Fréttablaðið - 19.02.2015, Page 48

Fréttablaðið - 19.02.2015, Page 48
19. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 36 48 ára Benicio Del Toro, leikari Þekktastur fyrir: Snatch, The Usual Suspects og Traffic. Sjóræningjar í Ástralíu Mikið er um að vera í Queensland í Ástralíu þar sem framleiðsla er hafin á kvikmyndinni Pirates of the Caribbean: Dead Men Tell No Tales. Myndin er sú fimmta í röðinni um sjóræningjann Jack Sparrow kaftein, sem Johnny Depp leikur. Javier Bardem leikur óvin Sparrows sem heitir Salazar kafteinn í nýju myndinni og þá snýr Orlando Bloom aftur í myndinni sem Will Turner. Joachim Rønning og Espen Sandberg leikstýra myndinni en þeir leikstýrðu meðal annars myndinni Kon-Tiki. Gert er ráð fyrir að myndin verði frumsýnd í júlí árið 2017. 7,2/10 100% 93% FRUMSÝNINGAR 7,9/10 7,5/10100% Veiðimennirnir (Fasandræberne) Spennumynd Helstu hlutverk: Fares Fares, Nikolaj Lie Kaas, Pilou Asbæk. The Gunman Spennumynd Helstu hlutverk: Idris Elba, Sean Penn, Javier Bardem. BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS Hrúturinn Hreinn Teiknimynd Raddir: Omid Djalili, Richard Webber og Kate Harbour. Beðið er með mikilli eftirvæntingu eftir kvik- mynd sem byggð er á litríkri sögu rappsveit- arinnar N.W.A., frá Compton í Los Ang eles í Bandaríkjunum. Löng og ansi ítarleg stikla úr myndinni var frumsýnd fyrr í mánuðinum. Með stiklunni fylgdi myndband sem sýndi sjálfa Ice Cube og Dr. Dre keyra um gamla hverfið sitt og ræða við tvo rappara sem tóku við kyndlinum sem fulltrúar Compton í rapp- senunni, þá Kendrick Lamar og The Game. Ice Cub og Dr. Dre eru einmitt hluti af teym- inu sem framleiðir myndina. Leikur pabba sinn Undirbúningur fyrir myndina hefur staðið yfir í tæp sex ár og tók langan tíma að finna rétta hópinn til þess að leika hljómsveitar- meðlimina. Eftir að búið var að velja þá Jason Mitchell og Corey Hawkins til að leika þá Eazy og Dr. Dre var ákveðið að O’Shea Jackson Jr., sonur Ice Cube, myndi leika föður sinn. Mynd- inni verður leikstýrt af F. Gary Gray, sem hefur leikstýrt myndum á borð við Friday, Set It Off, The Italian Job og Law Abiding Citizen. Litrík saga Saga N.W.A. er nokkuð stutt en ákaflega litrík. Sveitin náði hæðum sem fáar, ef einhverjar, rappsveitir hafa náð í sögunni. Sveitin varð til þegar þeir Ice Cube og Dr. Dre fóru að semja lög fyrir rappsveit sem var á snærum mógúls- ins Eazy E. Sveitin hafnaði laginu sem þeir Dr. Dre og Ice Cube sömdu og ákváðu þeir þá að taka það upp sjálfir og fengu Eazy E með sér í lið og sá hann um rappið. Þeir ákváðu að kalla sig N.W.A., sem stendur fyrir Niggaz With Attitude. Lagið, sem ber titilinn Boyz-N-The Hood var tekið upp árið 1987. Fyrsta breið- skífa sveitarinnar kom út árið árið 1989. Rapp- menningin gjörbreyttist við útgáfu plötunnar Straight Outta Compton. Lögreglan ósátt við efnistök Lögreglan í Los Angeles var ósátt við efnis- tök sveitarinnar, þá sérstaklega í laginu Fuck tha Police. Í stiklunni úr myndinni má sjá að fjallað verður um stirð samskipti rappsveit- arinnar við lögregluna. Frægt er að lögreglan í Los Ang eles sendi útgáfufyrirtækinu Prior- ity, sem gaf plötu sveitarinnar út, viðvörun, vegna grófra texta sveitarinnar. Sveitin naut ótrúlegra vinsælda í kjölfar útgáfunnar, en Adam var ekki lengi í paradís. Strax ári seinna byrjaði að kvarnast úr sveitinni, þegar Ice Cube hætti vegna ósættis um peninga- mál. Sveitin gaf út aðra plötu sem naut ekki sömu vinsælda og árið 1992 var hún lögð niður og meðlimirnir fóru að huga að sóló- ferlum sínum. Þeir Ice Cube og Dr. Dre hafa verið viðloðandi rappið síðan með góðum árangri. Eazy E lést árið 1995 úr alnæmi en naut vinsælda og virðingar fram á hinsta dag. Hann uppgötvaði meðal annars sveitina Bone Thugs N Harmony. MC Ren og DJ Yella héldu einnig áfram í rappinu, en hafa ekki notið sambærilegra vinsælda og þekktari meðlimir N.W.A. kjartanatli@frettabladid.is N.W.A. kom beina leið frá Compton Sonur rapparans Ice Cube leikur pabba sinn í mynd um hina goðsagnakenndu rappsveit N.W.A. sem gerði garðinn frægan á níunda áratug síðustu aldar. Undirbúningur fyrir myndina hefur staðið yfi r í tæp sex ár, myndarinnar er beðið með mikilli eft irvæntingu. LITRÍK SAGA Söguleg kvikmynd sem byggð er litríkri sögu rappsveitarinnar N.W.A. er væntanleg. NORDICPHOTOS/GETTY ➜ Undirbúningur fyrir myndina hefur staðið yfir í tæp sex ár og tók langan tíma að finna rétta hópinn til þess að leika hljómsveitarmeðlimina. 1 8 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 D A -0 A D C 1 3 D A -0 9 A 0 1 3 D A -0 8 6 4 1 3 D A -0 7 2 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.