Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 MIKIÐ ÚRVAL AF SMUREFNUM OG OLÍUM FYRIR ALLAN IÐNAÐ. KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! SMUROLÍUR OG SMUREFNI Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. Snæfellsbær Dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar í Ólafsvík auglýsir eftir hjúkrunar- fræðingi til afleysinga í 1 ár frá og með 1. mars 2014. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Sveigjanlegur vinnutími. Á Jaðri eru nú 22 heimilismenn. Heimilið var nýlega stækkað og allt tekið í gegn. Þar er vinnuaðstaða með því besta sem gerist. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Erla hjúkrunarfræðingur í síma 857-5152/433-6931. Skriflegum umsóknum ber að skila til forstöðumanns Jaðars fyrir 10. febrúar 2014. Ólafsvík er einn af þremur þéttbýliskjörnum sem mynda sveitarfélagið Snæfellsbæ. Snæfellsbær er ungt sveitarfélag sem vefur sig utan um Snæfellsjökul: Staðarsveit, Búðir, Breiðu- vík, Arnarstapi, Hellnar, Hellissandur, Rif, Ólafsvík og Fróðárhreppur. Í góðu veðri er Ólafsvík í tveggja tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík – og veðrið er að sjálfsögðu alltaf gott undir Jökli! Hér býr gott fólk sem er alltaf tilbúið til að bjóða nýja Snæfellsbæinga velkomna. Í Snæfellsbæ er sérstaklega fallegt umhverfi þar sem Snæfellsjökul ber hæst, enda býður bæjarfélagið upp á alla flóru landsins þegar kemur að landslagi, fugla- og dýralífi. Útivist og íþróttir er hægt að stunda hvenær sem er ársins, skíði og snjóbretti, gönguferðir, golf, hestamennsku, sund og margt fleira. Nýtt glæsilegt íþróttahús er í Ólafsvík. Öflugt tónlistarlíf er í sveitarfélaginu og félagastarfsemi með miklum blóma. Hjúkrunarfræðingur óskast við Dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar í Ólafsvík Nýr umboðsaðili - Sala - Varahlutir - Þjónusta - Vöruhúsatæki - Rafmagnslyftarar - Dísellyftarar S: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Borgfirðingurinn Eygló Dóra Davíðsdóttir frá Hvassafelli í Norðurár­ dal hlaut einn af fimm styrkjum úr samfélags­ sjóði Valitors á Nýársdag. Eygló hlýtur styrkinn til að stunda meistaranám í fiðluleik við Tónlistarhá­ skólann í Lübeck í Þýska­ landi. Eygló hefur lært á fiðlu frá fimm ára aldri en hún er fædd árið 1988 og er dótt­ ir þeirra Margrétar Guðjónsdóttur og Davíðs Magnússonar. Hún hef­ ur komið fram á fjölda tónleika hér heima og erlendis og hefur verið lausráðinn fiðluleikari hjá Sinfón­ íuhljómsveit Íslands. Hlutverk samfélagssjóðs Valitor er að styðja við vand­ lega valin málefni sem bæta mannlíf og efla. Aðrir sem fengu styrk úr sjóðnum voru Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Hjarta­ heill vegna átaksins Styrkjum hjartaþræð­ ina, Björgunarsveit Hafnarfjarðar og loks Jón Þ. Reynisson til að stunda harmonikkunám við Det Kongelige Danske Musikkons­ ervatorium. Sjóðurinn var stofn­ aður fyrir 21 ári og hafa frá upp­ hafi verið veittir 153 styrkir til ein­ staklinga og samtaka sem láta til sín taka á sviði menningar, mannúðar og samfélags. hlh Byggðarráð Borgarbyggðar sam­ þykkti á fundi sínum 2. janúar sl. að fela umhverfis­ og skipulagssviði að ganga til samninga við HSS verktak ehf. um snjómokstur í Borgarnesi. Um stuttan samningstíma er að ræða, eða frá janúar til júní á þessu ári. Ákvörðunina byggir byggð­ arráð á niðurstöðu verðkönnunar sem framkvæmd var fyrir áramót meðal hóps verktaka, segir Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri, en HSS verktak var með lægstu fjárhæðina í verkið. Auk snjómokstursins er HSS verktak með áhaldahússvinnu sveit­ arfélagsins í Borgarnesi í verktöku fram til 1. september á þessu ári. Að sögn Páls hafi verið ákveðið að gera stuttan samning við HSS verktak eftir að samningsgallar komu í ljós í samningi sveitarfélagsins við HS verktak á síðasta ári um áhaldahúss­ vinnu. HS verktak varð gjaldþrota á síðasta ári eins og Skessuhorn hef­ ur áður greint frá. Eftir gjaldþrot­ ið kom í ljós að kennitala á verk­ takasamningi við Borgarbyggð var kennitala þáverandi eiganda HS verktaks, Halldórs Sigurðssonar, en ekki fyrirtækisins sjálfs. Lögfræði­ legt álitamál var því um hver væri samningsaðili en að endingu var ákveðið að gera málamiðlun um að HSS verktak, sem Halldór sjálfur er í forsvari fyrir, tæki við áhalda­ hússvinnunni út næsta sumar, en þá verður verkið boðið út að nýju. hlh Góð stemning var á laugar­ daginn í búrekstrardeild Kaup­ félags Borgfirðinga við Egilsholt í Borgarnesi þegar því var fagn­ að að nákvæmlega 110 ár voru frá stofnun kaupfélagsins. Fjöldi fólks lagði leið sína í kaupfélagið af þessu tilefni og er áætlað að um 200 manns hafi litið við. Gestum var boðið upp á afmælistertu og kaffisopa og þá fékk yngri kyn­ slóðin safa að drekka. Kaupfélag Borgfirðinga er sennilega elsta starfandi fyrirtæki á Vesturlandi. Það var stofnað 4. janúar 1904, þá sem pöntunarfélag. Frá 1910 hóf félagið síðan rekstur sölu­ deildar og hefur allar götur síð­ an verið með fastan rekstur á sín­ um snærum. hlh Haldið upp á 110 ára afmæli Kaupfélags Borgfirðinga Dágóður hópur fólks lagði leið sína í kaupfélagið á laugardag- inn. Létt stemning var við kaffiborðið í afmælinu. F.v. Guðmundur Egilsson, Guðmundur Bjarnason, Sveinn Bjarnason, Einar Ole Pedersen, Þorkell Fjeldsted og Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson bóndi og formaður Bænda- samtaka Íslands. Afmælistertan bragðaðist vel að mati þeirra Árna Jóns- sonar og Guðmundar Stefáns Guðmundssonar. Starfsmenn verslunar KB stóðu vaktina allan laugardaginn. F.v. Rögnvaldur Þorbjarnarson, Jómundur Hjörleifsson og Einar Örn Einarsson. Við afgreiðsluborðið stendur Trausti Eyjólfsson. HSS verktak sér um snjómokstur Eygló Dóra Davíðs- dóttir, fiðluleikari frá Hvassafelli. Eygló Dóra hlaut styrk frá Valitor

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.