Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Átta sveitarfélög á Vesturlandi hafa hækkað útsvarsprósentu sína í leyfi­ legt hámark sem er 14,52%. Þetta eru Borgarbyggð, Akraneskaup­ staður, Grundarfjarðarbær, Snæ­ fellsbær, Stykkishólmsbær, Dala­ byggð, Helgafellssveit og Reyk­ hólahreppur. Hækkun hlutfallsins frá fyrra ári er 0,04%, en hámarks­ útsvar var einmitt 14,48% áður en stjórnvöld ákváðu að hækka leyfilegt hámarsksútsvar í 14,52% á síðasta ári. Þrjú sveitarfélög í landshlutan­ um héldu útsvarsprósentunni hins vegar óbreyttri þrátt fyrir hækk­ un hámarksútsvars. Þau eru Hval­ fjarðarsveit með 13,64%, Eyja­ og Miklaholtshreppur með 14,48% og Skorradalshreppur með 12,44%. Lágmarksútsvar er 12,44% og er Skorradalshreppur ásamt Gríms­ nes­ og Grafningshreppi því með lægsta útsvarshlutfall á landinu. Samtals eru 58 sveitarfélög sem leggja á hámarksútsvar af sveitar­ félögunum 74. Fimm halda hins vegar útsvarinu óbreyttu og þá eru tvö með lágmarksútsvar. Þrjú sveitarfélög hafa síðan lækkað út­ svarshlutfallið, þ.e. Grindavík, Vestmannaeyjar og Grímsnes­ og Grafningshreppur. hlh Davíð Pétursson á Grund, odd­ viti Skorradalshrepps, segir í sam­ tali við Skessuhorn að í kjölfar þess að hreppurinn lauk við gerð að­ alskipulags í október síðastliðn­ um sé nú orðið tímabært að Skorr­ dælingar ræði við nágrannasveitar­ félög um hugsanlega sameiningu. Davíð segir að höfnun beiðnar um sameiningarviðræður frá Borgar­ byggð árið 2006 hafi byggst á því að hreppsnefnd Skorradalshrepps vildi fyrst ljúka gerð aðalskipu­ lags áður en til sameiningar kæmi. Byrjað var á viðræðum við fulltrúa í sveitarstjórn Borgarbyggðar síð­ astliðinn föstudag. Var erindinu vel tekið á fundinum og lýstu allir full­ trúar í sveitarstjórn Borgarbyggð­ ar yfir vilja sínum til áframhalds viðræðna við Skorradalshrepp. Þá munu Skorrdælingar síðar í þessari viku ræða við sveitarstjórn Hval­ fjarðarsveitar um vilja þeirra til sameiningar. Bæði þessi sveitarfélög, Borgar­ byggð og Hvalfjarðarsveit, liggja landfræðilega að Skorradalshreppi. Hins vegar hnýga sterkari rök að sameiningu við Borgarbyggð, svo sem vegna samstarfs í skólamálum, skipulagsmálum, landfræðilega eru erfiðari vegasamöngur við Hval­ fjarðarsveit og félagslega hafa íbú­ ar í Skorradal í gegnum tíðina átt meiri samleið með íbúum norðan Skarðsheiðar. Fjárhagslega stendur Hvalfjarðarsveit betur en Borgar­ byggð og heillar það að sjálfsögðu einhverja íbúa í Skorradal. Davíð Um áramótin var Veiðimálastofn­ un sett undir atvinnuvega­ og ný­ sköpunarráðuneytið en frá árinu 2012 hafði hún verið tilheyrt um­ hverfis­ og auðlindaráðuneytinu. Þar áður hafði hún heyrt undir ráðuneyti sjávarútvegsmála. Veiði­ málastofnun er rannsóknastofn­ un á sviði ferskvatnsfiska og líf­ ríkis þeirra og starfar með það að markmiði að hámarka sjálfbæra nýtingu lax­ og silungsveiða hér á landi og þjónustar hún veiðifélög­ in í landinu með ráðgjöf um veiði. Að þessu leyti er hlutverk Veiði­ málastofnunar sambærilegt við hlutverk Hafrannsóknastofnunar. Þess má geta að Veiðimálastofnun og Hafrannsóknastofnun hafa sam­ starf um rannsóknir á villtum laxi í sjó. Stofnunin er með starfsstöðvar í Reykjavík, á Hvanneyri, Sauðár­ króki, Hvammstanga og Selfossi. Um hlutverk og árangur Veiði­ málastofnunar segir í tilkynningu: „Veiðifélög sinna mikilvægum þátt­ um í rannsóknum Veiðimálastofn­ unar er lúta m.a. að skráningu á veiðitölum. Samstarfið hefur m.a. beinst að rannsóknum sem hafa leitt til hóflegrar nýtingar á veiði­ ám og veiðivötnum og telst ástand laxastofna í íslenskum ám það besta við Norður­ Atlantshaf. Tekist hef­ ur að hámarka nýtingu auðlindar­ innar undir merkjum sjálfbærni. Ís­ lenskum laxastofnum hefur ekki hnignað á undanförnum árum, en víða í nágrannalöndum okkar er villtur lax í útrýmingarhættu m.a. vegna of mikils veiðiálags. Þessi góða staða laxastofnanna er m.a. tilkomin vegna rannsókna stofn­ unarinnar og samstarfs við veiði­ félögin. Veiðifélögin hafa lagt á það ríka áherslu að stofnunin verði aft­ ur færð undir atvinnuvega­ og ný­ sköpunarráðuneyti.“ mm Hámarksútsvar lagt á í flestum sveitarfélögum Veiðimálastofnun er enn á ráðuneytaflakki Skorrdælingar viðra sameiningu við nágranna sína á Grund segir aðspurður að þeg­ ar þessum fyrstu viðræðum við ná­ grannana lýkur og niðurstaða feng­ in í vilja þeirra til áframhaldandi viðræðna, muni íbúar í Skorradals­ hreppi kjósa um hvort farið verður í frekari viðræður og þá við hverja. Stefnt sé að því ferli verði lokið tímanlega fyrir sveitarstjórnarkosn­ ingar í vor. Fasteignaskattar halda rekstrinum uppi Í Skorradalshreppi eru 57 íbúar skráðir með búsetu og er sveitarfé­ lagið því í hópi þeirra fámennustu hér á landi. Þar verður engu að síð­ ur á þessu ári, sem fyrr, innheimt lægsta útsvarshlutfall sem leyfi­ legt er samkvæmt lögum, en tekjur af fasteignagjöldum sumarhúsa í dal num eru langstærsta tekjulind sveitarfélagsins og stendur undir mestöllum rekstri þess. Aðspurð­ ur segir Davíð oddviti að búið sé að taka af hreppnum allt framlag til reksturs skóla og skólaaksturs með því að skrúfa fyrir tekjur úr Jöfnun­ arsjóði. „Við erum með það háar tekjur per íbúa að við fáum ekki lengur framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ráðamenn líta ekki á útgjaldaþörf sveitarfélaga við að framfylgja lögbundnum málaflokk­ um eins og skólamálum. Við erum af þessum sökum hálfpartinn knú­ in til sameiningar við aðra. Það er tekin af okkur greiðsla úr Jöfnunar­ sjóði til að mæta kostnaði við leik­ og grunnskóla sem nú kostar okkur 150% af útsvarstekjum frá íbúum. Sveitarfélagið hefur þjónustusamn­ ing við Borgarbyggð um lögbund­ ið skólahald. Þetta er mikil breyt­ ing og allt í lagi að rifja upp að fyr­ ir yfirtöku sveitarfélaga á rekstri grunnskóla frá ríkinu fór kostnaður við rekstur skóla aldrei yfir 50%,“ segir Davíð. Það eru því fasteigna­ skattar sem standa undir um þriðj­ ungi kostnaðar Skorradalshrepps við skólahald barna og þar að auki standa þær tekjur undir öllum öðr­ um rekstrarkostnaði. Börn ekki flutt suður fyrir Skarðsheiði Íbúar í Skorradalshreppi hafa í fjór­ gang í kosningu hafnað sameiningu við nágrannasveitarfélögin norð­ an Skarðsheiðar. Fyrst árið 1993, síðan 1998 og loks í tvígang árið 2005 þegar unnið var að samein­ ingu annarra hreppa í Borgarfirði sunnan Hvítár og úr varð Borg­ arfjarðarsveit, án Skorradals. Í öll skiptin var sameiningartilllaga felld með talsverðum meirihluta íbúa í dalnum. Frá árinu 2006 hafa aðeins tvö sveitarfélög verið í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar, þ.e. Borgar­ byggð með um og yfir 3.500 íbúa og Skorradalshreppur með 50­60 íbúa. Þrátt fyrir að landfræðilega þyki það liggja beinast við að viðra sameiningu við Borgarbyggð vilja íbúar í Skorradal ekki útiloka ann­ an valmöguleika, þ.e. sameiningu við Hvalfjarðarsveit þar sem eru um 650 íbúar. Land sveitarfélag­ anna liggur saman en hár fjallgarð­ ur Skarðsheiðar skilur þó á milli. Helsti kostur fyrir Skorrdælinga með sameiningu við Hvalfjarðar­ sveit væri að með því væri verið að sameinast fjársterkara sveitarfélagi en Borgarbyggð vissulega er, en augljós ókostur þykir að til að sækja skóla að Leirá þyrfti annað hvort að aka börnum yfir Geldingardraga eða fyrir Hafnarfjall en hvorugt þykir fýsilegt. Davíð á Grund tek­ ur undir það og segir í samtali við Skessuhorn að jafnvel þótt Skorra­ dalshreppur og Hvalfjarðarsveit myndu sameinast, yrði að semja áfram við Borgarbyggð um að börn þaðan sæktu skóla á Hvanneyri eða Kleppjárnsreykjum. Er þriðji kosturinn í stöðunni? „Eftir að fyrstu könnunarviðræðum okkar við nágrannana lýkur verður boðað til íbúafundar. Hreppsnefnd­ in á ekki að ráða þessu, heldur íbú­ arnir í heild,“ áréttar Davíð. „Þeir ákveða hvort reynd verði sameining til suðurs eða við Borgarbyggð.“ Aðspurður um hvort þriðji kostur­ inn, þ.e. sameining þessara þriggja sveitarfélaga gæti komið til greina, kveðst Davíð ekki geta svarað því. „Það er stutt síðan Akurnesingar buðu upp í dans, við dræmar und­ irtektir í Hvalfjarðarsveit og Borg­ arbyggð. Hvort þessi þrjú sveitarfé­ lög vilji skoða sameiningu án Akra­ ness get ég ekki svarað,“ segir Dav­ íð að endingu. mm Davíð Pétursson oddviti. Ljósm. þá. Horft inn kjarrivaxinn Skorradalinn. Ljósm. kj.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.