Fréttablaðið - 19.02.2015, Page 30

Fréttablaðið - 19.02.2015, Page 30
FÓLK|TÍSKA Í UPPÁHALDI „Uppáhalds- hönnuðirnir eru bresku hönnuðirn- ir Georgina Chap- man og Keren Craig hjá March- esa. Kjólarnir þeirra eru marg- ir alveg svakalegir. Líbanski hönnuð- urinn Elie Saab er líka í uppáhaldi.“ Helena Hallgrímsdóttir kjólaklæðskeri gerði bestu kaupin fyrir nokkrum árum þegar hún keypti sér sumarkápu í Dior 50‘s stíl. „Ég hef notað hana mikið og geri enn. Ég var einmitt að kaupa lit til að lita hana, hún er orðin óttalega sjúskuð greyið en ég fæ það ómögulega af mér að losa mig við hana.“ Helena var að opna verslunina Gjána ásamt Sigrúnu vinkonu sinni, sem hannar undir merkinu núrgiS en Helena hannar undir merkinu Helena kjólaklæðskeri. Í Gjánni selja þær eigin vörur og einnig vörur eftir aðra íslenska hönnuði. Ertu meðvituð um eigin klæðaburð? Já, óneitan- lega. Ég fylgist vel með tísku, bæði vegna eigin áhuga og starfsins. Á hverjum tíma höfðar sumt til mín og annað ekki, eins og ég held að eigi við um flesta. Hefurðu lengi pælt í tískunni? Já, alveg síðan ég var unglingur, þá keypti ég mér fyrst tískublöð og fór að fylgjast betur með en áður. Hvernig klæðir þú þig hversdags? Ég er mjög mikið í gallabuxum, þægilegum bol eða léttri peysu og oft í stórri, síðri peysu yfir. Hvernig klæðir þú þig spari? Ég reyni alltaf að vera í kjól sem ég hef saumað á mig þegar ég fer eitthvað fínt. Annars hefur alveg komið fyrir að ég fari í einhvern fínan topp og jakka við svartar galla- buxur og hælaskó. Hvernig lýsir þú stílnum þínum? Hann er kannski dálítið tímalaus, ég er hrifin af vel sniðnum og þægilegum fötum sem eru bæði falleg og praktísk. Hvernig lýsir þú hönnun þinni? Hún er stílhrein og fremur fíngerð. Ég reyni að gera vandaðan og sígildan fatnað sem ætti að geta hentað konum á öllum aldri. Hefurðu lengi verið að hanna föt? Ég byrjaði á því fyrir alvöru árið 2009 þegar ég var nýútskrifuð sem kjólaklæðskeri og hef gert síðan. Annars var ég alveg farin að leika mér að því sem unglingur, farin að prófa mig áfram með eitt og annað á saumavél- ina hennar mömmu. Hvar kaupir þú fötin þín? Ég reyni að sauma mikið á mig en annars versla ég talsvert á ferðalögum erlendis. Ég á ekki eina uppáhaldsverslun frekar en aðra, fötin mín koma úr öllum mögulegum áttum. Eyðir þú miklu í föt? Ég reyni að vera skynsöm þegar kemur að fatakaupum svo það veltur dálítið á því hvernig fjárráðin eru. En stundum er ég auð- vitað óskynsöm. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Í augnablikinu er það grá, munstruð, síð peysa sem ég saumaði um daginn. Ég get notað hana við gallabuxur og legg- ings. Ég get líka notað hana á tvo vegu, bæði stutta og síða. Uppáhaldshönnuður? Bresku hönnuðirnir Georg- ina Chapman og Keren Craig hjá Marchesa. Kjól- arnir þeirra eru margir alveg svakalegir. Líbanski hönnuðurinn Elie Saab er líka í uppáhaldi. Hefur þú lent í tískuslysi? Voru buffalo-skórnir ekki tískuslys? Þá hef ég lent í því. Hverju verður bætt við fataskápinn fyrir vorið? Mig vantar nýjan kjól til að nota hversdags og líka einhvern léttan sumarjakka. Hver er helsti veikleiki þinn þegar kemur að tísku og útliti? Síðar og kósí peysur, kaupi þær allt- af þegar ég er í útlöndum. Og naglalökk, ég keypti fimm í síðustu ferð. Hvers konar fylgihluti notarðu? Aðallega hringa og hálsmen. Svo nota ég oft armbönd þegar ég vil vera fín. Áttu þér tískufyrirmynd? Enga eina sérstaka, nei. Kjóll, pils eða buxur? Buxur, en kjóll við sparitil- efni. Stutt eða sítt? Sítt. Háir hælar eða flatbotna? Mig langar að segja milliháir hælar, er alltaf í skóm með smá hæl. BUFFALO-SKÓRNIR VORU TÍSKUSLYS TÍMALAUS STÍLL Helena Hallgrímsdóttir reynir yfirleitt að vera skynsöm þeg- ar kemur að fatakaupum. Hún er veik fyrir naglalakki og síðum peysum. UPPÁHALDS Peysan er í uppáhaldi hjá Helenu þessa stund- ina en hún getur notað hana bæði við galla- buxur og leggings. MYND/GVA Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook NÝTT KOR TATÍMABILOpið virka daga kl. 11–18 Opið laugardaga k l. 11-16 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin BelladonnaStærðir 38-58 Flott föt, fyrir flottar konur Alltaf eitthvað nýtt og spennandi TopPar, mussur, kjólar, buxur 5000 kr. dagur í Flash Sjá fleiri myndir á 1 8 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 D A -1 E 9 C 1 3 D A -1 D 6 0 1 3 D A -1 C 2 4 1 3 D A -1 A E 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.