Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Nafn: Bylgja Dröfn Jónsdóttir. Starfsheiti/fyrirtæki: Beitning­ artæknir hjá Álfinum ehf. Fjölskylduhagir/búseta: Bý í Ólafsvík. Fráskilin og barnlaus. Áhugamál: Tölvur og að vinna með leir og gler. Vinnudagurinn: 2. janúar 2014. Mætt til vinnu og fyrstu verk? Mætti í vinnu um sexleytið og það fyrsta sem ég gerði var að fá mér kaffi og sígó. Klukkan 10? Þá var ég að beita. Hádegið: Ég tek aldrei matarhlé í beitningunni. Ég fæ mér bara reglulega kaffi og sígó. Klukkan 13? Þá var ég að drífa mig að klára að vinna. Hvenær hætt og síðustu verk í vinnunni? Ég hætti upp úr klukk­ an tvö og lauk vinnudeginum með því að þrífa og ganga frá og að sjálfsögðu fá mér kaffi og sígó. Fastir liðir alla daga? Mæta í vinnu. Hugsa um hundinn minn, læra í 2­4 klukkustundir á dag og slaka á eftir kvöldmat. Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Að hafa náð því að æsa Alfons Finnsson upp með því að tala um hvar ManUtd er í deildinni. Það er svo gaman! Var dagurinn hefðbundinn? Já, flestir vinnudagar eru svipaðir, reyndar mismunandi langir. Það fer eftir hvernig línan er. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég byrjaði hjá þessu fyrir­ tæki í nóvember 2013. En ég hef unnið við þetta meira og minna síðustu 25 ár. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Nei, alveg örugglega ekki. Þess vegna er ég í skóla. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Ekki alltaf. Dag ur í lífi... Beitningarkonu Árið 2014 er gengið í garð og í vor lýkur þessu kjörtímabili. Með þess­ um línum vil ég líta yfir farinn veg og gera grein fyrir þeirri niður­ stöðu minni að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn Grundarfjarðar. Ástæðan fyrir því að ég ákvað, vorið 2010 að gefa kost á mér til starfa í bæjarstjórn, var að mér fannst spennandi að taka þátt í að byggja upp hið „Nýja Ísland,“ eftir bankahrun. Ég hafði þá í tíu ár sér­ hæft mig í aðferðum við samræðu og aðkomu almennings að ákvarð­ anatöku. Það var og er enn, bjarg­ föst trú mín að við verðum að efla samfélögin okkar innan frá, með því að gefa fólki kost á að taka raun­ verulegan þátt í ákvörðunum um málefni sem varðar það og samfé­ lag þess, virkja hugmyndaauðgi og frumkvöðlakraft. Og hvergi ætti að liggja eins vel við að bjóða íbúum að borðinu og í sveitarfélögum. Ég tel líka að við eigum að skiptast á að sinna störfum fyrir samfélagið okkar. Á þessu kjörtímabili hefur bæj­ arstjórn Grundarfjarðar stigið ýmis skref í þá átt að koma á virkri sam­ ræðu við íbúa. Haldnir hafa ver­ ið upplýsingafundir vor og haust og sýnir mæting á þá fundi að fólk kann að meta það að fá að fylgjast með. Umræðan á þessum fundum hefur haft áhrif á ákvarðanatöku. Í nóvember síðastliðnum var svo haldið íbúaþing og stýrihópur mun nú í byrjun árs vinna frekar úr nið­ urstöðum þess. Þrátt fyrir þessa viðleitni og ár­ angur, hefði ég viljað sjá okk­ ur komast lengra. Ég hefði viljað sjá meiri árangur í breyttu hugar­ fari, þannig að við litum æ oftar á okkur sem samstarfsaðila, bæjar­ stjórn og íbúa. Eitt af því sem ég hef lært er að mikilvægustu ákvarð­ anirnar um málefni sveitarfélaga eru ekki teknar af sveitarstjórnum, heldur bundnar í lög og reglu­ gerðir. Ákvarðanir sem hafa áhrif á aðstæður okkar eru kannski tekn­ ar í Reykjavík, Brussel eða á Wall Street. Einmitt þess vegna skiptir máli að við tökum virkan þátt í því sem við þó getum haft áhrif á. Við erum í samkeppni við önn­ ur svæði á landinu um íbúa og at­ vinnutækifæri. Þar getum við náð svo miklu meiri árangri ef við sækj­ um fram saman, Snæfellingar. Það er mikilvægt að við stöndum heils­ hugar á bak við sameiginleg verk­ efni sveitarfélaganna, núverandi og það nýja verkefni sem stefnt er að með stofnun Svæðisgarðs Snæfell­ inga. Við eigum að stefna að sam­ einingu sveitarfélaganna á þessu ári og við eigum að vinna meira með ungu fólki, því þeirra er framtíðin. Við eigum að þora að vera stórhuga og þora að fara nýjar leiðir. Eins og kunnugt er hafa kraft­ ar og tími bæjarstjórnar Grundar­ fjarðar á þessu kjörtímabili farið að mestu í að vinna úr erfiðri fjárhags­ stöðu bæjarins. Þar hefur náðst góð­ ur árangur vegna samstillts átaks allra, bæjarstjórnar, starfsmanna og íbúa. Fyrir samstarf í þeim mál­ um og öðrum, þakka ég heilshug­ ar. Seta í bæjarstjórn er þjónusta við íbúa og bæjarfélagið í heild. Ég hef verið tilbúin að leggja krafta mína af mörkum fyrir mitt samfélag. En mig þyrsti í breytingar og nú met ég það svo að kröftum mínum sé betur varið á öðrum vettvangi. Ég er þakklát fyrir þá þekkingu og reynslu sem bæjarmálin hafa gefið mér. Það hafa svo sannarlega ver­ ið forréttindi að fá að deila kjörum með íbúum, bæði á gleði­ og sorg­ arstundum. Á þessu kjörtímabili höfum við hafið hvern bæjarstjórnarfund á því að fagna nýfæddum Grundfirðing­ um og minnast genginna. Það er vegna þess að hér í okkar litla og góða samfélagi skiptir hver einasti einstaklingur máli. Megi nýtt ár færa Grundfirðing­ um og Snæfellingum öllum heill, hamingju, stórhug og samstöðu! Lifið heil! Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar. Síðar í þessum mánuði hefur göngu sína raunveruleikaþátturinn The Biggest Loser á Skjá Einum. Yfir 1300 manns sóttu um þátttöku en einungis 12 voru valdir til að taka þátt. Ein af þeim er Inga Lára Guð­ laugsdóttir frá Akranesi. Þættir­ nir eru af erlendri fyrirmynd sam­ nefndra sjónvarpsþátta sem not­ ið hafa vinsælda víða um heim. Keppendurnir dvöldu í tíu vikur á Heilsuhótelinu á Ásbrú og keppa hver við annan um titilinn The Biggest Loser Ísland. Þeir vinna nú markvisst að því að bæta heilsu sína og berjast við aukakílóin með aðstoð fagfólks. Líkt og í erlendu þáttaröðunum hefur teymið lækna, sálfræðinga, næringarfræðinga og líkamsræktarþjálfara á sínum snær­ um. Þrátt fyrir að þátttakendur séu nú komnir heim eru þeir enn í stífu æfingaprógrammi því keppninni er hvergi nærri lokið. Lokaþátturinn fer fram í beinni útsendingu í apríl þar sem í ljós kemur hver kepp­ andana hefur staðið sig best upp á eigin spýtur. Sigurvegarinn hlýtur eina milljón króna og aðra milljón í ýmsum varningi að launum. „Að breyta um lífsstíl er sigur fyrir mig“ Inga Lára er 31 árs félagsfræði­ nemi við Háskóla Íslands og starf­ ar í söluturni Stöðvarinnar á Akra­ nesi. Hún er ein 12 keppenda sem valdir voru til þátttöku í The Big­ gest Loser Ísland og af því tilefni heyrði blaðamaður í henni hljóð­ ið. „Ég skráði mig sjálf í keppnina. Þegar ég ætlaði að biðja mömmu um að skrá mig líka, þá horfði hún Nýtt ár, nýir tímar? Pennagrein Skagakona keppir í The Biggest Loser Ísland Keppendur í þáttunum. skömmustuleg á mig og sagðist vera búin að því,“ segir Inga Lára aðspurð að því hvernig það kom til að hún skráði sig til leiks. Inga Lára hefur lengi verið í yfirvigt. „Ég hef alltaf verið stærri og feitari en flestir aðrir í kringum mig. Þyngd­ in hefur samt ekkert verið heftandi enda gerði ég mér kannski ekki al­ veg grein fyrir því hversu stór ég var orðin undir það síðasta. Ég bara þyngdist og þyngdist alveg sama hvað og var orðin 142,8 kg þegar ég byrjaði í The Biggest Loser,“ seg­ ir Inga Lára. Markmið hennar með þátttökunni var ekki endilega að sigra. Ekki var heldur markmið að eltast við verðlaunin enda veit hún ekki enn hver þau eru. „Markmið­ ið hjá mér var að breyta um lífsstíl. Ekki endilega að vinna en að breyta um lífsstíl er sigur fyrir mig. Ég hef ekki enn hugmynd um hvort það séu veitt verðlaun yfir höfuð.“ Fengu ekki að tala við neinn Inga segir lífsstílsbreytinguna vera erfiða. Enda er það grettistak að fara út fyrir þægindarammann og yfir í lífsstílsbreytingu þar sem æft er fjórum sinnum á dag. Aðspurð um hvað væri búið að vera erfiðast í ferlinu fram að þessu svarar hún: „Mér hefur fundist þetta allt erfitt. Þátttakan hefur verið rosalega erf­ ið andlega. Þegar við vorum uppi á Ásbrú fannst mér erfiðast að reyna að halda aftur af hreinskilninni. Það voru ekki allir sem gátu tekið henni og maður vildi kannski ekki vera leiðinlegur.“ Inga Lára hefur eignast góða vini í keppninni enda voru keppendur ekki í neinu sam­ bandi við umheiminn í þær tíu vik­ ur sem þau voru á Heilsuhótelinu. „Einangrunin var mjög mikil. Við fengum ekki að tala við neinn. Ekki nota netið, né síma og ekki einu sinni lesa blöðin,“ segir hún. „Upp­ lifunin af þessu hefur því verið dá­ lítið skrýtin en samt skemmtileg.“ Þrír dagar skemma ekki hina Nú eru jól og áramót nýafstað­ in, með öllum þeim góða mat og freistingum sem hátíðinni fylgir. Var ekkert erfitt að standast þær freistingar? „Já og nei. Ég ákvað bara að leyfa mér að borða það sem mig langaði í. Án þess að missa mig í namminu eða fá mér endalaust á diskinn. Ég fékk mér bara smá á diskinn og kannski tvo mola af kon­ fekti ásamt smá skeið af frómasin­ um. Það er ekki hægt að sleppa jól­ unum þótt maður sé í átaki. Þrír dagar skemma ekki hina 362,“ seg­ ir Inga Lára Guðlaugsdóttir, kepp­ andi í The Biggest Loser Ísland. Í kvöld, miðvikudag, verður sér­ stök forsýning á fyrsta þætti The Biggest Loser Ísland í Bíóhöllinni á Akranesi. Sýningin hefst kl. 20.30 og eru allir velkomnir á meðan hús­ rúm leyfir en frítt er inn. grþ Inga Lára Guðlaugsdóttir frá Akranesi keppir í The Biggest Loser Ísland.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.