Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2014 Senn líður að lokum kjörtímabils sveitarstjórna landsins því í ár fara fram sveitarstjórnarkosningar. Búið er að ákveða kjördag og verður hann laugardaginn 31. maí. Í síð‑ ustu kosningum voru listakosningar í sex sveitarfélögum á Vesturlandi; Akranesi, Borgarbyggð, Hvalfjarð‑ arsveit, Stykkishólmsbæ, Grundar‑ fjarðarbæ og Snæfellsbæ, á meðan óhlutbundnar kosningar fóru fram í fimm, Skorradalshreppi, Dala‑ byggð, Eyja‑ og Miklaholtshreppi, Helgafellssveit og Reykhólahreppi. Útlit er fyrir að sama fyrirkomulag verði við lýði í kosningunum sem framundan eru og þá eru einnig líkur á að sömu flokkar og framboð sem náðu manni inn síðast bjóði fram aftur. Ekki hafa ný framboð tilkynnt þátttöku enn sem kom‑ ið er. Þá eru töluvert margir sveit‑ arstjórnarfulltrúar, eða 60 talsins, óákveðnir um hvort þeir hyggist gefa kost á sér áfram. Ellefu munu hins vegar gefa kost á sér áfram og þá ætla sjö að hætta. Blaðamað‑ ur Skessuhorns fór yfir stöðuna í framboðsmálum nú í upphafi árs og heyrði í nokkrum oddvitum fram‑ boða í landshlutanum. Akranes: Oddvitaskipti á döfinni Undanfarið kjörtímabil hefur meirihluti Samfylkingar, Fram‑ sóknarflokks og óháðra og Vinstri grænna verið við stjórnvölinn á Akranesi. Fékk Samfylkingin fjóra menn kjörna, Framsókn tvo og VG einn. Á meðan hafa sjálfstæð‑ ismenn verið í minnihluta með tvo bæjarfulltrúa. Ljóst er að skip‑ an bæjarstjórnar mun taka nokkr‑ um breytingum eftir kosningarnar í vor. Oddvitar tveggja framboða til margra ára hafa gefið það út að þeir hyggist hætta, þeir Sveinn Krist‑ insson oddviti Samfylkingarinnar sem setið hefur í bæjarstjórn í 24 ár og Gunnar Sigurðsson oddviti sjálfstæðismanna sem hefur ver‑ ið bæjarfulltrúi í 20 ár. Guðmund‑ ur Páll Jónsson oddviti framsókn‑ armanna hefur hins vegar ekki til‑ kynnt um hvort hann hyggist gefa kost á sér áfram, en í samtali við Skessuhorn sagðist hann ætla að til‑ kynna ákvörðun sína á félagsfundi nú í janúar. Þröstur Þór Ólafsson oddviti Vinstri grænna ætlar aft‑ ur á móti að gefa kost á sér áfram. Flokksfélag VG á Akranesi hefur ekki ákveðið hvernig standa skuli að vali á lista en að sögn Þrastar ætti það að skýrast fljótlega. Sömu sögu er að segja af framsóknarmönnum í bænum sem senn munu ákveða sína framboðsmál, að sögn Guðmundar Páls. Flokksfélög Samfylkingarinn‑ ar og Sjálfstæðisflokksins hafa aft‑ ur á móti skipað uppstillinganefnd‑ ir og eru þær að störfum. Ekki ligg‑ ur fyrir hvort aðrir bæjarfulltrúar haldi áfram, utan sjálfstæðimanns‑ ins Einars Brandssonar sem ætlar að gefa kost á sér áfram. Af öðrum framboðum er það síðan að frétta að hópur ungs fólks í bænum hef‑ ur framboð í undirbúningi sam‑ kvæmt heimildum Skessuhorns. Björt framtíð útilokar ekki framboð á Akranesi, en frá flokksstjórn feng‑ ust þær upplýsingar að vera kynni að BF bjóði fram á a.m.k. tveimur stöðum á Vesturlandi. Hvalfjarðarsveit: Óhlutbundin kosning undir smásjánni Þrjú framboð buðu fram í Hval‑ fjarðarsveit í síðustu kosningum, Listi Einingar sem hlaut þrjá menn kjörna, Hvalfjarðarlistinn sem einnig hlaut þrjá og H‑listinn sem hlaut einn mann. Hvalfjarðarlist‑ inn og H‑listi mynduðu meirihluta og hefur hann verið að störfum allt kjörtímabilið. Að sögn Sigurð‑ ar Sverris Jónssonar oddvita sveit‑ arstjórnar og leiðtoga Hvalfjarðar‑ listans hefur ekkert verið ákveðið hjá framboðinu varðandi kosning‑ arnar í vor. Spurður um hvort hann hyggist halda áfram gat hann ekki gefið svör um það að svo stöddu. Ása Helgadóttir oddviti H‑listans segir að ekki sé búið að taka nein‑ ar ákvarðanir ennþá hjá framboð‑ inu varðandi kosningarnar í vor en um það verður rætt á fundi í lok mánaðarins. Hún hefur ekki ákveð‑ ið hvort hún hyggist gefa kost á sér áfram. Öðru máli gegnir um Hall‑ freð Vilhjálmsson oddvita Eining‑ ar. Hallfreður sagði í samtali við Skessuhorn að hann væri búinn að ákveða að hætta í sveitarstjórn í vor, enda búinn að vinna að sveit‑ arstjórnarmálum í tvo áratugi sam‑ fleytt ‑ í Hvalfjarðarstrandahreppi í tólf ár og í Hvalfjarðarsveit í átta ár. Hann segir framtíð Einingar ráðast af því hvort að almenn sam‑ staða verði í sveitarfélaginu um að íbúar bjóði ekki fram framboðslista í kosningunum í vor svo mögulegt verði að halda óhlutbundna kosn‑ ingu eða persónukjör. Fulltrúar E‑ listans lýstu yfir jákvæðu viðhorfi til þessarar hugmyndar í haust og standa við það ennþá. Ása Helga‑ dóttir segir spurð um þessar hug‑ myndir sjálfsagt að skoða þær eins og aðrar og meta kosti þeirra og galla. Verða þau mál m.a. rædd á fundinum í janúar. Sigurður Sverr‑ ir Jónsson segir hugmyndina hafa verið rædda hjá sínu fólki og séu menn að velta fyrir sér hvor að‑ ferðin sé í raun lýðræðislegri. Að hans mati væri bakland framboðs‑ ins heldur á þeirri skoðun að bjóða fram lista, án þess að nokkuð væri ákveðið í þeim efnum. Borgarbyggð: Oddvitar gefa kost á sér áfram Sjálfstæðismenn og Vinstri græn‑ ir hafa verið í meirihluta í sveitar‑ stjórn Borgarbyggðar síðustu fjög‑ ur ár, en Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin setið í minnihluta. Að sögn Ragnars Franks Kristjánsson‑ ar forseta sveitarstjórnar og oddvita Vinstri grænna ætlar hann að gefa kost á sér áfram. Ingibjörg Daníels‑ dóttir, hinn sveitarstjórnarfulltrúi VG, hyggst hins vegar hætta í sveit‑ arstjórn í vor. Hún býst þó við að taka áfram þátt í starfi flokksins í sveitarfélaginu. Þá er Björn Bjarki Þorsteinsson formaður byggðar‑ ráðs og oddviti sjálfstæðismanna búinn að tilkynna uppstillingar‑ nefnd flokksins í sveitarfélaginu að hann ætli að gefa kost á sér áfram. Björn Bjarki sagðist ekki vita um hug samflokksmanna sinna í sveit‑ arstjórn, þeirra Jónínu Ernu Arn‑ ardóttur og Huldu Hrannar Sig‑ urðardóttur, en vonaðist til að þær héldu áfram enda hefðu þær stað‑ ið vaktina í sveitarstjórn með sóma á kjörtímabilinu. Hjá fulltrúum minnihlutans er framtíðin að skýr‑ ast. Geirlaug Jóhannsdóttir odd‑ viti Samfylkingarinnar býst fast‑ lega við því að halda áfram að öllu óbreyttu. Jóhannes Stefánsson ætl‑ ar hins vegar ekki að gefa kost á sér áfram. Geirlaug segir mikilvægt að konur leiði áfram lista í sveitarstjór‑ num og skorar hún á sem flestar að halda áfram eða bjóða sig fram. Uppstillingarnefnd er að störfum hjá flokknum í sveitarfélaginu og er leitað að fólki með brennandi áhuga á sveitarstjórnarmálum á lista. Þá ætla framsóknarmenn að stilla upp lista í kosningunum í vor að sögn Sigríðar G. Bjarnadóttur oddvita flokksins og er uppstillingarnefnd að störfum. Sjálf segist hún opin fyrir því að halda áfram og sömu‑ leiðis Finnbogi Leifsson í Hítardal, annar maður á lista Framsóknar í sveitarstjórn. Niðurstaða uppstill‑ ingarnefndar ætti að liggja fyrir áður en langt um líður. Stykkishólmur: Nýr bæjarstjóri mun taka við Í Stykkishólmi hefur L‑listinn ver‑ ið í meirihluta undanfarið kjör‑ tímabil. Listinn felldi meirihluta sjálfstæðismanna með sex atkvæð‑ um í síðustu kosningum, en Sjálf‑ stæðismenn höfðu fram að því ver‑ ið í meirihluta í bænum samfleytt í 36 ár. Að sögn Lárusar Ástmars Hannessonar, formanns bæjarráðs og oddvita L‑listans, munu fram‑ boðsmál listans skýrast á næstu vik‑ um, en sjálfum þótti honum líklegt að hann gæfi kost á sér til áfram‑ haldandi setu í bæjarstjórn. Aðrir á listanum væru ekki búnir að gefa út hvað þeir hygðust gera. Breytingar væru þó í farvatninu þar sem Gyða Steinsdóttir bæjarstjóri Stykkis‑ hólmsbæjar gaf það út í síðustu viku að hún hygðist ekki halda áfram sem bæjarstjóri að kjörtímabili loknu, en hún var bæjarstjóraefni listans í síðustu kosningum. Svipuð svör hafði Gre tar D. Pálsson oddviti minnihluta Sjálfstæðismanna þegar hann var spurður um framboðsmál hjá sínum flokki. Enginn af bæjar‑ fulltrúunum þremur hjá D‑listan‑ um væri búinn að gefa neitt út um framhaldið. Gretar sagði hins veg‑ ar að vinna við framboðsmál væri farin af stað og hygðust sjálfstæðis‑ menn í Hólminum ætla að viðhafa uppstillingu við myndun lista. Grundarfjörður: Báðir oddvitar hætta Nokkrar breytingar eru fyrirséð‑ ar í Grundarfirði. L‑listi bæjar‑ málafélagsins Samstöðu hefur ver‑ ið við völd í bænum síðustu fjög‑ ur ár, en það voru flokksfélöng Framsóknarflokksins, Samfylking‑ arinnar og Vinstri grænna í bæn‑ um sem stóðu að myndun listans í síðustu kosningum. Þrír af fjór‑ um fulltrúum listans í bæjarstjórn ætla ekki að gefa kost á sér áfram að sögn Sigurborgar Kr. Hannes‑ dóttir forseta bæjarstjórnar og odd‑ vita listans; hún sjálf, Gísli Ólafsson og Ásthildur Erlingsdóttir. Eyþór Garðarsson hyggst hins vegar gefa kost á sér áfram. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort flokkarnir þrír bjóða fram aftur undir merkj‑ um Samstöðu í næstu kosningum en viðræður standa yfir milli þeirra um framtíð framboðsins um þess‑ ar mundir. Hrókeringar eru einnig í burðarliðnum hjá minnihluta D‑ lista sjálfstæðismanna í bæjarstjórn sem hlaut þrjá menn kjörna fyrir fjórum árum. Í samtali við Skessu‑ horn sagði Þórður Magnússon oddviti listans að hann væri búinn að gera upp sinn hug og ætlar hann stíga úr oddvitasætinu og fara neð‑ ar á lista í kosningunum í vor. Ekki höfðu aðrir fulltrúar listans gefið út hvað þeir hygðust gera. Sjálfstæð‑ isfélagið í bænum væri hins vegar búið að skipa í uppstillingarnefnd vegna kosninganna og væri hún að störfum. Snæfellsbær: Oddviti minni- hlutans metur stöðu sína Sjálfstæðismenn hafa einir verið í meirihluta í Snæfellsbæ undanfar‑ ið kjörtímabil, en þeir hafa verið í meirihluta einir eða í samstarfi við aðra allar götu síðan sveitarfélagið varð til árið 1994. Jón Þór Lúðvíks‑ son forseti bæjarstjórnar og oddviti sjálfstæðismanna sagði að ekki væri ljóst á þessum tímapunkti um fram‑ haldið hjá sér. Enginn af fjórum bæjarfulltrúum flokksins væri bú‑ inn að gefa út neinar yfirlýsingar en sjálfstæðismenn væru þó að ræða framboðsmál sín í milli. Þótti hon‑ um líklegt að þau mál myndu skýr‑ ast þegar komið væri fram í febrú‑ ar. Kristján Þórðarson frá Ölkeldu og oddviti minnihluta J‑lista Bæj‑ armálasamtaka Snæfellsbæjar tók í sama streng og sagði engar yfirlýs‑ ingar um framboðsmál í vor liggja fyrir hjá sínu fólk. Sjálfur væri hann að meta sína stöðu, enda búinn að vera í sveitarstjórn síðastliðinn þrjú kjörtímabil. Dalabyggð: Líklega aftur óhlutbundin kosning Kjörtímabilið í Dalabyggð hefur einkennst af góðu samstarfi í sveit‑ arstjórn. Jóhannes Haukur Hauks‑ son oddviti segir að það hafi ekki verið slæm ákvörðun hjá íbúum sveitarfélagsins að bjóða ekki fram lista í síðustu sveitarstjórnarkosn‑ ingum og í staðinn viðhafa óhlut‑ bundna kosningu. Reynslan af slíku fyrirkomulagi er góð að mati Jó‑ hannesar og bjóst hann við að sama fyrirkomulag verði í kosningunum í vor. Þó sé ómögulegt að spá fyr‑ ir á þessari stundu hvort að einhver framboðslisti kæmi fram. Sjálfur bjóst hann frekar við að hann gæfi kost á sér áfram. Smærri sveitarfélög: Sameiningarmál könnuð Samkvæmt oddvitum annarra sveit‑ arfélaga á Vesturlandi er búist við að aftur fari fram óhlutbundnar kosn‑ ingar líkt og í síðustu kosningum. Þetta eru sveitarfélögin Helgafells‑ sveit, Eyja‑ og Miklaholtshrepp‑ ur og Skorradalshreppur. Svo ber reyndar við að Skorradalshreppur er að skoða sameiningu við Borg‑ arbyggð eða Hvalfjarðarsveit og ef skriður kemst á málið verður kosið um sameiningu samhliða kosning‑ um í vor. Davíð Pétursson oddviti Skorradalshrepps sem setið hef‑ ur í hreppsnefnd í tæp 48 ár hef‑ ur gefið það út að hann ætli ekki að gefa kost á sér áfram. Aðspurður bjóst hann við að verði Skorradals‑ hreppur áfram sjálfstætt sveitarfé‑ lag verði að öllum líkindum við‑ höfð óhlutbundin kosning. Sömu sögu er að segja um Reykhólasveit, Helgafellssveit og Eyja‑ og Mikla‑ holtshrepp en þar má búast við því að viðhöfð verði óhlutbundin kosn‑ ing eins og síðast. Þá má að lokum geta þess að sveitarstjórn Eyja‑ og Miklaholtshrepps óskaði eftir við‑ ræðum um hugsanlega sameiningu við nágrannasveitarfélögin á Snæ‑ fellsnesi á jólaföstunni. Var jákvætt tekið í erindið í þremur sveitarfé‑ lögum af fjórum, en meirihluti bæj‑ arstjórnar Snæfellsbæjar hafnaði þeirri málaleitan. hlh Tæplega fimm mánuðir til sveitarstjórnarkosninga Púlsinn tekinn á sitjandi oddvitum framboða á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.