Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1992, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1992, Blaðsíða 1
w-F' rR- rÉ" rT- rT - r I - rR- rF-i rR- rÉ- rT-i rT-i r I rR' rF-i rR- rÉ' rT-i rT-i r I - rR- rF-i rR- rÉ- rT- rT- r I' rR- rF- rR- rÉ' rT' rT' r I - rR- rF' rR' rÉ- rT- rT- r I - rR- rF- rR- rÉ- rT- rT- r I - rR- rF- rR' rÉ- rT- rT- r I - rR- Leitiö ekki lanqt yfir skammt. Allar byqqinqavörur a einum sta HÚSEY l£TI byggingavOruverslun VESTMANNAEYJA < ííu Ahvchí I •=í sími I I I fi I Þar sem fagmennskan og þjónustan er í fyrirrúmi 19. árgangur Vestmannaeyjum, 10. desember 1992 57 (AluhlaA Fax 11293 °1110IU0ia0 Auglýsingar og ritstjóm: Símarl 1210 og 13310. Vínnslustödín: Cúanóreykurinn hverf ur Allt bendir til þess að gúanóreyk- urinn úr loðnubræðslu Vinnslustöðv- arinnar heyri sögunni til eftir vetur- inn í vetur. Ef áætlanir standast hefjast breytingar á verksmiðjunni í vor á þeim að ljúka fyrir loðnuvertíð næsta haust. Að þessum breytingum loknum hverfur reykurinn sem hrjáð hefur bæjarbúa. Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði að samþykki Fiskveiðasjóðs til breytinganna lægi nú þegar fyrir. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin kosti á bilinu 200 til 250 milljónir. ..Gerum við ráð fyrir að fjármagna hana að hluta sjálfir, gæti það orðið á bilinu 30% til 35%,“ sagði Sighvat- ur. Sigurður Friðbjörnsson verk- smiðjustjóri sagði að gert væri ráð fyrir að skrifa undir samning við danska aðila 18. þ.m. um kaup á nýjum tækjúm í verksmiðjuna. Keyptir verða tveir gufuþurrkararar, ný soðkjarnatæki, gufuketill og mengunarbúnaður. „Ef áætlanir standast verður byrjað að rífa gömlu tækin út um miðjan apríl, eða í Iok loðnuvertíðar. Strax að því loknu verður nýju tækjunum kornið fyrir og á allt að vera tilbúið um miðjan septemberá næsta ári,“ sagði Sigurð- ur. Það er ekki bara að reykurinn hverfi, gert er ráð fyrir verðmeiri framleiðslu og auknum afköstum. „Við erum að gera okkur vonir að framleiðsluverðmætið aukist um 10%, með því að gufuþurrka mjölið. Afköst í dag eru um 800 tonn á sólarhrine en ættu að verða nær 900 tonnum eftir breytinguna," sagði Sigurður. Að lokum má geta þess að jafn- framt verður skipt unt þak á verk- smiðjunni. Prestsemboettið Heim á n j Af þrettán umsóknum um ný prestsembætti sem voru á borð- um fjárlaganefndar, hlutu tvær náð fyrir augum nefndarinnar. Annað fór til Reykjavíkur en hitt til Vestmannaeyja og cru þá prestsembættin hér orðin tvö eins og áður var. „Þetta hafðist í gegn þó búið væri að leggja niður embættið. Má segja að prests- embættið sé komið heim á ný. Ég lagði áherslu á að ekki hefði verið verjandi að hafa hér aðeins einn prest. Á nú aðeins eftir að ákveða verkaskiptingu milli em- bættanna," sagði Árni. Hundavlnafélagid i viðbragðsstöðu vegna hundafór •bólsetnlng um helglna. Hundavinafélag Vestmannaeyja hefur ákveðið að standa fyrir alls- herjar bólusetningu á hundum í kjölfar frétta af hundafári sem borist hefur til landsins. Hundafárið lýsir sér með uppgangi og eða niðurgangi hjá stálpuðum hundum og hvolpadauða. Hunda- vinafélagið stefnir að því að bólu- setja alla hunda í bænum um næstu helgi, en það er háð því að bóluefni verði komið til landsins. Ef af verður mun Jón Guðbrandsson, dýralæknir á Selfossi, koma og bólusetja, en það mun skýrast á morgun og verður auglýst í búðargluggum. Hundavinafélagið hvetur hunda- eigendur til að fara varlega og koma með hundana í bílum þar sem þeir verða sprautaðir. Er það gert til að forðast smithættu. Endurtaka þarf bólusetningu að þremur til fjórum vikum liðnum. Upplýsingar um bólusetninguna gefa Dísa í síma 12506, Unnur í síma 13153 og Gunnar í síma 13343. Virðisqukqskattur á húshitun Niðurgreiddur af ríkínu -haekkun í Eyjum 3600 til 4800 krónur á ári ffyrir meðalíbúð í stað 14000 eins og útlit var fyrir. Nú liggur fyrir að 14% virðis- aukaskattur á húshitunarkostnað mun ekki bitna eins hart á Vest- mannaeyingum eins og leit út fyrir í fyrstu. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða niður virðis- aukaskattinn á dýrari svæðunum og verður hækkunin hér 300 til 400 kr. á hverja meðalíbúð á mánuði, hámark. Árni Johnsen, alþingismaður, sagði í samtali við FRÉTTIR, að menn væru almennt mjög ánægð- ir með þessa niðurstöðu. Hækk- unin hér yrði 3600 til 4800 krónur á meðalíbúð á ári í stað 14000 eins orðið hefði ef vaskurinn hefði lagst á af fullum þunga. Og þó 14% virðisaukaskattur leggist á húshitun, verður húshit- unarkostnaður jafnaður á milli landshluta, með endurgreiðslu úr ríkissjóði. „Nú borga menn allstaðar sömu krónutölu vegna virðis- aukaskattsins og þar fyrir utan má segja að hann bitni mest á Reykjavík því hlutfall hækkunar- innar helst þar óbreytt," sagði Árni. Einnig sagði Árni að ákveðið væri að taka á stöðu skuldsettustu hitaveitnanna. „Og þar er Hita- veita Vestmannaeyja ofarlega á blaði,“ sagði Árni. Piparkökubakstur ó Kirkjugerdí ________umfferðin:_______ Stðtum faekkar Allt stefnir í að á þessu ári verði ökumenn, sem staðnir eru að meint- um ölvunarakstri, mun færri en á síðasta ári. Rétt eftir miðnætti á sunnudags- nóttina var ökumaður stöðvaður af lögreglu og er hann grunaður um að hafa ekið ölvaður. Er hann sá 36. sem lögreglan tekur á þessu ári. Á sama tíma í fyrra voru þeir orðnir 52 og urðu alls 53. Ef svo fer fram sem horfir fækkar stútum um rúman þriðjung frá síðasta ári. Er það mjög ánægjuleg þróun. Kór Landakirkju: Jólatónleikar Hinir árlegu jólatónleikar Kórs Landakirkju verða haldnir í Landak- irkju sunnudaginn 13. desember kl. 20:30. Að venju verður fjölbreytt söngskrá söngskrá. Signý Sæmunds- dóttir syngur einsöng á tónleikunum. Mjög er vandað til þessara tónleika og vonum við að bæjarbúar sjái sér fært að líta upp úr jólaönnunum og 'eiga ánægjulega stund í kirkjunni. Signý Sæmundsdóttir stundaði söngnám í Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskólann í Vínarborg þar sem aðalkennari hennar var Helena Karusso. Hún hefur tekið þátt í óperuuppfærslum hérlendis og erl- endis, m.a. Brúðkaupi Fígarós og Ævintýrum Hoffmanns og á mörgum einsöngstónleikum. Aðgangseyrir að tónleikunum er kr. 500. yqrnargqrdur við Markarffljót Kominn í höfn Árni Johnsen, sem situr í fjárlaga- nefnd Alþingis, sagði i gær að búið væri að afgreiða í nefndinni, fjár- framlag til byggingar varnargarðs við Markarfljót. Varnargarðurinn mun m.a. verja vatnsleiðsluna til Eyja. í allt verður 19 milljónum varið til fyrirhleðslu- framkvæmda og af þeirri upphæð fara 8,5 milljónir í varnargarð við Markarfljót. Áætlað er að fram- kvæmdin kosti um 19 milljónir og borgar Viðlagatrygging mismuninn. TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF. FJÖLSKYLDIITRYGGING FASTEIGNATRYGGING w Vetraráætlun Herjólfs ALLA DAGA NEMA SUNNUDAGA: Frá Vestmannaeyjum kl. 08:30 Frá Þorlákshöfn kl. 13:00 SUNNUDAGA: Frá Vestmannaeyjum kl. 14:00 Frá Þorlákshöfn kl. 18:00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.