Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1992, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1992, Blaðsíða 19
- fimmtudaginn 10. desember 1992 Þessir eru á leidinni til annarra liða . Bojan Bevic verður í sínu heimalandi, Slóveníu. - f * ■ "f - 0T 4 - J * 'ýf M Tómas Ingi Tómas- Nökkvi Sveinsson Heimir Hallgríms- son gengur í raðir fer í Garðabæinn til son leikur með Hetti KR-inga Sigurlásar á Egilsstöðum <~t >v "u-rv-' í v ' \ -A\ L ( / Ómar Jóhannsson Kristján Krístjáns- Leifur Geir Haf- ætlar að þjálfa Hött son fer til Danmerk- steinsson fer í á Egilsstöðum ur eftir áramótin. Stjörnuna í Garðabæ Fótboltinn: Sjö leikmenn úr byrjunarliðinu fnrnir -reynir á ungu peyjana naesta sumar. Stór skörð hafa verið höggvin í knattspyrnulið ÍBV frá því í sumar og eins og staðan er í dag, eru allar líkur á að sjö leikmenn, flestir úr byrjunarliðinu, yfirgefi ÍBV. Ástæð- urnar fyrir því að þessir leikmenn eru famir frá liðinu em eflaust eins margar og mennirair em margir en samt er þetta umhugsunarefni, hvers vegna okkur helst svona illa á mönn- um í fótboltanum. Það má svo sem segja að alltaf komi maður í manns stað og ekkert er að því að menn vilji breyta til og reyna sig annars staðar, en þegar stærsti hluti liðsins er á förum hlýtur það að vekja menn til umhugsunar. Ekki síst þar sem flestir þessara manna eru heimamenn og hafa leikið hér allan sinn feril. Það var ljóst, strax í lok síðasta tímabils, að Slóveninn Bojan Bevic kæmi ekki aftur en vonir stóðu til að flestir hinna yrðu áfram. En fljótlega kom í ljós að aðrir leikmenn ÍBV voru að leita fyrir sér. Leifur Geir Hafsteinsson ákvað að ganga til liðs við 2. deildar lið Stjörnunnar sem Sigurlás Þorleifsson þjálfar næsta sumar. Annarframlínumaður, Tóm- as Ingi Tómasson spilar með KR næsta sumar. Heimir Hallgrímsson og Ómar Jóhannsson verða með Hetti á Egilsstöðum. Nökkvi Sveinsson hefur staðið í samningaviðræðum við Stjörnuna og óvíst er hvort Kristján Kristjánsson verður með næsta sumar. Allir voru þessir menn í byrjunar- liði og verður erfitt að fylla í þessi skörð sem hafa myndast. Ljósi punkturinn er ungu strákarnir, sem sumir stóðu sig mjög vel með ÍBV í sumar. Fyrstan skal nefna Martin Eyjólfsson, sem tryggði ÍBV áfram- haldandi setu í 1. deild með mörkun- um tveimur á móti KA í síðustu umferðinni. Steingrímur Jóhannes- son kom eins og stormsveipur inn í liðið í síðustu leikjunum og sá m.a. um Framarana í 16. umferð. Þá stóðu Tryggvi Guðmundsson og Rút- ur Snorrason vel fyrir sínu í sumar. Einnig eru fleiri efnilegir strákar að koma upp úr 2. og 3. flokki og munu styrkja meistarflokk næsta sumar og í framtíðinni. Má þar nefna Daða Pálsson, Sigurvin Ólafsson og Arnar Pétursson. Spurningin er hvort þeir eru til- búnir að til að koma í staðinn fyrir þá sem farnir eru. Þetta er spurning sem knattspyrnuráð stendur frammi fyrir. Ljóst er að mikið mun mæða á þessum strákum, en knattspyrnuráð hefur ákveðið að styrkja liðið enn frekar og hefur víða leitað fyrir sér. Bjarni Sveinbjörnsson hefur ákveðið að ganga í raðir Eyjamanna og kemur hann frá Þór Akureyri. Anton Björn Markússon í Fram hefur einn- ig sýnt áhuga á að koma og tveir Júgóslavar eru í sigtinu. Ef allt þetta géngur upp ætti lið ÍBV að geta orðið skemmtileg blanda gamalla jaxla eins og Jóns Braga Arnarssonar, Friðriks Sæ- björnssonar, Elíasar Friðrikssonar, Inga Sigurðssonar og Friðriks Friðr- ikssonar og ungra og efnilegra peyja. Jóhannes Atlason þjálfari fær þenn- an hóp að spila úr og takist honum að ná því besta fram í strákunum þurfum við ekki að kvíða næsta sumri. 0 Þáttakendumir í mótinu, ásamt Ámýju Heiðarsdóttur þjálfara og Friðbirni Ólafi Valtýssyni, bikargjafa mótsins. innanfélagsmót i ffrjqlsum: Guðjón og inga slógu vestmannaeyjamet Þann 9. - 11. nóvember sl. fór fram innanfélagsmót í frjálsum íþróttum og var keppt í þremur greinum, þrístökki án atr., lang- stökki án aír. og hástökki án atr. Keppt var um bikar til eignar í 10 ára og yngri flokki og 11 ára og eldri. Reiknað var eftir stigatöflu FRÍ. Sá sem fær hæstu einkunn fyrir árangur sinn eftir aldri hlýtur bikar til eignar. Bikarana gáfu hjónin Magnea og Friðbjörn Valtýsson. Bibbi eins og hann er kallaður, er gamall frjáls- íþróttamaður og viljum við í frjáls- um koma á framfæri þakklæti til þeirra hjóna. Þeir sem unnu bikarana: eldri: Unnar Hólm Ólafsson, langstökk án atr. 197m - 869 st. Katrín Elíasdóttir, þrístökk án atr. 5,78m - 950 st. Helga Eggertsdóttir, langstökk án atr. 2,08m - 946 st. Það munaði ekki nema fjórum stig- um á milli Helgu og Katrínar. yngri: Árni Óli Ólafsson, langstökk án atr. 189m - 953 st. Elfa Ásdís Ólafsdóttir, þrístökk án atr. 4,89m - 910 st. Inga Árnadóttir, hástökk án atr. 0,85m - 905 st. Inga er bara 7 ára og því er þetta mjög góður árangur og greinilega mikið efni þarna á ferðinni. Þrístökk án atrennu 13 - 14 ára 1. Guðjón Ólafsson 6,32 m. 11 - 12 ára 1. Alexei Páll Siggeirsson 5,74 m. 2. Unnar Hólm Ólafsson 5,69 m. 3. Sigurður Friðriksson 5,68 m. 1. Katrín Elíasdóttir 5,78 m. 2. Helga Eggertsdóttir 5,68 m. 9-10 ára 1. Árni Óli Ólafsson 5,07 m. 2. Siyrmir Jóhannsson 4,87 m. 3. Matthías Hrafnkelsson 4,03 m. 1. Elfa Ásdís Ólafsdóttir 4,89 m. 7 - 8 ára 1. ítis Elíasdóttir 4,28 m. 2. Birgitta Hólmgeirsdóttir 4,03 m. 3. Inga Árnadóttir 3,82 m. 1. Hörður Pétursson 3,83 m. 2. Björgvin M. Þorvaldsson 3,54 m. 3. Ásgeir Hjaltalín 3,06 m. Langstökk án atrennu 13 - 14 ára 1. Guðjón Ólafsson 2,18 m. 2. Birgir Stefánsson 1,99 m. 11 - 12 ára 1. Alexei Páll Siggeirsson 2,10 m. 2. Sigurður Friðriksson 2,06 m. 3. Unnar Hólm Ólafsson 1,97 m. 1. Helga Eggertsdóttir 2,08 m. 2. Katrín Elíasdóttir 2,06 m. 9-10 ára 1. Árni Óli Ólafsson 1,89 m. 2. Matthías Hrafnkelsson 1,37 m. 1. Elfa Ásdís Ólafsdóttir 1,76 m. 2. Dagný Hauksdóttir 1,47 m. 7 - 8 ára 1. íris Elíasdóttir 1,62 m. 2. Birgitta Hólmgeirsdóttir 1,53 m. 3. Inga Árnadóttir 1,42 m. 3. Hildur Ólafsdóttir 1,42 m. 1. Björgvin M. Þorvaldsson 1,35 m. 2. Ásgeir Hjaltalín 1,09 m. Hástökk án atrennu 13 -14 ára 1. Guðjón Ólafsson . . . . 1,17 m. 11 - 12 ára 1. Alexei Páll Siggeirsson . 2. Sigurður Friðriksson . . 1,05 m. 0,95 m. 1. Helga Eggertsdóttir .. 2. Sigurbjörn Yngvad. . . 1.00 m. 1,00 m. 9-10 ára 1. Árni Óli Ólafsson .... 2. Óttar Jónsson 3. Styrmir Jóhannsson 3. Davíð Ö. Guðmundsson 0,90 m. 0,85 m. 0,85 m. 0,85 m. 1. Elfa Ásdís Ólafsdóttir 2. Dagný Hauksdóttir 0,75 m. 0,75 m. 7 - 8 ára 1. Inga Árnadóttir 0,85 m. 1. Hörður Pétursson 0,75 m. 0 Inga Árnadóttir, 7 ára í hástökki án atr. Hún setti Vestmannaeyjamet. 0 Sigurvegarar í langstökki án atr. yngri, Ámi Óli Olafsson og Unnar Hólm Ólafsson í eldri flokki. f miðið era Fríðbjöm og Jessý dóttir hans. Þá Elfa Ásdís Ólafsdóttir sigurvegari í þrístökki án atr. yngrí og Katrín EhV-íóttir i eldri.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.