Austurland - 18.04.2013, Side 9
94. októbER 2012
Hverjir fara á þing?
Miklar breytingar verða á mannavali í Suður- og
Norðausturkjördæmunum samkvæmt könnunum.
Sex nýir þingmenn koma inn í NA kjördæmi og 5 í
Suðurkjördæmi.
Þær breytingar sem nú eru að verða í íslenskum stjórnmálum hafa ekki
farið framhjá neinum þær. Allt bendir
til stórsigurs Framsóknarflokksins í
næstu kosningum auk þess sem
ný framboð, flest á vinstrivæng
stjórnmálanna eru að sækja í sig
veðrið. Í umfjöllun 365 um könnun
mmr (www.mmr.is - market and media
research) frá 11. apríl er farið yfir
nýja þingmenn í kjördæmunum. Sjá
niðurstöður mmr varðandi dreifingu
þingmanna í kjördæmunum tveimur
og fyrir landið allt í töflu.
Núverandi þingmenn í
Norðausturkjördæmi eftir röð:
Steingrímur J. Sigfússon (V), Birkir
Jón Jónsson (B), Kristján L. Möller
(S), Kristján Þór Júlíusson (D), Þuríður
Backman (V), Höskuldur Þórhallsson
(B), Sigmundur Ernir Rúnarsson (S),
Björn Valur Gíslason (V), Tryggvi
Þór Herbertsson (D) og Jónína Rós
Guðmundsdóttir (S). Af þeim hafa
þau Birkir Jón og Þuríður sagt skilið
við stjórnmálin og Björn Valur boðið
sig fram í öðru kjördæmi. Jónína
Rós og Sigmundur Ernir munu detta
út af þingi og nýr kandídat í 2. sæti
Erna Indriðadóttir kemst líklega ekki
að. Steingrímur J. verður líklega eini
þingmaður VG.
Nýir þingmenn í NA kjördæmi - 6 af
10 þingmönnum í NA kjördæmi eru
nýir. Valgerður Gunnarsdóttir kemur
í stað Tryggva hjá Sjálfstæðismönnum
og Aðalheiður Ámundadóttir kemur ný
inn fyrir Pírata. Framsóknarmennirnir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
Líneik Sævarsdóttir, Þórunn
Eymundardóttir og Hjálmar Bogi
Hafliðason koma öll ný inn fyrir
Framsókn.
Núverandi þingmenn í
Suðurkjördæmi eru eftir röð: Björgvin
G. Sigurðsson (S), Ragnheiður
E. Árnadóttir (D), Sigurður Ingi
Jóhannsson (B), Alti Gíslason (V),
Oddný G. Harðardóttir (S), Unnur Brá
Konráðsdóttir (D), Eygló Harðardóttir
(B), Róbert Marshall (S) og Árni
Johnsen (D). Róbert Marshall hefur
fært sig yfir til Bjartrar framtíðar og
býður sig nú fram í Reykjavík - suður,
Árni Johnsen er hættur og Atli Gíslason
sömuleiðis og býður sig nú fram í 2.
sæti fyrir Regnbogann í Reykjavík-
suður. Björgvin G. Sigurðsson er nú
í 2. sæti hjá Samfylkingu og dettur
líklega út. Oddný Harðardóttir í
Framsókn hefur tekið oddvitasætið í
Suðvesturkjördæmi
Nýir þingmenn í Suðurkjördæmi - 5
af 10 þingmönnum í Suðurkjördæmi
eru nýir. Ámundi Friðriksson kemur
nýr inn hjá Sjálfstæðismönnum auk
þess sem fimm nýir Framsóknarmenn
koma inn á þing en það eru Silja Dögg
Gunnarsdóttir, Páll Jóhann Pálsson,
Haraldur Einarsson og Fjóla Hrund
Björnsdóttir.
SGK
Kosningar með kynjagleraugum
Á dögum mikillar jafnréttisumræðu þá er ekki úr vegi að skoða framboð
til næstu kosninga með kynjagleraugunum. Í eftirfarandi samantekt er
byggt á jákvæðri mismunun þar sem gefin eru stig (-2 til 10 stig) miðað við
eftirfarandi forsendur:
• Kona í fyrsta sæti - 3 stig
• Bæði kynin í fyrstu 2 sætum -
5 stig
• Bæði kynin í fyrstu 3 sætunum
- 2 stig
• Eingöngu karlar eða konur í
fyrstu þremur - 2 stig í mínus
Sjá má stigagjöf flokkanna í töflum hér til hægri en stigagjöfin er byggð
á fyrrgreindum forsendum. Ástæða
þess að jákvæðri mismunun er beitt
varðandi oddvita framboða er sú að
oddvitar framboða í gegnum tíðina
hafa verið karlar.
Í Norðausturkjördæmi fá Píratar,
Lýðræðisvaktin og Björt framtíð
fullt hús stiga þar sem þessir flokkar
eru með konu í oddvitasæti en
Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin og
Vinstri grænir eru allir með konu
og karl í fyrstu tveimur sætunum.
Einungis 4 framboð eru með karla
í fyrstu tveimur sætunum og tvö af
þeim eru með karla í öllum þremur
sætunum.
Í Suðurkjördæmi fær Samfylkingin
ein fullt hús stiga þrátt fyrir að konur
séu í þremur oddvitasætum en það er
sökum þess að hjá Vinstri grænum og
Sjálfstæðisflokki þá eru konur í fyrstu
tveimur sætunum. Einungis fjögur
framboð eru með karla í fyrstu tveimur
sætunum og eitt í öllum sætunum.
Oddvitar framboða 2009
og 2013
Í síðustu kosningum voru
allir oddvitarnir karlar í
Norðausturkjördæmi og 3 af 5
oddvitum í Suðurkjördæmi. Í
Suðurkjördæmi voru það oddvitar
flokkanna þær Ragnheiður E.
Árnadóttir Sjálfstæðisflokki og Margrét
Tryggvadóttir Borgarahreyfingunni
sem leiddu sína lista, aðrir oddvitar
voru Björgvin G. Sigurðsson
Samfylkingunni, Sigurður Ingi
Jóhannsson Framsóknarflokki og Atli
Gíslason Vinstrihreyfingin Grænt
framboð. Í Norðausturkjördæmi voru
oddvitar flokkanna þeir Steingrímur J.
Sigfússon fyrir Vinstri græna, Kristján
Möller fyrir Samfylkinguna, Kristján
Þór Júlíusson fyrir Sjálfstæðisflokkinn
og Birkir Jón Jónsson fyrir
Framsóknarflokkinn.
Átta karlar og þrjár konur leiða
nú framboðslista í Norðaustur
kjördæmi. Allar eru konurnar frá nýju
framboðunum þ.e. Bjartri framtíð,
Lýðræðisvaktinni og Pírötum. Átta
karlar og þrjár konur leiða lista í
Suðurkjördæmi en þar fara þær aftur
á móti allar fyrir gömlu flokkunum en
Arndís kemur í stað Atla hjá Vinstri
grænum og Oddný fyrir Björgvin hjá
Samfylkingu.
Þegar horft er til oddvita/formanna/
talsmanna á landsvísu þá leiða átta
karlar framboðin á móti þremur
konum. Margrét Tryggvadóttir hefur
fært sig úr Borgarahreyfingunni yfir
í Dögun og virðist vera talsmaður
flokksins, Birgitta, fyrrum flokkssystir
Margrétar, býður sig nú fram fyrir
Pírata og virðist leiða þá en Katrín
Jakobsdóttir hefur án vafa tekið við
formennsku af Steingrími J. Sigfússyni
hjá Vinstri grænum. Á móti hefur
Jóhann vikið fyrir Árna Páli hjá
Samfylkingunni. Að vísu mætti
skilgreina Heiðu Kristínu Helgadóttur
sem formann með Guðmundi hjá
Bjartri framtíð en þar sem hún skipar
ekki oddvitasæti í neinu kjördæmi hjá
BF þá var Guðmundur tilgreindur hér.
SGK
brynhildur Pétursdóttir frá bjartri framtíð er ein tveggja kvenna sem leiða
lista í NA kjördæmi hin er Aðalheiðar Ámundadóttir Pírati.
Aðalheiður Ámundadóttir pírati er ein af 6 nýjum þingmönnum skv. síðustu
skoðanakönnum
Framboð
Landið allt NA kjörd S kjördæmi
2009 2013 2009 2013 2009 2013
A 7
Hreyf 4 0 0 1 0
B 9 23 2 5 2 6
D 16 16 2 2 3 3
S 20 8 3 1 3 1
V 14 5 3 1 1 0
Þ 4 1 0
Norðausturkjördæmi
Framboð
Lista-
bók-
stafur
Kona í
fyrsta
sæti
Bæði
kyn í
fyrstu 2/3
sætum
Sama
kyn í
fyrstu 3
sætum
Samtals
stig
Píratar Þ 3 7 0 10
Lýðræðisvaktin L 3 7 0 10
Björt framtíð A 3 7 0 10
Dögun T 0 7 0 7
Vinstri grænir V 0 7 0 7
Sjálfstæðiflokkurinn D 0 7 0 7
Samfylkingin S 0 7 0 7
Regnboginn J 0 3 0 3
Framsóknaflokkurinn B 0 3 0 3
Flokkur heimilanna I 0 0 -2 -2
Hægri grænir G 0 0 -2 -2
Suðurkjördæmi
Framboð
Lista-
bók-
stafur
Kona í
fyrsta
sæti
Bæði
kyn í
fyrstu 2/3
sætum
Sama
kyn í
fyrstu 3
sætum
Samtals
stig
Samfylkingin S 3 7 0 10
Hægri grænir G 0 7 0 7
Lýðræðisvaktin L 0 7 0 7
Björt framtíð A 0 7 0 7
Framsóknarflokkurinn B 0 7 0 7
Vinstri grænir V 3 3 0 6
Sjálfstæðisflokkurinn D 3 3 0 6
Flokkur heimilanna I 0 3 0 3
Dögun T 0 3 0 3
Regnboginn J 0 3 0 3
Píratar Þ 0 0 -2 -2
Landið allt
Framboð
Lista-
bók-
stafur
Kona í
fyrsta
sæti
Bæði
kyn í
fyrstu 2/3
sætum
Sama
kyn í
fyrstu 3
sætum
Samtals
stig
Samfylkingin S 2,0 7,0 0,0 9,0
Píratar Þ 3,0 6,3 -0,3 9,0
Dögun T 3,0 5,7 0,0 8,7
Vinstri grænir V 3,0 5,7 0,0 8,7
Lýðræðisvaktin L 2,0 5,7 0,0 7,7
Framsóknarflokkurinn B 2,0 5,7 0,0 7,7
Björt framtíð A 2,0 5,0 0,0 7,0
Sjálfstæðisflokkurinn D 2,0 4,5 -0,3 6,2
Flokkur heimilanna I 2,0 3,3 -0,7 4,7
Regnboginn J 0,0 4,3 0,0 4,3
Hægri grænir G 1,0 2,3 -1,3 2,0