Akureyri - 26.06.2014, Side 18
18 24. tölublað 4. árgangur 26. júní 2014
LJÓSABÚÐIN
Tryggvabraut 24
(Þar sem Vörubær var, austurendi)
Gengið inn frá Furuvöllum og Tryggvabraut.
Inniljós - Útiljós -
Flúorljós - Skrautljós
Ledperur - Halogenperur
- Sparperur og fl...
ECO LJÓS
Tryggvabraut 24 - Sími: 464-4444
Email: ecoljos@simnet.is
Opnunartími í Verslun:
Mánud- föstud frá kl. 12-18 og laugard 13-16
Níræður á laugardag
Sverrir Pálsson, fyrrverandi skólastjóri
Laugardaginn 28. júlí verður Sverr-
ir Pálsson, níræður. Sverrir fæddist
á Akureyri 28. júlí 1924, sonur
hjónanna Sigríðar Oddsdóttur,
húsmóður, og Páls Sigurgeirssonar,
kaupmanns. Sverrir varð stúdent
frá Menntaskólanum á Akureyri
vorið 1942 og vantaði þá rúma
viku upp 18 ára aldurinn. Hann
lauk cand mag. prófi í íslenskum
fræðum frá Háskóla Íslands árið
haustið 1947, réttra 23 ára gam-
all og mun enginn hafa lokið því
prófi svo ungur. Þá um haustið hóf
hann kennslu við Gagnfræðaskóla
Akureyrar og varð skólinn starfs-
vettvangur hans alla tíð. Sverrir
Pálsson fékkst við fleira. Hann var
fréttaritari Morgunblaðsins í rétta
tvo áratugi. Hann stóð að veglegri
sögusýningu Akureyrar á aldaraf-
mæli kaupstaðarins árið 1962 og
var í stjórn Minjasafnsins á Akur-
eyri í tvo áratugi. Þá eru ótalin þau
störf, er hann vann í þágu tónlistar.
Sverrir hefur óspart átt vingott
við listagyðjuna. Hann er söngvinn
í besta lagi, söng í kórum norðan
og sunnan heiða, oftlega einsöng,
og ekki síst tvísöng með aldavini
sínum, Jóhanni Konráðssyni og oft-
ast var frændi hans, Áskell Jónsson,
tónskáld, undirleikari þeirra.
Það er ekki aðeins að Sverrir hafi
íslenska tungu á valdi sínu, heldur
er hann einnig hagorður og hefur
gefið út ljóðabækur. Þegar hann
var kominn á þann aldur er flest-
ir íhuga setu í hinum helga steini,
var ekki aðeins að hann reisti þeim
hjónum nýtt hús, heldur sleppti
hann beislinu fram af fyrrnefndri
gyðju og hóf nám í listmálun og átt-
ræður hélt hann stóra sýningu. Enn
málar Sverrir úti í bílskúr
Næst því að eiga góða fjölskyldu
og vini, er ungmennum akkur í því
að hafa góða kennara á mótunar-
skeiði ævi sinnar. Að því búa þeir
alla ævi.
Þannig er það um okkur þrjá,
sem kynntust Sverri, þá ófermdir
pjakkar, árla á sjötta áratug síð-
ustu aldar, svo og fjöldann allan af
nemendum Sverris um áratugi, sem
nutu leiðsagnar hans um lengri eða
skemmri tíma.
Það kann að vera, að margir
þeirra hafi ekki áttað sig á því til
fulls, fyrr en löngu seinna, hve
gott veganesti í íslenskri tungu og
menningu það var, sem Sverrir bar
á borð.
Sverrir var strangur kennari,
sumum fannst hann strangur um
of, en hann var í senn réttsýnn,
rökfastur og sanngjarn. Málfræðin,
stafsetningin, þ.m.t. gamla, góða
zetan og setningafræðin, allt þetta
lék honum á tungu, bókmenntirn-
ar engu síður. Sverrir krafðist aga,
jafnt af sjálfum sér sem öðrum, öllu
meira en síðar þótti sjálfsagt. Skop-
skynið var þó aldrei langt undan.
Eftir farsæla kennslu í hálfan
annan áratug, tók hann við stjórn
skólans af Jóhanni Frímann árið
1963 og stýrði honum allt til starfs-
loka sinna, sumarið 1989. Snemma
á skólastjóraferli hans fóru þeir
tímar í hönd, að skólakerfið breytt-
ist og batnaði, nýjar námsleiðir litu
dagsins ljós. Gagnfræðaskóli Akur-
eyrar varð í hópi þeirra skóla sem
fyrstir efndu til framhaldsdeilda,
er gáfu ungu fólki ný og áður
óþekkt tækifæri til náms. Þessar
deildir voru Sverri hugleiknar og
mikið hjartans mál, enda efldust
þær jafnt og þétt. Þó auðnaðist
honum ekki, þrátt fyrir drengilega
baráttu að fleyta þeim svo fram, að
Gagnfræðaskóli Akureyrar fengi
að brautskrá stúdenta.
Enginn er eyland. Sverrir og
Ellen Pálsson gengu ung til hjú-
skapar sem varað hefur í hartnær
7 áratugi. Lengst af bjuggu þau í
Möðruvallastræti 10 þar sem þau
ólu upp börnin sín fjögur. Þangað
var ætíð gott að koma og ekki síð-
ur í Mosateiginn þar sem útsýnið er
ægifagurt.
Við, sem þessa grein ritum, eig-
um Sverri mikið að þakka. Það
var ekki einungis að hann kenndi
okkur öllum í þrjá vetur, heldur
var hann samstarfsmaður okkar
og skólastjóri um áratuga skeið og
vinur okkar alla tíð; fyrirmynd á
margan hátt. Hann var okkur ráð-
hollur og þegar fyrir kom að ljósið
varð að týru, blés hann í glæðurnar,
loginn varð í senn heitur og sýni-
legur. Hann lægði líka öldur þegar
þess varð þörf.
Þess vegna sendum við þeim
hjónum, Sverri og Ellen, okkar
innilegastu þakkir og hamingju-
óskir.
Bernharð Haraldsson
Baldvin Jóh. Bjarnason
Magnús Aðalbjörnsson
„Það kann að
vera, að margir þeirra
hafi ekki áttað sig á
því til fulls, fyrr en
löngu seinna, hve gott
veganesti í íslenskri
tungu og menningu
það var, sem Sverrir
bar á borð.
EINAR HELGASON TEIKNAÐI myndina
SÖGURITARAR
SVERRIR PÁLSSON