Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2014 Þær breytingar urðu hjá Ólafsvík‑ urhöfn um síðustu áramót að Jón Guðmundsson lét af störfum eft‑ ir áratuga starf við hafnir Snæ‑ fellsbæjar. Daginn fyrir gamlárs‑ dag vann hann sína síðustu vakt sem hafnarvörður á Ólafsvíkur‑ höfn, en hann lét af störfum um ár‑ mótin sökum aldurs. Breytingarnar leggjast mjög vel í Jón en hann hef‑ ur meirihluta starfsævinnar verið í störfum tengdum höfnum lands‑ ins. Hann hóf störf hjá Hafnarsjóði Snæfellsbæjar árið 1994, vann þá að viðhaldi við hafnirnar og ýmsar framkvæmdir. Einnig leysti hann af á vigtinni ef þurfti. Hann tók síð‑ ar við stöðu hafnarvarðar í Rifi og seinna í Ólafsvík. Starf hafnarvarð‑ ar hefur breyst mikið síðan hann hóf störf. Að sögn Jóns þurfti hann að laga sig að mörgum nýjum hlut‑ um og gekk það yfirleitt vel. Sem dæmi að þegar hann byrjaði var unnið „í lóðsinum“ sem var í tölv‑ unni hjá þeim og svo sent í burtu. Í dag er þetta allt unnið í miðlæg‑ um gagnagrunni sem kallast Gafl‑ inn og er staðsettur í Hafnarfirði. Tölvuvinna er því orðin stærsti hluti starfsins og góð tölvukunnátta því mikilvæg. Höfnin mikilvægari en íbúðarhúsið Fyrstu kynni Jóns af vinnu við hafn‑ ir voru 1963 í Stykkishólmi, en þá vann hann hluta úr sumri við end‑ urbætur á smábátabryggjunni þar. Segir Jón að það hefði verið fyrir algjöra tilviljun að hann byrjaði að vinna við hafnir og ekkert endilega verið ætlunin að gera það að ævi‑ starfi. Árið 1974 byrjaði hann þó fyrst fyrir alvöru að vinna við hafn‑ ir en þá hóf hann störf hjá Vita‑ og hafnamálastofnun Íslands sem í dag heitir Siglingastofnun og er hluti af Samgöngustofu. Upp frá þessu vann hann í fjölda ára við hafnir og hafnarframkvæmdir vítt og breytt um landið. Fyrst sem starfsmað‑ ur og aðstoðarmaður verkstjóra og síðar sem yfirverkstjóri. Upphaf‑ ið var að hann vann að gerð suður‑ garðsins í Ólafsvíkurhöfn með Eiði Gíslasyni sem var yfirverkstjóri. Það átti aldrei að verða nema stutt‑ ur tími þar sem Jón stóð í húsbygg‑ ingu á þessum tíma. Meðal annars ætlaði hann að fá frí til að setja þak og fleira á húsið til þess að fá fok‑ heldisvottorð. Yfirmaður bæjar‑ félagsins neitaði honum um fríið og sagði að séð yrði til þess að hann fengi vottorðið. Það lægi meira á hafnargarðinum, hitt kæmi síðar. Komið að flestum höfnum landsins Á þeim árum sem Jón var að byrja í þessari vinnu var ekki mikið um frí. Miðuðust þau við að starfsmenn byggju í Reykjavík, en Jón bjó í Ólafsvík. Var þá venjan að helg‑ arfrí fengist fimmtu hverja helgi en lengsti tíminn sem hann var frá fjölskyldu og heimili var um það bil þrír mánuðir. Þá tíðkaðist það að þegar hafnarframkvæmdir fóru fram voru sendir verkstjórar sem tóku með sér öll verkfæri og vinnu‑ skúra á staðinn og réðu sér starfs‑ menn á viðkomandi stað. Var þetta gert til að fjármunirnir færu ekki úr hverju byggðarlagi fyrir sig. Seinna breyttist þessi vinna þegar útboðs‑ skyldan kom og fólst vinnan hjá honum í lokin hjá Vita‑ og hafna‑ málastofnun í eftirliti með verk‑ um. Segir Jón að ekki sé til sú höfn á Íslandi sem hann hafi ekki ann‑ að hvort komið að eða unnið við. Þegar Jón var spurður hvað tæki við nú þegar hann væri hættur, var hann fljótur til svars. „Það sem bíð‑ ur eftir mér núna er að leika mér og gera það sem ég vil, þegar ég vil.” Að lokum vildi Jón koma á fram‑ færi þakklæti til samstarfsmanna og yfirmanna bæði hafnarinnar og sveitarfélagsins í gegnum árin fyr‑ ir mjög gott samstarf og óskar þeim alls hins besta. þá Bækur og sögur verða í hávegum hafðar helgina 27. febrúar til 2. mars næstkomandi þegar Júlíana, hátíð sögu og bóka, fer fram í annað sinn í Stykkishólmi. Hátíðin er nefnd eftir Júlíönu Jónsdóttur skáldkonu, sem fyrst íslenskra kvenna fékk út‑ gefna eftir sig ljóðabók árið 1876, en á þeim tíma bjó hún í Stykkis‑ hólmi. Í tilefni hátíðarinnar hefur undirbúningsnefnd hleypt af stokk‑ unum smásagnasamkeppni þar sem í boði verða glæsileg verðlaun fyr‑ ir sigurvegara. „Keppnin fer fram í tveimur flokkum, annars vegar 17 ára og eldri og hins vegar 16 ára og yngri. Að auki verður sérstakur flokkur tileinkaður yngri bekkjum Grunnskólans í Stykkishólmi og verður unnið í samstarfi við kenn‑ ara skólans,“ segir Gréta Sigurðar‑ dóttir einn skipuleggjenda hátíðar‑ innar og hótelstjóri á Hótel Egilsen í Stykkishólmi. „Þátttakendur hafa frjálsar hend‑ ur í sínum skrifum en þó hvetjum við fólk til að huga að þema hátíð‑ arinnar í ár sem eru glæpir og mis‑ gjörðir. Þetta er í fyrsta skipti sem við efnum til samkeppni af þessu tagi. Smásagnagerð var í heiðri höfð á hátíðinni í fyrra þegar nem‑ endur Grunnskólans í Stykkishólmi tóku stig til og skrifuðu sögur. Þá var þemað „Konan í lífi nemenda“ ‑ í sama anda og þema hátíðarinn‑ ar í fyrra, en þá var þemað konan í bókum og sögum á Vesturlandi. Af‑ raksturinn varð 28 fjölbreyttar sög‑ ur. Sögunum var síðan stillt upp til aflestrar á Amtsbókasafninu meðan á hátíðinni stóð. Í ár viljum við taka skrefið lengra og hvetjum við nú fólk allstaðar í landshlutanum til að taka þátt og senda inn sögu,“ bætir Gréta við en nánari upplýsingar um smásagnasamkeppnina má finna í auglýsingu í Skessuhorni í dag. Glæpir og misgjörðir Ástæðuna fyrir vali skipuleggjenda á þemanu glæpir og misgjörðir seg‑ ir Gréta vera vilja þeirra til að vekja fólk til umhugsunar um slíka hluti. „Við erum ekki að einskorða okk‑ ur við glæpasögur þegar við töl‑ um um glæpi og misgjörðir, heldur líka sögur þar sem slæm framkoma, ókurteisi og jafnvel einelti hefur áhrif á atburðarás. Misgjörð þarf ekki endilega að vera refsiverð þó hún sé iðulega slæm og hafi afdrífa‑ rík áhrif á fólk. Því viljum við með þessu þema vekja athygli á þessum þætti í samskiptum fólks og til að ná því markmiði höfum við í for‑ grunni bækur sem fjalla um þetta efni,“ segir Gréta. Meðal þeirra bóka sem fá þennan sess á hátíðinni eru Sæmd eftir Guðmund Andra Thorsson og bókin Glæsir eftir Ár‑ mann Jakobsson. Glæsir verður til dæmis lesin í leshóp sem hittast mun á Hótel Egilsen vikulega fram að hátíð. Áðurnefndir rithöfund‑ ar munu halda fyrirlestra á hátíð‑ inni að sögn Grétu en einnig mun glæpasagnahöfundurinn Árni Þór‑ arinsson koma og fjalla um glæpi í sínum sögum. „Af nægu er því að taka,“ bætir Gréta við. Fjölbreytt dagskrá Gréta segir dagskrá hátíðarinnar enn í mótun og verður hún kynnt um næstu mánaðamót. „Hátíðin verður með fjölbreyttu sniði eins og áður. Setningarathöfnin fer fram í Vatnasafninu líkt og í fyrra. Stefnt er að því að fram fari leikupplestur í gömlu kirkjunni á leikriti Júlíönu Jónsdóttur um víg Kjartans Ólafs‑ sonar og einnig verður boðið upp á viðburði í heimahúsum eins og í fyrra. Efnt verður til sögugerðar á Hótel Egilsen og þá lýkur hátíðinni á sunnudeginum með matarveislu á Hótel Egilsen á sömu nótum og þorskhausaveislan hjá Sigríði Erlu á síðustu hátíð. Að auki munum við líkt og í fyrra veita heiðursviður‑ kenningu til ákveðins einstaklings fyrir framlag sitt til mennta‑ og menningarmála í Stykkishólmi. Þá var einmitt Ingveldur Sigurðardótt‑ ir kennari heiðruð,“ segir Gréta, en ásamt henni eru þær Sigríður Erla Guðmundsdóttir, Dagbjört Hösk‑ uldsdóttir og Þórunn Sigþórsdóttir í undirbúningsnefnd. Bókin stendur nærri Hátíðin í fyrra heppnaðist framar vonum að mati Grétu og var hver einasti viðburður fullsetinn. Til‑ hlökkun er því í skipuleggjend‑ um. „Við verðum varar við mikinn áhuga á framtakinu. Okkur finnst viðeigandi að heiðra bækur og sög‑ ur með þessum hætti þegar skamm‑ degið er hvað mest. Bókin stend‑ ur okkur nærri, ekki síst yfir vetr‑ armánuðina þegar margir sitja við kertaljós og lesa. Því verðskuldar bókin og sagan hátíð sem þessa,“ segir Gréta. Allir er velkomnir og vonumst við til að sjá sem flesta á Júlíönu ‑ hátíð sögu og bóka í Stykkishólmi í lok febrúar.“ hlh / Ljósm. Eyþór Ben.Gestir í Kúldshúsi á hátíðinni í fyrra. Smásagnasamkeppni haldin í tilefni bókahátíðarinnar Júlíönu í Stykkishólmi Upplestur í Bókaverzlun Breiðafjarðar á hátíðinni í fyrra. Anna Margrét og Sara Hlín Sigurðardóttir lesa upp. Á síðustu vaktinni var komið að því að skila lyklakippunni með lyklum að hafnarhúsinu. Hætti vegna aldurs eftir áratuga starf við hafnir Skálað í koníaki þegar Jón lét af störfum á gamlársdag. Frá vinstri talið: Páll Stefánsson, Jón Guðmundsson, Björn Arnaldsson, Þórður Björnsson, Pétur Bogason og Fannar Hilmarsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.