Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2014 Veiðar dagróðrabáta á Vestur‑ landi fóru þokkalega af stað á nýju ári, loks þegar menn komust á sjó vegna veðurs. Tíðin hefur verið afar erfið undanfarið með miklum umhleypingum og menn ekki kom‑ ist á sjó svo dögum skiptir. Fiskverð á uppboðsmörkuðum var mjög hátt strax í upphafi árs en lækkaði svo þegar afli fór að berast á land í ann‑ arri viku mánaðarins. Blaðamaður Skessuhorns tók púlsinn á fiskirí‑ inu þegar bátarnir komu til hafn‑ ar í Ólafsvík í liðinni viku og ræddi við nokkra sjómenn um leið og þeir komu í land úr róðri dagsins. Slæm tíð tafði menn „Við gátum ekki lagt netin fyrr en 5. janúar. Ég held að það sé í fyrsta skipti í 40 ára sögu þessa báts að við leggjum ekki fyrstu netatross‑ ur ársins 2. janúar. Það var bara stanslaust bál þarna fyrstu dagana eftir áramót. Fyrsta löndun ársins hjá okkur var sunnudaginn 5. janú‑ ar. Það var mjög lítið í fyrsta túrn‑ um því veðrið rauk upp þegar við vorum aðeins búnir að leggja fjórar trossur,“ sagði Björn Erlingur Jón‑ asson skipstjóri og útgerðamaður á Ólafi Bjarnasyni SH 137 þegar bát‑ urinn kom úr öðrum róðri sínum á árinu miðvikudaginn 8. janúar. Björn var sæmilega sáttur við aflabrögðin þó þau væru í dræmara lagi. „Það er svona reytingur. Afla‑ brögðin í netin eru þau minnstu sem verið hafa í fleiri ár núna í byrj‑ un janúar. Við höldum að það sé út af þessum norðan óveðrum sem hafa verið að ganga hér yfir um há‑ tíðarnar, hvernig sem skýra má það. Aflabrögðin voru mun skárri fyrir jól. Það var orðið mjög gott fiskirí í síðustu róðrunum fyrir hátíðar.“ Saltfisksverð er hætt að lækka Útgerð Ólafs Bjarnasonar SH er Valafell. Fyrirtækið rekur saltfisks‑ verkun í húsunum sem eina tíð heyrðu undir fiskverkunina Hróa sem þá var ein stærsta saltfisksverk‑ un landsins. Yfirleitt eru sjö menn í áhöfn bátsins. „Við löndum öllum þorskin‑ um sem við veiðum árið um kring í vinnsluna okkar. Allur annar afli fer á markað. Afurðaverðið í sölt‑ uðum þorski hefur vissulega lækkað verulega á undanförnum misserum vegna efnahagsástandsins í mikil‑ vægum markaðslöndum eins og á Spáni. Þó eru vísbendingar um að botninum sé náð. Verðið er hætt að lækka,“ sagði Björn. Það eru einnig góð tíðindi að þorskurinn sem nú veiðist við Snæfellsnes er vel hald‑ inn. „Hann er búinn að vera það síðustu árin. Mikil lifur í honum og pattaralegur.“ Fagur fiskur úr sjó Rétt eftir að skipverjar á Ólafi Bjarnasyni lögðu að bryggju og hófu löndum kom línutrillan Glað‑ ur SH 226 augljóslega vel hlaðin til hafnar. Hún er einnig gerð út frá Ólafsvík og í eigu Sverrisútgerð‑ arinnar. Sæþór Gunnarsson háseti á Glað snaraði sér upp á bryggju og hóf strax að taka á móti körun‑ um sem hífð voru upp úr bátnum sneisafull af gullfallegum fiski. Eft‑ ir daginn voru þeir með 4,5 tonn á 24 línubala. Þar af voru 2,1 tonn af þorski og nákvæmlega jafn mikið af ýsu. Aflann höfðu þeir fengið suð‑ ur af Skútugrunni, mest fyrir neðan 80 faðma. Skútugrunnsmiðin eru 8 – 10 sjómílur norðaustur af Ólafs‑ vík. „Ég er búinn að vera á sjó frá 16 ára aldri. Ég hef róið út um allt land en það er hvergi betra að stunda veiðar en héðan frá Ólafsvík. Það er svo stutt að fara á miðin. Þetta er eins og draumur í dós,“ sagði Sæ‑ þór Gunnarsson um leið og hann tók við körunum. „Ýsan er svolítið að plaga okkur við veiðarnar. Hún flæðir um allt en það er ekki mik‑ ill kvóti. Þorskurinn er fullur af æti. Það er gaman að draga línuna þeg‑ ar svona fallegur fiskur veiðist. Það er ekki alltaf svona.“ Þröng staða við ýsuveiðarnar Ýsan er vaxandi vandamál hjá smá‑ bátunum sem róa með línu. Sam‑ kvæmt fréttum frá Landssambandi smábátaeigenda (LS) eru aðeins innan við 400 tonn eftir af úthlut‑ uðum veiðiheimildum krókabáta í ýsu þegar aðeins þriðjungur er lið‑ inn af fiskveiðiárinu. „Brýnna en nokkru sinni er að ráðherra komi að þeim vanda sem útgerðir smá‑ báta eiga við að etja við veiðar á þorski vegna mikils meðafla í ýsu,“ gat að lesa á heimasíðu LS í liðinni viku. „LS hefur margsinnis vakið máls á þessum vanda en ekki haft árangur sem erfiði. Aðilar sem rætt hefur verið við segja að margar út‑ gerðir íhugi nú alvarlega að binda bátana þegar helmingi veiðiskyldu hefur verið náð og leigja þann hluta kvótans sem ekki nýtist í færslu yfir á næsta ár. Þeir segja ekki grundvöll fyrir veiðunum þegar greiða þarf 300 krónur fyrir hvert kíló af ýsu í kvótaleigu,“ stóð ennfremur á vef samtakanna. Þeir á Glað taka undir að stað‑ an sé þröng við ýsudráttinn. „Við erum með frekar litlar aflaheim‑ ildir í henni og þurfum að leigja til okkar ýsukvóta á 300 krónur kíló‑ ið. Í allt haust vorum við að fá sama verð, 300 krónur fyrir ýsuna. Ef við værum gjarnir á að kvarta þá værum við kveinandi yfir því,“ sagði Gísli Gunnar Marteinsson skipstjóri á Glað SH þegar löndun var lokið. Ýsan er meðafli við þorskveiðarnar Menn laga sig að aðstæðum. Gísli Gunnar útskýrir nánar hvernig hægt er að gera út þó ýsukvótinn sé lítill og leiguverð á kvótanum í hæstu hæðum. „Við höngum bara á þessari línuívilnun. Ef við róum með handbeitta línu fáum við að veiða 20 prósent meira en kvótinn segir til um. Sjáðu reikningsdæmið sem ég var að segja þér. Við veiðum á 300 kall, seljum á 300 kall. Mun‑ urinn sem reddar þessu dæmi fyrir horn er línuívilnunin og síðan slæg‑ ingarstuðullinn spem er reiknaður á ýsuna. Síðan megum við landa fimm prósentum sem svokölluð‑ um Hafró‑afla. Við fáum 70 krón‑ ur fyrir kílóið þannig. Ef við lönd‑ um 100 tonnum þá geta fimm tonn farið þangað. Það eru svona atriði sem gera okkur kleift að sleppa frá ýsunni án þess að tapa beinlínis á henni. En þetta er í járnum. Við leigjum aldrei þorsk, hann er bara af okkar eigin kvóta. Við hættum bara veiðum um leið og þorskkvót‑ inn er veiddur upp.“ Trillurnar í dag leigja mest af ýs‑ unni til sín frá stóru skipunum. „Í mörg ár hafa menn aldrei getað fengið ýsu í troll á veturna. Þess vegna er talað um það í dag að ýsu‑ stofninn sé í lægð af því að togar‑ arnir í togararallinu fá aldrei neina ýsu. Í fyrravetur gerðist það svo að ýsan fór að veiðast í troll. Þá heyrði ég af því að ein útgerðin hefði stoppað togarana sína af í ýsuveið‑ unum. Það var mikið betra að leigja okkur ýsuna á 300 kall kílóið held‑ ur en að láta eigin skip veiða hana. Þetta er dálítið fyndið,“ segir Gísli Gunnar og vottar fyrir kaldhæðni. Skipstjórinn á Glað SH rifjar upp aðstæðurnar fyrir svona fimm árum þegar ýsuveiðar voru í hámarki og Bjartsýni í bátaflotanum við upphaf nýs árs: „Við værum ekkert í þessum bransa ef við værum alltaf að kvarta“ Einum af fyrstu þorskum ársins landað í Ólafsvík í síðustu viku. Björn Erlingur Jónasson skipstjóri og útgerðamaður á Ólafi Bjarnasyni SH 137. Landað upp úr Glað SH 226. Sæþór Gunnarsson á línutrillunni Glað SH axlar stóran golþorsk úr afla bátsins. Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.