Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2008, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 27.08.2008, Blaðsíða 25
25 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST Berja spretta um allt land er góð. Það er gam an að fara sam an í berja mó, fjöl skyld an og vin ir. Ber in eru holl, þau inni halda vítamín, stein efni og trefj ar. Þau eru rík af C vítamíni og E vítamíni. Blá ber hafa sér stak lega mikla andox un ar virkni og kræki ber inni halda járn. Kræki berja lyng ­Empetr um: Vex um allt land í lyng mó um. Ber in eru kælandi og sam an drag andi. Saft er góð við nið ur gangi og berjamauk bland að vatni get ur ver ið góð ur svala drykk ur við hita sótt. Að al blá berja lyng­ Vaccini um myrtillus: Vex í móum um allt Vest­ ur land, Norð ur­ og Aust ur land. Ber in eru dökk blá eða nærri svört, súr sæt og rauð að inn an. Gott er að út búa mauk og saft úr berj un um. Ber in eru góð við nið ur gangi, skyr­ bjúg og kvefi. Ber eru hita ein inga lít il og því er hægt að borða mik ið af þeim án þess að hafa á hyggj ur af þyngd­ inni. Gott er að njóta þess að leggj­ ast í mó ann og tína upp í sig eins og mað ur get ur, leyfa börn un um að vera með og hvetja þau til að borða ber in beint af lyng inu. Leika sér og borða sam an nesti. Blá berja sulta 1 kg að al blá ber 1 kg syk ur Soð ið við væg an hita í um það bil 40 mín út ur. Nið ur soð in að al blá ber Syk ur vatn: 700 g syk ur 1 lítri vatn Soð ið sam an. Að al blá ber sett í krukku og syk­ ur vatni hellt yfir. Krukk unni lok að vel, hún sett í sjóð andi vatn og soð­ ið í um það bil 10 mín út ur. Lát ið kólna við stofu hita. Nið ur soð in að al blá ber eru mik­ ið lost æti, góð á vöffl ur, út á ís inn, í graut inn og svo ein og sér með rjóma. Ynd is legt í berja móHeilsan Ber eru bæði hita ein inga lít il og holl. Dala menn fóru í leið ang ur til Græn lands: Skiptu á hangi kjötslæri og sel kjöt ssúpu í græn lenskri fjöru Eins og fram hef ur kom ið í Skessu horni fóru níu Dala menn ný ver ið í fimm daga leið ang ur til Græn lands. Um var að ræða stað­ ar hald ara Ei ríks staða á samt starfs­ mönn um og menn ing ar­ og ferða­ mála full trúa Dala byggð ar. Mark­ mið ferð ar inn ar var að styrkja tengsl in á milli Ei ríks staða í Hauka­ dal og Bratta hlíð ar í Græn landi en á þess um tveim ur stöð um er talið að Ei rík ur rauði hafi búið. Hóp ur inn lenti á flug vell in um í Narsa su ak sem er aflagð ur banda­ rísk ur her flug völl ur. „Þar tóku við okk ur fólk frá ferða skrif stof unni „Blue Ice“ sem sér hæf ir sig í ferð um inn an Græn lands, hvort sem far ið er á fiski veið ar, hrein dýra veið ar eða skoð un ar ferð ir. Ekið var með leið­ ang urs menn nið ur að bryggju þar sem siglt var 4 km yfir Ei ríks fjörð til Qassi ar suk. Á móti okk ur tók gest gjaf inn frú Edda Björns dótt ir Lyberth, stað ar hald ari í Bratta hlíð,“ seg ir Helga H. Á gústs dótt ir ferða­ og menn ing ar full trúi Dala byggð ar. Ei ríks staða menn komu sér vel fyr­ ir í til gátu húsi Ei ríks rauða þar sem gista átti fyrstu tvær næt urn ar. Um kvöld ið var far ið á fisk veið ar í fjör­ unni og afl inn steikt ur á stein um að hætti inn fæddra. Kokk ur inn í sveit á Erps stöð um Á laug ar deg in um var hald­ in vina bæj ar há tíð í Bratta hlíð með í bú um Qassi ar suk og ná grenn is, ferða mála fröm uð um og fleiri gest­ um sem komu siglandi að. „Þar var und ir rit að ur vin áttu­ og sam starfs­ samn ing ur milli Ei ríks staða og Bratta hlíð ar, með það að mark miði að efla og styrkja sam starf milli þessa tveggja staða í fram tíð inni. Ís lend ing arn ir buðu upp á hangi­ kjötslæri sem heima menn kunnu vel að meta og fengu í stað inn að borða sel kjöts súpu sem var eld uð á hlóð um niðri í fjöru. Um kvöld­ ið var veisla í boði bæj ar ins þar sem bor ið var fram græn lenskt lamba­ kjöt. Þar bætt ust nokkr ir ís lensk ir veiði menn í hóp inn og stór hóp­ ur Spán verja, en spænsk ar ferða­ skrif stof ur selja mik ið af ferð um til Græn lands,“ seg ir Helga. Dag inn eft ir var siglt til Qaqor­ toq en þar tók eig in mað ur Eddu, Kay Lyberth, á móti hópn um en hann er að stoð ar bæj ar stjóri Qaqor­ toq og skóla stjóri Lýð há skól ans. „Í Qaqor toq skoð uð um við sút un ar­ verk smiðju og sauma stofu Great Green land, en verk smiðj an sút ar skinn af nán ast öll um þeim dýr um sem veið ast á Græn landi og saum­ ar og flyt ur út vand að an tísku fatn að úr skinn um. Um kvöld ið var boð­ ið til mat ar á Restaur ant Napp arsi­ vik sem er í eigu þeirra Lyberth hjóna. Skemmti leg til vilj un var að danski kokk ur inn á veit inga staðn­ um hafði ver ið í sveit á Erps stöð­ um í Döl un um og tal aði mjög góða ís lensku. Þenn an dag var einnig siglt frá Qaqor toq til Hvals eyj­ ar, en í Sturlu bók Land námu seg­ ir frá Þor keli far serki, frænda Ei ríks rauða sem ferð að ist með hon um til Græn lands og sett ist að í Hvals ey. Frá Hvals ey var siglt að Görð um en þar bjó Frey dís Ei ríks dótt ir með Þor valdi manni sín um eft ir að hafa ferð ast til Vín lands í kjöl far Leifs bróð ur síns eft ir árið 1000.“ Siglt í gegn um högg­ mynda safn Dag inn eft ir gekk hóp ur inn frá Görð um og yfir í Ei ríks fjörð. „Þar beið bát ur er sigldi með okk ur í gegn um ís inn til Nars ar su ak. Það má líkja sigl ing unni við að ferð­ ast í gegn um högg mynda safn með fljót andi lista verk um allt um kring, glær um, hvít um og blá um að lit. Á flug völl inn var kom ið fólk frá Qassi ar suk til að kveðja þessa nýju ís lensku vini, eða vík ing ana eins og við vor um köll uð í fjöl miðl um. Er ó hætt að segja að þessi ferð verði okk ur ó gleym an leg og hafi ver ið æv in týri frá upp hafi til enda. Græn­ lensk nátt úru feg urð, gest risni og stórt hjarta heima manna hafi fang­ að huga Ís lend ing anna sem bund­ ust þeim vina bönd um þessa fal­ legu á gúst daga á Græn landi,“ seg­ ir Helga að lok um. sók Skjöld ur Skjald ar son leyf ir hér Græn lend ing un um að bragða dýr ind is hangi kjöt. Marta Gunn ars dótt ir tók sig vel út í græn lensk um vetr ar klæðn aði. Hóp ur inn við Ei ríks fjörð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.