Austurland - 18.04.2013, Page 6
Kjöt- og fiskbúð opnar á Egilsstöðum
Tekið var hús á kjötvinnslunni Snæfelli á Egilsstöðum og rætt við framkvæmdastjóra fyrirtækisins kjötiðnaðarmeistarann
Ólaf Kristinn Kristínarson. Ólafur er frá Eskifirði og hóf störf hjá Snæfelli í september 2012. Vorið 2012 útskrifaðist hann
sem kjötiðnaðarmeistari og var að leita sér að vinnu við sitt hæfi á Austurlandi þegar starfið var auglýst.
Snæfell er í eigu Sláturfélags Austurlands en þar starfa nú tveir
í vinnslunni en þremur verður bætt
við í sumar auk tveggja starfsmanna í
verslun en í byrjun maí ætlar Snæfell
að opna kjöt- og fiskbúð í Kaupvangi
beint á móti NETTÓ í sama húsnæði
og VR er með skrifstofur sínar.
Þar er hugmyndin að bjóða upp
að ferska vöru auk þess að taka við
pöntunum til Snæfells en hingað til
hafa viðskiptavinir getað verslað beint
við fyrirtækið í gegnum sölulúgu
í vinnslunni. Samið verður við
minni útgerðarmenn á fjörðunum
um flakaðan fisk í búðina auk þess
sem stefnt er að því að bjóða aðrar
Austfirskar krásir til sölu.
Aðspurður um hvort markaðurinn
væri nægilega stór þá vísaði Ólafur í að
á Ísafirði væri bæði kjöt- og fiskborð og
fiskbúð sem hvort tveggja bæri sig. Þeir
væru bjartsýnir á framtíðina, búðin
væri í nálægð við bæði tjaldstæðið
og Nettó og hugmyndin væri að það
myndi vinna saman þ.e. ferðamenn
kæmu til Snæfells eftir ferskvörunni
og leiðin lægi síðan í NETTÓ til að
kaupa aðra dagvöru. Miðað er við að
verslunin verði opnuð í tengslum við
Austfirska matvæladaga sem verða
haldnir 2. - 5. maí nk.
Þegar mig bar að garði var verið að
vinna rib eye úr framparti en Ólafur lét
okkur einmitt fá uppskriftina sem fylgir
hér með. Meginframleiðsla Snæfells
er nauta- og lambakjöt á Austurlandi.
Nautakjötið er allt upprunatengt
þ.e. beint frá býli en allt lambakjötið
kemur af Austurlandi (frá Djúpivogi-
Vopnafjarðar) auk þess sem Snæfell
hefur einnig séð um vinnslu fyrir
Austurlamb á beint af býli lambakjöti
sem er upprunatengd vara. Helsti
kaupandi og dreifingaraðili Snæfells
er NETTÓ en verslunarkeðjan hefur
verið mjög hliðholl fyrirtækinu.
Auk þess hefur Snæfell séð um
vinnslu á stimpluðu hreindýrakjöti
á veiðitíma frá miðjum júlí fram í
september. Það er takmarkað magn
enda dýrt að kalla út dýralækni til
að stimpla einn og einn skrokk.
Ólafur taldi mikilvægt ef tryggja ætti
lágmarksframboð á hreindýrakjöti að
hluti kvótans yrði skilgreindur í vinnslu
til að lækka kostnað við stimplun
hans og framleiðslu. Í dag er verðið á
hreindýravöðva úr vinnslu um 15.000
krónur sem stenst ekki samanburð
við innflutt kjöt frá Grænlandi og
Finnlandi.
SGK
Grillað lamba-ribeye
hvítlauks og rósmarín marinerað. (Snæfells). Með brie
kartöflugratíni og sveppasósu.
Kjötið:
Hita skal grillið vel upp og setja
Snæfells lamba-ribeye á vel heitt grillið.
Lækka hitann niður í meðal hita um
leið og kjötið fer á grillið. Grilla skal
kjötið þar til kjarninn er um 60-62°C,
taka það af grillinu og láta það jafna sig
á diski í um það bil 5 mínútur áður en
það er borið fram.
Kartöflugratín:
Kartöflugratínið er útbúið þannig að
700 gr af nýjum gullauga kartöflum
eru flysjuð og skorin óreglulega niður.
Eldfast mót er penslað með olíu og
kartöfluunm dreift í mótið ásamt
einum niðurskornum rauðlauk, noble
hvítlauk og hálfum niðursneiddum
brie osti. Svo er nokkrum smjörklípum
dreift yfir (í heild um 30 gr). Í lokin er
svo smávegis af rifnum osti sáldrað yfir.
Bakað í klukkutíma og korter.
Sósa:
Tvær sellerístangir, 1 hvítur laukur,
1 gulrót og 1 noble hvítlaukur er
saxaður niður mjög smátt. Steikt í
potti með 2 msk af jómfrúarolíu. Þegar
grænmetið er búið að svitna um stund
er 1 l af vatni hellt út í sem og tveimur
lambateningum. Soðið svo soðið upp í
um 40 mínútur með lokið á. Þegar þetta
er soðið er grænmetið í soðinu maukað
með töfrasprota. Í öðrum potti er 1 msk
af olíu hituð og 140 gr af niðurskornum
sveppum steikt þar til sveppirnir fara
aðeins að brúnast. Svo er 2 tsk af
creme de funghi porcini e noci bætt
saman við og steikt áfram. Svo er um
helmingnum af grænmetissoðinu bætt
saman við og soðið um stund. 100 ml af
matreiðslurjóma er svo bætt saman við
og saltað og piprað eftir smekk. Soðið
niður í um 20 mínútur til að þykkja
sósuna aðeins.
Salat:
Klettasalat, tómatar, smátt skorinn
rauðlaukur, rauð vínber og fersk mynta.
Smávegis af olíu og ferskum sítrónusafa
dreift yfir.
6 18. APRÍL 2013
Auglýst er eftir umsóknum í Vaxtarsamning Austurlands
Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2013 og umsóknir skilist
rafrænt til Vaxtarsamnings Austurlands, vaxa@austurbru.is
Umsóknareyðublað er hægt að nálgast á heimasíðu Vaxtarsamningsins
www.austur.is og eru umsækjendur einnig hvattir til að kynna sér
samninginn og viðauka hans á sömu heimasíðu, www.austur.is en úthlutun
fer fram skv. ákvæðum samningsins og viðaukum.
Verkefnastjóri Vaxtarsamnings verður með viðveru á Breiðdalsvík og
Reyðarfirði 26. apríl og á Seyðisfirði og Egilsstöðum 30. apríl. Tímapantanir
í síma 470-3851 fyrir 24. apríl (Breiðdalsvík og Reyðarfjörður) og 29. apríl
(Seyðisfjörður og Egilsstaðir).
Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Hrund Snorradóttir hjá Austurbrú,
netfang: vaxa@austurbru.is eða í síma 470-3851
AustfirskAr krásir
Vinnsla á Rib Eye
ólafur kristinn framkvæmdastjóri
Snæfells