Akureyri


Akureyri - 26.06.2014, Síða 21

Akureyri - 26.06.2014, Síða 21
26. júní 2014 24. tölublað 4. árgangur 21 Diskókúla á lóð Mennta- skólans - Af hverju ekki? Af hverju flikkum við ekki upp á annars fallegan skúlptúr, Heim vonar, sem stendur við Menntaskólann á Akureyri? Þetta stóra listaverk á lóð skólans stingur nokkuð í stúf við hin árlegu tímamót þegar nýstúdentar setja upp hvíta kollinn í fallegu sumarveðri. Ekki það að verkið sjálft sé ljótt. Listaverkið hans Nóa er vissu- lega tignarlegt og setur sterkan svip á skólalóðina. Það er bara eitthvað við þennan ryðlit á verkinu sem passar ekki á tímamótum þar sem gleði, líf og litir eru alls- ráðandi. Yfir vetrartímann er upprunalegur litur kúl- unnar í takt við annað í umhverfinu. Þegar vorar, allt lifnar við og litirnir fara að koma í ljós stendur þessi risakúla eftir með sitt litlausa fas. Hún stendur eins og minnisvarði um forna tíma; þegar kúlan var helsta kennileiti skólans – þegar kúlan gladdi vegfarendur með litum sínum – þegar allt lék í lyndi, áður en menn hættu að halda kúlunni við og hún fór að drabbast nið- ur. Vitaskuld er þetta ekki eins og málum er raunveru- lega háttað. Veruleikinn er hins vegar sá að þann 17. júní ár hvert minnir MA okkur á hve falleg vor æska er og hvað framtíðin er björt. Væri ekki rétt að glæða kúluna lífi af því tilefni og leyfa henni að klæðast sparibún- ingnum fram á haust? Einhvern veginn minnir kúlan um margt á risastóra diskókúlu sem má muna fífil sinn fegurri. Hin tignarlega kúla, með sinn dauða lit, minnir þannig á að allt er í heiminum hverfult og allt tekur enda. Diskótímabilið er liðin tíð og aðrar tónlistar- stefnur trylla æskulýðinn í dag. Nemendur sem hafa verið í Menntaskólanum undanfarin fjögur ár hverfa nú á braut og takast á við ný verkefni. Eins merkilegt og það nú er þá kemur diskóið alltaf aftur í einhverri mynd. Að sama skapi koma nýir útskriftarnemendur til með að fylla skarð þeirra sem útskrifuðust 17. júní sl. Svo kannski er ekki rétt að allt taki enda – sumt fer nefnilega bara í hringi eins og diskókúla. Það minn- ir okkur á að aldrei er of seint að breyta til. Losum Heim vonar af stallinum, setjum undir hann snún- ingsvél og inn í hann öflugan kastara. Klæðum hann sterku silfurlituðu glys- og glimmerefni, leggjum hann á stallinn og setjum rafmagnið á! Gefum honum von. Sjáum 17. júní fyrir okkur. Þegar nýstúdentar ganga úr Íþróttahöllinni í myndatöku í Stefánslundi verður búið að kveikja á stóru diskókúlunni þeim til heiðurs. Það er meira táknræn athöfn þar sem ljósadýrðin nýtur sín ekki í dagsbirtunni. Annað er upp á teningnum um kvöldið þegar stúdentar leggja leið sína í miðbæ Ak- ureyrar. Þá er farið að skyggja og diskóið frá Mennta- skólanum teygir anga sína lengra en fyrr um daginn. Þannig verða áhrifin af kúlunni meiri og meiri eftir því sem dagsbirtan hörfar. Og kvöldið er ungt… Svo getum við velt fyrir okkur möguleikunum þegar nær dregur hausti og fallegu, hlýju og dimmu sumarkvöldin gleðja okkur. Þá er hægt að slá upp stærsta og flottasta diskó- teki á Akureyri og þótt víðar væri leitað og það á lóð Menntaskólans. Þetta mætti gera í tengslum við menn- ingarnótt og dagskrána í Lystigarðinum. Viðskipta- og menningarhugmynd á krepputímum? Af hverju ekki? a Fjöll í Eyjafirði „Eyjafjörður er fagur, lokkar fjöllin til sín.“ Svo segir í ljóði eftir Stef- án Vilhjálmsson. Það er mikið til í þessu þar sem Eyjafjörður er um- kringdur stórum fallegum fjöllum. Kaldbakur sést í norðri, Hlíðarfjall í vestri og Vaðlaheiðin í austri. Og ef farið er suður í Eyjafjarðar- dalinn fjölgar bara fjöllunum. Við skulum ímynda okkur að við séum fjallgöngu- menn á leið í göngu- ferð. Við byrjum við Kristnesspítala og göngum upp í Kristnesskóginn. Við göngum einfald- lega eftir stígnum en pössum að ganga alltaf upp í móti. Á endanum komum við að girðingu. Þetta er fjallsgirðingin. Við förum yfir hana og höldum göngunni áfram. Fyrst göngum við í mýrlendi og svo í móa, brattinn er mismikill en þó alltaf einhver. Eftir að hafa gengið í þónokkurn tíma komum við að brattri brekku. Við klífum brekkuna uns við komumst alla leið upp. Við erum komin í mun grýttara land, minna af grasi og meira af steinum en auk litlu steinanna eru aðrir risastórir. Við göngum áfram en komum þá að „risa“. Þessi steinn er stærri en allir hinir. Við sjáum að nokkrum steinum hefur verið raðað við hlið steinsins og við nýtum okkur þetta til að klifra upp á steininn. Hann er mjög stór og lítið mál að vera upp á honum. Í suð- vestur kanti steins- ins finnum við dæld með smá vatni í og nokkrum skildingum á botninum. Þetta er Dældasteinn. Við klifrum niður af steininum og höld- um áfram upp í móti. Eftir nokkra stund komum við í jafnvel enn grýttara land, stórir steinar hér og þar og mikið af sprungum og hol- um. Þetta væri góð- ur staður fyrir feluleik. Við erum komin í Tófugrenin. Enn höldum við áfram upp á við. Steinarnir minnka en gróðurinn eykst lítið. Eftir að hafa gengið í einhverja stund komum við að miklum bratta, við látum vaða og komum brátt upp. Við lítum í kringum okkur og það lítur út fyrir að við séum á einhvers konar hól. Að- eins nokkra metra til suðurs er einskonar dalur og svo annar hóll, annar dalur og svo enn einn hóll- inn. Svona heldur þetta áfram í einhvern tíma. Við höfum nú klifið Bungurnar. Við lítum upp og sjáum tvö fjöll gnæfa yfir okkur. Það er ekki langt í toppinn. En að klífa síðustu metrana virðist brjálæði. Þetta er meiri bratti en við höfum komið að nokkurs staðar áður í göngunni og auk þess allt sand- ur. Við ákveðum að ganga milli fjallstindanna þar sem er ekki al- veg jafn bratt. Þótt leiðin sem við völdum hafi ekki verið jafn brött og hinar tvær neyðumst við samt til að skríða á fjórum fótum. Eft- ir töluvert erfiði komumst við loks alla leið upp. Norðan við okkur er tindur aðeins hærra en við erum og annar sunnan við okkur. Þetta eru Súlurnar sem við höfum klifið. Að ganga á fjöll er skemmtilegt áhugamál auk þess að vera hollt fyrir bæði líkama og sál. Ekki þarf að fara langt til að finna fín fjöll að klífa. Hér í Eyjafirði eru mörg góð, til dæmis Súlurnar tvær sem við klifum hér áðan, Litli- og Stóri-Krummi þar fyrir sunnan og svo Bóndinn. Svo ef maður vill fá aðeins meira krefjandi verkefni er hægt að klífa Kerlinguna sem er sögð hæsta fjall á Norður landi. a Ekki gleyma sjúkrahúsinu á Akureyri Fyrsta sjúkrahúsið á Akureyri tók til starfa fyrir 140 árum. Hins vegar eru 60 ár síðan flutt var inn í núverandi húsnæði. Þar starfa nú um það bil 580 manns og er þetta stærsta sjúkrahús landsins á eftir Landspítalanum. Þessi tvö sjúkrahús eru jafnframt einu sér- greinasjúkrahús landsins. Sjúkra- húsið á Akureyri veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu og gegnir auk þess lykilhlutverki í almannavörnum. Það sinnir Norð- ur- og Austurlandi og er miðstöð sjúkraflugs í landinu. Það er einnig kennslusjúkrahús og þekkingar- miðstöð. Því er þetta gríðalega mikilvægt sjúkrahús. Það sem ég ætla að fjalla um er barnadeildin á sjúkrahúsinu en það er eina barnadeildin fyrir utan Barna- spítala Hringsins. Börn hér njóta ekki sömu réttinda og þau á Barnaspítala Hringsins og virð- ist deildin hér oft gleymast þegar verið er að gefa gjafir og styrki. Barnadeildin er fyrir alla undir 18 ára aldri. Eins og áður sagði er barna- deildin á sjúkrahúsi Akureyrar önnur af tveimur á landinu en Barnaspítali Hr- ingsins skiptist að vísu niður í nokkrar deildir. Báðir staðirnir fá til sín svipuð tilfelli og vinna bæði meðal annars með langveik börn þó að stundum verði að senda börn héðan suður vegna þess að þar eru fleiri sérfræðingar. Hins vegar er miklu meira um það að Barnaspítali Hringsins hljóti styrki og gjafir. Þar er kvenfélag sem heitir Hringskonur og eru þær mjög duglegar að safna pening fyrir Barnaspítalann. Að vísu er barna- deildin hér líka svo heppin að hafa kvenfélagið Hlíf sem reynir að hlúa að barnadeildinni en þær eru ekki jafn mikið í því að safna eins og Hr- ingskonur. Auk þess eru oft haldnar safnanir fyrir Barnaspítala Hrings- ins og má sem dæmi nefna söfnun sem kallast Öll í einn hring. Ég veit ekki til þess að svoleiðis hafi verið haldið fyrir barnadeildina á Ak- ureyri. Af hverju? Er hún eitthvað síðri? Nei alls ekki en oft vill hún gleymast og er það ósanngjarnt fyr- ir börnin. Sé „googlað“ „ glatt börn á Barnaspítala Hringsins“ kemur í ljós að þangað hafa komið hand- boltamenn, jólasveinar, Íþrótta- álfurinn og fleiri og svo eru það öll söfnunarátökin. En slái maður inn „glatt börn á sjúkrahúsi Akureyrar“ kemur nánast ekkert. Sama þó að maður breyti um leitarorð. Auðvit- að hlýtur barnadeildin á Akureyri einhverja styrki og gjafir en ekkert í samanburði við Barnaspítala Hr- ingsins. Starfsmaður á sjúkrahús- inu biðlaði fyrir nokkrum árum til fyrirtækja sem selja meðal annars dvd myndir, að gefa eitthvað af þeim til barnadeildarinnar en tölvupóstinum var ekki einu sinni svarað. Það þykir mér virkilega dónalegt og ófagmannlegt en allir eiga skilið að fá svör. Styrkveitingar síðasta árs voru tæpar 148 milljón- ir og fóru 110 þeirra til Barnaspít- alans sem komu frá Hringskonum í tilefni afmælis þeirra. Meðal þeirra sem einnig hafa styrkt Barnaspít- alann eru Of Monsters And Men, landliðskonur úr bæði handbolta og fótbolta, Vísir.is, meistaranemar úr Háskóla Íslands hyggjast styrkja spítalann, Síminn, Hamborgarafa- brikkan, Vodafone, Tölvulistinn og fleiri. Þau fyrirtæki sem talin voru upp í lokin styrktu átakið Öll í einn hring. En eins og ég tók fram áður eru einhverjir sem styrkja barna- deildina hér en ekki nógu margir. Er ekki hægt að skipta þessu einhvern veginn á milli? Annað sem mér finnst ábótavant, og er það eingöngu sjúkrahúsinu sjálfu að kenna, er að það vantar að hafa leik- skóla- og grunn- skólakennara starf- andi á sjúkrahúsinu. Það var starfandi leikskólakennari þar fyrir nokkrum árum en vegna niður- skurðar var staðan lögð niður. Sam- kvæmt lögum um réttindi sjúklinga eiga sjúk börn á skólaskyldualdri að fá kennslu sem hæfir þeirra aldri og ástandi. Barnaspítali Hringsins framfylgir þessum réttindum barna en þar er sérstakur grunnskóli fyrir veik börn og yngri börnin sem ekki kom- ast í leikstofu fá til sín leikskóla- kennara. Þetta er eitthvað sem þarf að bæta á barnadeildinni á Akur- eyri og finnst mér að passa þurfi að niðurskurður bitni ekki á sjúkling- um og fylgja þurfi réttindum fólks. Hvar er umboðsmaður barna? Hvar eru stéttarfélög grunnskóla- og leikskólakennara? Hvar eru hin ýmsu félagasamtök barna eins og félag Langveikra barna? Hvar eru foreldrar? Af hverju eru þessir aðil- ar og félög ekki að minna á og berj- ast gegn þessari mismunun barna eftir því hvar þau búa? Við þurfum að passa að mis- muna ekki börnum t.d. eftir búsetu. Það að allt þetta góða fólk hafi styrkt Barnaspítala Hringsins og öll söfnunarátökin sem hafa verið haldin er jákvætt en það má ekki gleyma barnadeildinni á Akureyri. Börnin þar og sjúkrahúsið sjálft eru ekki minna mikilvæg en Barna- spítali Hringsins. Þar sem það eru réttindi barna að fá kennslu á meðan veikindum stendur er sjálfsagt að ráða bæði grunnskóla- og leikskólakennara til starfa. En annars eru þetta bæði mjög flott sjúkrahús sem vinna gott starf við að gæta heilsu barna og láta þeim líða sem best á meðan á veikindunum stendur. a BALDUR BERGSVEINSSON 10. bekk skrifar „HEIM VONAR” Í sparibúninginn á sumrin og sláum upp allsherjar diskóteki. EVA MARÍA ARADÓTTIR 10. bekk skrifar

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.