Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1992, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1992, Blaðsíða 12
Fimmtudaginn 10. desember 1992 liWM—IW -j Jólafundur Kven- félags Landakirkju Við undirbúum jólin oft eins og þau séu endanlegt takmark. En jólin eru margslungin, þau eru eins og hamingjan. Því meir sem hún er elt, því fjarlægari verður hún, því ham- ingjan og jólin koma ekki til okkar fyrir dugnað okkar sjálfra eða útsjónarsamar reddingar. Heldur læðast þau að hjarta okkar bakdyra- megin þegar síst varir. Einmitt þeg- ar hugur okkar hvílist. Því þá eru augu okkar og eyru tilbúin að nema það sem öllu skiptir - boðskapinn um það að frelsarinn er fæddur í heiminn. Viðleitni manna hér í bæ til að staldra við á aðventunni birtist vel í öllum þeim jólafundum sem haldnir eru. Það er gott mál, að fólk skuli hittast í notalegu umhverfi, tala saman, borða saman og síðast en ekki síst íhuga boðskap jólanna. Kvenfélag Landakirkju lætur ekki sitt eftir liggja og boðar nú til jóla- fundar miðvikudagskvöldið 16. des- ember kl. 20:30 í safnaðarheimilinu. Félagskonur eru hvattar til að mæta á hlýlega og innihaldsríka kvöldst- und í kirkjunni. Nýir félagar eru ávallt velkomnir. Þakklæti frá Kiwanisfélögum Félagar Kiwanisklúbbsins Helgafells vilja þakka bæjarbúum fyrir frábærar viðtökur um síðustu helgi, þegar þeir gengu í hús og seldu jólasælgætið sitt. Þá vilja þeir benda þeim bæjarbúum á, sem ekki fengu eldvarnarteppin, að þau er hægt að fá í versluninni Brimnes og hjá 01 ís við Græðisbraut. Þar er einnig hægt að fá jólasælgætið, vanti einhverjum meira nammi á hagstæðu verði. Opnunartími í desember í desember verður póst og símstöðin opin umfram venjulegan afgreiðslutíma sem hér segir: Laugardaginn 12. desember frá kl. 10:00 til 16:00. Fimmtudaginn 17. desember opið til kl. 19:00. Föstudaginn 18. desember opið til kl. 19:00. Mánudaginn 21. desember opið til kl. 19:00. Skiladagar á pósti: Til landa utan Evrópu Föstudaginn 11. desember Til Evrópulanda nema Norðurlanda Mánudaginn 14. desember Til Norðurlanda Miðvikudaginn 16. desember Innanlands Fimmtudaginn 17. desember Innanbæjar Mánudaginn 21. desember PÓSTUR OG SÍMI VESTMANNAEYJUM # Þorleifur Hjálmarsson ásamt Agli Skúla Ingibergssyni sem er einn eigandi Raftcikningar hf. Rqffteikning opnar útibú í Eyjum Skíðaskáiinn i Hveradöium Býður upp á danska jólaveislu Rafteikning hf. hefur opnað útibú í Eyjum, sem Þorleifur Hjálmarsson rafmagnsiðnfræðingur veitir for- stöðu. Helsta verksvið Rafteikingar er rafkerfi, lýsingarkerfí, virkjanir, að- veitu- og dreifistöðvar, varavélar og varaaflgjafar, stýri- stjórnkerfi svo eitthvað sé nefnt. Meðal verkefna eru Blönduvirkjun, Nesjavalla- virkjun, Borgarleikhúsið og Perlan. Þorleifur hefur unnið hjá Raf- teikningu síðan 1988 og sagði hann í viðtali við FRÉTTIR, að hugmynd- in, að opna útibú hér, hefði kviknað í síðasta mánuði. „Hingað til hefur mikið af hönnun raflagna og stýri- og tölvukerfa verið unnin í Reykjavík, en nú er ætlunin að reyna að vinna sem mest af þessu hér á staðnum," sagði Þorleifur. Þorleifur hefur aðgang að tölvu fyrirtækisins í Reykjavík. „Það auð- veldar allan flutning gagna á tölvu- tæku formi milli staða. En ekki dugar að vera bjartsýnn og vel útbú- inn, þannig að ég verð að treysta á að menn leiti ekki langt yfir skammt, svo hægt verði að halda þessari biónustu í bænum. Hvet ég menn til að kynna sér þjónustuna og eru allir velkomnir til skrafs og ráðagerða," sagði Þorleifur. Fyrirtækið er til húsa í íslands- bankahúsinu, 3. hæð við hlið Teikni- stofu Páls Zóphóníassonar. Það væri synd að segja að maður hafi ekki komist í sannkallaðan „Þorláksmessufíling“ þegar komið var inn í Skíðaskálann í Hveradölum og búið að hrista af sér snjóinn. Staðurinn var alsettur jólaskreyt- ingum og grenitrjám. Meðan beðið var eftir matnum var haldið á barinn (auðvitað) á neðstu hæð og var soltnum blaðamönnum boðið upp á jólaglögg að hætti hússins. Einnig var kynning á Tuborg bjór og Ála- borgar ákavíti. Þetta rann allt Ijúf- lega niður í bland við dans/íslenska harmoníkumúsík. Loks var kallað til matar upp á næstu hæð þar sem hlaðborðið beið. Flestir sem eytt hafa jólunum í Danmörku kannast við þann sið að hafa margréttað hlaðborð á jóladag, svokallaðan „julefrokost". Útgáfa Skíðaskálans á þessari hefð er að mínu mati til fyrirmyndar. Þar er tjaldað flestu af því besta sem dönsk matargerð býður upp á, t.d. í forrétt graflax, síld, kofareyktum lax, og í aðalrétt, jólaskinku, „leverpojstej", • Eyjamaðurinn, Sveinn Valtýsson, matsveinn. reyktu svínslæri, „frikkadeller", flæsksteg, svo og allskonar sósum og salötum, en þá er fátt eitt talið. Enda var ekki nema fyrir mestu matar- menn að smakka á öllum tegundun- um. Það var mál manna að nýi skíða- skálinn væri hið glæsilegasta hús í alla staði. Þetta er bjálkahús, eitt af fáum slíkum hér á landi, og var flutt inn frá Noregi í pörtum. Það er á þremur hæðum og saman- stendur af bar, tveimur borðsölum og litlum sal á efstu hæð. Húsið tekur um 300 manns í sæti. Þarna er líka til húsa snjósleða- leiga og geta menn leigt sér slíkt tæki undir leiðsögn. Einnig er hægt að fara í ekta hverabað. Rútur ganga til og frá staðnum og tekur ferðin um hálftíma, sem er svipað og að taka strætó úr miðbænum í Reykjavík upp í Breiðholt. Sem sagt ég mæli eindregið með þessu fyrir þá sem eru á leiðinni upp á land fyrir jólin og vilja gera sér dagamun. Verðið er hagstætt og eru rútuferðir báðar leiðir innifaldar. Dagný Amarsdóttir. MENNTAMÁLARÁÐUNEVTIÐ AUGLÝSING UM SVEINSPRÓF Sveinspróf í löggiltum iðgreinum fara fram í ianúar og febrúar 1993 Umsóknarfrestur er til 22. desember 1992 Upplýsingar og umsóknareyðublöð eru í Menntamálaráðuneytinu Sölvhólsgötu 4, 2. hæð Reykjavík sími 91-609000 og Iðnfulltrúanum í Vestmannaevium Hrauntúni 41 sími 12198

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.