Akureyri - 26.06.2014, Side 16
16 24. tölublað 4. árgangur 26. júní 2014
G r e i f i n n V e i t i n g a h ú s | G l e r á r g ö t u 2 0 | 6 0 0 A k u r e y r i | w w w . g r e i f i n n . i s
Pantaðu á greifinn@greifinn.is
eða í síma 460 1600
Ættarmót | Brúðkaup
| Stórafmæli | Starfs
mannahóf
Hvar sem er - hvenær sem er !
Nýjir spennandi seðlar !
Verð frá kr. 1990
Tvívirkni í Deiglunni
Laugardaginn 28. júní opnar
GÓMS tvíeykið sýninguna Tví-
virkni Í Deiglunni. GÓMS skipa
þeir Georg Óskar og Margeir Dire
sem hafa bundist sjónrænum bönd-
um í einlægu bræðralagi og birtast
hér “dreggjar karlmennskunnar á
sinn fegursta hátt” eins og segir í
tilkynningu.
Í verkum tvíeykisins má glögg-
lega sjá að allar hugmyndir hafa
ákveðið vægi og hlaðast saman á
einum myndfleti sem endurspegl-
ar andrúmsloft og undirliggjandi
samhengi hlutanna. Útkoman er að-
ferðafræði sem kallast „absorbism“
eða „óbeislað hugmyndaflæði“. Á
sýningunni renna tveir hugarheimar
saman í einn undir einkunnarorðun-
um „Gera meira, blaðra minna!“
Sýningin stendur til 31. ágúst og
er aðgangur ókeypis. a
Barokkhátíð hefst á Hólum í dag
Barokkhátíðin á Hólum í Hjaltadal
verður haldin í sjötta sinn dagana
26.-29. júní. Aðalgestur hátíðarinn-
ar að þessu sinni er breski fiðluleik-
arinn og prófessorinn Peter Han-
son sem heldur námskeið og stýrir
Barokksveit Hólastiftis á lokatón-
leikum hátíðarinnar sunnudaginn
29. júní kl. 14. Þrír fyrirlestrar
verða haldnir á hátíðinni, þrennir
hádegistónleikar, kammersveitin
Reykjavík barokk heldur tónleika,
Jón Þorsteinsson heldur söngnám-
skeið og Ingibjörg Björnsdóttir
kennir barokkdans.
Hátíðin hefst með hádegistón-
leikum í Hóladómkirkju kl. 12.30
í dag, þar sem leikið verður á
virginalinn sem Barokksmiðjan
eignaðist í fyrra og ýmis ein-
leikshljóðfæri. Þar eru á ferð fé-
lagar í kammersveitinni Reykja-
vík barokk en sú sveit heldur
síðan tónleika klukkan 20 sama
kvöld í Hóladómkirkju. Ingimar
Ólafsson Waage listmálari held-
ur fyrirlestur um list barokktím-
ans en hann hefur nýlega gefið
út kennslubók í listasögu ásamt
Halldóri Birni Runólfssyni list-
fræðingi. Í dag hefst líka söng-
námskeið Jóns Þorsteinssonar
sem haldið er fyrir opnum dyr-
um og dansnámskeið Ingibjargar
Björnsdóttur sem er sömuleiðis
opið til þátttöku fyrir alla sem
vilja. Barokksveit Hólastiftis
kemur saman til æfinga, einnig
lítil danshljómsveit og allt iðar af
lífi á Hólum.
Hádegistónleikar föstudagsins
bera yfirskriftina Bach og Händel
á bassann. Þar leika þeir Þórir Jó-
hannsson kontrabassaleikari og
Eyþór Ingi Jónsson organisti kl.
12.30 í Hóladómkirkju. Klukkan
15.30 flytur Jóhanna Halldórs-
dóttir, söngkona og söngkennari,
verklegan fyrirlestur um líkamann
sem hljóðfæri. Um kvöldið verða
tónleikar þar sem nemendur Jóns
Þorsteinssonar koma fram en líka
barokk-quiz þar sem glímt verður
við ýmsar spurningar um barokkið,
allt í léttum dúr.
Þrír ungir söngvarar sem koma
til hátíðarinnar frá Hollandi halda
söngtónleika í Hóladómkirkju
kl. 12.30 laugardag. Síðdegis kl.
15.30 er svo á dagskrá fyrirlestur
Ragnheiðar Traustadóttur forn-
leifafræðings þar sem hún fer yfir
það hvað Hólarannsóknin segir
okkur um barokktímann á Hól-
um, hin mikla fornleifarannsókn
sem gerð hefur verið á Hólum frá
aldamótum. Um kvöldið verður
hátíðarkvöldverður í Hólaskóla,
dansaður barokkdans við undir-
leik lítillar danshljómsveitar og
almenn gleði.
Barokkmessa verður í Hóla-
dómkirkju kl. 11. Jón Aðalsteinn
Baldvinsson biskup prédikar og
Solveig Lára Guðmundsdóttir
vígslubiskup þjónar fyrir altari.
Barokksveit Hólastiftis leikur og
fleira tónlistarfólk tekur þátt í tón-
listarflutningi. Klukkan 14 lýkur
Barokkhátíðinni á Hólum 2014 með
hátíðartónleikum Barokksveitar
Hólastiftis í Hóladómkirkju. Þar
uppsker sveitin því sem sáð hefur
verið undanfarna daga og Peter
Hanson leiðir sveitina. Flutt verð-
ur barokktónlist og jafnvel laum-
ast aðeins í örlítið yngri tónlist, t.d.
Mozart. a
Styttist í landsmót
harmonikkuunnenda
Landsmót Harmonikkuunnenda
verður haldið að Laugum í Reykja-
dal dagana 3. til 5. júlí 2014. Þetta
er mikill viðburður að sögn Pálma H.
Björnssonar og er reiknað með 700
til 900 manns ef vel tekst til. „Þarna
verða tónleikar alla dagana frá há-
degi og fram á kvöld og svo dansleikir
á eftir fram á nótt. Það kemur gesta-
spilari frá Noregi, Hávard Svensrud,
þekktur spilari og snillingur. Svo
verður sér dansaball á föstudags-
kvöldinu undir stjórn danskennara
og fleira og fleira,“ segir Pálmi. a