Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2014 Nafn: Einar Kristjánsson Starfsheiti/fyrirtæki: Skólabíl‑ stjóri í Laxárdal í Dalabyggð. Fjölskylduhagir/búseta: Ég er giftur, á tvö uppkomin börn og eina fósturdóttur sem býr hjá mér í Laxárdal. Áhugamál: Bíladella. Vinnudagurinn: Fimmtudag‑ urinn 9. janúar 2014. Mætt til vinnu og fyrstu verk? Ég fór í skólaakstur, lagði af stað svona um kl. 7:20. Klukkan 10? Þá var ég að skipta um glugga í verkstæðinu hjá mér. Hádegið? Ég fer alltaf heim í hádeginu og fæ mér að borða. Klukkan 14? Þá var ég enn úti á verkstæði en ég keyrði svo börnin heim klukkan 15, búinn að því um kl. 16. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég var búinn í kringum klukkan 16 og svo var ég úti á verkstæði fram undir klukkan 17. Að lok‑ um fór ég svo í hesthúsið. Hvað stendur upp úr eft- ir vinnudaginn? Það var mjög gott veður. Var dagurinn hefðbundinn? Já, þetta var mjög hefðbundinn dagur. Fastir liðir alla daga? Þetta er alltaf eins, nema á föstudögum eru börnin búin fyrr, eða um kl. 12:20. Ég sæki börnin á morgn‑ ana og keyri þeim í skólann og svo aftur heim eftir skóla. Ég geng úr skugga um að þau séu í bílbeltum og hjálpa þeim sem geta ekki fest sig í belti sjálf. Ég keyri líka leikskólabörnum al‑ veg niður í eins eða tveggja ára aldurinn. Ég fylgi þeim inn á leikskólann. Börnin eru alltaf mjög góð í bílnum, það heyr‑ ist yfirleitt ekki múkk í þeim. Við förum flest alla daga, það er ekki oft sem ferðir detta nið‑ ur vegna veðurs. Ætli það hafi ekki verið 2 – 4 dagar síðasta vetur en hefur ekki enn gerst núna í vetur. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég veit það ekki, er bú‑ inn að vera lengi í þessu starfi. Ég byrjaði að keyra börnin á Laugum upp úr tvítugu. Ætli þetta séu ekki hátt í 40 ár. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Ætli það fari ekki að styttast í því. Ég er orðinn svo gamall! Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Já, þetta er rútína. Eitthvað að lokum? Mað‑ ur myndi sakna þess að keyra ekki börnunum. Ég er orðinn svo vanur þessu, búinn að gera þetta svo lengi. Dag ur í lífi... Skólabílstjóra í Dölum Einar Kristjánsson. Ljósm. bae. Á Akranesi hefur í marga áratugi verið starfrækt fyrirtæki sem veitir þá þjónustu að ramma inn mynd‑ ir. Reyndar er það ýmislegt fleira sem fólk lætur ramma inn og hefur færst í vöxt að fólk láti ramma inn hina ótrúlegustu hluti. Blaðamað‑ ur Skessuhorns komast á snoðir um það þegar hann á dögunum fór í heimsókn í Ramma og myndir við Skólabraut til þeirra Steins Helga‑ sonar og Elínar Klöru Svavarsdótt‑ ur sem hafa starfrækt þetta fyrirtæki frá 1997. Þá stofnuðu þau fyrirtæk‑ ið upp úr öðru sem einnig var með innrömmun sem aðalverkefni. Rammar og smíðar utan um gripi Þegar blaðamaður leit í heimsókn í Ramma og myndir sl. miðvikudag var Steinn með ein þrjú verkefni á vinnuborðinu. Það voru gamlar íþróttaúrklippur sem biðu þess að verða rammaðir inn. Útsaumsverk var einnig á borðinu frá útsaums‑ meistaranum Maríasi Björnssyni frá Felli í Árneshreppi á Strönd‑ um, sem búsettur hefur verið á efri árum á Akranesi. Þá beið einnig innrömmunar falleg vatnslitamynd sem listakonan Edda Heiðrún Bachman málaði. Blaðamanni er litið upp í hillurnar á vinnustofunni og sér þar pakka með skrúfum, bor og ýmis verkfæri. „Steini er smið‑ ur og þetta er það sem hann þarf til þeirra hluta,“ segir Elín Klara, eða Ella eins og hún er kölluð. Steinn teygir sig þá í tvo gripi í hillunni sem hann er nýbúinn að ramma inn og smíða utan um. Það eru stofn‑ bréf í bæði Kaupfélag Borgfirð‑ inga og Sláturfélag Borgfirðinga frá árinu 1917. „Bréfin þurftu að sjást bæði að framan og aftan og því þurfti að ganga sérstaklega frá þeim,“ sagði Steinn. Náttsloppur og inniskór Þegar spurt er hvort rammað sé utan um eitthvað fleira en mynd‑ ir og skjöl kemur ýmislegt í ljós. Steinn segir að það sé býsna margt. „Það eru vesti af rokkstjörnu, skírn‑ arkjóll, snuð, dómaraflauta, nátt‑ sloppur og inniskór og bara nefndu það,“ segir hann. Og Ella bætir við. „Fólki dettur ýmislegt í hug. Eitt verkefni bíður núna þar sem römmuð verða inn ellefu snuð og mynd af þeim sem á þau. Þessu fylgir skemmtileg saga og ekki er ótrúlegt að hún muni líka fylgja með. Síðan erum við einnig með þjónustu fyrir Álnabæ, rúllugard‑ ínur og setubrautir. Við förum á staðinn, tökum mál og leiðbein‑ um fólki hvað það vill og hentar. Þá hef ég verið með umboðið fyr‑ ir happdrætti SÍBS alveg frá því við byrjuðum 1997,“ segir Elín Klara. Þennan morgun sem blaðamaður var á ferðinni komu viðskiptavinir happdrættisins enda dregið þennan dag eða þann næsta. Einn var meira að segja að sækja svolítinn vinning. Í Römmum og myndum hefur líka verið passamyndaþjónusta í nokkur ár, þannig að ekki er hægt að segja annað en þar sé fjölbreytt þjónusta. Róaðist eftir hrunið Sautján ár er þónokkur aldur á all‑ sérhæfðu fyrirtæki. Steinn segir að innrömmunarþjónusta hafi lengi verið veitt á Akranesi. Karl Ragn‑ arsson rak lengi innrömmunar‑ þjónustu. Hann seldi síðan ungum mönnum fyrirtækið, Þorvarði Örn‑ ólfssyni og Ólafi Páli Engilberts‑ syni, sem skýrði það því skemmti‑ lega nafni Góðverk. Það var upp úr því sem Steinn og Elín Klara tóku við innrömmuninni, fyrsta árið í húsi sem heitir Ásgarður að Kirkju‑ braut 17. Síðan var keypt núver‑ andi húsnæði á Skólabraut 27 þar sem Rammar og myndir hafa ver‑ ið síðan. Þau Steini og Ella segja að þetta hafi verið skemmtilegur tími, margir mjög skemmtilegir við‑ skiptafélagar, en það sé hins veg‑ ar bindandi að starfrækja þjónustu‑ fyrirtæki. „Þetta hefur gengið hjá okkur, þótt vissulega hafi róast ansi mikið við hrunið eins og reyndar hjá öllum hinum,“ segir Steinn. Sérstakt að vinna fyrir Harald Þær eru margir myndirnar sem Steinn hefur rammað inn síðustu 17 árin. Langflestar þeirra eru fyr‑ ir HB og síðan Harald Sturlaugs‑ son og Haraldarhús. „Það er mjög skemmtilegt og sérstakt að vinna fyrir Harald. Ég man t.d. þeg‑ ar hann var hjá HB og í aðsigi var stórafmæli hjá fyrirtækinu. Þá hafði Haraldur samband og bað um að fá rammaðar inn nokkrar myndir. Þetta var á miðvikudegi og hann hringir í mig frá Borgarnesi þar sem hann var staddur. Hann var að tala um að sig vantaði svona tíu mynd‑ ir fyrir laugardaginn. Þegar upp var staðið voru þetta níutíu mynd‑ ir og ég fór til þeirra í HB og kom myndunum þar fyrir. Haraldur hef‑ ur þessa skemmtilegu taktík að gera ráð fyrir litlum skammti í fyrstu en bæta svo við, stundum fimm eða tí‑ faldast magnið. Svona var þetta þeg‑ ar hann bað mig að ramma inn fyrir Haraldarhús. Fyrst var hann að tala um fjörutíu myndir fyrir sýningu. „Það er þó mánuður í þetta, svo þú hefur góðan tíma, en svo þarf ég að fá fleiri í næsta mánuði,“ sagði Har‑ aldur. Ég þurfti náttúrlega að bæta stórlega við upphaflega pöntun á efni, þar sem myndirnar urðu alls um 400. Ég bara skrúfaði mig að‑ eins upp og þetta var bara skemmti‑ legt eins og alltaf að vinna fyrir jafn stórhuga mann og Harald. Hann er svo skemmtilega ýtinn án þess að vera frekur,“ segir Steinn sposkur á svip. Ætlaði að verða kokkur eða þjónn Rammar og myndir eru skammt frá Akratorginu og reyndar fluttu þau Steinn og Ella í íbúð yfir Akra‑ torginu fyrir tæpum tveimur árum. Framkvæmdirnar við endurbætir á torginu hafa ekki farið framhjá Face bookvinum þeirra hjóna. „Við settum inn myndir reglulega alveg frá upphafi framkvæmda í haust, í garðinum hennar Ellu eins og ég kallaði torgið enda í næsta ná‑ grenni við okkur,“ segir Steinn. Hann var einmitt einn þeirra sem fór af stað til að endurheimta jóla‑ tréð á torgið á jólaföstunni þegar búið var að setja það niður á Safn‑ asvæðinu í Görðum. Steinn er eins og áður segir smiður og hefur síð‑ ustu 14 árin kennt tréiðn hjá Fjöl‑ brautaskóla Vesturlands. Þar er kennt um helgar en í staðinn er rúmur tími hjá Steina einn dag um miðja vikuna sem hann nýtir í innrömmunina. „Ég ætlaði reynd‑ ar þegar ég var unglingur að verða kokkur eða þjónn. En svo var það svo snemma sem við Ella rugluð‑ um reitum og fórum að eiga börn, að það veitti ekkert af því að koma sér í stífa vinnu strax. Ég var ekki Ótrúlegir hlutir sem rammaðir eru inn Spjallað við Stein og Elínu Klöru í Römmum og myndum á Akranesi nema nítján ára þegar ég byrjaði á námssamningi í Trésmiðju Sig‑ urjóns og Þorbergs. Þar vann ég lengi auk þess sem ég var á fullu í fótboltanum, þjálfaði kvennalið‑ in hérna á Skaganum og kvenna‑ landsliðið í tvö ár. Eitt sumar var ég á Ólafsfirði þar sem ég þjálf‑ aði karlaliðið. Svo var ég fram‑ kvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA í tvö ár og sinnti líka dómgæslu í fótboltanum um tíma. Þannig að það má segja að ég hafi komið víða við,“ sagði Steinn Helgason að endingu. þá Steini og Ella uppbúin sem aðalshjón í „garðinum hennar Ellu“ eins og Steini kallar Akratorgið. Marella dóttir þeirra sem er í ljósmyndanámi í Englandi tók myndina. Steinn og Elín Klara í fyrirtæki sínu; Rammar og myndir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.