Fréttablaðið - 14.02.2015, Page 30

Fréttablaðið - 14.02.2015, Page 30
14. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Á RÖKSTÓLUM Þegar rökstólaparið Hilm-ar Örn Hilmarsson alls-herjargoði og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir dagskrárgerðarkona hittast heilsast þau með virktum. „Hvað, þekkist þið?“ spyr blaðamaður undrandi. Hilmar Örn: Ekki nóg en við getum sagt að leiðir okkar hafi skarast. Sigga Elva: Hann gaf dóttur minni, Andrá, nafn við formlega athöfn. Held ég hafi hringt í hann með viku fyrirvara. Mér finnst kristilegar skírnir yfirleitt svo átakanlega langdregnar og mikið gert úr því að allir viðstaddir eigi að passa upp á trúarlegt uppeldi barnsins. Yfirleitt er ég við það að látast úr leiðindum og samvisku- biti yfir því að ætla náttúrlega ekk- ert að fara eftir þessum ráðlegg- ingum. En nafngjöfin tók bara fjórar mínútur. Það var frábært. Hilmar Örn: Þetta hlýtur að hafa verið skemmri skírn svo ég noti vitlaust hugtak og óviðeig- andi. Þið hafið fengið hraðspólun. Yfirleitt held ég athöfnin taki tíu mínútur, kortér. En það er ekkert verið að lesa mikið yfir barninu ómálga og segja því hvað það eigi að varast og því síður að fá full- orðna til að fá samviskubit. Sigga Elva: Fengum við ADHD- útgáfu? Það var fínt því þetta var áður en ég fór að taka ofvirknitöfl- urnar! Við foreldrarnir tókum þá ákvörðun eftir þessa athöfn að ef við hættum einhvern tíma að lifa í synd þá yrðir þú sjálfkjörinn í að gefa okkur saman. Það verður trú- lega bókað einhvern tíma með viku fyrirvara. Hilmar Örn: Ég er nú samt einn mest hataði maður í heiðnum kreðsum í Ameríku þessa dagana, þar var vitnað í að ég tryði ekki bókstaflega á eineygðan mann á áttfættum hesti og kommentin frá Bandaríkjamönnum eru svaka- leg, þar kemur fram að þúsundir Bandaríkjamanna eiga daglegt samtal við Óðin og fóðra Sleipni á meðan. Þetta er allt í raunheimi. Sigga Eva: Þeir eru nú dálít- ið fyrir bókstafinn þarna vestra, blessaðir. En ef maður hittir yfir- náttúrulega veru þá finnst mér það eitthvað til að ræða við fagmenn í heilbrigðisstéttum frekar en tala um það á torgum. Það eru til lyf við þessu. Hilmar: Já, ég held að fólkið í hvítu sloppunum sé betra í að fást við svona en fólkið í kuflunum. En ég hef alveg þurft að kyngja því að sumir hafi þær skoðanir að ég sé að afvegaleiða fólk. Sigga Elva: „Já, hefurðu verið mikið í því að draga fólk út í synd og lesti? Hilmar Örn: Ekki eins og ég hef viljað. Það liggur við að það hafi farið meiri tími í kökubakstur hjá mér. Ekki enn komin með flatskjá Hafið þið eitthvað fylgst með ver- aldlegum atburðum á litla Íslandi undanfarið? Hilmar: Nei, ég er þessi andlegi maður sem varla stíg fæti til jarð- ar! Reyni bara að taka sem minnst- an þátt í umræðunni á Íslandi eftir hið svokallaða hrun. Ég verð svo þunglyndur. Sigga Elva: Ég var að vinna í fréttum þegar runið varð og tók viðtöl við fimm hagfræðinga og tíu pólitíkusa á hverjum einasta degi, að því er mér fannst, kom heim á hverju kvöldi með tilfinninguna: Það bjargast ekkert – það ferst, það ferst. Svo varð mér til happs að ég slapp úr því starfi og fór í meira léttmeti nokkrum mánuðum seinna. Geðheilsan snarbatnaði og ég komst að því að þjóðfélagið fer ekkert á hliðina þótt maður fylgist ekki með. Hilmar Örn: Ég er svo hjátrúar- fullur að ég held að allt hafi skán- að við það að ég hætti að fylgjast með. Sigga Elva: Sagan segir líka að ef maður bíði nógu lengi þá verði komið góðæri næst þegar maður opnar Fréttablaðið. Fer ekki að bresta á með því? Hilmar Örn: Ég vona það, en veit ekki alveg hver hringrásin er í árum talið. Sigga Elva: Er ekki talað um sjö ár? Það er heilög tala í kristninni en ég veit ekki hvernig það er í heiðni. Hilmar Örn: Það er níu hjá okkur en ég skal alveg nota kristna tímatalið ef það hentar. Sigga Elva: Mér sýnist þið ætla að hafa vinninginn í þessu. Ég er að minnsta kosti ekki búin að fá mér flatskjá enn þá og er enn í Excel-skjalinu að reyna að finna út hvernig ég get losnað úr ofbeldis- sambandinu við bankann. En þegar ég var í fréttaumhverf- inu var ég með blogggáttina opna og fylgdist með öllum miðlum. Hilmar: Ég tek mest eftir frétt- um um týnda púðluhunda og svo- leiðis. Þegar ég var að keppa í Útsvari varð ég mér til skamm- ar því ég vissi ekkert fréttatengt. Maður átti að botna nýlega fyrir- sögn og ég seig bara niður, hefði kannski getað það ef fyrirsögnin hefði verið úr Öldinni okkar frá 1930. Þá hefði verið komin mátuleg fjarlægð. En ég veit þó að nýlega var full rúta af ungmennum föst í hálfan sólarhring af því vegur- inn fór í sundur og mér finnst svo falleg fréttin af bóndanum sem keyrði um nóttina með mat til þeirra. Svoleiðis fólk gefur manni trú á lífið. Hafið þið lent í lífsháska eða verið strandaglópar? Sigga Elva: Ég hef verið sótt af björgunarsveit. Ég álpaðist upp í gúmmíbát á Hornströndum með manni sem ætti, strangt til tekið, ekki að vera með próf á þríhjól. Sú ferð endaði með því að allir féllu útbyrðis rétt við ströndina og ég fékk skrúfuna á fullu blússi í öxl- ina á mér. Það var siglt í næsta farsímasamband og eftir tvo, þrjá tíma birtist risabátur með her af fólki sem hafði staðið upp frá vinnunni til að sækja einhvern bjána sem hafði verið að sulla í vitleysu á gúmmíbát. Ég ber enda- lausa virðingu fyrir svona fólki. Áhyggjur af þungarokkurum Munið þið eftir f leiru sem hefur verið í umræðunni nýlega? Sigga Elva: Nei, ég er búin að sitja með heyrnartól og viðtals- klippa síðustu þrjár vikur. Eigin- lega hef ég bara verið í vinnunni síðan í september og er sorglega illa að mér. En síðast þegar ég vissi var eldgos í gangi.“ Hvað segja heiðnir menn um það? Hilmar Örn: „Hverju reiddust goðin,“ var flottur frasi hjá Snorra goða á sínum tíma og sumir halda því fram að „sól tér sortna“ í Völu- spá sýni að heiðnir hafi upplifað eldgos þaðan sem þeir komu en það hefur aldrei gosið í Noregi og Dan- mörku svo það er ekkert innbyggt í heiðni. Í grísku og rómversku goðafræðinni eru hins vegar eld- fjallaguðir og í Suður-Ameríku er eldfjallagyðja svo þetta fylgir staðháttum. En í heiðninni erum við með Loka sem veldur jarð- skjálfta samkvæmt Snorra-Eddu. Þegar konan hans, Sigyn, tekur kerið í burtu frá honum spriklar hann og þá verða skjálftar. Það er falleg skýring sem ég skil miklu betur en jarðfræðina. Sigga Elva: Hvenær hætta trúar- brögð að taka breytingum? Er búið að loka fyrir umsóknir eða mætti koma með nýjan guð í ljósi ein- hverra aðstæðna? Ég var reyndar lengi að hugsa um að stofna söfnuð til heiðurs Bakkusi og minnir að til að fá trúfélagsskrá þurfi að byggja á einhverjum sögulegum átrúnaði. Hilmar Örn: Ég held að það sé eðli góðra trúarbragða að þau breytist með tímanum. Þess vegna sér maður gamlar goð- fræðilegar sögur í bíómyndum og bókmenntum. Það eru sögur sem verða að segjast og finna sér alltaf leið. Þær eru hluti af okkar sálræna uppeldi og hvernig við speglum okkur á hverjum tíma. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég hef meiri áhyggjur af sumum þungarokkurum. Sigga Elva: Er það af því að tónlistin er vond eða ertu að tala um boðskapinn? Hilmar Örn: Ég tek það skýrt fram að ég er ekki að tala um Skálmöld sem ég dýrka og dái og finnst stórkostlegt hvernig hún miðlar arfinum áfram. En það er komið sérstakt sánd, viking- metal, og það eru mikil læti. Ég er svo mikil pempía. Sigga Elva: Þú vilt bara ljúfa tóna eins og hjá Skálmöld. Hilmar Örn: Já, eitthvað sætt, lítið tíst. Heilagar tölur og trúarbrögð Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir dagskrárgerðarkona eiga sameiginlegt að fylgjast lítið með fréttum þessar vikurnar og hafa áhuga á ásatrú. Sigga Elva hefur verið sótt af björgunarsveit en Hilmar Örn ekki. Á RÖKSTÓLUM Sigríður Elva og Hilmar Örn eru á því að allt hafi skánað eftir að þau hættu að fylgjast með fréttum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ Ég álpaðist upp í gúmmíbát á Hornströndum með manni sem ætti, strangt til tekið, ekki að vera með próf á þríhjól. Sú ferð endaði með því að allir féllu útbyrðis rétt við ströndina og ég fékk skrúfuna á fullu blússi í öxlina á mér. Sigríður Elva Þegar ég var að keppa í Útsvari varð ég mér til skammar því ég vissi ekkert fréttatengt. Maður átti að botna nýlega fyrirsögn og ég seig bara niður. Hilmar Örn 1 3 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 C F -C A 9 4 1 3 C F -C 9 5 8 1 3 C F -C 8 1 C 1 3 C F -C 6 E 0 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 1 1 2 s C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.