Fréttablaðið - 12.03.2015, Side 12

Fréttablaðið - 12.03.2015, Side 12
12. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 HEILBRIGÐISMÁL Prófessor í hjarta- lækningum vill vara fólk við að taka inn skjaldkirtilshormón til að léttast. Tvö alvarleg tilfelli hafa orðið nýverið vegna þess að fólk hefur tekið inn skjaldkirtils- hormón sem það keypti á svört- um markaði. Inntaka lyfjanna olli gáttaflökti og hjartastoppi. Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi segir um að ræða skjaldkirtilshormónið T3. „Ég hef áhyggjur af því magni sem fólk er að taka inn af óhefðbundn- um lyfjum. Fullfrískt fólk er að taka inn skjaldkirtilshormón sem eru flutt inn til landsins og seld á svörtum markaði. Fólk er að taka þetta inn til að létta sig en veldur sér miklu heilsutjóni,“ segir Karl sem segist hafa rætt við sjúkling í vikunni sem var með hormónin í höndunum. Sá hafði fengið þau í gegnum vinnufélaga sem flutti lyfin inn frá Kína. „Þetta er stór- hættulegt og fólk er að veikjast af þessu. Inntaka lyfjanna hjá frísku fólki getur valdið gáttaflökti og alvarlegustu tilfellin valda hjartastoppi. Skjaldkirtilslyfið T3 er notað í tilfellum þar sem fólk glímir við vanvirkan skjald kirtil. Í þeim tilfellum er lyfjanotkun undir ströngu eftirliti læknis, þar sem fylgst er vel með sjúklingn- um. Þetta er lyf sem á alls ekki að nota nema í samráði við lækni,“ segir Karl og segir fólk gálaust að taka við lyfjum með þessum hætti. Hann vill sérstakt átak vegna þessa og ítrekar tvö ný tilfelli þar sem fólk lenti í hættu vegna inn- töku lyfjanna. „Það þarf að stöðva þetta, ég þekki að minnsta kosti tvö nýleg alvarleg dæmi um gátta- flökt og hjartastopp vegna inn- töku þessara lyfja án samráðs við lækni.“ Hormónið T3, sem Karl varar við, er náttúrulegt en unnið úr dýraafurðum. Skjaldkirtillinn seytir skjaldkirtilshormónum út í blóðið. Þau eru tvö (T4 og T3) en helsta hormónið er týroxín (thy- roxine: T4). Hlutverk þeirra er að stjórna efnaskiptum líkamans í víðum skilningi. Raskanir á starf- semi skjaldkirtils eru með algeng- ustu viðfangsefnum lækna. Lyfið er stundum gefið við vanstarfsemi skjaldkirtils. Þegar fullfrískt fólk tekur lyf sem ætlað er að örva starfsemi kirtilsins getur fólk fengið alvarleg einkenni ofvirks skjaldkirtils. Hyperthyroidism eða thyrotoxicosis er það ástand þegar skjaldkirtillinn seytir óhóf- lega miklu magni af hormónum út í blóðið. Þetta líkist því ástandi að vera í yfirgír og gefur því fólki oft mikla orku og þrek í upphafi en þetta getur auðvitað endað í yfir- keyrslu og alvarlegum einkennum frá hjarta. Lyfjastofnun hefur til umfjöll- unar erindi vegna málsins og Embætti landlæknis varaði nýver- ið við ofnotkun og rangri notk- un skjaldkirtilshormóna. Í grein Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Dreglar og mottur á frábæru verði! Margar stærðir og gerðir Ódýrar mottur 40x60 cm frá kr. 350 PVC mottur 50x80 cm1.590 66x120 cm kr 2.890 100x150 cm kr 5.590 Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ Breidd: 67 cm Verð pr. lengdarmeter 1.595 Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter 1.845 6mm gúmmídúkur grófrifflaður 3.490pr.lm. einnig til 3mm á kr. 1.990 Gúmmímottur margar gerðir og stærðir, verðdæmi 66x99cm 2.490 Skjaldkirtilshormón seld á svörtum markaði á Íslandi Tvö alvarleg tilfelli hafa komið upp á Landspítalanum vegna inntöku fólks á skjaldkirtilshormónum. Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum, varar við notkun lyfja án læknasamráðs sem geti valdið heilsutjóni. HJARTASTOPP OG GÁTTAFLÖKT Tvö nýleg tilfelli á Land- spítalanum urðu vegna inntöku skjaldkirtils- hormóna sem fengin voru á svörtum mark- aði. Karl Andersen, prófessor í hjarta- lækningum, varar við gáleysi í inntöku lyfja án samráðs við lækni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fyrstu níu mánuði ársins 2014 fengu 15.324 einstaklingar ávísað skjald- kirtils hormónum, eða tæplega 5 prósent þjóðarinnar. Frá árinu 2008 til 2013 jókst heildarnotkun levótýroxíns (T4) á Íslandi um 36 prósent og á sama tíma fjölgaði notendum um 43 prósent. Heimild: Læknablaðið, 2014, tbl. 12 Notkun skjaldkirtilshormóna á Íslandi SKIPULAGSMÁL Kæru eigenda ein- býlishúss í Austurkór á hendur Kópavogsbæ vegna breytinga á skipulagi hverfisins var hafnað af úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála. Húseigandinn sagði bæinn hafa reynt að færa eigið tjón yfir á hús- eigendur með því að fjölga parhús- um og íbúðum í blokkum í hverf- inu eftir að einbýlishúsalóðum hafi verið skilað inn. Umferð um götu hans myndi aukast verulega. Vísar kærandinn til þess að upp- runalega hafi svæðið að stórum hluta átt að fá yfirbragð sérbýlis- húsabyggðar. „Einkum hafi verið úthlutað glæsilegum einbýlishúsalóðum sem skapað hafi ákveðið byggðar- mynstur og hafi það vegið þungt í ákvörðun kæranda um að kaupa byggingarrétt,“ segir í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar um rök kærandans. „Í stað stílhreins ein- býlishúsahverfis verði til mjög óstílhreinn bræðingur húsa sem líti klasturslega út.“ Kópavogsbær sagði hins vegar að ekki væri á nokkurn hátt hróflað Kæru húseigenda á Rjúpnahæð hafnað af úrskurðarnefnd umhverfismála: Vildi einbýlishúsabyggð óbreytta AUSTURKÓR Húseigandi sagði það hafa vegið þungt er hann keypti byggingarrétt að úthlutað hafi verið glæsilegum einbýlishúsalóðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI við eign kærandans. „Stærð lóðar hans og byggingarskilmálar séu hinir sömu og áður, útsýni sé ekki skert með skipulagsbreytingunni og skuggavarp á lóð hans sé ekki meira en áður hafi verið gert ráð fyrir,“ segir nefndin meðal annars um sjónarmið bæjarins. Kærunefndin sagði sveitar- stjórnir hafa vald til að þróa byggð í samræmi við lög. Fyrra deiliskipu- lag hafi gert ráð fyrir 139 íbúðum en hið nýja 161 íbúð. Þá væri áætl- uð aukning umferðar um 16 prósent ekki talin veruleg. Kröfu kærand- ans um ógildingu nýja skipulagsins væri því hafnað. - gar Magnúsar Guðmundssonar lækn- is í Læknablaðinu í desember á síðasta ári er orðum vikið að því að hormónanotkunin virðist vera einhvers konar tískufyrirbæri og bent er á mikla aukningu á lyfjum til meðhöndlunar við skjaldkirtils- sjúkdómum. Magnús ræðir þá helst um notkun T4-lyfja sem algengast er að læknir ávísi til meðhöndlun- ar á skjaldvakabresti. „Slík notkun byggir ekki á gagnreyndri þekk- ingu, heldur falskenningum um orsakir almennra einkenna sem yfirleitt eiga sér aðrar skýringar en skjaldkirtilssjúkdóma,“ segir Magnús og bendir enn fremur á að tæplega 5 prósent þjóðarinnar hafi fengið ávísað slíkum hormónum. kristjanabjorg@frettabladid.is VELFERÐARMÁL Öldungaráð Reykjavíkurborgar kom saman í fyrsta skipti í gær. Ráðið mun verða nefndum og ráðum borg- arinnar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Það mun stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi borgarinnar við hagsmunasam- tök, móta stefnu og tillögur. Fimm fulltrúar eru í ráðinu og jafn margir til vara. Guðrún Ágústsdóttir er formaður. - vh Ráðgjöf um málefni aldraðra: Öldungaráðið kom saman RÚSSLAND Zaur Dadajev, fyrrver- andi lögreglumaður sem játaði á sig morðið á stjórnarandstæðingnum Boris Nemtsov, gerði það að öllum líkindum eftir að hafa sætt pynt- ingum. Þetta fullyrðir Andrei Bab- úshkin, sem á sæti í mannréttinda- ráði Rússlands. Hann segir Dadaj- ev hafa sagt sér að hann hafi verið tvo daga í handjárnum með poka yfir höfði sér, auk þess sem hann hafi fengið raflost. Babúshkin heimsótti Dadajev í fangelsið á þriðjudaginn. Hann segir fjölda sára á líkama Dadaj- evs benda til þess að játningin hafi verið fengin fram með pyntingum. Dadajev er frá Tsjetsjeníu, rétt eins og frændi hans, Shagid Gúbasjev, sem einnig situr í fang- elsi grunaður um morðið á Nemt- sov. Þrír aðrir menn hafa einnig verið í fangelsi í tengslum við rann- sókn á morðinu. Boris Nemtsov hafði um árabil verið einn helsti gagnrýnandi Vla- dimírs Pútíns forseta. Hann var myrtur á göngu í Moskvu, rétt hjá Kreml, í síðasta mánuði. - gb Rússnesk lögregla sögð hafa pyntað mann grunaðan um morðið á Nemtsov: Játningin sögð þvinguð fram ANDREI BABÚSHKIN Fulltrúi í rúss- neska mannréttindaráðinu heimsótti Dadajev í fangelsið. NORDICPHOTOS/AFP MENNTAMÁL Komin er út Handbók um geðrækt í framhaldsskólum frá Embætti landlæknis. Bókinni verð- ur dreift í alla framhaldsskóla auk þess að vera aðgengileg rafrænt. „Handbókin er gefin út í tengslum við geðræktarhluta Heilsueflandi framhaldsskóla en auk þess hefur embættið gefið út gátlista fyrir geðrækt þar sem er að finna ýtarlegri leiðbeiningar um hvernig styðja má við vellíðan nemenda og starfsfólks,“ segir í til- kynningu. - óká Margir komu að skrifunum: Framhaldsskól- arnir fá bókina LANDBÚNAÐUR Nýverið var garnaveiki staðfest á bæ í Skútustaðahreppi sem er í Skjálfandahólfi að því er fram kemur í tilkynningu frá Mat- vælastofnun. Þar segir að bónd- inn á bænum greindi einkenni í tveimur kindum, kallaði til dýralækni og í kjölfarið var sent sýni á Keldur og var veikin stað- fest í liðinni viku. Síðast greind- ist garnaveiki í Skútustaða- hreppi árið 2013. Engin lækning er þekkt við garnaveiki. Þó er hægt að bólu- setja gegn sjúkdómnum en skylt er að bólusetja fé á þeim svæðum landsins þar sem hún er landlæg. Einnig er óheimilt að flytja sauðfé, geitur eða naut- gripi til lífs frá garnaveikibæj- um í tíu ár frá síðustu greiningu sjúkdómsins á viðkomandi bæ. - bo Einkenni í tveimur kindum: Garnaveiki staðfest ENGIN LÆKNING Ekki er til lækning við garnaveiki en hægt er að bólusetja fyrir sjúkdómnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BANDARÍKIN Aftökusveitir endurvaktar Þingmenn á ríkisþinginu í Utah hafa samþykkt að endurvekja aftökusveitir, þannig að þær sjái um að taka fanga af lífi ef banvæn lyfjablanda er ófáanleg. 1 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :0 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 1 C -4 0 1 0 1 4 1 C -3 E D 4 1 4 1 C -3 D 9 8 1 4 1 C -3 C 5 C 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.