Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2008, Page 41

Skessuhorn - 19.12.2008, Page 41
41 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER Karl V. MatthíassonGuðbjartur Hannesson Við sendum Vestlendingum og landsmönnum öllum innilegar óskir um um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Borgarbyggð keppir í Útsvari á föstudag Lið Borgarbyggðar, skipað þeim Hjördísi Hjartardóttur, Einari Valdemarssyni og Heiðari Lind Hanssyni, var eina lið Vesturlands sem komst áfram úr fyrstu umferð keppninnar með sigri á Dalvíkurbyggð. Næstkomandi föstudag er komið að næstu viðureign liðsins þegar það mætir Ólafi Helga sýslumanni og hans fólki úr Árborg. Skessuhorn tók forskot á sæluna og hringdi í keppendur Borgarbyggðar og lagði fyrir þá tíu laufléttar spurninga í óvæntu skyndiprófi. Niðurstaðan var sú að samanlagt stóðu keppendur sig vel og svöruðu níu af tíu spurningum rétt. Af einstökum keppendum stóð Hjördís sig best. Í ljós kom að Einar Vald þarf að fylgjast betur með á heimavelli t.d. með því að lesa Skessuhorn og að Heiðar hefur íþróttirnar á hreinu, en Hjördís ekki. Þau kváðust öll vera í góðu stuði og hlakka til föstudagsins. Einar var að baka þriðju smákökutegundina af þeim fimm sem hann bakar, þegar hringt var í hann, Heiðar var að lesa fyrir síðasta prófið í skólanum, en Hjördís var heima að elda kvöldmatinn. Saman munu þau æfa sig í kvöld fyrir keppnina. mm Rétt svör: 1. Ketkrókur, 2. Ungmennafélag Reykdæla, 3. Ágústus, 4. Þorláki helga Þórhallssyni biskupi í Skálholti, 5. Bjarna Þór Bjarnason, 6. Igor Beljanski, 7. Skagafjörður vann (74:63), 8. Gull, reykelsi og myrru, 9. Fjórar (Norðurá, Langá, Þverá og Grímsá), 10. Átta draga sleðann, Rúdolf með rauða nefið er sá níundi Einar 4 stig 1. Hvaða jólasveinn er næstsíðastur í röðinni? Gáttaþefur. 2. Hvaða ungmennafélag í Borgarfirði varð 100 ára í apríl? Skallagrímur. 3. Hvaða keisari lét þau boð út ganga að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina? Ágústus. 4. Af hvaða biskupi dregur Þorláksmessa nafn sitt? Þorláki biskupi helga. 5. Eftir hvern er listaverkið sem stendur ofan við Landnámssetrið og heitir Brák? Pass. 6. Hvað heitir spilandi þjálfari úrvalsdeildar Skallagríms? Einar Ingimundarson. 7. Hvernig fór viðureign Skagafjarðar og Snæfellsbæjar í Útsvari? Man ekki stigin, en ætli Snæfellsbær hafi ekki unnið. 8. Hvað færðu vitringarnir þrír Jesúbarninu? Gull, reykelsi og myrru. 9. Hversu margar laxveiðiár á Vesturlandi gáfu fleiri en 2000 laxa sl. sumar? Fjórar. 10. Hversu mörg hreindýr draga sleða ameríska jólasveinsins? Ég myndi halda sjö. Hjördís 7 stig 1. Hvaða jólasveinn er næstsíðastur í röðinni? Ketkrókur. 2. Hvaða ungmennafélag í Borgarfirði varð 100 ára í apríl? Ungmennafélag Reykdæla. Afi minn ritaði meira að segja fundargerð á stofnfundinum. 3. Hvaða keisari lét þau boð út ganga að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina? Ágústus keisari. 4. Af hvaða biskupi dregur Þorláksmessa nafn sitt? Þorláki biskup helga. 5. Eftir hvern er listaverkið sem stendur ofan við Landnámssetrið og heitir Brák? Bjarna Þór Bjarnason. 6. Hvað heitir spilandi þjálfari úrvalsdeildar Skallagríms? Pass. 7. Hvernig fór viðureign Skagafjarðar og Snæfellsbæjar í Útsvari? Snæfellsbær tapaði. 8. Hvað færðu vitringarnir þrír Jesúbarninu? Gull, reykelsi og myrru. 9. Hversu margar laxveiðiár á Vesturlandi gáfu fleiri en 2000 laxa sl. sumar? Þrjár. 10. Hversu mörg hreindýr draga sleða ameríska jólasveinsins? Fjögur. Heiðar 5 stig 1. Hvaða jólasveinn er næstsíðastur í röðinni? Ketkrókur. 2. Hvaða ungmennafélag í Borgarfirði varð 100 ára í apríl? Skallagrímur. 3. Hvaða keisari lét þau boð út ganga að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina? Ágústus keisari. 4. Af hvaða biskupi dregur Þorláksmessa nafn sitt? Þorláki biskup helga í Skálholti. 5. Eftir hvern er listaverkið sem stendur ofan við Landnámssetrið og heitir Brák? Pass. 6. Hvað heitir spilandi þjálfari úrvalsdeildar Skallagríms? Igor Beljanski. 7. Hvernig fór viðureign Skagafjarðar og Snæfellsbæjar í Útsvari? Pass. 8. Hvað færðu vitringarnir þrír Jesúbarninu? Gull, reykelsi og myrru. 9. Hversu margar laxveiðiár á Vesturlandi gáfu fleiri en 2000 laxa sl. sumar? Tvær. 10. Hversu mörg hreindýr draga sleða ameríska jólasveinsins? Sex. Einar Hjördís Heiðar

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.