Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2014, Síða 1

Skessuhorn - 03.01.2014, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 1. tbl. 17. árg. 3. janúar 2014 - kr. 600 í lausasölu 10 25% Líkt og undanfarin fimmtán ár gekkst Skessuhorn fyrir vali á Vest­ lendingi ársins, en verðlaunin falla í hlut þess eða þeirra íbúa í landshlut­ anum sem þykja hafa skarað framúr á einhvern hátt á árinu. Lesendur Skessuhorns sendu inn fjölmarg­ ar tillögur og voru samtals 22 ein­ staklingar tilnefndir að þessu sinni. Í fyrsta skipti frá því val á Vestlend­ ingi ársins hófst urðu hjón hlut­ skörpust. Það eru þau Bjarni Sigur­ björnsson og Guðrún Lilja Arnórs­ dóttir bændur og ábúendur að Eiði við Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi. Hlutu þau langflestar tilnefningar. Aðrir, sem hlutu þrjár tilnefn­ ingar eða fleiri að þessu sinni, eru í stafrófsröð: Dr. Bjarni Guð­ mundsson á Hvanneyri fyrir verð­ mæta skráningu heimilda um tækni og störf til sveita, Garðar Stefáns­ son og Sören Rosenkilde stofnend­ ur Norðursalts á Reykhólum, Gísli Ólafsson ferðaþjónn í Grundar­ firði, Guðrún Haraldsdóttir gang­ brautavörður í Borgarnesi, Kristín Gísladóttir og Sigrún Katrín Hall­ dórsdóttir í Borgarnesi fyrir vitund­ arvakningu gegn einelti, Ingólfur Árnason forstjóri Skagans á Akra­ nesi fyrir uppbyggingu atvinnulífs, Ólafur Adolfsson lyfsali á Akranesi fyrir ríka þjónustulund, Vilhjálm­ ur Birgisson formaður VLFA fyrir störf að hagsmunamálum launþega og Þór Magnússon á Gufuskálum fyrir uppbyggingu í ferðaþjónustu. Hjónin og bændurnir Bjarni og Guðrún Lilja að Eiði komu oft fyr­ ir í umfjöllun fjölmiðla á liðnu ári. Ekki hefur farið framhjá lesend­ um Skessuhorns hversu umfangs­ mikill síldardauðinn í Kolgrafafirði var og áhrif hans þegar um 52 þús­ und tonn af síld drápust í firðinum. Síldina rak ýmist í bunkum á fjörur við Eiði eða sökk til botns til rotn­ unar með neikvæðum afleiðingum á lífríkið. Útlit var fyrir mikla um­ hverfismengun og var grútarváin allt um lykjandi og daunninn eft­ ir því. Hamförunum tók heimilis­ fólkið að Eiði hins vegar af mikilli stillingu svo eftir var tekið í sam­ félaginu. Bændur eru öðrum þræði útverðir byggðar í landinu gagnvart heimi náttúrunnar. Má af reynslu síldardauðans í Kolgrafafirði sjá að hjónin að Eiði valda því hlutverki einkar vel og eru að mati blaðs­ ins og lesenda þess öðrum til fyr­ irmyndar. Skessuhorn óskar þeim hjónum innilega til hamingju með vegsemdina. Sjá viðtal við hjónin að Eiði á miðopnu. mm/hlh Skessuhorn óskar lesendum sínum til sjávar og sveita gleðilegs árs með þökk fyrir árið 2013. Ágætt veður var á gamlárskvöld og nutu landsmenn þess að horfa á flug- elda í allri sinni litadýrð og mikilfengleika lýsa upp næturhimininn. Meðfylgjandi mynd tók Sumarliði Ásgeirsson ljósmyndari í Stykkishólmi þegar nýja árið gekk í garð. Hjónin að Eiði eru Vestlendingar ársins 2013 Guðrún Lilja og Bjarni að Eiði eru Vestlendingar ársins 2013. Ljósm. hlh. Einstaklega mjúkar, teygjanlegar og halda sér vel. Buxur sem gefa öllum konum flottar línur. Komnar aftur Bylting í buxnasniði fyrir dömur

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.