Austurland - 18.04.2013, Qupperneq 14

Austurland - 18.04.2013, Qupperneq 14
Byggðastefna sem virkar Samfylkingin leggur þunga áherslu á hagsmuni hinna dreifðu byggða. Við höfnum tilviljanakenndum aðgerðum í þágu útvalinna atvinnugreina eða sérvalinna krókmakara. Við viljum almennar leikreglur og alvöru byggðastefnu. Síðasta frumvarpið sem ég fékk samþykkt sem efnahagsráðherra voru lög um jöfnun flutningskostnaðar. Við tryggjum með því framleiðslufyrirtækjum á landsbyggðinni endurgreiðslu hluta flutningskostnaðar og jöfnum samkeppnisstöðu atvinnulífs á landsbyggðinni. Við höfum lagt á hraustlegt veiðileyfagjald. Það er eðlilegt enda á sjávarútvegurinn að greiða fyrir aðgang að sameiginlegum auðlindum eins og aðrar greinar. En hann þarf að geta þróast og þroskast og búa við fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi eins og aðrar greinar. Og sjávarbyggðirnar þurfa að eiga sérstaka hlutdeild í arðinum af auðlindinni. Því viljum við í Samfylkingunni tryggja sjávarbyggðunum hlutdeild í veiðileyfagjaldinu. Va x t a r m ö g u l e i k u m íslenskra fyrirtækja eru lítil takmörk sett. Sköpunargetan vekur athygli um allan heim og við byggjum jafnt á hefðbundnum greinum og á nýjum þekkingargreinum. Mörg þessara fyrirtækja eru á landsbyggðinni. Við höfum lagt aukið fé í Tækniþróunarsjóð og sett á stofn nýjan Grænan fjárfestingarsjóð, en þeir fá á annan milljarð af nýju fé. Við viljum halda þessu áfram og setja á fót nýjan opinberan fjárfestingarsjóð, að franskri fyrirmynd, sem tengir saman starf opinberra aðila að stuðningi við atvinnulífið, en þessi stuðningur er nú í Byggðastofnun, Nýsköpunarsjóði og víðar. Markmiðið er að tryggja að allar góðar hugmyndir geti orðið að veruleika og skapað okkur arð, hvort sem þær fæðast í Breiðholti eða á Bíldudal. Við erum nú að missa okkar bestu fyrirtæki úr landi. Þess vegna verðum við að ljúka aðildarsamningum við ESB sem allra fyrst og leggja niðurstöðuna í dóm þjóðarinnar. Við verðum að reyna til þrautar þá einu leið sem nágrannaríki okkar hafa fetað til að standa undir alvöru lífskjörum. Við byggjum aldrei norræna velferð á atvinnulífi í höftum. Við þurfum líka ný sóknarfæri í atvinnumálum á landsbyggðinni. Aðild að ESB mun vegna byggðastefnu sambandsins styðja við fjölbreytt atvinnulíf á landsbyggðinni og gera okkur kleift að fjölga þar störfum. Þar fyrir utan skapar aðild að ESB ný og áður óþekkt tækifæri fyrir íslenskan landbúnað sem getur átt stórkostleg sóknarfæri þegar nýir markaðir opnast blaðið Austurland óskar eftir að komast í samband við íbúa sveitarfélaganna á Austurlandi sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlega sendið okkur tölvupóst á stefania@einurd.is eða hringið í síma 891-6677. NÁM MEÐ STARFI Nám á netinu D R E I F N Á M l l l l l l Borgarholtsskóli býður upp á nám fyrir: Skólaliða Stuðningsfulltrúa í skólum Leiðbeinendur í leikskóla Félagsliða Félags- og tómstundanám Viðbótarnám félagsliða Umsóknarfrestur er til 1. júní. Upplýsingar um námið veitir Þórkatla Þórisdóttir í síma 8561718 Netfang: thorkatla@bhs.is Heimasíða skóla: www.bhs.is 14 17. JANÚAR 2013 vilTU SeGjA þínA SkoðUn? AðsENdAr grEiNAr Árni Páll Árnason Heimsins konur á Íslandi - viðtalsbók Kallað eftir stuðningi, ábendingum og tillögum fyrir 26. apríl vegna útgáfu viðtalsbókar um framlag kvenna af erlendum uppruna á Íslandi á netfangið heimsinskonur@gmail.com, sjá nánar á heimasíðunni www.borgarbokasafn.is Verkefnið Heimsins konur á Íslandi miðar að því að gera framlag kvenna af erlendum uppruna til íslenskrar menningar og samfélags sýnilegt. Með framlagi til íslensks samfélags er átt við hvers konar jákvæð áhrif á umhverfi sitt, hvort sem er nánasta umhverfi svo sem á vinnustað, í tilteknum hópi eða nærumhverfi eða í stærra samhengi. Gefin verður út viðtalsbók um þátttöku fjölda erlendra kvenna í íslensku samfélagi og samhliða útgáfu hennar verður sett upp ljósmyndasýning og vefur. Að verkefninu standa fjórar konur af íslenskum og erlendum uppruna í samvinnu við Söguhring kvenna, en það er samstarfsverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Konurnar fjórar eru Ania Wozniczka, Kristín R. Vilhjálmsdóttir, Kristín Viðarsdóttir og Letetia B. Jónsson. Framlag þeirra fjölmörgu kvenna sem hafa af ýmsum ástæðum kosið að gera Ísland að heimili sínu er ómetanlegt. Búseta kvenna af erlendum uppruna á Íslandi auðgar íslenska menningu og samfélag, opnar augu fólks fyrir ólíkum hugsunarhætti og menningu og skapar nýja möguleika í annars nokkuð einsleitu samfélagi. Með því að gera framlag þessara kvenna sýnilegt og fagna því vilja aðstandendur verkefnisins styrkja fjölmenningu á Íslandi sem og sjálfsmynd kvenna af erlendum uppruna, enda hefur framlag þeirra ekki alltaf verið metið sem skyldi. Að sama skapi getur verkefnið beint sjónum að því sem tengir fólk þvert á ólíka menningu. Verkefnið hefur hlotið stuðning frá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur, Hlaðvarpanum og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Fréttatilkynning Söguhringur kvenna við gerð verksins fyrir íslenskar afurðir á evrópskum markaði, en þar eru gerðar sífellt ríkari kröfur um hreinleika og góða framleiðsluhætti. Það er ekkert sem bendir til annars en að íslenskar afurðir muni sigra í gæðakeppni á evrópskum markaði ef íslenskur landsbúnaður fær að njóta frelsis í markaðssetningu og viðskiptaháttum eins og aðrar atvinnugreinar. Árni Páll Árnason

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.