Austurland - 18.04.2013, Side 12

Austurland - 18.04.2013, Side 12
12 18. APRÍL 2013 Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Háþrýstidælur Teg: HD 6/16-4 M Teg: HD 6/16-4 MX ■ Vinnuþrýstingur 30-160 bör ■ 230-600 ltr/klst ■ 15 m slönguhjól ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% Teg: HD 10/25-4 S ■ Vinnuþrýstingur 30-250 bör ■ 500-1000 ltr/klst ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% Vinnuþjarkar ætlaðir til daglegra nota Hitaveitu & gasskápar Blikksmiðjan Vík ehf / Skemmuvegur 42, 200 Kópavogi / kt. 4309850279 / Sími: 557-1555 / blikkvik@blikkvik.is fyrir sumarbústaði og heimili Gæði • Þjónusta • Öryggi Hitaveituskápar Við sérsmíðum og eigum líka hitaveitukassa á lager. Einnig smíðum við mikið af kössum á kerrur, bíla ofl. Fáanlegir í mörgum litum. Gasskápar Eigum gasskápa á lager. Læsanlegir og smíðaðir úr áli. Láttu ekki stela af þér kútunum! Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Hfj • Sími 588 3355 www.4h.is Mikið úrval auka og varahluta í flestar gerðir hjóla. Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Haf • S. 588 3355 www.4h.is Eigum til reimar í miklu úrvali í flestar gerðir snjósleða og fjórhjóla. Norðfjarðargöng Oddskarðsgöng voru grafin á árunum 1972-1977. Þau eru því meira en aldarþriðjungs gömul, barn síns tíma, og uppfylla engan veginn kröfur sem gerðar eru til jarðganga í dag. Þetta er engin frétt því þetta hafa allir vitað um langan tíma. Samt hefur ekkert verið gert í þessu og ný jarðgöng eru aðeins til í draumum íbúa um betri samgöngur. Það var meðvituð ákvörðun fyrri stjórnvalda að nota ekki opinbera fjármuni í gerð nýrra jarðganga milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Í aðdraganda hrunsins voru áherslurnar einfaldlega aðrar. Landsbyggðin var látin líða fyrir vöxtinn á suðvestur horni landsins og notuð sem kælispírall á ofþanið hagkerfi þéttbýlisins allt þar til upp úr sauð. Landsbyggðin var afgangsstærð og sviðið var gefið öðrum eftir. Norðfjarðargöng voru ekki á dagskrá stjórnarflokkanna fyrir hrun. Hagfræðisnillingarnir sem reiknuðu okkur að endingu fram af bjargbrúninni, sáu ekki forendur fyrir slíkri framkvæmd og sjá ekki enn. Undir forystu Vinstri grænna eru framkvæmdir við ný Norðfjarðargöng að hefjast. Tilboð í byggingu ganganna á að opna 16. apríl (kannski búið að því þegar þessi grein birtist) og í framhaldinu verður gengið til samninga við verktaka um að hefja framkvæmdina. Þessu stóra verkefni hefur Vinstri grænum tekist að hrinda í framkvæmd þrátt fyrir þá miklu erfiðleika sem við er að glíma vegna afleiðinga hrunsins. Þetta gátu þeir aftur á móti ekki sem sögðust eiga nóg af peningum fyrir nokkrum árum. Þá var ákveðið að nota þá fjármuni til annars þar sem aðrar pólitískar áherslur réðu för. Með gerð nýrra jarðganga milli Norðfjarðar og Eskifjarðar verða til ótal tækifæri fyrir íbúa Fjarðabyggðar sem áður hafa verið ómöguleg vegna samgönguerfiðleika. Breytingin verður ekki síst á sviðum heilbrigðis- og menntamála auk annarrar opinberrar þjónustu sem mun batna og nýtast íbúum betur en hingað til. Atvinnusvæðið mun stækka, atvinnumöguleikar aukast og umhverfi þeirra fyrirtækja sem fyrir eru á svæðinu mun taka stakkaskiptum í kjölfar nýrra ganga. Góðar samgöngur koma ekki af sjálfu sér eins og reynsla Austfirðinga sýnir best. Þegar ríkissjóður var tómur og ríflega það, vegna þeirrar útreiðar sem á endanum leiddi til hrunsins, varð að leita nýrra leiða til að fjármagna gerð nýrra Norðfjarðarganga. Það tókst þrátt fyrir hávær mótmæli sem nú eru reyndar þögnuð. Þetta er rétt að hafa í huga nú þegar ákveðnir stjórnmálaflokkar lofa skattalækkunum og afnámi sértekna til framkvæmda, komist þeir til valda. Norðfjarðargöng eru undir í þeirri umræðu og þá hvort af þeim verður eða ekki. Björn Valur Gíslason Varaformaður Vinstri grænna björn Valur Gíslason Stöndum saman Síðustu ár hef ég starfað á sviði nýsköpunar og þróunar hjá Austurbrú (áður Þróunarfélagi Austurlands) ásamt því að sitja í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Þó seint sé hægt að segja að ég sé hokin af reynslu af pólitík þá hefur hún samt sem áður kennt mér á stuttum tíma að það eru gríðarlega mörg brýn verkefni sem þarf að vinna og oft á tíðum höfum við fengið að finna fyrir því sem lengst búum frá stjórnsýslunni að erfiðara er að sækja það sem flestum ætti að þykja eðlileg og sjálfsögð þjónusta. Það vill nefnilega þannig til að auðveldast er að skera niður lengst frá sér og höfum við oft þurft að bragða á því meðali. Ef við snúum okkur að stóru málunum og því grunnstefi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir, þá er það mín trú, að við vinnum okkur út úr vandanum sé okkur gefið svigrúm og tækifæri til þess. Verkefnin framundan eru sannarlega ærin og næstu ár munu fyrst og fremst snúast um bætta hagstjórn og forgangsröðun verkefna. Mikilvægt er að vinna að raunhæfum lausnum til handa öllum heimilum í landinu og forgangsraða í þágu þeirra. Lausnirnar eru mismunandi eftir aðstæðum fólks og höfum við sett fram skýrar leiðir er varða m.a niðurgreiðslu húsnæðislána á næstu 4-5 árum í gegnum skattakerfið. Eitt besta stjórntækið sem ríkisvaldið getur notað til þess að hjálpa heimilum í landinu er að lækka skatta og þar með hækka ráðstöfunartekjur fólks. Það er aðgerð sem kemur öllum til góða enda skattar með stærstu útgjaldaliðum heimilanna. Við viljum lækka tekjuskatt og hækka þar með útborguð laun okkar allra sem gefur okkur tækifæri á að velja sjálf hvernig við ráðstöfum launum okkar í stað þess að fela það stjórnmálamönnum við Austurvöll. Umræðan á síðustu vikum hefur snúist að mestu leyti um skuldsett heimili og hvernig sé hægt að koma þeim til bjargar á sem skemmstum tíma. Þó mér komi ekki til hugar að gera lítið úr þeim vanda sem virkilega er alvarlegur þá verðum vil líka að vanda okkur í umræðunni því það eru fleiri mál sem eru brýn og þarfnast úrræða. Þar ber hæst heilbrigðis- og velferðarmál, menntamál og samgöngumál en allt eru þetta málaflokkar sem þarf að forgangsraða betur og vinna að uppbyggingu, landinu okkar til heilla. Í þágu heimilanna mun Sjálfstæðisflokkurinn forgangsraða rétt. Það er kominn tími til að nýta tækifærin, kominn tími til aðgerða, tími til sóknar – í þágu okkar allra. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Meiri sátt Eitt af því sem Björt framtíð leggur mikla áherslu á er sátt og samræður. Mörgum kann að finnast þetta heldur ómerkilegt stefnumál. Sumir líta á sátt sem veikleikamerki og einhverjir telja að sátt sé óraunhæf enda snúist stjórnmál um að ná fram málum með góðu eða illu. Þá eru þeir til sem telja það útilokað að ná nokkurri sátt þegar íslensk stjórnmál eru annars vegar. Meiri sátt er hins vegar mikilvæg. Við stöndum frammi fyrir miklum áskorunum og glímum enn við eftirköst hrunsins. Peningar eru af mjög skornum skammti og þörf er á aðhaldi og forgagnsröðun verkefna. Það er hins vegar mjög slæmt að allar aðgerðir skuli miðast við eitt kjörtímabil. Það segir sig sjálft að það er ekki vinnulag sem skilar góðum árangri. Það er því ekki bara skynsamlegt heldur beinlínis nauðsynlegt að stjórn og stjórnarandstaða nái sátt um mikilvæg mál. Að hlustað sé á ólík sjónarmið og leitað sé lausna í stað þess að ala á ósætti. Alltof algengt er að farið sé af stað með mál sem engin sátt ríkir um. Þau tekst jafnvel ekki að klára og enda því ofan í skúffu þegar ný stjórnvöld taka við. Slíkt er sóun á tíma og fjármunum. Við þurfum líka að sammælast um það hvernig við stundum stjórnmál. Við höfum vanist orðræðu sem þekkist vart utan stjórnmálanna. Fólk hikar ekki við að tala niður til pólitískra samferðarmanna og túlka skoðanir þeirra rétt eins og þeir séu ekki færir um það sjálfir. Fólki eru gerðar upp skoðanir og uppnefni og gífuryrðin fjúka hægri vinstri. Þá eru jafnvel dæmi um að stjórnmálamenn geri grín að útliti þeirra sem þeir skilgreina sem andstæðinga. Við hjá Bjartri framtíð teljum að nú sé mál að linni og þótt fyrr hefði verið. Þannig hljómar ein af áherslum Bjartrar framtíðar: „Gerum störf Alþingis uppbyggilegri með breyttum þingsköpum. Breytum stjórnmálunum. Vinnum að friði. Tölum af virðingu og sanngirni um hvert annað. Þannig eflum við traust“. Þessi áhersla lætur kannski ekki mikið yfir sér. Það er ekki víst að fólk staðnæmist sérstaklega við hana þegar það rennir í gegnum áherslurnar á bjortframtid.is. En þetta er meginástæðan fyrir því að ég féll fyrir Bjartri framtíð. Það þarf meiri sátt, meiri virðingu og meiri frið í íslensk stjórnmál. Að því viljum við í Bjartri framtíð vinna og vonumst til að sem flestir leggi okkur lið. Brynhildur Pétursdóttir skipar 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi Ásta kristín Sigurjónsdóttir brynhildur Pétursdóttir AðsENdAr grEiNAr

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.