Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2014 nægar aflaheimildir. „Þá var ævin‑ týri. Við gátum leigt þorskinn frá okkur á um 200 krónur kílóið og síðan leigt til okkur ýsu á 40 krón‑ ur. Þá fengum við fimm ýsutonn leigð til okkar fyrir hvert þorsk‑ tonn sem við leigðum frá okkur. Í dag þurfum við að leigja frá okkur tvö þorsktonn til að fá eitt ýsutonn. Það gengur auðvitað ekki upp enda gerum við það ekki.“ Bjartsýnir við upphaf nýs árs Gísli Gunnar tók undir það að afl‑ inn hjá þeim á Glað SH væri vissu‑ lega fallegur við byrjun nýs árs. „Uppistaðan er bara glæsilegur fiskur. Ýsan er ekki síðri en þorsk‑ urinn, þetta er demantsýsa sem við fengum í dag. Það hefur alltaf verið nóg að éta fyrir fiskinn hérna und‑ anfarin ár. Kannski of mikið fyr‑ ir okkar smekk sem erum á línunni því mettaður fiskur tekur síður agn en svangur.“ Aðspurður sagði Gísli Gunnar að það yrði róið þar til kvóti fisk‑ veiðiársins kláraðist. „Við byrj‑ um í september og erum svo yfir‑ leitt að klára í maí. Síðan förum við yfirleitt á grásleppu annað hvert ár. Samkvæmt ártalinu er grásleppuár hjá okkur núna. Makrílinn létum við eiga sig í sumar. Við fjárfest‑ um ekkert í slíkum búnaði, veið‑ arnar voru hálfgert bras megnið af sumrinu. Það var ekkert fyrr en í lokin að það var veisla. Þetta getur brugðið til beggja vona eins og svo margt annað í veiðiskap.“ Þeir á Glað eru brattir í upphafi nýja ársins. „Það leggst vel í okkur. Hljómar ekki 2014 betur en 2013? Annars var síðasta ár fínt. Við erum alltaf ánægðir. Þorskurinn hefur þó lækkað mikið í verði. Eitt lélegasta Ferðaþjónustan í Fossatúni í Borg‑ arfirði hyggur á framkvæmdir á árinu sem miða að því að bæta og auka við gistiaðstöðuna á staðnum. Að sögn Steinars Berg Ísleifssonar framkvæmdastjóra er stefnt að því að byggja fjögur sérhönnuð gisti‑ rými við veitingahúsið í Fossatúni. Gistihúsin bætast við rúmt og gott tjaldstæði Fossatúns auk fjögurra herbergja sumarhúss sem hefur verið til útleigu. „Í fyrstu lotu sem stendur til að ljúka í vor er stefnt að því að taka þrjú húsanna í notk‑ un með samtals tólf rúmgóðum svefnherbergjum – fjögur herbergi í hverri einingu öll með baði. Um er að ræða átta tveggja manna her‑ bergi og fjögur aðeins stærri, með svefnaðstöðu fyrir 3‑4 gesti, auk aðstöðu fyrir starfsmenn, þvotta og geymslu,“ segir Steinar Berg. Áform ferðaþjónustunnar í Fossa‑ túni er sem stendur í deiliskipu‑ lagsferli hjá Borgarbyggð og er bú‑ ist við að þeirri vinnu ljúki í byrj‑ un febrúar. Framkvæmdir færu þá af stað í framhaldinu. „Þá erum við einnig með áform um að bora eft‑ ir heitu vatni í landinu okkar. Til‑ raunaboranir hafa verið gerðar og er útkoman frekar jákvæð. Spenn‑ andi möguleikar bjóðast ef áformin ganga eftir, t.d. opnun Trölla baða. Það er hugmynd sem snýst um að þróa þá ágætu aðstöðu sem fyrir er með nýjum uppbyggðum náttúr‑ legum laugum.“ Norðurljósin vinsæl Steinar Berg segir ýmislegt hafa verið í gangi í Fossatúni í vetur. „Við höfum til dæmis fengið fjölda erlendra gesta sem hingað hafa komið til að fanga norðurljósin. Frá því í haust höfum við tekið á móti 6000‑7000 manns í þessum tilgangi. Vegna miðlægrar staðsetningar eru góðar aðstæður í Fossatúni til að sjá norðurljósin og ef gengið er upp á Stekkjarás ‑ ásinn við veitingahúsið ‑ er víðsýnt til allra átta yfir Borgar‑ fjörð og miklu lengra. Aðstaðan hjá okkur nýtist vel fyrir svona hópa, þar sem við höfum öfluga salernis‑ aðstöðu í þjónustuhúsi tjaldsvæðis‑ ins. Hóparnir sem koma er á bilinu 300‑500 manns en hafa farið upp í að vera yfir 900. Við tökum á móti fólki með kaffi, kakói og öðrum drykkjarföngum svo og kökum og léttum réttum. Á meðan lýsum við upp Tröllafossa, sýnum myndband‑ ið okkar Hljómfagra Ísland og spil‑ um tónlist úr vínylplötusafni stað‑ arins. Auk þess hefur gengið vel að selja tröllabækurnar mínar, sem fást á fjórum tungumálum, og gestirnir verða uppnumdir þegar þeim býðst að hitta og láta rithöfundinn árita bæku* nar. Svo finnst fólki auðvit‑ að kostur að slappa af við góðar að‑ stæður og vera í beinu netsambandi við fjölskyldu og vini og deila upp‑ lifunni,“ bætir Steinar Berg við. Hann segir ferðaþjónustuna vinna með fyrirtækinu Allrahanda í þess‑ um norðurljósaferðum. hlh Bygging gistirýmis fyrirhuguð í Fossatúni Grýla undir norðurljósum í Fossatúni. þorskverð lengi var í fyrravetur. Það bætti ekki úr skák að við veidd‑ um ekkert nema stórþorsk, þenn‑ an svokallaða aulafisk. Við feng‑ um bara ekki fisk af millistærðum. Verðið fyrir stóra fiskinn var mjög lélegt vegna þess að hann er uppi‑ staðan í saltfiskinum sem er búinn að vera í mikilli lægð þegar verð eru annars vegar,“ sagði Gísli Gunnar. Sæþór félagi hans bætti við: „Það er bara ekkert í bókinni hjá okk‑ ur að kvarta. Ef við værum þann‑ ig menn þá værum við ekkert starf‑ andi í þessari atvinnugrein.“ Það skiptast á skin og skúrir í út‑ gerðinni en lífið heldur áfram. Nýtt ár bíður flotans. mþh Ólafur Bjarnason SH 137 nýkominn að landi. Í forgrunni er verið að hífa fiskikörin með afla upp úr línubátnum Glað SH 226. Gísli Gunnar Marteinsson skipstjóri á Glað SH 226, ánægður með byrjun ársins og bjartsýnn á framhaldið. Býr rithöfundur í þér ? Smásagnasamkeppni Efnt verður til smásagnasamkeppni í tengslum við bókahátíðina Júlíönu – hátíð sögu og bóka sem haldin verður í Stykkishólmi 27. febrúar – 2. mars 2014. Smásagnakeppnin verður í tveimur flokkum 16 ára og yngri og 17 ára og eldri. Þátttaka er öllum opin. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir vinningshafa. Sögum skal skilað fyrir 20. febrúar næstkomandi á Hótel Egilsen, Aðalgötu 2, 340 Stykkishólmi, merkt smásagnasamkeppni. Sagan skal merkt dulnefni en með skal fylgja lokað umslag með réttu nafni höfundar. Sértök dómnefnd mun velja bestu sögurnar. S K E S S U H O R N 2 01 4 Tónleikar og ball á Hvanneyri og Akranesi BAGGABANDIÐ Á Kollubar á Hvanneyri: Föstudaginn 17. janúar klukkan 22:00 Tónleikar og á eftir þeim spilar hljómsveitin fyrir dansi. Á Gamla kaupfélaginu Akranesi: Laugardaginn 18. janúar klukkan 22:00 Tónleikar og á eftir þeim spilar hljómsveitin fyrir dansi. Skúli Mennski hitar upp.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.