Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Landsbankinn endurreiknar LANDIÐ: Í tilkynningu kveðst Landsbankinn hafa lokið leiðréttingu endur­ reiknings á um átján þús­ und lánum sem kváðu á um ólögmæta gengistryggingu. Þar segir að samanlögð fjár­ hæð þessara leiðréttinga sé um 21 milljarður króna. Í ljósi nýlegra dóma Hæsta­ réttar sem fjölluðu um uppgreidda samninga og fjármögnunarleigusamn­ inga, verði bankinn að leið­ rétta og endurreikna um sautján þúsund lán til við­ bótar. Loks segir að hann hafi sett sér það markmið að leiðréttingu allra þess­ ara lána verði lokið á fyrri hluta þessa árs. Að und­ anförnu hefur verið lögð áhersla á að reikna lán sem féllu undir dóm Hæstarétt­ ar í Plastiðjumálinu svo­ kallaða og hefur um níu­ tíu prósent slíkra lána ver­ ið leiðrétt. –mm Óskað eftir stjórnar- fólki í Breið- firðingafélagið RVK: Aðalfundur Breið­ firðingafélagsins verður að þessu sinni haldinn 20. febrúar. Snæbjörn Krist­ jánsson formaður félags­ ins hvetur félagsmenn til að hafa samband við fé­ laga í kjörnefnd, hafi þeir áhuga eða viti um einhvern sem hefur áhuga á að gefa kost á sér í stjórn félagsins. Kjörnefndina skipa Bene­ dikt Egilsson, Bjarnheið­ ur Magnúsdóttir og Guð­ mundur Theódórs. „Það hefur lengi verið vanda­ mál að fá fólk til starfa fyr­ ir félagið,“ segir Snæbjörn í nýjasta fréttabréfi félags­ ins. Til staðfestingar til­ færir hann eftirfarandi úr fréttabréfinu í febrúar fyrir þrettán árum: Það er mikið í húfi fyrir sérhvert félag að til forystu sé valin sterk og framsækin stjórn, sem hefur vakandi auga fyrir vilja hins almenna félaga. Það sem að mínu mati háir félaginu mest er skortur á yngra fólki til starfa og stjórnun­ ar. Hér á ég við fólk á aldr­ inum 25 til 50 ára,“ seg­ ir í þessum 13 ára gamla pistli. Enn er sama staðan í Breiðfirðingafélaginu eins og reyndar mun vera raun­ in í mörgum átthagafélög­ um í landinu. –þá Neysluskammt- ar og áhöld LBD: Þeir fengu hvorki gjaf­ ir né verðlaun fyrstu ölvunar­ og fíkniefnaaksturs ökumenn­ irnir hjá lögreglunni í Borg­ arfirði og Dölum í fyrstu viku nýs árs, segir í dagbókinni. Heldur fengu þeir einung­ is hefðbundna meðferð sem felst í blóðsýna­ og skýrslu­ tökum. Í framhaldi af nefnd­ um fíkniefnaakstri var farið í leit í heimahúsi í Borgarnesi og fundust þar nokkrir neyslu­ skammtar og áhöld til kanna­ bisneyslu. Áramótin og þrett­ ándinn gengu annars vel fyr­ ir sig að sögn lögreglu. Tvö umferðaróhöpp urðu þó í um­ dæminu. Annað á Kaldadal þar sem nokkur meiðsli urðu á fólki er jeppi valt fram af snjó­ hengju. –þá Sóley SH vélarvana GRUNDARFJ: Helgi SH frá Grundarfirði fór út á sunnu­ dagskvöldið síðasta og sótti Sóleyju SH sem var vélarvana vestur af Breiðafirði. Skipin komu til Grundarfjarðar fyrri hluta nætur og gekk heim­ ferðin vel miðað við veður og aðstæður, en talsvert hvasst var á þessum slóðum og nokk­ ur sjór. -mm Alls voru 1845 verkefni og mál skráð hjá embætti lögreglunnar á Akranesi á árinu 2013. Þar af voru 28 fíknefnamál sem voru af ýms­ um toga allt frá því að vera varsla á litlum skömmtum af fíknefnum í að vera framleiðsla og sala fíkniefna í töluverðu magni. Einnig voru um­ ferðarlagabrot sem tengdust vímu­ efnum 64 talsins, 30 mál vegna ölv­ unar við akstur 2 vegna akstur und­ ir áhrifum lyfja og 32 vegna aksturs undir áhrifum fíknefna. Eru þess­ ar tölur nokkuð svipaðar og árin á undan. Að sögn lögreglu hefur á und­ anförnum árum orðið mikill sam­ dráttur í umferðarmálum almennt, enda hefur eftirlit dregist saman vegna sparnaðar. Farin hefur verið sú leið að beina kröftum að eftirliti vegna ölvunar og vímuefnaaksturs og samdráttur frekar látinn bitna á öðrum þáttum umferðareftirlitsins. „Eignaspjöll voru skráð 41 tals­ ins sem er talsvert minna en árið á undan og minniháttar líkamsárásir voru 18 talsins. Nokkuð svipað og 2012. Rannsóknir þessara mála eru á borði almennu deildarinnar auk þess sem hún aðstoðar við rann­ sóknir annarra mála þegar þess er þörf. Mikill fjöldi kynferðisbrota kom upp í lok ársins 2012 og fram á vormánuði 2013 á Vesturlandi. Þá voru skráð til rannsóknar hjá rann­ sóknardeild lögreglunnar á Akra­ nesi 27 kynferðisbrot af öllu Vest­ urlandi á árinu auk mála annars­ staðar frá af landinu. Sum þess­ ara mála voru mjög umfangsmikil í rannsókn og um mitt ár var fjölg­ að í rannsóknardeild um einn mann til að bregðast við auknum verkefn­ um. Til samanburðar má geta þess að árin á undan hafa komið upp um 7 – 12 mál af þessum toga á ári. Auk kynferðisbrota annaðist rann­ sóknardeildin rannsóknir á m.a. al­ varlegum líkamsárásum, slysum og flóknari málum af ýmsum toga á borð við eldsvoða, vinnuslys, fjár­ drátt, skjalafals og fjársvik.“ mm Talsvert hvassviðri var á föstudaginn á Snæfellsnesi. Á flóðinu um morguninn var ágangur sjávar mikill í Ólafsvík samhliða rokinu. Malbik flettist af hluta götunnar við Gilbakka og þari var um alla götuna þannig að öflug tæki þurfti til að ryðja hana og gera ökufæra á ný. af Mikill sjó- gangur tók þara með sér á land í Ólafsvík Lögregla er oftast fyrst á vettvang t.d. þegar kviknar í. Lögreglan á Akranesi lítur yfir árið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.