa fyrir þá sem langar að stunda íþróttina en vilja ekki keppa. Ekki eru mörg íþrótta- félög með svoleiðis hópa sem er ekki nógu gott. Hvað sem öllu þessu líður er mjög mikilvægt að foreldrar og þjálfarar styðji og hvetji börnin til að halda áfram að hreyfa sig því að það er svo hollt og mikilvægt. Hvað er hægt að gera? Á Akureyri er verið að reyna að koma til móts við þá foreldra sem eiga ekki næga peninga aukalega til þess að leyfa krökkunum sín- um að æfa íþrótt. Með styrknum sem íþróttafélögin fá, til dæmis frá Samherja, er hægt að lækka æf- ingagjöldin og fleiri fá að stunda íþrótt við sitt hæfi. Þegar áhugann vantar er ekki mikið hægt að gera nema reyna að vekja hann. Þegar EM eða HM í handbolta er í sjónvarpinu bíður til dæmis íþróttafélagið Þór frítt að æfa handbolta hjá þeim þann mánuð sem mótið er. Það finnst mér vera flott og gæti vakið áhuga einhverra og einnig er hægt að vekja áhuga með því að hafa kynningar um mis- munandi íþróttir í skólanum og leyfa unglingum að prófa þær í skólaí- þróttum. Ef gerðir væru hópar innan sem flestra íþróttagreina sem gerði unglingum kleift að æfa íþróttina af skemmtun en ekki til þess einungis að keppa gætum við komið í veg fyr- ir brottfall úr íþróttum. Unglingar hætta of snemma í íþróttum um allt land og það er vandamál. Mér finnst þetta vera mikilvægt málefni sem þarfnast lausnar. Ástæðurnar geta verið margar en lausnirnar eru það líka. Ég held að ef að allir hjálpist að ættum við að geta leyst vandamál- ið þó það taki langan tíma. Þetta er mikilvægt. Heilsa og hreyfing er mikilvæg fyrir alla! Greinin er unnin upp úr mál- stofuverkefni sem nemendur 10. bekkjar fluttu munnlega á heimatil- búnu málþingi í Giljaskóla í febrúar. Ör vöxtur í framboði á gistingu á Norðurlandi Lögmannsstofan LEX hefur gefið út 70 síðna leiðarvísi fyrir ferða- þjónustuna um þau lögfræðilegu atriði sem þarf að huga að við stofnun og rekstur ferðaþjónustu- fyrirtækja. Ritinu er dreift ókeypis til ferðaþjónustufyrirtækja um allt land, þar á meðal þeirra hátt í 250 fyrirtækja í greininni sem starfa á Norðurlandi eystra. „Það hefur verið jafn og góður vöxtur í ferðaþjónustunni á Norð- urlandi eystra,“ segir Helgi Jóhann- esson lögmaður hjá LEX, ritstjóri leiðarvísisins. „Fyrir tíu árum voru 76 gististaðir á Norðurlandi eystra á skrá Hagstofunnar, en 2013 voru þeir orðnir 105 talsins. Hlutfalls- lega hafði gistinóttum fjölgað enn meira á þessu 10 ára tímabili, eða í rúmlega hálfa milljón á ári. Ferða- þjónustufyrirtæki með leyfi frá Ferðamálastofu eru 111 á Norður- landi eystra og til viðbótar kemur svo fjöldinn allur af bílaleigum og fólksflutningafyrirtækjum á svæð- inu.“ „Þegar svo mikill vöxtur á sér stað á skömmum tíma er ekki sjálfgefið að allir hafi nægilega yf- irsýn um þau fjölmörgu lagalegu álitamál sem geta komið upp við stofnun og rekstur fyrirtækjanna. Snertifletir ferðaþjónustunnar við yfirvöld, lög og reglur eru margir og ekki allir jafn augljósir. Við hjá LEX ákváðum því að leggja okk- ar af mörkum til að vísa veginn og gefa ferðaþjónustunni afrakstur- inn,“ segir Helgi. Í leiðarvísinum er farið ítar- lega yfir leyfisöflun, stofnun einka- hlutafélaga, ábyrgð, tryggingamál, skattamál, samningagerð, sam- skipti við yfirvöld og fleira. Leiðar- vísirinn er ekki tæmandi leið- beiningarrit, en ætti að gefa góða yfirsýn. Eintök liggja frammi hjá sýslumönnum og dómstólum og einnig er leiðarvísirinn aðgengileg- ur á vefsíðu LEX svo og á vefsíðu SAF, Samtaka ferðaþjónustunnar. „Þessi leiðarvísir okkar hjá LEX er jafnt ætlaður stjórnendum í nýj- um sem rótgrónum fyrirtækjum, til að hjálpa þeim að átta sig á því hvort þeir séu með allt á hreinu í lagalegu tilliti, eða hvort þeir þurfa að bæta úr í einstaka atriðum,“ seg- ir Helgi Jóhannesson. a AÐSENT Selma Hörn Vatnsdal

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.