Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Hitti ég þar af húsfreyjum - hóp á silkinærbuxum Vísnahorn Gleðilegt ár lesendur mínir! Nú að afloknum áramótunum orti Að­ alsteinn Arnbjörnsson og geta væntanlega margir tekið undir með honum: Gamla árið gott er kvatt, gleðilegt og nýtt inn datt, eitt er mál þó illa statt; -I am growing very fat. Fyrir nokkrum árum þegar megrunará­ tökin tröllriðu jafnvel forhertum fjárbænd­ um, hvað þá þeim sem veikari voru í kílóa­ trúnni, sátu þeir á spjalli að afloknum jólum svilarnir Þórarinn á Steindórsstöðum og Sig­ fús Jónsson í Skrúð. Kom fram í máli Þórar­ ins að hann hafði lagt af um þó nokkur kíló að undanförnu en bjóst við að kannski eitt eða tvö hefðu komið aftur um hátíðarnar. Þá varð Sigfúsi að orði: Glöggt ég mína fötlun finn fötin um það vitna þó að grennist Þórarinn þá er ég að fitna. Trúrækni manna er oft einna mest um há­ tíðarnar en skömmu fyrir jól hélt Breiðfirð­ ingafélagið í Reykjavík árlegt hagyrðinga­ kvöld sitt og var þar meðal annars rætt um alvarlega skuldastöðu ákveðinnar kirkju og vasklega framgöngu fjármálastofnunar nokk­ urrar í innheimtunni. Um þá atburði kvað Jón Kristjánsson: Í kirkjunni sjálfri ljósin ljóma þó leynist þar margur hrottinn. Það er nú heldur hart af Dróma að handrukka sjálfan Drottinn. Ég verð nú að viðurkenna að ég var aldrei mjög sterkur á bókina í Kristinfræðinni í gamla daga en ef ég man rétt var frelsarinn eitt­ hvað að ámálga það við okkur fólkið að vera gott hvert við annað. Einhvern veginn virð­ ist þessi boðskapur hafa farið svolítið framhjá mörgum en menn velta sér hins vegar tölu­ vert upp úr því hvað kom fyrir Jesús ásamt því að eyða ómældum tíma í að rífast um og jafn­ vel drepa hvern annan út af því hvort skapar­ inn heiti þetta eða hitt eða hvort páfinn í Róm sé óskeikull fulltrúi hans á jörðinni. Um þessa hluti kvað Hálfdan Björnsson: Það finnast enn farisear, fræðanna totta snuð, trúa á trúarbrögðin, taka þau fyrir Guð. Sú merka kona Brák sem fræg hefur orð­ ið í sögum fyrir að gera uppreisn gegn hús­ bónda sínum og gjalda fyrir með lífi sínu hef­ ur stundum verið nefnd fyrsta kvenréttinda­ konan. Um hana kvað Hafsteinn Stefánsson þegar hann var á ferð í Borgarnesi og sá Brák­ arsund: Grímur eftir ambátt stökk illsku meður ríka. Þarna í kaf við klettinn sökk kvenréttindapíka. Meðan Bjarni Valtýr Guðjónsson var af­ greiðslumaður í byggingavörudeild Kaup­ félagsins þurfti hann stundum að hafa sam­ band við timbursöludeild Sambandsins en þar var þá kontorpía Halla Steinólfsdóttir frá Fagradal og fór þeim þá margt á milli sem ekki verður tíundað hér. Um Höllu kvað Bjarni: Segja þarf eitthvað um alla. Ei má það glannaskap kalla. Orðin í farveg sinn falla, fögur er timbur - SÍS – Halla. Sigurður Júlíus Jóhannesson skáld og lækn­ ir í Winnipeg fór á sínum tíma sárfátækur til Ameríku og varð að vinna fyrir farinu með því að ráða sig á seglskip milli heimsálfanna og varð þar með að afla sér nokkurrar grunn­ kunnáttu í seglbúnaði skipa ásamt nöfnum á helstu reipum og stögum sem við sögu koma ef rifa skal segl eða aka til með einhverjum hætti. Um þær lærdómslistir kvað hann: Furðu strembin fundust mér forðum Hómers kvæði en þúsund sinnum þyngri er þessi kaðlafræði. Stundum er talað um heimsendi og þá yfir­ leitt þegar málshefjandi telur yfirgnæfandi líkur á að sú stund nálgist óðfluga. Oft virð­ ast menn líta þetta fyrirbrigði freka neikvæð­ um augum en Ragnar Ingi Aðalsteinsson orti um hinar jákvæðu hliðar heimsendis: Þegar jörðin í sæinn er sokkin og sólin af standinum hrokkin; það er þó leið, þungbær - en greið - til að losna við Framsóknarflokkinn. Ég óttast það verulega að hin pólitíska um­ ræða fari af stað nú á útmánuðum og yfir oss rigni útlistunum á því hvílík hætta geti stafað af ef okkur yrði nú á að kjósa einhvern annan lista en þann sem viðkomandi aðili er á eða í málsvari fyrir. Líklega verður flestum þessum listamönnum eitthvað ágengt því ég reikna með að flestir þeir sem á annað borð kjósa setji kross við einhvern þeirra lista sem í fram­ boði eru. Um Besta flokkinn og hans framtíð og fortíð kvað Hermann Jóhannesson: Besti flokkurinn bráðum er búinn að vera og nú hann fer í kosningaslaginn eins og kom fram um daginn. Með bjarta framtíð að baki sér. Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri sá á sínum tíma um vísnaþátt í útvarpinu og hlaut lof fyrir svo sem fleiri hafa fengið við líkar að­ stæður. Júlíus í Hítarnesi sendi honum þessa kveðju: Hljóma láttu hróðrarskrá hlýðir sátt á þjóðin. Vísnaþáttinn þakka má þeim sem áttu ljóðin. Um það leyti sem fjárskiptin voru í kring um 1950 fóru menn héðan úr héraði til fjár­ kaupa vestur á firði. Höskuldur Einarsson frá Vatnshorni var í þessum ferðum og tók að sjálfsögðu vel eftir búskaparháttum og öðru er fyrir augu bar: Vænt er fé á Vestfjörðum, veitt var mér af allsnægtum, hitti ég þar af húsfreyjum hóp á silkinærbuxum. Þegar Júlíus í Hítarnesi heyrði þetta bætti hann við: Höskuldur með glaðvært geð gengur að verki sprækur hefur skoðað fjarðaféð og frúar undirbrækur. Valdimar Davíðsson frá Hömrum bætti síð­ an um betur: Grannt að hyggur Höskuldur. Hvergi er gátan flókin, ef hann hittir húsfreyjur: -Úr hvaða efni er brókin? Ekki hefur þessi vetur það sem af er verið neitt sérstaklega erfiður hér á mínu svæði þó aðrir landshlutar hafi að nokkru aðra sögu að segja. Ekki svo að skilja að blíðurnar hafi ver­ ið eitthvað yfirfljótanlegar heldur. Undir vor 1989 orti Jón Þ. Björnsson og var þá orðinn þreyttur á vetrinum eins og fleiri: Þungbær tíðin þreytir mig, þrálát hríð og vetur. Nú má blíðan sýna sig svo mér líði betur. Með þökk fyrir lesturinn og góðum óskum um gleðilegt og farsælt ár. Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Fjárhæðir tryggingabóta hækka um 3,6% um áramót. Í tilkynn­ ingu frá Tryggingastofnun kemur fram að viðbótargreiðsla til lífeyr­ isþega til leiðréttingar vegna breyt­ inga á lögum og reglugerðum um áramót verður greidd út 17. janú­ ar 2014. Breytingarnar gilda frá 1. janúar 2014 og eru sem hér segir: „Fjárhæðir bóta al­ mannatrygginga hækka um 3,6 %. Þar með eru taldar lífeyrisgreiðslur og greiðslur vegna félags­ legrar aðstoðar (s.s. um­ önnunargreiðslur, mæðra­ og feðralaun, dánarbætur og heimilisuppbót). Einn­ ig hækka greiðslur til for­ eldra langveikra eða alvarlega fatl­ aðra barna og lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoð­ ar. Frítekjumörk vegna lífeyris­ sjóðstekna ellilífeyrisþega gagnvart tekjutryggingu og heimilisuppbót hækka úr 15.800 kr. í 21.600 kr. á mánuði. Frítekjumörk vegna at­ vinnutekna og fjármagnstekna eru óbreytt. Frítekjumörk fyrir örorku­ lífeyrisþega haldast óbreytt. Það á við um atvinnutekjur, lífeyrissjóðs­ tekjur og fjármagnstekjur. Áhrif tekna á tekjutryggingu elli­ og ör­ orkulífeyrisþega verður 38,35% í stað 45%. Jafnframt dregur úr áhrifum tekna á heimilisuppbót. Efri tekjumörk fyrir sérstaka uppbót til framfærslu, svoköll­ uð lágmarksframfærslutrygging, hækkar úr 210.922 kr. og verður 218.515 kr., fyrir einstakling sem býr einn og fær heimilisuppbót, en úr 181.769 kr. í 188.313 kr. fyrir þá sem ekki fá greidda heimilisuppbót. Orlofsuppbót verður 20% og des­ emberuppbót 30% af tekjutrygg­ ingu og heimilisuppbót. Hvoru­ tveggja er óbreytt frá því sem áður var. Bráðabirgðaákvæði um saman­ burðarútreikning á vistunarfram­ lagi heimilismanna á stofnun fyrir aldraða er framlengt. Frítekjumörk vegna kostnaðarþátttöku heimil­ ismanna á stofnun fyrir aldraða í dvalarkostnaði hækka úr 70.000 kr. í 72.520 kr. á mánuði. Vasapeningar vegna dvalar á sjúkrastofnun verða 51.800 kr. á mánuði.“ mm Flest aðildarsamtök Alþýðusambands Íslands und­ irrituðu föstudagskvöldið 20. desember sl. kjara­ samning við Samtök atvinnulífsins. Kjósa aðil­ ar samningsins að kalla hann aðfarasamning. „Auk launabreyinga gefur samningurinn aðilum hans 12 mánuði til að undirbúa gerð langtímasamnings sem á að tryggja stöðugleika í íslensku efnahagslífi og kaupmáttaraukningu til framtíðar. Vinna við undir­ búning slíks langtímasamnings hefst strax í byrjun nýs árs. Með samningnum er tekin upp sú nýbreytni að gengið er frá sérstakri viðræðuáætlun sem unnið verður eftir með tímasettum markmiðum um fram­ vindu,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Þá segir að að­ ildarsamtök ASÍ hafi sett sér það markmið með nýj­ um kjarasamningi að auka kaupmátt, hækka lægstu laun umfram önnur laun, tryggja lága verðbólgu og undirbyggja stöðugleika. „Þessir kjarasamning­ ar eru mikilvægt skref í þessari stefnumótum, þar sem tekist hefur að tryggja helstu markmiðin. Nýi kjarasamningurinn gildir frá 1. janúar til 31. des­ ember 2014,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Helstu atriði nýs kjarasamnings: Kaupliðir Almenn launahækkun Hinn 1. janúar 2014 skulu laun hækka um 2,8%, þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði fyrir dagvinnu mið­ að við fullt starf. Aðrir kjaratengdir liðir hækka um 2,8% á sama tíma. Sérstök hækkun kauptaxta Í stað áðurgildandi kauptaxta komi nýir sem eru hluti samninga viðkomandi aðildarsamtaka ASÍ. Launataxtar undir 230.000 kr. á mánuði hækka sér­ staklega um 1.750 kr. Kauptaxtar gilda frá 1. janú­ ar 2014. Lágmarkstekjur fyrir fullt starf Lágmarkstekjur fyrir fullt starf skv. kjarasamningum viðkomandi aðildarsamtaka ASÍ skulu vera kr. 214.000 frá 1. janúar 2014 fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki. Desember- og orlofsuppbót Desemberuppbót miðað við fullt starf er á árinu 2014 kr. 53.600 (VR/LÍV 60.900). Orlofsuppbót (1.maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er á árinu 2014 kr. 29.500 (VR/LÍV 22.200). Framlög til fræðslu­ og starfsmenntasjóða hækka um 0,1%. Helstu ávinningar samningsins: ­ Almenn launahækkun. ­ Sérstök áhersla á hækkun lægstu launa. ­ Aukið fjármagn og kraftur settur í starfsmenntamál. ­ Efri mörk í lægsta þrepi tekjuskatts hækka úr 256.000 kr. í 290.000 kr. Skatthlutfall í miðþrepi lækkar úr 25,8% í 25,3%. ­ Stærstu sveitarfélög landsins hafa tekið áskorun verkalýðshreyfingarinnar og hækka ekki gjaldskrár sín­ ar um áramót. ­ Gjaldskrárhækkanir ríkisins verða ekki meiri en 2,5% á ári, ríkisstjórnin mun endurskoða breytingar á gjöld­ um sem þegar hafa verið samþykktar. ­ Unnið verði að því að við framkvæmd kjarasamn­ inga verði miðað við umfrang umsaminna launahækk­ ana ásamt samningsbundnum starfsaldurshækkunum og starfsþróunar þannig að hún samrýmist verðbólg­ umarkmiðum Seðlabanka Íslands. ­ Ráðist verður í markvissar aðgerðir til stuðnings kaupmætti. ­ Samstilltar aðgerðir samningsaðila til að halda verð­ bólgu innan 2,5% markmiðs Seðlabanka Íslands. mm Samið um kauphækkanir vegna ársins 2014 Breytingar á réttindum og greiðslum Trygginga- stofnunar um áramót

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.