Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2014 Um 781 þúsund erlendir ferða‑ menn fóru um Keflavíkurflugvöll á nýliðnu ári samkvæmt talningum Ferðamálastofu og hafa aldrei verið fleiri. Um er að ræða 20,7% aukn‑ ingu frá 2012 þegar erlendir ferða‑ menn voru 647 þús‑ und. Aukning eftir mánuðum hefur ver‑ ið mismikil en hlut‑ fallslega var hún þó mest í nýliðnum des‑ embermánuði þegar ferðamönnum fjölg‑ aði um 49%. Bretar báru uppi nærri helm‑ ing þeirrar aukningar. Fjöldamet voru sleg‑ in í öllum mánuðum ársins 2013. Í febrú‑ ar, mars og desemb‑ er fór aukning ferða‑ manna yfir 40% í samanburði við sömu mánuði árið 2012. Í janúar, apríl, júní og nóvember var aukn‑ ingin á bilinu 20‑30% og í maí, júlí, ágúst, september og októ‑ ber var hún á bilinu 10‑20%. Ýms‑ ar ástæður hafa verið nefndar fyr‑ ir þessari aukningu. Áfram var mik‑ il umfjöllun um landið á erlendum vettvangi þar sem saman fór öflugt markaðsstarf og fleiri þættir. Þá er ljóst að framboð á flugsætum hef‑ ur aldrei verið meira en í fyrra og gengið áfram hagstætt fyrir erlenda ferðamenn. Tæplega þrír fjórðu ferðamanna árið 2013 voru af tíu þjóðernum. Bretar og Bandaríkjamenn voru langfjölmennastir en þar á eftir komu ferðamenn frá Þýskalandi, Noregi, Frakklandi, Danmörku, Svíþjóð, Kanada, Hollandi og Kína. Af einstaka þjóðernum fjölg‑ aði Bretum, Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum mest árið 2013. Þannig komu 42.500 fleiri Bretar árið 2013 en árið 2012, 24.700 fleiri N‑Am‑ eríkanar og 10.600 fleiri Þjóðverj‑ ar. mm Fjallið Skessuhorn í norðanverðri Skarðsheiðinni, sem blaðið heit‑ ir eftir, er allvinsælt til uppgöngu hjá fjallaklifrurum. Guðmundur Freyr Jónsson starfsmaður Neyð‑ arlínunnar er búsettur í Kópa‑ vogi. Hann hefur sex sinnum um jól gengið á Skessuhornið, aldrei einsamall en mest með tvo félaga í för. Um síðustu jól gekk hann á fjallið ásamt Haraldi Erni Ólafssyni heimskautafara. Guðmundur og fé‑ lagar eru ekkert að víla það fyrir sér þótt eitthvað sé að veðri, telja sig þekkja til bæði misjafnra og erfiðra aðstæðna, þess vegna í stakk bún‑ ir að bjóða náttúruöflunum birg‑ inn. Allmikill strekkingur var þeg‑ ar þeir gengu á fjallið um síðustu jól, en ekki þó jafnkalsamt og 2011 þegar 24 gráðu frost var á toppnum og um 15 metra á sekúndu vind‑ hraði. Í það skiptið var ekki tekin nestispása á toppnum, enda hangi‑ kjötið og flatkökurnar orðið full‑ stíft og kalt til neyslu. Hvað þá að fjallagarparnir gæfu sér tóm til að svara símhringingum og láta vita af sér af hættu við að hljóta kalsár á fingrum, en kuldinn var farinn að bíta ansi hressilega í andlit. Orðið árlegt verkefni Guðmundur segir í frásögn frá göngunni um síðustu jól að gang‑ an á Skessuhornið væri orðið ár‑ legt verkefni sem þurfi að klára, líkt og að skreyta jólatréð og taka það niður eftir jól. „Veðrið var ágætt í Kópavoginum um morguninn og var því ekki neitt að gera nema kanna aðstæður í Skarðsheiði til að finna eitthvað meira spennandi veður. Vegagerðarskiltið fyrir Kjal‑ arnes og Hafnarfjall sýndu eitthvað um 30m/s í hviðum og var því kjör‑ ið að skoða hrygginn þennan dag. Eins og vanalega síðan 2006 var lokað hlið þegar að bænum Horni er komið og var því bara lagt við af‑ leggjarann og hliðið. Enn og aft‑ ur rifjar maður upp sögur af gamla manninum sem bjó þarna 2006, sem mætti út á hlað hálf hangandi á stafnum. Hann brosti nánast hring‑ inn við að fá heimsókn og það af fjallamönnum. Hans er sárt saknað en nú er bara læst hlið við veginn og mannlaust hús.“ Leitað að fjallinu Þykkur þokubakki lá yfir allri Skarðsheiði þennan dag og von‑ uðumst fjallagarparnir til að hann myndi lyfta sér eða fara, þar sem bjart var yfir norðanverðum Borg‑ arfirði. „Það var ekki mikill snjór á fyrripart heiðarinnar ofan Horns en þegar ofar dró varð alveg hvítt yfir öllu. Þegar ofar var komið í heiðina gengum við upp í þok‑ una og var skyggni nánast ekkert, kannski 20 metrar og þá sá maður bara glitta í grjót hér og þar upp úr snjónum sem blandaðist algjörlega þokunni. Vegna þessa varð þetta að fyrsta skiptinu sem við lendum í því að þurfa að leita að fjallinu sem á að fara að klifra og kom GPS tækið sér þá vel. Tókum við smá pásu á pall‑ inum undir hryggnum þar sem við borðuðum. Hryggurinn var í mjög skemmtilegu ásigkomulagi að þessu sinni. Það var nóg af snjó og mikil ísing sem brotnaði við það eitt að vera snert. Undir þessu öllu saman var svo ís á milli steina í bland við frosinn mosa svo klifrið gekk bara prýðilega, þó að það hafi ekki verið eins þægilegt og í apríl þegar allt er yfirleitt komið á kaf. Þegar á topp‑ inn var komið var stutt koníaks‑ pása. Það er þægilegt ofan á svona tindi að nánast er logn á honum þegar svona mikið rok er þar sem uppstreymið virkar eins og veggur á megin vindinn. Á niðurleiðinni er alltaf gott að vera með GPS og eiga punkt á fyrstu mögulegu snjórenn‑ una niður. Stormviðvörun frá Almannavörnum Eins og áður segir voru aðstæð‑ ur enn meira krefjandi í jólagöng‑ unni á Skessuhornið 2011. „Þegar við vorum að leggja af stað úr bíln‑ um heyrðum við stormviðvörun frá Almannavörnum. Fyrst við vor‑ um komnir þarna upp eftir ákváð‑ um við að það væri of seint að snúa við. Okkur datt einnig í hug hvort við ættum ekki bara að hringja í vini okkar hjá Almannavörnum og kasta á þá kveðju á toppnum. Við geng‑ um bara rólega upp heiðina í átt að Skessuhorninu. Það var algjör‑ lega snjólaust á leiðinni og meira að segja var nánast snjólaust á horninu sjálfu en það var duglega hrímað. Smá ís á milli steina sem maður gat pikkað í til að koma sér upp. Upp fórum við þó tíma tæki og vorum komnir upp á topp um klukkan 15 í þvílíkum kulda, hitamælirinn hjá Gumma sýndi ‑24°c og ég giska á að það hafi verið svona 15 m/s þarna þannig að það var ekki tek‑ in nestispása. Þegar við vorum að taka myndir af hvor öðrum tókum við líka eftir því að við Einar vor‑ um farnir að kala á kinnum og nefi. Það var því til ráðs að byrja strax að lækka sig niður og sleppa símtalinu til Almannavarna í þetta skiptið. Gangan niður var seinfarin þar sem lítill snjór var á svæðinu og svolít‑ ið ísað vegna hlákunnar ógurlegu um jólin. Þurfti því að fara varlega og hægt yfir. Allt gekk þetta þó og tókum við langþráða kaffipásu þeg‑ ar myrkrið var að skella á og sett‑ um einnig upp höfuðljós. Maturinn var ótrúlega góður eftir svelti dags‑ ins. Jafnvel þó svo að ég hafi þurft að láta flatkökurnar og hangikjötið þiðna í munninum um stund áður en hægt var að éta það,“ segir af ferðinni á Skessuhorn milli jóla og nýárs 2011. þá Þjóðahátíð Vesturlands er meðal tíu menningarverkefna sem tilnefnd er til Eyrarrósarinnar að þessu sinni. Eyrarrósin beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjöl‑ breytni, nýsköpunar og uppbygg‑ ingar á sviði menningar og lista. Að verðlaununum standa Byggða‑ stofnun, Flugfélag Íslands og Lista‑ hátíð í Reykjavík. Fimmtudaginn 23. janúar næstkomandi verður til‑ kynnt hvaða þrjú verkefni hljóta viðurkenningu. Eitt þeirra hlýtur að lokum Eyrarrósina, 1.650.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands en tvö verkefni hljóta 300.000 króna viðurkenn‑ ingu og flugferðir frá Flugfélagi Ís‑ lands. Eyrarrósin verður síðan af‑ hent með viðhöfn laugardaginn 15. febrúar næstkomandi í Menning‑ armiðstöðinni Skaftfelli á Seyðis‑ firði. Dorrit Moussaieff forsetafrú verndari Eyrarrósarinnar afhendir verðlaunin að vanda. Metfjöldi umsókna er í ár til Eyr‑ arrósarinnar, en fjörutíu og sex fjöl‑ breytt verkefni víða um land sóttu um. Þau tíu sem koma til greina að hljóta viðurkenningarnar þrjár eru: Verksmiðjan Hjalteyri, Hammond‑ hátíð á Djúpavogi, Áhöfnin á Húna II, Skrímslasetrið á Bíldu‑ dal, Kammertónleikar á Kirkjubæj‑ arklaustri, Tækniminjasafn Aust‑ urlands, Reitir á Siglufirði, Lista‑ setrið Bær í Skagafirði, Kómedíu‑ leikhúsið auk Þjóðahátíðar Vestur‑ lands. þá Nægur snjór var í fjallinu í jólaferðinni 2011 þegar frostið fór í -24°c. Gengur á Skessuhorn nánast um hver jól Guðmundur Freyr í jólagöngunni síðustu, vel hrímaður uppi á Skessuhorni. Haraldur Örn í einni klettaspönninni í Skessuhorni um síðustu jól. Frá þjóðahátíð á Vesturlandi. Lengst til hægri er Pauline McCarthy sem staðið hefur fyrir hátíðinni frá upphafi. Ljósmynd Áslaug Þorvaldsdóttir. Þjóðahátíð Vesturlands tilnefnd til Eyrarrósarinnar Skarðsvík á Snæfellsnesi var meðal þeirra staða sem átaksverkefnið Inspired by Iceland skartaði í auglýsingum sínum. Ferðamönnum fjölgaði um 134 þúsund í fyrra

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.