Austurland - 18.04.2013, Page 2
2 18. APRÍL 2013
Blaðið að þessu sinni er að stórum hluta helgað komandi kosningum. Í
síðasta blaði var tekin saman stefna fimm stærstu flokkanna sem samkvæmt
könnunum voru með fulltrúa á þingi. Í þessu blaði verða tekin fyrir ný
framboð sem eru að sækja í sig veðrið og birta stefnur sínar en eingöngu
er fjallað um þau framboð sem bjóða fram í þeim tveimur kjördæmum er
blaðið nær til þ.e. Norðaustur- og Suðurkjördæmi. Þá ákvað ég að setja
upp kynjagleraugun og skoða framboðin með þeim auk þess að reyna að
setja fjölbreytta flóru framboða niður á einhverskonar litróf stjórnmála.
Þá er farið yfir mögulegar breytingar á fulltrúum kjördæmanna á þingi
en 11 af 20 þingmönnum í báðum kjördæmunum koma nýir inn. Kallað
var eftir aðsendum greinum frá öllum framboðum og margir hafa nýtt
sér það tækifæri sem sjá má af aðsendum greinum.
Auk þess að fjalla um stjórnmál þá eru í blaðinu viðtöl við Magneu,
framkvæmdastjóra Icelandair hótelanna, og Inga Þór, markaðsstjóra
Flugfélagsins, þar sem rædd er staða ferðaþjónustunnar á Austurlandi og
tækifæri framtíðarinnar. Um leið og ég lofa að umfang stjórnmálaumræðu
verði mun minna í næsta blaði þá langar mig að hvetja ykkur lesendur að
senda inn greinar og hugmyndir að umfjöllunarefni í blaðinu.
Það hefur verið gaman að fara í gegnum stefnuskrár flokkana og bera
þær saman. Það sem einna helst vakti athygli mína var hversu keimlíkar
áherslurnar voru. Allir vildu nýta mögulegan hagnað af vogunarsjóðum
í þágu heimila og/eða til að lækka skuldir ríkisins og aukið íbúalýðræði
og umbætur í velferðarkerfinu voru á stefnuskrá allra flokka. Þessi vinna
hefur skilað því að sjálf hef ég ekki hugmynd um fyrir framan hvaða
bókstaf X-ið mitt fer í komandi kosningum en ég tel að mér beri að mæta
og nýta lýðræðislegan rétt minn hvort sem ég skila auðu eða vel skásta
kostinn/flokkinn.
Stefanía G. Kristinsdóttir, ritstjóri
Kosningablaðið
Leiðari
AUSTURlAnd 5. TBl. 2. ÁRGAnGUR 2013
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is.
auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. auglýsingasími: 578 1190,
netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Stefanía G. Kristinsdóttir, sími 891 6677, netfang: stefania@einurd.is
Blaðamenn: Bryndís Skúladóttir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 4.400 eintök. dreifing: Íslandspóstur. -
Blaðið er aðgengilegt á PDF sniði á vefnum www.fotspor.is.
Fríblaðinu er dreiFt í 4.400 eintökum Á öll Heimili Á auSturlandi OG HOrnaFirði auk dreiFbÝliS.
blaðið liGGur einniG Frammi Á HelStu þéttbÝliSStöðum Á auSturlandi.
Gistihúsið Egilsstöðum bær aprílmánaðar
Í byrjun hvers mánaðar er valinn einn ferðaþjónustubær innan vébanda
Ferðaþjónustu bænda, nánari upplýsingar á www.sveit.is.
Gistihúsið Egilsstöðum er hlýlegt sveitahótel staðsett á bökkum
Lagarfljóts. Gisting er í 18 björtum
og vel búnum herbergjum með
baði. Samkvæmt viðskiptavinum
og starfsfólki Ferðaþjónustu bænda
hafa gestgjafarnir lagt sig fram
við að varðveita sögu hússins og
endurskapa andrúmsloft fyrri tíma
auk þess að bjóða gestum fyrsta flokks
matarupplifun.
Gistihúsið Egilsstöðum er í eigu
og rekstri hjónanna Huldu Elisabeth
Daníelsdóttur og Gunnlaugs
Jónassonar. Gunnlaugur er af
Egilsstaðaættinni sem búið hefur
Egilsstaði frá árinu 1889 og Hulda á
rætur að rekja til Færeyja og Vestfjarða.
Gunnlaugur og Hulda hafa lagt
mikla alúð í uppbyggingu þessa
gamla húss. Þau hafa reynt að vera
trú anda þess og einsett sér að hótelið
verði ætíð með persónulegu sniði,
hvort sem um er að ræða herbergi,
þjónustu eða veitingar. Fjölskyldan
er afar samhent og má segja að hver
fjölskyldumeðlimur hafi sitt hlutverk
innan veggja Gistihússins. Líkt og
í Gistihúsinu sjálfu er matargerðin
sprottin úr traustum hefðum en
hráefni gjarnan sett í nýtt og frumlegt
samhengi svo útkoman verður gestum
eftirminnileg.
Ný verslun í hjarta Egilsstaða
Kristín Rut Eyjólfsdóttir opnaði fyrir skemmstu nýja verslun á
Egilsstöðum og lét þar með gamlan
draum rætast. Kristín segist lengi hafa
gengið með þann draum að eiga eigin
verslun eða gallerí og upp á síðkastið
hafi henni fundist vanta verslun hér í
fjórðungnum sem hafi á boðstólnum
skemmtilega og öðruvísi lífsstílsvöru.
Hún hafi því ákveðið að slá til og
„Heimili og prýði“ sé nú orðið að
veruleika.
Um er að ræða verslun með
gjafavöru og sælkeravöru í bland við
list en á sérhverjum tíma er valinn
listamaður sem fær að sýna og
kynna sína listsköpun. Þar fyrir utan
má einnig nálgast verk Kristínar í
versluninni en Kristín hefur lengi lagt
stund á myndlist.
Verslunin var opnuð á síðasta ári og
var hún þá staðsett við Kaffi Egilsstaði
en þar sem það húsnæði var aðeins
tímabundið var nauðsynlegt að finna
versluninni nýtt húsnæði. Í mars var
verlsunin svo flutt í nýtt húsnæði að
Miðvangi 2-4, á Egilsstöðum (við
hliðina á Café Valný).
Innréttingar verslunarinnar hafa
vakið nokkra athygli en verslunin
er innréttuð með vörubrettum sem
óneitanlega setur annan svip á
rýmið heldur en ef um hefðbundnar
innréttingar væri að ræða. Kristín segir
að hún ásamt eiginmanni sínum hafi
hannað og smíðað innréttingarnar og
útkoman sé í raun betri en hún hafði
þorað að vona.
Kristín er mjög ánægð með
viðtökurnar og segir að fólk tali um það
hversu skemmtileg viðbót þetta sé við
verslunargeirann hér í fjórðungnum.
Klæðskerinn í Húsi
handanna
Hús handanna kynnir í apríl vörur frá Jónu Björt
Friðriksdóttur, klæðskera og kjólameistara. Um er
að ræða peysur úr ull og hreindýraskinni, sjöl úr
hreindýraskinni og töskur.
Jóna Björt er menntaður klæðskeri frá Iðnskólanum í Reykjavík en tók
starfsnámið á Ítalíu. Hún fæst aðallega
við að sérsauma flíkur á viðskiptavini
sína en framleiðir einnig fatnað undir
vörumerkinu Klæðskerinn. Jóna Björt
vinnur flestar vörur sínar úr íslensku
hráefni. Hún fær hreindýraleðrið hjá
veiðimönnum og lætur súta það á
Sauðárkróki en ullin er sérpöntuð frá
prjónaverksmiðju á Hvolsvelli.
Nánari upplýsingar um
Hús handanna má finna á
www.hushandanna.is.
Opnun kosningaskrifstofu
Sjálfstæðisflokksins
Fjölmenni var við opnun kosningaskrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins á Egilsstöðum sl. laugardag.
Frambjóðendur flokksins mættu við
opnunina, ræddu við gesti og gangandi
og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir hélt
ræðu fyrir hönd frambjóðenda.
Sönghópurinn Fjarðadætur tók svo
nokkur lög við góðar undirtektir
viðstaddra. KÞ
opið mán-fös: kl.8-18
lau: kl.11-15
Hjónin Hulda Elisabeth Daníelsdóttir og Gunnlaugur Jónasson