Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2014, Qupperneq 1

Skessuhorn - 08.01.2014, Qupperneq 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 2. tbl. 17. árg. 8. janúar 2014 - kr. 600 í lausasölu Fæst hjá útgefanda á www.skessuhorn.is og í Eymundsson um allt land Brugghús Steðja í Borgarfirði hef­ ur nú án vafa kynnt mestu nýjung­ ina á bjórmarkaðinum um langa hríð. „Þetta er einstakur bjór á heimsvísu, unninn í samstarfi við Hval hf.,“ segir Dabjartur Ingvar Arilíusson eigandi brugghússins í Steðja. „Við setjum nú á markað bragðmikinn Þorrabjór; Hvalbjór sem er m.a. bruggaður með hval­ mjöli. Hvalmjölið er mjög prótein­ ríkt og nánast engin fita í því. Það, ásamt því að enginn viðbættur syk­ ur er notaður, gerir þetta að mjög heilnæmum drykk og verða menn því sannir víkingar af því að drekka hann,“ segir Dagbjartur. Hann segir að hvalbragðið komi fram í undirtóni bjórsins og einnig finnist það í eftirbragðinu. „Bjór­ inn er 5,2% í alkohólmagni og við síum hann og gerilsneyðum. Mið­ inn á flöskunum er hannaður af ís­ lenskum verðlaunahönnuði búsett­ um á Ítalíu, með innihaldið í huga ásamt því að skapa réttu þorra­ stemninguna að sjálfsögðu. Í bak­ grunni miðans er texti úr Hávamál­ um en þar kemur fram texti sem var sá fyrsti sem Óðinn las úr rún­ um. „Þetta er hinn eini og sanni ís­ lenski þorrabjór,“ segir Dagbjart­ ur og bætir því við að Hvalbjórinn sé væntanlegur í Vínbúðirnar 24. janúar nk. en komi eitthvað fyrr á veitingahús. mm Fremur fá fyrirtæki ná þeim aldri að fagna 110 ára afmæli og er skemmst að minnast þess að óskabarn þjóðarinnar, Eimskip, náði aldarafmæli nýverið og þykir með þeim eldri. Kaupfélag Borgfirðinga varð 110 ára sl. laugardag og var boðið til veislu. Hér eru f.v. Margrét K. Guðnadóttir verslunarstjóri og Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri að deila út sneiðum af tertunni góðu. Katrín H. Júlíusdóttir og Kristján Axelsson í Bakkakoti, einn af fyrrum stjórnarformönnum KB, gæða sér á veitingunum. Sjá nánar bls. 15. Ljósm. hlh. Fyrsta barn ársins á Vesturlandi kom í heiminn klukkan 07:08 laug­ ardaginn 4. janúar á fæðingadeild sjúkrahússins á Akranesi. Var það 3.275 gramma þung og 49 cm löng stúlka. Foreldrar hennar eru hjónin Álfheiður Ágústsdóttir og Jóhann Steinar Guðmundsson á Akranesi, sem bæði vinna hjá Elkem Ísland á Grundartanga. Jóhann Steinar er fæddur og uppalinn Skagamaður en Álfheiður ólst upp í Grundarfirði. Stúlkan er þriðja barn þeirra hjóna en eldri eru systkinin Guðmundur Már og Elísabet María. Þegar blaðamann bar að garði skömmu eftir hádegi á laugardag­ inn var fjölskyldan öll saman kom­ in í góðu yfirlæti á fæðingadeildinni ásamt Jóhönnu Karlsdóttur föður­ ömmu stúlkunnar. Stúlkan og móð­ ur hennar heilsaðist prýðilega. Álf­ heiður sagði fæðinguna hafa gengið vel, en auðvitað eru þetta átök eins og gengur. Eldri systkinin voru að vonum afar ánægð með litlu systur. Það var Jóhanna Ólafsdóttir ljós­ móðir á HVE á Akranesi sem tók á móti stúlkunni. mm Heilsuræktarstöðvarnar á Vestur­ landi keppast nú við að bjóða upp á alls kyns námskeið eða átaksverk­ efni í upphafi árs. Hreyfingu og æf­ ingar undir handleiðslu þjálfara eða leiðbeinenda, annað hvort í hóp­ þjálfun eða einkatímum. Skessu­ horn hafði samband við forstöðu­ fólk íþróttamiðstöðva og æfinga­ stöðva um allann landshlutann til að forvitnast um hvernig árið fer af stað í líkamsræktinni hjá Vestlend­ ingum. Sjá bls. 16-17. Líkamsrækt í ársbyrjun Brugghús Steðja setur Hvalabjór á markað Miðinn sem prýðir flöskur Hvalbjórsins, þorrabjórsins frá Steðja brugghúsi. Jóhann Steinar og Álfheiður með litlu stúlkuna. Fyrsti Vestlendingur ársins er Skagastúlka Einstaklega mjúkar, teygjanlegar og halda sér vel. Buxur sem gefa öllum konum flottar línur. Komnar aftur Bylting í buxnasniði fyrir dömur

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.