Austurland - 18.04.2013, Blaðsíða 10

Austurland - 18.04.2013, Blaðsíða 10
10 18. APRÍL 2013 Framboðsfundur í Menntaskólanum á Egilsstöðum (ME) Nemendur í stjórnmálafræði í ME stóðu fyrir framboðsfundi þann 9. apríl í Snæfelli hátíðarsal skólans en Helgi Seljan fréttamaður stýrði umræðunum Á fundinn mættu eftirfarandi ful ltrúar framboða í Norðausturkjördæmi: Aðalheiður Ámundadóttir fyrir Pírata, Jónína Rós Guðmundsdóttir fyrir Samfylkinguna, Brynhildur Pétursdóttir fyrir Bjarta framtíð, Kolbeinn Aðalsteinsson fyrir Hægri Græna, Sigríður Lára Sigurjónsdóttir fyrir Lýðræðisvaktina, Þorsteinn Bergsson fyrir Regnbogann, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Steingrímur J. Sigfússon fyrir Vinstri Græna og Höskuldur Þórhallsson fyrir Framsóknarflokkinn. Í upphafi fundar fluttu frambjóðendur stutta framsögu um stefnu flokkana. Stjórnarflokkarnir lögðu áherslu á góðan árangur ríkisstjórnarinnar í erfiðum aðstæðum í byrjun kjörtímabilsins sem fólust í aðgerðum á borð við þrepaskipting skattkerfisins, úrræði fyrir hina verst stöddu auk þess sem tekist hefði að standa vörð um velferðarkerfið. Þau töldu að í ljósi bættra aðstæðna þá mætti á næsta kjörtímabili auka framlögum til heilbrigðisþjónustu, lækka námslán og niðurgreiða tannlæknakostnað barna (sbr. þingsályktunartillögur) auk þess sem tækifæri væru til skattalækkana á fyrirtæki sbr. lækkun tryggingagjalds með hliðsjón af minnkandi atvinnuleysi. Lögð var áhersla á mikilvægi þess að koma á sanngjörnu auðlindagjaldi og að stjórnarskrármálið yrði til lykta leitt og að samningur við Evrópusambandið yrði lagður undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Báðir frambjóðendur voru tilbúnir að skoða niðurfellingu lána ef svigrúm myndi skapast í tengslum við Vogunarsjóða en vildu ekki lofa neinu enda óvíst hver málalok yrðu auk þess sem rétt væri að horfa til skulda ríkissjóðs og hárra vaxtagreiðslna sem tilkomnar eru af stórum hluta vegna hrunsins. Bent var á að staða heimilanna hefði batnað til muna á kjörtímabilinu og að mikilvægt væri að beina kröftunum að þeim heimilum sem verst eru sett fremur en að fara í flatan niðurskurð. Málefni heimilanna voru ofarlega á blaði sérstaklega hjá Framsóknarmönnum sem lagt hafa ofuráherslu á mikilvægi þess að niðurfærsla á kröfum vogunarsjóðanna verði nýtt til að greiða niður skuldir heimilanna enda eðlilegt að sá kostnaður sé greiddur af þeim sem hvað mest hafa hagnast á bankahruninu. Önnur framboð voru að mestu sammála um að óljóst væri hvað kæmi útúr samningum við sjóðina og fulltrúi Sjálfstæðismanna tók undir með stjórnarflokkunum að mikilvægt væri að horfa einnig til skuldastöðu ríkissjóðs. Þá benti fulltrúi Bjartrar framtíðar fundarmönnum á að almenningur í NA kjördæmi væri að óverulegum hluta í greiðsluvandræðum og að niðurfærslur lána myndu að stórum hluta renna til heimila á Suðvestur horni landsins sérstaklega á Suðurnesjum. Lækkun skatta - Sjálfstæðisflokkur, Hægri Grænir og Framsókn lögðu áherslu á að mikilvægt væri að lækka skatta bæði á einstaklinga og fyrirtæki, aðrir flokkar vildu einfalda skattkerfið og lækka skatta með áherslu á þá sem væru lægst launaðir samanber þrepaskipt skattkerfi. Frambjóðendur almennt sammála - Eftir framsögur frambjóðenda lagði Helgi Seljan fundarstjóri fram spurningar frá nemendum í stjórnmálafræði við ME um afstöðu þeirra til þess að hluta námslána yrði breytt í styrk, brýnustu samgöngubætur á Austurlandi, aðild að Evrópusambandinu og Flugvöll í Vatnsmýrinni. Allir frambjóðendur voru sammála um niðurfellingu á hluta námslána, flestir nefndu viðhald vega, Fjarðarheiði og Öxi sem brýnustu samgöngumálin, allir vildu þjóðaratkvæði um Evrópusambandið annaðhvort strax eða þegar samningsdrög væru tilbúin og allir vildu flugvöllinn áfram í Vatnsmýri sérstaklega vegna staðsetningar sjúkrahússins. Eftir að frambjóðendur höfðu svarað spurningum stjórnmálafræðinema þá var fundarmönnum gefinn kostur á að koma með spurningar en þar var m.a. spurt um hver væri afstaða þeirra: til þess hvernig ætti að nýta svigrúm sem skapast með Vogunarsjóðunum, til byggingar hátæknisjúkrahúss, til jöfnunar á flutnings- (sbr. ný lög) og húshitunarkostnaði, til banns við vændiskaupum (sbr. ný lög), til nýs kvótakerfi og til þess hvort banna ætti að sitja hjá á Alþingi. Allir vildu nýta þau tækifæri ef einhver yrðu sem myndu skapast með afskriftum á eignum Vogunarsjóðanna, flestir vildu jafna húshitunarkostnað, stjórnarflokkarnir og Björt Framtíð vildu ljúka byggingu hátæknisjúkrahúss en aðrir vildu fresta því og efla heilsuvernd sem allir voru sammála um að þyrfti að gera, flestir voru sammála um að banna ætti vændiskaup nema píratinn Aðalheiður sem benti á betra væri að hafa starfsemina löglega en eftirlitsskylda til að auðvelda ríkisvaldinu að vinna gegn mannsali og misnotkun, frambjóðendur vildu annaðhvort betrumbæta núverandi kvótakerfi eða taka upp nýtt kerfi á grunni þjóðareignar á sjávarauðlindum, allir voru sammála um að stefna að jöfnun á húshitunarkostnaði en allir vildu leyfa þingmönnum að sitja hjá á alþingi en vel mætti hugsa sér að bannað væri að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu t.d. með því að hægt væri að greiða atkvæði rafrænt SGK Steinsmiðja Akureyrar • Glerárgötu 36 • S: 466 2800 • sala@minnismerki.is • www.minnismerki.is Opnunartímar: Mán. - fim. kl. 13:00-18:00, föst. kl. 13:00-17:00 ÓKEYPIS FLUTNINGUR! Fráb ært úrv al Gott verð Gæði 25 ára reynsla Skoðið úrvalið á www.minnismerki.is Ríkisstjórnarflokkarnir lögðu áherslu á góðan árangur á síðasta kjörtímabili á framboðsfundi í ME. Ásta kristín Sigurjónsdóttir - Sjálfstæðisflokki Jónína Rós Guðmundsdóttir - Samfylking Gísli tryggvason - Dögun kolbeinn Aðalsteinsson - HG Þorsteinn bergsson - Regnboginn Höskuldur Þórhallsson - Framsókn Sigga Lára Sigurjónsdóttir - Lýðræðisvaktin Helgi Seljan stjórnaði umræðum.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.