Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Íþróttahúsinu Vesturgötu Laugardaginn 25. janúar 2014 HLJÓMSVEITIN Í SVÖRTUM FÖTUM SÉR UM BALLIÐ KÓRARNIR PUNGUR OG SKAUT renna saman í eitt.... HINN EINI SANNI RAGGI BJARNA STÍGUR Á STOKK – OG ÞAÐ Í FLOTTUM JAKKA ÍÞRÓTTAHÚSINU JAÐARSBÖKKUM LAUGARDAGINN 21. JANÚAR Matur & ball AÐGÖNGUMIÐI Matur & ball Húsið opnar kl. 19.30 Borðhald hefst kl. 20.00 Miðaverð: 7.500 kr. ÞORRABLÓT SKAGAMANNA 20 ára ALDURSTAKMARK FORSALA MIÐA HEFST Í ÍSLANDS- BANKA FÖSTUDAGINN 10. JANÚAR KL.9 Borðapantanir á staðnum þann dag. Síðar geta þeir sem eiga miða pantað borð á netfanginu klubbur71@gmail.com. AÐEINS ÞEIR SEM HAFA GREITT MIÐA GETA PANTAÐ BORÐ! ANNÁLL AKURNESINGA – allt sem þú veist ekki að þú vissir e kki verður afhjúp að af árgangi ‘73! GUNNAR Á VÖLLUM Veislustjó rn og uppistand ! Matur og ball: 8.000 kr. / Ball: 3.000 kr. Húsið opnar kl. 19 Borðhald hefst kl. 20 Galito sér um matinn Húsið opnar fyrir ballgesti kl. 24 „Það fer allt að verða klárt fyr­ ir þorrablótið. Skemmtiatriðin eru svo gott sem klár, við erum búin að ráða hljómsveit og miðasalan er að byrja, en hún verður í Íslandsbanka. Núna verður fólk að vera tímanlega í því svo það lendi ekki í því sama og margir í fyrra, þegar uppselt var löngu fyrir blótið,“ segir Guðráð­ ur Sigurðsson einn helsti talsmaður árgangs ´71 sem stendur nú í fjórða sinn fyrir þorrablóti Skagamanna. Blótið verður núna eins og í fyrra haldið í íþróttahúsinu við Vestur­ götu og fer fram laugardaginn 25. janúar, eða á öðrum degi þorra. Þessa dagana stendur hópur úr ár­ ganginum í smíðum til að undir­ búa bætta aðstöðu í íþróttahúsinu frá blótinu í fyrra. Með góðu móti er hægt að koma fyrir í salnum um 550 gestum að sögn Guðráðs. Það verður hljómsveitin Í svört­ um fötum sem leikur fyrir dansi á þorrablótinu, en söngvarar verða Jónsi og Raggi Bjarna. Veislustjór­ inn verður heldur ekki af verri end­ anum, Gunnar á Völlum, sjón­ varpsmaður og grínari. Annáll árs­ ins er meðal fastra liða á þorra­ blótinu og að þessu sinni verður hann í flutningi árgangs ´73. „Við erum einmitt mjög stolt af þess­ um dagskrárlið á blótinu. Þarna fjallar heimafólk um heimafólk eins og gerist á þorrablótum ann­ ars staðar og þannig á það að vera. Skemmtiatriðin eru svo gott sem klár og meðal annars verðum við með kór og kannski eitthvað meira sem of snemmt er að segja frá. Það er alveg ljóst að þetta verður stór­ skemmtilegt og enginn má missa af. Það er því eins gott fyrir fólk að kaupa miða tímanlega,“ segir Guð­ ráður. Óskaplega gaman að skemmta sér Aðspurður um hvernig hugmynd­ in um þorrablót Skagamanna þró­ aðist segir Guðráður að það sé ákveðinn þráður þar bak við. „Við í þessum árgangi höfum náttúrlega óskaplega gaman af því að hittast og skemmta okkur. Það má segja að þetta hafi byrjað fyrir nokkr­ um árum þegar Hannes Birgisson, Ástþór Jóhannsson, Rúnar Smára­ son og Sævar Þráinsson stóðu fyrir því að halda ball aldarinnar sem við kölluðum. Það var fyrir brottflutta Skagamenn og samkomustaðurinn Hlégarður í Mosfellsbæ. Sætaferðir voru frá Akranesi og þetta var þvílíkt glimrandi ball. Páll Óskar skemmti og þetta heppnaðist einstaklega vel. Það var eftir þetta sem við Hann­ es ræddum um hvað við gætum gert næst. Ég sagði í bríaríi, hvers vegna ekki að halda þorrablót? Ég fékk svo hringingu frá Hannesi tveim­ ur árum seinna. „Þorrablótið er til­ búið,“ sagði hann. Ég vissi ekkert að hann væri að garfa í þessu, en það er með Hannes eins og pabba hans heitinn Bigga heitinn í Röra­ steypunni að það er ekkert ófram­ kvæmanlegt. Ætlaði að finna réttu brekkuna Hannesi vini mínum er vel líst með það að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Það er gaman að rifja það upp þegar við í árgang­ inum byrjuðum með brekkusöng á Írskum dögum. Hannes vildi að hann væri í brekku upp í Slögu rétt fyrir neðan Akrafjallið. Við sætum þar í brekkunni syngjandi og horfð­ um yfir fallega bæinn okkar. Ísólfi félagi okkar leist ekkert á það, það þyrfti margra kílómetra kapla fyr­ ir hljóðkerfið þangað. „Nei, nei, þeir hljóta að vera með rafmagn við vatnsveituna þarna rétt hjá. Þannig að þetta verður ekkert mál,“ sagði Hannes. Hann fékk þó ekki um það ráðið, en okkur tekst samt að koma mörgum okkar hugmynda í fram­ kvæmd og þorrablótið ber það með sér,“ segir Guðráður Sigurðsson í hinum driftuga ´71 árgangi á Akra­ nesi. þá Guðráður Sigurðsson einn helsti tals- maður ´71 árgangsins. Undirbúningur á fullu fyrir þorrablót Skagamanna Vinnuhópur að mestu úr ´71 árganginum við smíðar á verkstæði FVA við undir- búning þorrablótsins. Ljósm. Gísli Guðm. Konurnar í árgangi ‘71 láta ekki sitt eftir liggja við undirbúning þorrablóts Skaga- manna sem verður 25. janúar nk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.