Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1992, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1992, Blaðsíða 11
• Vilborg, Svana, Stefanía og Guðfinna stilltu sér upp fyrir ljósmyndarann. Þær segjast hafa margt að bjóða herrum og dömum til gjafa. Og svo einnig að sjálfsögðu þetta með vængjunum. 0 Jólabókaflóðið er nú í algleymingi og mikið að gera í Bókabúðinni við Heiðarveg. Dóra kaupmaður hefur þvi fengið sér aðstoð við afgreiðslustörf- in og á myndinni er Guðmunda dóttir hennar að aðstoða Lilju Garðars. Ank bóka sem að sjálfsögðu er sérgrein verslunarinnar, er þar á boðstólum úrval leikfanga og meðal annars pússluspil með Vestmannaeyjamyndum. • Hvort sem þig vantar efni í gardínur og eða eitthvað utan um kroppinn, eiga þær Hafdís og Ólöf í Efnaval mikið úrval af slíku. Þær segja að nóg hafi verið að gera ■ jólvörunum og það sé alltaf eitthvað nýtt á boðstólum hjá þeim. • Ef það tengist rafmagni fæst það hjá okkur, segir Hjálmar í Neista. Heimilistæki og perur ■ velflestar jólaseríur sem seldar hafa verið hér á landi. eru helstu söluvörur þessa dagana, ásamt tölvum og tölvuleikjum. Ragnheið- ur verslunarstjóri brosir blítt móti Ijósmyndaranum. • Það er með ólíkindum hvað margt fæst í Oddinum, miðað við stærð versl- unarinnar. Jólin eru jú mikil gjafahátíð og þannig varningur fyUir þar allar hUlur. Guðlaug Ólafs er eitthvað að kaupa sem er leyndó, enda kankvís á svipinn. Við afgreiðsluna voru Fríða Dóra og Sigurgeir í Þorlaugargerði, sem brosa með sjálfum sér, þrátt fyrir garrann úti fyrír. Fimmtudaginn 10.desember 1992 frlalWífriMinró] -fimmtudaginn 10. desember 1992 0 Prestshjónin Sr. Hrönn og Bjarni voru að kíkja á ýmislegt til jólagjafa hjá Imbu Johnsen og KoUu Óla Granz. Og eins og sjá má var kátt á hjaUa. Imba segist verða með jólatrén bæði lifandi og gerfi og gjafavörur og skreytingar, sem eiga sér engar líkar. 9 Þeir eru Ijúfir við kvenfólkið, karlamir í Brimnes, þeir bókstaflega stjana við þær, og þegar Unnur Jóna birtist ■ búðinni rauk Pétur tU og bauð fram aðstoð. Hvað má bjóða þér, málningu, heimilistæki, gólfteppi, gólf- dúka, verkfærí, já nefndu það bara, við leysum vandann, og Pétur renndi niður gólfdúk til að svna henni. 0 Karlamir í Shellbúðinni vom á rólegu nótunum, tóku gott spjall við kúnn- ana, um lífið og tilveruna. Gísli og Hjörtur eru enda spjallgóðir og ræðnir. Hér eiga þeir orðastað við Guðbjörgu hárgreiðslu og Sigga Vignis. Það sem þeir hafa m.a. á boðstólum eru barnabílstólar, gaskútar og gríll og allt á af- slætti. í' 0 Það hefur aldrei verið boðið uppá annað eins gjafavöruúrval og nú, segir Jóhanna Magnúsdóttir í Gullbúðinni. Búðin er að sprínga af vöram. Hún hvetur fólk til að versla innanbæjar, það sé best. 0 BergUnd Kristjánsdóttir kaupmaður í Adám og Evu er hér að sýna Jóhönnu Þórðardóttur, peysu af betri gerðinni. Fatnaður á aUar kynslóðir era þar á boðstólum og ekkert mál að sérpanta. Verslunin Adam og Eva er auk fatnaðar, með sérstaka hljómplötudeUd. Geisladiskar og plötur era þar tU ■ feiknarúrvali og sendingar koma á hverjum degi. 0 ! Videóklúbbi Vestmannaeyja við Heiðarveg era til nánast aUar videóspólur, sem nöfnum tjáir að nefna, svo þúsundum skiptir, og Katrín Gísladóttir segir að þau kappkosti að vera aUtaf með nýjustu spólumar um leið og þær koma út. Nýlega breikkaði Videóklúbburínn verksvið sitt og nú er auk hins andlega fóðurs, hægt að kaupa þar magafóður, sælgæti, snakk og drykki, og þessir ungu menn vora einmitt búnir að nýta sér báða þessa vöraflokka. / * / | 1« I ■ (0 SíðastUðinn fimmtudag fluttu þær stöUur Anita Vignisdóttir snyrtifræðingur og Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir hárgreiðslumeistarí ■ ný húsakynni við Vesturveg. Áður var þar trésmíðaverkstæði Þorvaldar og Einars, en vinkonumar hafa þar snúið öllu við og endubyggt og er húsnæðið orðið einkar skemmtilegt. Þótt báðar séu þær undir sama þaki er ÖU aðstaða þeirra aðskilin. Á neðri myndinni er Guðbjörg ásamt Lám Skær- ingsdóttur starfsstúlku sinni og ■ speglinum er ekki annað að sjá en Bíbí í Skógum sé í stólnum hjá henni. Á efri myndinni er Anita fyrir fram afgreiðsluskenkinn ■ sínu hús- næði - og nú getur fólk fengið snyrtingu, undir sama þaki, aUt frá toppi tíl táar. 0 í Mozart var Dóra Kolbeins að hjálpa pabba og mömmu í jólatraffikinni. Hún er hér að afgreiða Jósefínu á Gamla spítalanum og tengdadóttur hennar, Kristínu Eggerts. Jóladúkar vora í athugun hjá þeim, enda nóg af slíkum vamingi þar á bæ. 0 Hulda Sæland í Eyjablómum segir fyrstu jólatrén koma í versluna á morgun, föstudag. Hún segir jólaskapið nú ■ algleymingi og fólk versli bros- andi, eins og sjá má á myndinni. Hulda er að afgreiða Ingu Guðgeirs og Berglindi og það er lítill jólasveinn fer sem inn i umbúðirnar. 0 Elsta starfandi verslun í Eyjum í eigu sama aðila, er Skóverslun Axels Ó. Kaupmaðurínn stóð sjálfur í versluninni ásamt Sigrúnu dóttur sinni. Skór, skór skór, verslunin er ein besta skóverslun landsins, og þótt víðar væri leit- að. Og kaupmaðurinn í þessari verslun kemst næst því að líkjast jólasveinin- um, með sitt hvíta skegg. . _ 0 Á útsölumarkaði Kósy ■ Báragötunni var kaupmaðurínn Björg Guðjóns- dóttir við afgreiðslustörfin. Verslunin býður uppá mjög ódýran fatnað, hann er á Idassaverði, segir Björg. Unga parið, Kolbeinn og Jóhanna Ýr vora að skoða sig um í versluninni ásamt baminu sínu. 0 Annika Geirsdóttir var í afgreiðslunni í Húsgagnaversluninni Reynistað - þar sem húsgögnin fást. Já húsgögnin, þar er hægt að fá þau í miklu úrvaU, og ef þau ekki era til á staðnum, þá era þau pöntuð með það sama. Annika segir að auk húsgagna séu þau með mikið úrval af flísum, Ijósum og ýmis- konar gólfefnum. Verslunin er stór og rúmgóð og skemmtilegt að ganga þar um og skoða það sem ■ boði er. 0 Drífandi er næst-nýjasta verslunin í Eyjum, stútfuU af leikföngum, reið- hjólum og aukahlutum í þau, líkamsræktartækjum, gæludýram, bamavögn- um og svona mætti lengi telja. Erla á Grímsstöðum er að pakka inn hörðum pakka fyrir Þóra hans Svenna á Byr. 0 í Flott og flippað era bæði flottar og flippaðar vörar. Föt era þar tU á aUa fjölskylduna og Steinunn kaupmaður segist nýbúin að taka upp sexý undir- fatnað fyrír konur og ráðleggur eiginmönnum að kíkja til sín ef þá vantar jólagjöf handa eiginkonum sínum. Sjálf segist hún hafa prófað undirfötin og Jón Ingi hafi orðið hugfangin. Með henni á myndinni er dóttirin, Dagbjört. 0 Guðmundur og Jóna kaupmenn í Foto era bjartsýnisfólk, þau lögðu í það þrekvirki nú á tímum svartsýninnar að byggja nýtt versiunarhús - hús sem er bæjarprýði og ber eigendum sínum gott vitni. Þau sjá um að framkalla myndir Eyjabúa auk þess að selja þeim allt til Ijósmyndunar. 0 Þessi lykt er alveg rosalega æsandi, sagði Krístín Jóna, eftir að hafa lyktað af ilmvatni í Miðbæ. Anna Fríðþjófs afgreiðsludama, samþykkti það. í Miðbæ er mikið úrval í allskyns snyrtivörum og fatnaði, enda Dúdda kaup- maður orðinn vel sjóuð í slíkum viðskiptum. 0 Katrín Harðardóttir í Flamingo segir að vestin og síðu pilsin séu sérlegu vinsæl um þessar mundir. Og nú fyrir jólin er búðin sneisafull af nýjum vöram. Skvísurnar þar ■ búð segja nóg að strákamir komi með málin af kær- ustunum eða eiginkonunum, þær geti síðan séð um að nánarí mál.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.