Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 „Pulsa eða pylsa?“ Spurning vikunnar (Spurt á 110 ára afmælishátíð KB í Borgarnesi) Hreiðar Þór Ingvarsson Pulsa Eiríkur Jónsson Bulsa Haukur Brynjólfsson Pylsa Guðrún Sigurjónsdóttir Pylsa Axel Freyr Eiríksson Pulsa Hestamaðurinn Jakob Svavar Sig­ urðsson í hestamannafélaginu Dreyra var kjörinn Íþróttamað­ ur Akraness fyrir árið 2013. Hlaut hann þar með Friðþjófsbikarinn sem afhentur var í 23. sinn. Kjör­ inu var lýst á fjölmennri samkomu í íþróttahúsinu á Jaðarsbökk­ um að lokinni þrettándagleði sl. mánudagskvöld. Árangur Jak­ obs Svavars á árinu var glæsileg­ ur. Á Íslandsmótinu í hestaíþrótt­ um vann hann fjórfalt með því að sigra í fimmgangi, fjórgangi, slak­ taumatölti og varð sigurvegari í samanlögðum fimmgangsgrein­ um á mótinu. Á Heimsmeistara­ móti íslenska hestsins sem hald­ ið var í Berlín varð hann annar í slaktaumatölti og fimmti í fimm­ gangi á hestinum Al frá Lundum II. Einnig urðu þeir í 2. sæti í sam­ anlögðum fimmgangsgreinum. Í haust var Jakob valinn íþrótta­ knapi ársins á Íslandi. Önnur í kjörinu um Íþrótta­ mann Akraness varð Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni. Í þriðja sæti varð svo sund­ kappinn Ágúst Júlíusson. Valdís Þóra er margfaldur klúbbmeistari Golfklúbbsins Leynis og er í dag á meðal bestu kvenkylfinga landsins. Á Íslandsmótinu í höggleik hafn­ aði hún í 4. sæti eftir æsispennandi lokadag. Hún leiddi kvennasveit Leynis til sigurs í 2. deild í sveita­ keppni GSÍ. Ágúst varð Íslands­ meistari í 50 metra flugsundi á Ís­ landsmeistaramótinu. Einnig varð hann bikarmeistari í 50m og 100m flugsundi. Hann á nú 18 Akranes­ met í öllum flokkum, þar af átta í karlaflokki. Íslandsmeistarar í tíu greinum Í yfirliti Sturlaugs Sturlaugssonar formanns ÍA við þetta tilefni kom fram að síðasta ár var að mörgu leyti glæsilegt hjá íþróttafólki á Akranesi. ÍA á 35 Íslandsmeistara í tíu íþróttagreinum: badminton, boccia, fimleikum, golfi, hestaí­ þróttum, karate, keilu, kraftlyft­ ingum, sundi og vélhjólaíþrótt­ um. Árlega veitir Akraneskaup­ staður viðurkenningu í formi pen­ ingaupphæðar til þeirra félaga sem eiga í sínum hópi Íslands­ og bik­ armeistara í meistaraflokkum. Að þessu sinni kom hundrað þúsund króna ávísun í hlut hestamanna­ félagsins Dreyra, Íþróttafélagsins Þjóts, Kraftlyftingafélags Akra­ ness, Keilufélags Akraness og Sundfélags Akraness. þá Karokíkeppni fyrirtækjanna í Snæ­ fellsbæ fór af stað 28. desem ber síð­ astliðinn. Keppnin dreifist á þrjú kvöld og komast þrír keppendur áfram eftir hvert kvöld. Dómarar munu auk þess velja tíunda kepp­ andann úr röðum þeirra sem ekki komast áfram. Það er Lionsklúbb­ urinn Þernan í samstarfi við Hót­ el Hellissand sem stendur fyr­ ir keppninni og ætla lionskonur að láta hluta ágóðans renna til kaupa á spjaldtölvum í Grunnskóla Snæ­ fellsbæjar. Þarna fer því saman góð skemmtun og styrkur við gott mál­ efni. Á þessu fyrsta kvöldi kepptu sex fyrirtæki: Breiðavík ehf, Eg­ ill SH, Hraðbúðin Hellissandi, Lionsklúbburinn Þernan, Verslun­ in Blómsturvellir og Þrif og þjón­ usta. Stóðu allir keppendur sig með miklum sóma og hljómuðu lög eins og „Sandy“ úr Grease, Abba lagið „Honey honey“ og „Fight the Mo­ onlight“ með LeAnn Rimes. Fjöldi gesta fór fram úr björtustu vonum lionskvenna og var frábær stemn­ ing. Af þessu fyrsta kvöldi komust áfram í þriðja sæti Kristjón Grétars­ son sem söng fyrir Þrif og þjónustu, í öðru sæti Olga Guðrún Gunnars­ dóttir sem söng fyrir Egil SH og vinningshafi kvöldsins var Alda Dís Arnardóttir sem söng fyrir Hrað­ búðina Hellissandi. Næsta kvöld verður laugardaginn 18. janúar. þa Síðustu daga desember var árleg vetrartalning á fuglum. Náttúru­ fræðistofnun Íslands stendur fyr­ ir talningunni, en þær hafa ver­ ið framkvæmdar af sjálfboðaliðum frá árinu 1952. Talið er á 342 svæð­ um á landinu og eru talningarmenn á annað hundraðið. Markmið vetr­ arfuglatalninga er að kanna hvaða fuglategundir dvelja hér að vetr­ arlagi, meta hversu algeng­ ir fuglarnir eru og í hvaða landshlutum þeir halda sig. Upplýsingar sem fást úr talningunum nýtast einn­ ig til að fylgjast með lang­ tímabreytingum á stofnum margra tegunda. Ragnar Frank Kristjáns­ son lektor við Landbún­ aðarháskóla Íslands hef­ ur séð um að telja fugla á Hvanneyri undanfarin sex ár. Talningarsvæðið er Arn­ arflöt, skjólbeltin, vegslóð­ inn að Andakílsá, Stekkjar­ holt, Tungutúnsborg, engj­ arnar, Gamli staður, um­ hverfi Þórulágar, Ásvegur og Tún­ gata. Ragnar Frank segir að taln­ ingin á Hvanneyri hafi gengið mjög vel. „Óvenju mikið var af fuglum í húsagörðum, sem sýnir að íbúar á Hvanneyri eru duglegir að fóðra smáfuglana í vetrahörkunni. Alls sáust átta tegundir og 272 fuglar, en algengast var að sjá snjótittlinga, starra, hrafna og stokkendur. Fyr­ ir utan þessar tegundir sáust álft­ ir, músarindill, skógarþröstur og fálki,“ segir Ragnar Frank. Það sem var óvenjulegt í talningunni núna frá síðustu árum er að nú sást engin rjúpa. „Hins vegar sá ég fálka sem er óvenjulegt. Ég velti því fyrir mér hvort rjúpurnar hafi lent á jólaborði fálkans. Annað sem breyst hefur er að stokkendurnar eru hættar að halda sig í skurðum úti á engjum. Þær hafa flutt sig og finnst tjörn­ in við fráveitustöð Orkuveitunn­ ar við Þórulág heppilegra búsvæði. Á sunnudeginum eftir talningu sást svartþröstur í garðinum mínum og haförn á flugi yfir Ásgarði,“ segir Hvanneyringurinn Ragnar Frank Kristjánsson. þá Kristjón Grétarsson, Erla Gunnlaugsdóttir, Sóley Jónsdóttir, Sólveig Bláfeld Agnarsdóttir, Alda Dís Arnardóttir og Olga Guðrún Gunnarsdóttir. Karokíkeppnin hafin í Snæfellsbæ Óvenju margir fuglar í húsagörðum á Hvanneyri Mikið er af snjótittlingum í görðum á Hvanneyri. Þrjú efstu í kjörinu: Ágúst Júlíusson sundmaður og Valdís Þóra Jónsdóttir golfkona ásamt Sigurði Guðna föður Jakobs Svavars. Ljósm. þá. Jakob Svavar Sigurðsson er Íþróttamaður Akraness 2013 Jakob Svavar Sigurðsson knapi og hestamaður í hestamannafélaginu Dreyra er Íþróttamaður Akraness 2013. Hann varð m.a. hestaíþróttaknapi ársins 2013 auk þess að setja ýmis önnur met á árinu. Ljósm. iss. Jakob Svavar var staddur í Austurríki og veitti Sigurður Guðni Sigurðsson faðir hans Friðþjófsbikarnum viðtöku. Ljósm. þá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.