Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Að þessu sinni velti ég fyrir mér orðinu kostnaðarvitund. Kannski má segja að mörg orð í okkar annars fjölbreytta máli séu meira aðlaðandi. En kostn‑ aðarvitund þýðir nokkurn veginn að fólk viti hvað vara eða þjónusta kost‑ ar og hvernig kostnaður hagar sér t.d. í samanburði við meintan ávinning af útgjaldaaukningunni. Hugtakið er jafnt hægt að nota í rekstri fyrirtækja, stofnana og heimila. Ráðdeildarsöm húsmóðir lætur enda ná saman, eyðir ekki um efni fram og stofnar ekki til skulda. Hún veit að það er óskinsam‑ legt. Samt sem áður er eitt að einstaklingar skuldi, en annað að mínu mati að hið opinbera safni skuldum. Þá eru nefnilega stjórnmálamenn að ákveða að framtíðar skatttekjur alþýðunnar fari í of stórum mæli til greiðslu vaxta‑ kostnaðar á kostnað skynsamlegri ráðstöfunar almannafjár. Ég velti því t.d. fyrir mér hvort eðlilegt sé að íslenska ríkið skuldi á þriðja þúsund milljarða króna? Að hvert mannsbarn í þessu annars auðlindaríka landi skuli skulda hátt í sjö milljónir króna. Skemmtilegt eða hitt þó held‑ ur að dragnast með þann pakka. Stjórnmálamenn kenna bankahruninu um af því það er svo auðvelt. Engu að síður er sökin þeirra sjálfra, þeir brugð‑ ust almenningi. Eins og staðan er í dag, og hefur verið síðan fyrir hrun, þá er viðvarandi halli á rekstri ríkissjóðs. Sífellt erum við sem þjóð því að safna hærri skuldum og sífellt eru stjórnmálamenn að láta hærra hlutfall skatttekna okkar fara í vexti og afborganir af hallarekstri hins opinbera. Mér finnst að fólk þurfi að ræða þessa hluti af alvöru. Hvernig ætlum við að komast út úr þessum viðjum? Er þetta spurning um hvenær, ekki hvort, verður annað fjármálahrun hér á landi? En við þurfum ekki einvörðungu að taka ríkið út fyrir sviga. Lítum okkur nær og til reksturs sveitarfélaganna hér allt í kringum okkur. Við afskaplega lauslega skoðun kemur í ljós að þau hafa á síðustu árum tekið lán eins og enginn væri morgundagurinn. Til að gera okkur almenningi erfiðara fyr‑ ir að skilja hvað sveitarfélögin raunverulega skulda mikið, er sveitarstjórn‑ arfólk og ráðuneyti félagsmála búið að koma sér upp ekki færri en þrem‑ ur mælikvörðum til að skilgreina skuldir sem hlutfall af veltu viðkomandi sveitarfélags. Með og án lífeyrisskuldbindinga eru tvö skuldahlutföll og svo er eitthvað sem heitir skuldaviðmið. Ég fullyrði að þessar reiknikúnstir eru eingöngu til þess gerðar að almenningur skilji síður óráðsíuna sem er í gangi og hefur verið mjög víða, líka hér á Vesturlandi. Þannig getur sveitar‑ félag með t.d. 130% skuldir sem hlutfall af tekjum, lækkað það hlutfall nið‑ ur í um 90% ef dregnar eru frá lífeyrisskuldbindingar sem koma til gjald‑ daga eftir meira en 15 ár. Notað semsagt nýtt skuldahlutfall sem á pappír‑ um lítur betur út. En hvern er verið að blekkja? Að mínu viti er verið að slá ryki í augu almennings, því skuldbinding sem þú tekur að þér, í þessu til‑ felli að skulda starfsmönnum lífeyri, er eins og hver önnur skuld. Það kem‑ ur að skuldadögum og því ber að bókfæra þessar skuldir til að raunveru‑ leg skulda‑ og eignastaða sé ávallt í lagi í ársreikningum. Alveg á sama hátt og fyrirtæki eiga að skrá orlofsskuldbindingar starfsmanna sinna sem skuld í efnahagsreikningi, þá ættu sveitarfélög án undanbragða að skrá lífeyris‑ skuldbindingar sínar með sama hætti. Annað er fölsun. Ég valdi í síðustu viku að spyrja á vef Skessuhorns einfaldrar spurningar; „Hvað finnst þér að sveitarfélög megi að hámarki skulda?“ Niðurstaðan var býsna afgerandi. Tæplega 30% vilja að sveitarfélög skuldi ekkert. Eigi fyr‑ ir fjárfestingum og eyði ekki krónu í vexti. Ég skal fúslega viðurkenna að ég tek undir með það sjónarmið. Flestir, eða 43%, voru þó á því að sveitarfé‑ lög megi skulda allt að 50% af ársveltu. Tiltölulega fáir sætta sig við meiri skuldir sveitarfélaga. Rosalega væri ég ánægður ef væntanlegir frambjóð‑ endur ræði þessi mál af alvöru í aðdraga sveitarstjórnarkosninganna í vor. Stjórnmálamenn, ekkert síður en ráðdeildarsama húsmóðirin sem ég nefndi hér í upphafi, þurfa að sýna aukna ráðdeild, hafa kosnaðarvitundina í lagi. Ég ætla að hafa þetta í huga þegar ég kýs næsta vor. Magnús Magnússon Kostnaðarvitund Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Vesturlandi í desember síðastliðnum var 68. Þar af voru 28 samningar um eignir í fjölbýli, 14 samningar um eignir í sérbýli og 26 samningar um annars konar eign‑ ir. Heildarveltan var 1.434 milljón‑ ir króna og meðalupphæð á samn‑ ing 21,1 milljón króna. Ef Akranes er tekið út sérstaklega kemur í ljós að af þessum 68 kaupsamningum voru 36 þeirra um eignir á Akra‑ nesi. Þar af voru 20 samningar um eignir í fjölbýli, 6 samningar um eignir í sérbýli og 10 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan á Akranesi var 894 milljónir króna og meðalupphæð á samning 24,8 milljónir króna. Til samanburð‑ ar var í desember 176 samningum þinglýst á Norðurlandi, 80 samn‑ ingum á Austurlandi, 110 samn‑ ingum á Suðurlandi og 82 á Suður‑ nesjum. mm Gistinætur á hótelum landsins í nóvember voru 138.800 sem jafn‑ gildir 20% aukningu miðað við nóvember 2012. Gistinætur er‑ lendra gesta voru 78% af heildar‑ fjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 25% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslend‑ inga fjölgaði um 6%. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru 3.500 gistinætur í nóvember sem er fjölgun um 52% miðað við sama tímabil 2012. Er þetta langmesta aukningin milli ára í einstökum landshlutum, en næstmest aukning var á Suðurlandi, eða 40%. Á höf‑ uðborgarsvæðinu fjölgaði gistinótt‑ um um 21%, á Austurlandi um 37% aukning og á Suðurnesjum um 12%. Gistinóttum fækkaði á Norðurlandi í nóvember og voru um 6.000 nú miðað við 7.300 árið áður. Gistinætur á hótelum landsins fyrstu ellefu mánuði ársins voru ríflega 1,9 milljónir til samanburð‑ ar við 1,7 milljón árið 2012. Ef miðað er við sama tímabil árið 2012 þá hefur gistinóttum erlendra gesta fjölgað um 14% á meðan gistinótt‑ um Íslendinga hefur fjölgað um 11%. mm Gyða Steinsdóttir bæjarstjóri í Stykkishólmi ætlar ekki að gefa kost á sér sem bæjarstjóraefni L‑lista fyrir næsta kjörtímabil. Þetta stað‑ festi Lárus Ástmar Hannesson for‑ seti bæjarstjórnar og oddviti meiri‑ hlutans í Stykkishólmi í samtali við Skessuhorn. Í staðinn hyggst Gyða einbeita sér að nýjum verkefnum á öðrum vettvangi að loknum kosn‑ ingum í vor. Gyða varð bæjarstjóri í kjölfar síðustu sveitarstjórnarkosn‑ inga þar sem hún var bæjarstjóra‑ efni L‑listans sem fékk meirihluta atkvæða í kosningunum. Gyða er svo best sé vitað annar bæjar‑ eða sveitarstjórinn í landshlutanum sem formlega hefur gefið út vænt‑ anleg starfslok að sveitarstjórnar‑ málum eftir kosningarnar í vor. Hinn er Páll S. Brynjarsson sveitar‑ stjóri Borgarbyggðar. hlh Símenntunarmiðstöðin á Vestur‑ landi og Fræðslumiðstöð Vestfjarða vinna nú að samstarfsverkefni og bjóða upp á svokallað smáskipanám. Námið kemur í stað þess sem áður var nefnt pungapróf. Kennt verð‑ ur í Grunnskólanum í Stykkishólmi með faglegri ábyrgð Skipstjórnar‑ skóla Tækniskólans. „Þetta nám hefur verið í boði á Vestfjörðum en er nú í fyrsta sinn kennt hér á Vesturlandi,“ segir Inga Dóra Halldórsdóttir framkvæmda‑ stjóri Símenntunarmiðstöðvarinn‑ ar í samtali við Skessuhorn. At‑ vinnuskírteinin sem fást að námi loknu miðast nú við lengd skipa í stað brúttólestatölu áður. Rétt‑ indin miðast samkvæmt því við skip sem eru tólf metrar og styttri að skráningarlengd, miðað við að hafa lokið 12 mánaða siglingatíma. Námið verður kennt í fjórum lot‑ um og kostar 150 þúsund krónur. „Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur sérhæft sig í námstækifærum fyr‑ ir sjávarútveginn en Símenntunar‑ miðstöð Vesturlands fyrir stóriðju. Það hefur verið ágætt að skipta því aðeins upp. En þessu var velt upp og ákveðið að fara í samstarf eftir að í ljós kom að mikill áhugi og eft‑ irspurn var eftir slíku námi á Snæ‑ fellsnesinu,“ bætir Inga Dóra við. Námskeiðið hefst 27. janúar næst‑ komandi og er nú í auglýsingu á Snæfellsnesi. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig geta gert það í gegn‑ um Símenntun. Nánari upplýsing‑ ar veitir Magnús Jónsson, leiðbein‑ andi á námskeiðinu, í síma 892‑ 7139 eða á netfanginu magnusjon@ simnet.is. grþ/ Ljósm. mm. Smáskipanám verður í boði í Stykkishólmi Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Gyða hyggst hætta sem bæjarstjóri í vor Vel búið hótelherbergi eftir endurgerð á Hótel Stykkishólmi. Gistinóttum fjölgaði um yfir fimmtíu prósent í nóvember Fasteignamarkaðurinn í desember

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.