Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Fiskverð á mörkuðum er í hæstu hæðum nú þegar bátaflotinn hef­ ur róðra eftir hátíðarnar. Frí um jól og áramót auk mikillar ótíðar und­ anfarið gerir það að verkum að eft­ irspurn er mikil á sama tíma og lítill afli berst á land. Verð á stórum ós­ lægðum þorski fór upp í 500 krón­ ur á uppboðum í gær, þriðjudag. Það var litlu lægri á slægða þorsk­ inum. Fyrir áramót var algengt að óslægður þorskur færi á 320 – 350 krónur á kílóið. Sjómenn sem hafa komið með góðan afla að landi brosa hringinn. Eiður Ólafsson skipstóri og útgerðarmaður á Ísak AK kom inn til Akraness í gær með um hálft tonn af rígvænum þorski. Hann hafði veitt aflann í net fyrir mynni Hvalfjarðar. „Ég fékk þetta í 20 net sem ég er með. Þetta eru ránþorskar héð­ an úr Faxaflóa sem fara um og éta minni fiska,“ sagði hann glað­ hlakkalega þar sem hann landaði upp úr bátnum í Akraneshöfn. Eið­ ur rær einsamall og segist stefna í að gera það á vetrarvertíðinni sem fer nú í hönd. „Það er ekkert ann­ að hægt, veiðiheimildirnar eru svo litlar. Afkoman af þessu ber ekki fleiri menn.“ mþh Í lok þessa mánaðar rennur út um­ sóknarfrestur hjá Framleiðnisjóði. Sjóðurinn styrkir margvíslegt þró­ unar­ og nýsköpunarstarf í land­ búnaði. Með nýlegum búnaðar­ lagasamningi var sjóðnum sniðinn ákveðinn fjárhagsrammi sem unn­ ið er eftir. Á þessu ári er sjóðnum lagðar til 85 milljónir króna af rík­ isfé en sem kunnugt er var starf­ semi hans skorin mikið niður í kjöl­ far efnahagshrunsins. Á vef sjóðsins eru bændur, samvinnuhópar þeirra og aðilar innan rannsókna­ og þró­ unargeirans hvattir til að sækja um stuðning. Í auglýsingu frá sjóðnum er sérstaklega óskað eftir umsókn­ um sem varða rannsóknarstarf eða aðra þekkingaröflun í landbúnaði og nýsköpunar­ og þróunarstarf. Þá kemur einnig fram vilji til þess að styðja við „orkuátak“ sem ætlað er að bæta orkunýtingu og auka hlut innlendrar orku til landbúnaðar­ nota. Áfram verður stutt við verk­ efni sem miða að því að efla bú­ rekstur og fjölga atvinnutækifær­ um. Sérstaklega eru kornræktendur hvattir til að sækja um í sjóðinn þar sem það sé eitt af markmiðum hans að styðja við grunnfjárfestingar til markaðsfærslu á íslensku korni. Að lokum eru nemendur í meistara­ og doktorsnámi minntir á að Fram­ leiðnisjóður veitir styrki til fram­ haldsnáms á fagsviði sjóðsins. Sjá nánar á www.fl.is mm/bbl.is Freisting vikunnar Einfaldur tandoori kjúklingur Eftir allar kjötveislurnar í des­ embermánuði þykir mörgum gott að færa sig yfir í léttari fæðu í janúar. Fiskur og kjúklingur koma þá sterkir inn og því fannst okkur við hæfi að birta einfalda og góða uppskrift af mildum tan­ doori kjúklingarétti. Einhverj­ um finnst uppskriftin kannski ekki hljóma vel þegar lesið er að í henni eru 5 dl. af tómatsósu. En hún kemur sannarlega á óvart! Bragðið er milt og gott, með ind­ versku ívafi en alls ekki of sterkt. Við mælum með því að sem flest­ ir prófi. 4 kjúklingabringur 1/2 L matreiðslurjómi 5 dl venjuleg tómatsósa 2-3 msk tandoori (gott að nota frá Pottagöldrum) 1 1/2 tsk karrí 1/2 tsk pipar 1 tsk salt Setjið kjúklinginn í eldfast mót. Gott er að skera hann í bita. Allt hitt hrært saman í skál og að lok­ um hellt yfir kjúklinginn. Bakið í 40 mínútur á 180 – 200 ° C. Berið fram með hrísgrjónum, salati og jafnvel brauði. grþ Hvatt til umsókna í Fram- leiðnisjóð landbúnaðarins Kornræktendur eru sérstaklega hvattir til að sækja um í sjóðinn þar sem það sé eitt af markmiðum hans að styðja við grunnfjárfestingar til markaðsfærslu á íslensku korni. Ljósm. mm. Eiður Ólafsson skipstjóri og útgerðamaður á Ísak AK 67 landar boltaþorski á Akranesi á þriðjudag. Ljósm. mþh Fiskverð í hæstu hæðum þegar markaðir opna á nýju ári

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.