Austurland - 18.04.2013, Page 8

Austurland - 18.04.2013, Page 8
8 4. októbER 2012 Í anda lýðræðis og í framhaldi af umfjöllun um stefnu 5 stærstu framboðanna í síðasta blaði ákvað ritstjóri að einbeita sér að nýju framboðunum að þessu sinni. Eingöngu eru tekin fyrir þau framboð sem bjóða sig fram í Norðaustur- og Suðurkjördæmi og eru sannarlega komnir með listabókstaf.Þessi framboð eru: Lýðræðisvaktin, Hægri grænir, Flokkur heimilanna, Dögun, Regnboginn og Píratar. Umfjöllunin byggir á upplýsingum af heimasíðum/fréttatilkynningum og er með svipuðu sniði og síðast. Dögun (www.xdogun.is) Málefni heimilanna og velferðarmál - Jöfn staða almennings gagnvart fjármálavaldinu og lánveitendum, afnám verðtryggingar og almenn leiðrétting húsnæðislána, lágmarks framfærsluviðmið lögfest og að vextir í landinu séu hóflegir. Efnahags- og atvinnumál - Orkufyrirtæki í eigu hins opinbera, auðlindir þjóðareign, aðskilnaður veiða og fiskvinnslu, hámarks arð af auðlindum, allur fiskur seldur á fiskmörkuðum, auka gegnsæi í fjármálakerfinu, bankaleynd afnumin, eftirlitsstofnanir efldar, illa fengið fé endurheimt, uppgjör við hrunið, Innan- og utanríkismál - Ný stjórnarskrá, persónukjör óháð framboðum, þjóðaratkvæði ef 10% þjóðarinnar óskar þess, íbúar kjördæma/sveitarfélaga geti kallað eftir atkvæðagreiðslu, sjálfræði sveitarfélaga verði aukið. Styðja niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið. Flokkur heimilanna (www.flokkurheimilanna.is) Málefni heimilanna og velferðarmál - Flýtimeðferð ágreiningsmála um lán og vexti fjármálastofnana, lækkun höfuðstóls lána, stöðva uppboð og greiða bætur til þeirra sem misst hafa eignir. Afnema stimpilgjöld, verðtryggingu og breyta íbúðalánakerfinu. Frysta verðtryggingu og bjóða upp á óverðtryggð íbúðalán. Bæta stöðu aldraðra og öryrkja, tryggja fólki óskertan lífeyri auk eftirlauna. Efnahags- og atvinnumál - Lækka og einfalda skatta, útgönguskattur gag nvar t vogunars j ó ðum, gjaldeyrishöft afnumin, starfsemi fjármálastofnana endurskoðuð, fjárfestingabankar aðgreindir frá annarri bankastarfsemi og lög um Seðlabankann endurskoðuð. Nýta auðlindir af varfærni, ávöxtunarkrafa orkusölu til stóriðju gegnsæ, orka á stóriðjukjörum til ylræktarklasa. Skipta fyrirtækjum á neytendamarkaði upp í smærri einingar til að efla samkeppni. Innan- og utanríkismál - Riftun gjaldeyrishafta, festa gengi krónu við alþjóðlega mynt, lækka tolla með fríverslunarsamningum. Endurskoða lífeyrissjóðskerfið, lækka arðsemiskröfu sjóðanna og takmarka fjárfestingar þeirra við kaup á ríkisskuldabréfum. Hægri grænir (www.xg.is) Málefni heimilanna og velferðarmál - Verðtrygging afnumin. Neyðarlög sem innibera skuldbreytingu (allt að 45%) verðtryggðra lána, frestun nauðungaruppboða, uppgreiðslu og stimpilgjöld lögð niður. Nýtt húsnæðislánakerfi 3,75- 4% óverðtryggðir vextir. Lögfesta lámarkslaun 240.000 kr. á mánuði, hækka skattleysismörk í 200.000 kr. á mánuði. Eyða kynbundnum launamun hjá hinu opinbera. Lífeyrir hækkaður um 20%, tekjuskerðingar afnumdar, lífeyrisréttindi erfist, lífeyrisþegar kjósi fulltrúa í stjórnir sjóðanna. Lífeyrissjóðir fjárfesti í búsetuúrræðum. Stöðva byggingu Landspítala-Háskólasjúkrahúss og efla heilbrigðisþjónustu um allt land. Efnahags- og atvinnumál - Flatir skattar þ.e. 20% virðisaukaskattur, 20% tekjuskatt, afnema auðlegðarskatt, lækka tryggingargjald í 3% og tryggingargjald fyrirtækja með færri en 10 starfsmenn verður 0%. Styttri vinnuvika, fjarvinna og sveigjanlegur vinnutími. Lækka eldsneytisskatt um 30% og afnema tolla og vörugjöld á fatnaði. Frysta allar gjaldskrárhækkanir og ráðningar hins opinbera í 4 ár. Landsvirkjun í ríkiseigu og Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýrinni. Lækka matvælaverð um 20% með fríverslunarsamningum. Auka aflaheimildir, virkja lítil fyrirtæki og fólk í atvinnuleit. Afnám styrkja til stjórnmálaflokka. Allir kennarar og nemendur frá spjaldtölvu, lækka verðtryggð námslán um 45%, aðskilja viðskipta- og fjárfestingabanka, þak á markaðshlutdeild á smásölumarkaði. Gjaldeyrishöft losuð og Bandaríkjadalur tekinn upp. Neita hrægammasjóðunum um nauðarsamninga og greiða allar kröfur út í krónum. Innan- og utanríkismál - Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur á ári um ýmis mál sem grunnur að lagasetningu, lækka kosningaaldur í 17 ár. Breyta samningum við ESB en ganga ekki inn í sambandið. Nýta tækifæri í samstarfi ríkja á norðurslóðum Landsbyggðarflokkurinn (landsbyggdarflokkurinn.is) Málefni heimilanna og velferðarmál - 100% jöfnun flutnings- og húshitunarkostnaðar. Hætta byggingu hátæknisjúkrahúss og efla heilbrigðisþjónustu um allt land. Aldraðir geti dvalið og ungt fólk geti stundað nám í heimabyggð. Lágmarksframfærsla tryggð í lögum. Efnahags- og atvinnumál - Auka frelsi í landbúnaði, auka sauðfjárrækt, endurvekja sláturhús, auka ylrækt og styðja við heimaframleiðslu. Samgöngur efldar, lækka skattar á innanlandsflug og niðurgreiða það á jaðarsvæðum. Sjálfstæði sveitarfélaga aukið og verkefni ríkisins flutt út á land. Strandsiglingar efldar, handfæraveiðar frjálsar og aflaheimildir færðar heim í hérað. Starfsemi Byggðastofnunar og atvinnuþróunarfélag endurskoðuð. Fyrirtæki í almannaþjónustu verði í ríkiseigu. Skilja á milli viðskipta- og fjárfestingabanka, herða lög um fjármálastofnanir og afnema verðtryggingu. Innan- og utanríkismál - Þjóðaratkvæðagreiðslur í stórum málum. Afnám eftirlaunaforréttinda ráðherra og alþingismanna, fækka sendiráðum, alþingismenn megi klæðast lopapeysum, takmarkaður verði ráðningartími í opinberum embættum. Lýðræðisvaktin (www. xlvaktin.is) Málefni heimilanna og velferðarmál - Færa niður höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána, jafnræði milli lántakenda og lánveitenda, m.a. með endurmati eða afnámi verðtryggingar húsnæðislána. Fjölbreyttari kostir í húsnæðismálum. 35 stunda vinnuvika, standa vörð um almannatryggingar, heimahjúkrun og þjónusta við aldraða í forgang, breyta stöðlum örorkumats, efla forvarnir og lýðheilsu. Fresta byggingu hátæknisjúkrahúss. Efnahags- og atvinnumál - Ábyrg peningastjórn, halda útgjöldum og almennum sköttum í skefjum. Lögfesta skýrar kröfur um öryggi og eignarhald banka, losa um „snjóhengjuna“ og afnema gjaldeyrishöft. Sjálfbært atvinnulíf og frelsi í viðskiptum. Efla strandsiglingar og selja fisk rafrænt á fiskmarkaði eða á markaðsverði í beinum viðskiptum. Skattaafsláttur til fyrirtækja á landsbyggðinni, Ísland ferðamannaland með hreina og óspillta náttúru. Sjálfbæran og samkeppnishæfan landbúnað. Orkufyrirtæki í almannaeigu. Innan- og utanríkismál - Samþykkja nýja stjórnarskrá, auðlindir í þjóðareigu og jafnt vægi atkvæða. Aukið sjálfstæði sveitastjórna, sjálfsforræði og arður af auðlindum. Efla vísindi, listir, menntun og menningu. Einstaklingsmiðað nám á öllum skólastigum, aukið sjálfstæði skóla, jafnrétti til náms, efling fullorðinsfræðslu og starfsþjálfunar. Útrýma kynbundnum launamun, vinna gegn kynbundnu ofbeldi og ástunda kynjaða hagstjórn. Ljúka ESB viðræðum - bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla. Aðild að stríði háð samþykki þings og þjóðar. Píratar (www.piratar.is) Píratar setja fram grunnstefnu sína á heimasíðu sinni en hún snýr fyrst og fremst að rétti einstaklingsins til að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi og frelsi á internetinu. Flokkurinn setur ekki fram stefnu varðandi hin hefðbundnu kosningamál og því er stefna þeirra ekki sett inn í töfluna sem hér birtist. Framboðið leggur áherslu á íbúalýðræði, vill auka gegnsæi og ábyrgð í stjórnmálum og stjórnsýslu m.a. til að auðvelda almenningi að taka þátt í ákvarðanatöku stjórnvalda með upplýsingum og kosningum á netinu. Píratar vilja t.d. afglæpavæða fíkniefnin þannig að þau verði ekki ólögleg heldur skilgreind sem heilbrigðisvandamál. Þeir telja að endurskoða þurfi höfundarrétt og telja alla takmörkun á rétti fólks til að safna upplýsingum óásættanlega og vísa þar t.d. í tilraunir stjórnvalda til að hefta klám á internetinu. Regnboginn (www. regnboginn.is) Málefni heimilanna og velferðarmál - Endurskoða og afnema verðtryggingu, lækka verðbólgu og vaxtakostnað, leiðrétta húsnæðislána. Fjölga búsetuformum, leiga og kaup. Styrkja heilbrigðisþjónustu í landinu, sálfræðiþjónusta verði hluti af heilbrigðiskerfinu, öruggt aðgengi að fæðingarþjónustu, hækkun barnabóta, styðja börn og fullorðna til að komast úr erfiðum lífsaðstæðum. Tryggja öldruðum, öryrkjum og sjúkum félagslegan stuðning og sálgæslu. Bæta öryrkjum og eldri borgurum kjaraskerðingu frá 2009. Fjölbreytt menntun, koma í veg fyrir brottfall og auka fjarnám. Bæta þarf búsetuúrræði og þjónustu við fatlaða, öryrkja og aldraða. Standa vörð um mannréttindi samkynhneigðra og transfólks. Styrkja innflytjendur til náms og samfélagsþátttöku. Lágmarkslaun lögbundin og framfærsluviðmið raunhæf. Efnahags- og atvinnumál - Blandað hagkerfi opinbers rekstrar og einkarekstrar smárra rekstrareininga. Frelsi til atvinnusköpunar og fjölga atvinnutækifærum ungs fólks . Tryggja rétt sjávarbyggða til að nýta sjávarauðlindir. Opinber störf dreifð um landið. Innan- og utanríkismál - Virða þarf rétt byggðanna við stjórnun í sjávarútvegi, útdeilingu vegafjár eða uppbyggingu hins opinbera. Fullveldi Íslands verði tryggt og aðlögunarferli við ESB stöðvað, endurskoðun á EES samningnum. Aukin viðskipti við aðrar þjóðir óháð viðskiptablokkum SGK HVErN skAL kJÓsA? Samanburður á stefnu sex nýju flokkana Stefnumál: Dögun Flokkur heimil- anna Hægri grænir Lands- byggðar- flokkurinn Lýðræðis- vaktin Regn- boginn Málefni heimilanna Afnám verðtryggingar Nei Já Já Já Já Já Lyklalög Já Já Já Já Já Já Jöfnun aðstöðu á milli lánveitenda og takenda t.d lækkun/afnám lántökugjalda Já Já Já Já Já Já Kaupleiga/breytingar Íbúðalánasj., leigufélag Já Já Já Já Já Já Skattaafslættir/mótframlag til lækkunar húsnæðislána Já Nei Já Já Já Já Hækkun bóta til stuðnings heimilum Já Já Nei Já ? Já Auknar ráðstöfunartekjur með lækkun skatta Já Já Já ? ? ? Efnahags og atvinnumál Afnám gjaldeyrishafta Já Já Já ? Já ? Upptaka nýs gjaldmiðils Nei Kannski Já - $ ? Kannski Nei Auðlindagjald / Auðlindaákvæði Já Já Já Já Já Já Ríkisrekstur almannaþjónustu Já Já Já Já Já Já Áhesla á grænar atvinnugreinar/sjálfbærni Já Já Já Já Já Já Aukið framlag til rannsókna/nýsköpunar ? ? Já Já já Já Skattalækkanir Já Já Já ? Já Nei Velferðarmál Tannlækningar hluti af heilbrigðisk. Já Já Já Já Já Já Endurskoðun á almannakerfinu Já Já Já Já Já Já Efling heilsugæslu ? ? Já ? Já Já Framhaldsskólar til sveitarfélaga Já Já Já Já Já Já Nám fyrir alla - samþætt menntakerfi Já Já Já Já Já Einfaldara lífeyrissjóðskerfi ? Já Já Já Já Innan- og utanríkismál Innganga í ESB Þjóðaratkv. ? Nei ? Þjóðaratkv. Nei Efling sveitarstjórnarstigsins Já ? ? Já Já Já Beint lýðræði Já ? Já Já Já ?

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.