Fréttablaðið - 12.03.2015, Síða 50

Fréttablaðið - 12.03.2015, Síða 50
12. mars 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 38 BALÍ TREND LITRÍKT OG SKRAUTLEGT Nú segjum við þessum vetri stríð á hendur og klæðumst skrautlegum og litríkum kjólum. LÍFIÐ 12. mars 2015 FIMMTUDAGUR MENNTASKÓLINN VIÐ SUND Hvert? Mallorca, Spáni Hvenær? 6. ágúst Hve lengi? 7/14 dagar Hve margir? Um 160 manns Verð 200.000-250.000 kr. Áfengi innifalið í síðari vikunni Farið fyrir fjórða bekk. MENNTASKÓLINN Í REYKJAVÍK Hvert? Marokkó Hvenær? 4. ágúst Hve lengi? 12 dagar Hve margir? 163 skráðir Verð 239.000 kr. Áfengi innifalið í síðari hlutanum Farið fyrir 6. bekk MENNTASKÓLINN Á LAUGARVATNI Hvert? Balí, Indónesíu Hvenær? 2. júní Hve lengi? Tvær vikur Hve margir? 31 manns Verð 275.000 kr. Áfengi innifalið Nei Farið eftir fjórða bekk MENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Hvert? Bodrum, Tyrklandi Hvenær? 31. ágúst Hve lengi? Tíu nætur Hve margir? 174 skráðir núna Verð 175.000 kr. Áfengi innifalið Nei Farið fyrir 4. bekk KVENNASKÓLINN Í REYKJAVÍK Hvert? Marmaris, Tyrklandi Hvenær? 3. júní Hve lengi? Boðið upp á 7 og 14 daga Hve margir? Um 150 Verð 220.000 kr. fyrir þá sem eru lengst Áfengi innifalið síðari sjö dagana Farið eftir 4. bekk VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Hvert? Marmaris, Tyrklandi Hvenær? 25. maí Hve lengi? Boðið upp á 7, 10 og 14 daga Hve margir? Um 200 Verð 220.000 kr. fyrir þá sem eru lengst Áfengi innifalið síðari sjö dagana Farið eftir 6. bekk MARMARIS MALLORCA MAROKKÓ BODRUM Kostnaður útskriftarnema íslenskra framhaldsskóla við útskriftarferðir getur verið hátt í þrjú hundruð þúsund krónur. Fjöldi skóla heldur enn uppi þeirri hefð að fara í útskriftarferð. Fréttablaðið tók saman hvert sex íslenskir framhaldsskólar ætla sér að fara í sumar, hve lengi og hver kostnaðurinn er. Skólarnir sex sem urðu fyrir valinu í úttektinni eru Mennta- skólinn á Akureyri, Menntaskól- inn í Reykjavík, Menntaskólinn við Sund, Menntaskólinn að Laug- arvatni, Kvennaskólinn í Reykja- vík og Verzlunarskóli Íslands. Allir eiga þessir skólar það sam- eiginlegt að í þeim er bekkjakerfi. Kostnaðarsamasta ferðin, af þeim sem Fréttablaðið tók út, sem farin er í ár er sú sem nemar Menntaskólans við Laugarvatn halda í. Í byrjun júní, að útskrift lokinni, munu þeir leggja í hann til Balí þar sem dvalið verður í tvær vikur. Að auki er stefnt að því að hópurinn gisti í eina nótt í London áður en haldið er áfram til Indónesíu. Aðeins morgunverð- ur er innifalinn í verðinu en ekki frekari máltíðir eða veigar. Nemar Menntaskólans í Reykja- vík halda til Norður-Afríku og munu dvelja þar í tæpar tvær vikur. Í upphafi stóð til að hóp- urinn færi til Mexíkó en fyrir rúmum mánuði var ákveðið að breyta um áfangastað þar sem sú ferð þótti of dýr. Ferðin til Mexíkó átti að kosta tæplega 310.000 krónur en með því að fara til Mar- okkó sparast tæplega sjötíu þús- und krónur. Drykkir og fullt fæði er í boði síðari hluta ferðarinnar en þann fyrri er aðeins morgun- matur innifalinn. Ferðir Verzlunarskóla Íslands og Kvennaskólans í Reykjavík munu skarast í örfáa daga og um tíma munu því tveir hópar útskriftarnema vera saman í Marmaris í Tyrklandi. Ferðir skólanna kosta ríflega tvö hundr- uð þúsund krónur og í boði er að vera í allt að tvær vikur. Einhverj- ir kjósa þó þann kost að fara að viku liðinni til að ná inntökupróf- um í Háskóla Íslands. Matur og áfengi er innifalið í verðinu síð- ari hluta ferðarinnar. Magaluf á spænsku eyjunni Mallorca er áfangastaður þeirra sem útskrifast frá Menntaskólan- um við Sund. Þeir, líkt og nemar MR og MA, fara í sína ferð áður en þeir hefja nám á lokaári. Er það gert til að þétta hópinn og búa til ný vinabönd, auk þess að treysta þau gömlu, fyrir síðasta skólaárið. Nemendum stendur til boða að vera annaðhvort í viku eða tvær og veltur kostnaður hvers og eins á því hve lengi hann dvelur. Nemendur Menntaskólans á Akureyri komast í burtu með minnstan ferðakostnað. Ferð þeirra kostar 175.000 krónur en aðeins morgunmatur er innifal- inn í verðinu. Hundrað þúsund krónum munar því á þeirri ferð sem dýrust er og hinni ódýrustu. Hvert svo sem ferðinni er nú heitið og hvað sem hún mun kosta er morgunljóst að nemar munu skemmta sér. ÚTSKRIFTARNEMAR LEGGJA SÓLARSTRANDIR UNDIR SIG Hlutur hvers nema vegna útskrift arferðar framhaldsskóla er gífurlega mismunandi eft ir skólum. Hundrað þúsund krónum munar á dýrustu og ódýrustu ferðinni í úttekt Fréttablaðsins. Dæmi eru um að breytt hafi verið um áfangastað sökum þess hve dýrar ferðir eru. Á TÓGAKVÖLDI Stjórn Hugins, nemendafélags Menntaskólans á Akureyri, úti á Krít síðasta haust. MYND/KRISTÍN RELEENA JÓNASDÓTTIR ➜ Dýrasta ferðin er 57% dýrari en sú ódýrasta.Jóhann Óli Eiðsson johannoli@frettabladid.is 1 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :0 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 1 C -1 D 8 0 1 4 1 C -1 C 4 4 1 4 1 C -1 B 0 8 1 4 1 C -1 9 C C 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.