Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2014 Gleðilegt heilsuræktarár 2014 Morguntrimm • spinning • hádegispúl • átakstímar sundleikfimi • leiðsögn í þreksal. Verið velkomin. Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi - www.borgarbyggd.is S K E S S U H O R N 2 01 4 Það eru áreiðanlega fáir sem fengu hrunið margumrædda eins hressi‑ lega í fangið og hjónin Guðni Tryggvason og Hlín Sigurðardótt‑ ir eigendur verslunarinnar Mod‑ els á Akranesi. Um svipað leyti sem „Guð blessi Ísland“ hljómaði á öld‑ um ljósvakans var Model að flytja í gríðarstórt húsnæði á Þjóðbraut 1 á Akranesi úr Stillholtinu þar skammt frá. Frá þeim tíma hefur Model lit‑ ið út eins og Magasín í stærri borg‑ um, fremur en hefðbundin versl‑ un á landsbyggðinni. „Miðað við þá stöðu sem upp var komin, frek‑ ar samdráttur en aukning í verslun, var þetta náttúrlega alltof stórt hús‑ næði fyrir okkur. En neyðin kenn‑ ir naktri konu að spinna. Við fór‑ um að horfa í kringum okkur, leita að tækifærum og þannig þróað‑ ist heildverslunin hjá okkur,“ segir Guðni í Model í samtali við Skessu‑ horn. HG gjafahús er annað fyrir‑ tæki við hlið Models sem þau hjón‑ in stofnuðu um heildverslunina. „Í dag er um 80% af vörunum sem til sölu eru í Model eigin innflutning‑ ur úr heildsölunni. Söluaukningin er mikil í sumum vörum hjá okkur. Einkum eru það núna flókaskór, úr ull og kálfsskinni, sem hafa verið að slá í gegn og fara sigurför um heim‑ inn,“ segir Guðni. Þurftu að brjóta múra Guðni segir að til að byrja með hafi fólk haft efasemdir gagnvart staðsetningu heildsölu á Akranesi. „Það er eins og fólk sé orðið svo vant því að heildsölurnar séu til húsa í Reykjavík og haldi að þær geti ekki gengið annars staðar. Það var sá múr sem við urðum að brjóta til að byrja með áður en við færð‑ um út kvíarnar. Við byrjuðum á því að ráða í vinnu til okkar manneskju sem var með umboð fyrir Scottish fine vörumerkið. Við keyptum síð‑ an umboðið fyrir þetta vörumerki og það gaf okkur byr. Þessar vörur höfum við selt í allar verslanir Lyfju og Lyf og heilsu, í flest apótek landsins. Svo fórum við líka að selja gjafavörur frá danska fyrirtækinu Bovictus, mjög flottar vörur. Það voru reyndar fleiri að selja þess‑ ar vörur hér á landi en þessi danski aðili hefur stutt vel við okkur. Í dag getum við litið á okkur sem um‑ boðsaðila fyrir þeirra vörur á Ís‑ landi og erum að selja þær til um 20 gjafavöruverslana um allt land. Það er mjög skemmtilegt og gott að eiga viðskipti við Danina. Þeir eru náttúrlega sérfræðingar í markaðs‑ setningu og mikið af þeim að læra í þeim efnum. Danirnir eru að koma í heimsókn til okkar á næstunni, en um áramótin fengum við góðar kveðjur frá þeim með þakklæti fyrir árangurinn síðustu árin.“ Söluáætlun sprakk á stuttum tíma Guðni segir að gjarnan þegar nýj‑ ar vörur eru teknar inn í heild‑ verslunina séu þær settar í prófun hjá hinum stóra og trausta kúnna‑ hópi Models. „Það hefur reynst okk‑ ur mjög farsælt og þetta gerðum við þegar við tókum til sölu danska flókaskó undir vörumerkinu Glerups. Þeir heita eftir frumkvöðlin‑ um sem hannaði þá, Nanny Glerups. Þessir skór hafa far‑ ið sigurför um heim‑ inn; eru fallegir, náttúrulegir og hlý‑ ir. Dananum er vel lýst í markaðssetn‑ ingunni á skónum, en hann segir „var‑ úð þú verður háður þeim.“ Við gerðum söluáætlun til þriggja ára á skón‑ um, en hún sprakk á sjö mánuðum. Við gleymdum túristamarkaðn‑ um, en ferðamaðurinn er vitlaus í þessa skó. Það var 40% söluaukn‑ ing á skónum í heiminum á síðasta ári,“ segir Guðni. Umræddir flóka‑ skór eru úr ull af sauðfé með sóla úr kálfsskinni. „Kannski má segja að þessir skór séu afturhvarf til for‑ tíðar. Okkar forfeður gengu nátt‑ úrlega í sauðskinnsskóm, en kálf‑ skinnið þótti þá dýrmætara í bók‑ fellið,“ segir Guðni sposkur. Öflugir og góðir samstarfsaðilar Einna mesta salan á flókaskón‑ um hefur verið í nýlegri ferða‑ mannaverslun á Laugaveginum í Reykjavík sem heitir því frum‑ lega nafni „Og þó.“ Hana starf‑ ræktir Skagamaðurinn Sigurður Arnar Jónsson. „Það hefur verið brjáluð sala á þessum skóm, bæði til útlendinga og Íslendinga sem kom mér skemmtilega á óvart. Þeir eru svo þægilegur, maður svitnar ekkert í þeim og gerir ekk‑ ert til þótt blotni. Svo er bara að stinga þeim í þvottavélina á ullar‑ kerfi, ég er búinn að prófa það,“ segir Sigurður Arnar. Hann hefur gengið upp og niður Laugaveg‑ inn á flókaskónum þótt þeir séu framleiddir sem inniskór. Guðni í Model segir að það sé ekki bara „Og þó“ á Laugaveginum sem sé í góðu samstarfi við HG gjafahús og Model. „Það eru margar versl‑ anir og kannski ekki síst verslan‑ irnar á Vesturlandi. Það er gaman að segja frá því að þetta eru flott‑ ar verslanir sem gefa Reykjavíkur‑ búðunum ekkert eftir í vörufram‑ boði, framsetningu og vöruverði. Það eru Skipavík í Stykkishólmi, Blómsturvellir á Hellissandi og Framköllunarþjónustan í Borgar‑ nesi. Þetta eru allt öflugir og góð‑ ir samstarfsaðilar,“ segir Guðni í Model. þá Stofnaði heildsölu í hruninu og sel- ur nú grimmt gjafavöru og flókaskó Flókaskórnir frá Glerups sem nú fara sigurför um heiminn. Guðni í Model staddur í ferðamanna- versluninni „Og þó“ á Laugaveginum í Reykjavík sem Skagamaðurinn Sigurður Arnar Jónsson starfrækir. Hlín og Guðni stuttu eftir að þau opnuðu í Model á Þjóðbraut 1. Forsíða bókarinnar „Gróa, frásagnir úr heimasveit,“ sem kom út í haust. Endalok búskapar og ný kynslóð tekur við Bræðurnir Eysteinn Gísli og Jó‑ hannes Geir Gíslasynir stunduðu heilsársbúskap í Skáleyjum fram á miðjan síðasta áratug. Að lokum fýsir okkur að vita aðeins um lok búskaparára Jóa í Skáleyjum. „Þeg‑ ar leið á tímann vorum við orðin þarna þrjú, við Eysteinn bróðir og sambýliskona mín. Ellin dró okkur uppi og þá hættum við heilsársbú‑ skapnum. Eysteinn flutti hingað á dvalarheimilið í Barmahlíð þar sem hann bjó til æviloka í ágúst 2012. Sambýliskona mín sem er förunaut‑ ur minn í dag átti íbúð í Reykjavík. Ég flutti með henni þangað suð‑ ur að vetrinum. Ég var með ann‑ an fótinn í Reykjavík nokkra vetur. Það passaði mér ekki og ég hafnaði hér á Reykhólum. Hugurinn leit‑ aði vestur. Dætur mínar búa báðar með sínum fjölskyldum á Snæfells‑ nesi, í Stykkishólmi og Grundar‑ firði. Ég kaus hins vegar að búa hér á Reykhólum. Hér var mín virkni og mínir félagar í gegn‑ um búskap‑ inn. Samgöng‑ ur okkar í Skál‑ eyjum og öðrum inneyjum Flat‑ eyjarhrepps sem var, félagsleg tengsl og annað voru alltaf mest við Reykhóla‑ sveitina.“ Eysteinn átti tvo syni og dótt‑ ur. Jóhannes á sem fyrr sagði tvær dætur. „Krakkarn‑ ir okkar tóku smám saman við í Skál‑ eyjum en nú er þar aðeins sumarbúskapur. Þau halda húsunum við og dvelja þarna í sín‑ um sumarleyfum. Sjálfur seldi ég restina af mínum fjárstofni í haust. Það er ekki hægt að hafa fé sjálfala í Skáleyjum um veturinn án þess að vakað sé yfir því, jafnvel þó það hafi nóg æti. Eftir að ég hætti að búa í Skáleyjum að vetrinum þá var ég löngum með í kringum 30 fjár. Ég kom fénu fyrir á vetrarfóðrum hjá granna mínum hér í grennd við Reykhóla frá desember og fram í apríl. Þá tók ég við því aftur. Þetta voru miklir flutningar fram og til baka. En í haust hætti ég endanlega og nú býr ekkert fé lengur í Skál‑ eyjum. Það er synd því gróðurfar‑ ið í eyjunum þarf fjárbeit því ann‑ ars fer allt á kaf í illgresi.“ Aldrei fundið fyrir einangrun Jói í Skáleyjum hefur dregið í land en hann er ekki hættur. Eyjabónd‑ inn ætlar aftur út í Skáleyjar í apríl. Maðurinn er hluti af vistkerfinu í Breiðafirði. Eyjarnar kalla á við‑ veru hans um leið og lífið kviknar að vori. „Ég verð áfram í Skáleyj‑ um yfir sumarmánuðina á meðan ég hef getu til. Eftir að við hættum heilsárs búsetu var ég alltaf frá apríl og fram í desember þar til í fyrra. Í haust eftir að ég felldi féð þá fór ég hins vegar í október. Um hávetur‑ inn dunda ég meðal annars við að hreinsa dún. Ég reikna með að fara aftur út í Skáleyjar nú í apríl. Það er töluvert atriði varðandi það að halda ernin‑ um frá að mað‑ ur sé sýnileg‑ ur. Hann kærir sig ekkert um m a n n a f e r ð ‑ ir. Sjái hann til manns þá heldur hann sig í hæfilegri fjarlægð frá æðarvarpinu um vortím‑ ann. Verndin liggur í því að vera sýni‑ legur,“ segir Jói og talar af reynslu. Þ e g a r S k á l e y j a ‑ bóndi lít‑ ur nú um öxl slær hann því föstu að eyja‑ lífið hafi verið gott. „Það var alltaf mikið meira en nóg að gera. Auðvitað sótti maður ekki mannamót í sama mæli og aðr‑ ir. Ég hef alltaf haft ánægju af þeim. En vitur maður hefur sagt að ein‑ angrun sé ekki landfræðilegt fyr‑ irbæri heldur sálfræðilegt. Ég hef aldrei fundið fyrir einangrun í eyj‑ um Breiðafjarðar.“ mþh Jói ásamt Helgu Maríu dóttur sinni, Guðmundi Kristjáni Snorrasyni tengdasyni og börnum þeirra Margréti Helgu, Jóhannesi Geir og Snorra Þór.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.