Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2014 Finnur Andrésson áhugaljósmynd‑ ari á Akranesi hefur stofnað nýjan ljósmyndaklúbb sem fengið hef‑ ur nafnið Huginn eftir öðrum af hröfnum Óðins í norrænni goða‑ fræði. „Þessi ljósmyndaklúbbur er stofnaður fyrir fólk sem hefur áhuga á ljósmyndun. Markmið klúbbs‑ ins er fyrst og fremst að hafa gam‑ an og læra hvert af öðru. Í klúbbn‑ um er litið á alla sem jafningja, ekk‑ ert aldurstakmark er svo ungir sem aldnir geti verið með okkur,“ seg‑ ir Finnur í tilkynningu. Aðspurður segir Finnur að hann og einhverj‑ ir fleiri hafi ekki fundið sig í Ljós‑ myndaklúbbnum Vitanum, sem starfræktur hefur verið í nokkur ár á Akranesi og nágrenni og því hafi þeir ákveðið að stofna annað fé‑ lag. Finnur var félagi í Vitanum til skamms tíma. „Þeir sem vilja ganga til liðs við klúbbinn geta sent tölvu‑ póst á: huginnljosmyndaklubbur@ gmail.com,“ segir í tilkynningu. mm Það er öruggt að núverandi stjórn‑ völd hafa engan áhuga á því að þjóð‑ in fái að kjósa um nýja stjórnarskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, eins og ætlunin var að gert yrði af síðustu ríkisstjórn. Núver‑ andi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur engan áhuga á að efla lýðræði í landinu eins og sýndi sig ljóslega í þeirri heiftarlegu and‑ stöðu við tillögur að nýrri stjórnar‑ skrá sem Samfylkingin og Vinstri grænir lögðu fram. Í þeim drögum að nýrri stjórnarskrá var meðal ann‑ ars ákvæði um persónukjör í öllum þjóðarkosningum, sem ég tel eitt‑ hvert mikilvægasta atriðið í þeim. Í núverandi stjórnarskrá eru engin bein ákvæði um sveitarstjórnakosn‑ ingar. Það eina sem þar stendur er í 78.grein. En þar segir: „Sveitarfé‑ lög skulu sjálf ráða málefnum sín‑ um eftir því sem lög ákveða.“ Og í lögum um sveitarstjórnakosningar segir í VI. kafla í 32. grein. „Greina skal í auglýsingu bókstaf framboðs‑ lista og nöfn frambjóðenda á hverj‑ um lista í réttri röð.“ Þarna segir ekkert um hverskonar röð, stafrófs‑ röð, aldursröð eða hlutkestaröð. Í IX. kafla 58. grein. segir í annarri málsgrein: „Vilji kjósandi breyta nafnaröð á lista þeim er hann kýs setur hann tölustafinn 1. fyrir fram‑ an það nafn er hann vill hafa efst, töluna 2. fyrir framan það nafn sem hann vill hafa annað í röðinni, töl‑ una 3. fyrir framan það nafn sem hann vill hafa það þriðja o.s.frv.“ Í X kafla 86.grein segir þar sem seðl‑ ar eru merktir: „Nöfnum frambjóð‑ anda á listanum er nú raðað þann‑ ig að sá frambjóðandi sem hefur fengið flest atkvæði í 1. sæti, sam‑ kvæmt 2 málsgr. hlýtur það sæti. Sá frambjóðandi að þessum slepptum, sem hlotið hefur flest atkvæði í 1. og 2. sæti, samanlagt hlýtur annað sæti o.s.frv. Uns raðað hefur verið í sæti svo mörgum frambjóðendum listans að ljóst sé hverjir hafa hlotið kosningu sem aðalmenn og eru þá hinir varamenn.“ Það er augljóst samkvæmt þessu, sem tekið er orðrétt upp úr lögum um sveitarstjórnarkosningar, að það er engin hindrun á að hefja pers‑ ónubundnar kosningar til sveitar‑ stjórna. Persónukjör af framboðs‑ listum til sveitar‑ og fylkisstjórna á Norðurlöndum hefur verið algengt um nokkurn tíma og því skyldi ekki vera hægt að taka það upp hér, þar sem í reynd ekkert bannar það. Ég hef rætt þetta nokkuð við stjórn‑ málafræðing og lögfræðing og báðir sögðu þeir að það væri ekk‑ ert í lögum sem bannaði persónu‑ kjör í sveitarstjórnarkosningum. Ef nokkur sannur vilji hefur verið fyrir því, hjá þeim pólitísku flokkum sem vildu koma á persónukjöri (Sam‑ fylkingunni og Vinstri grænum) þá ber þeim skylda til þess að óska eft‑ ir því við kjósendur sína að þeir raði nöfnum listans eftir sínum vilja. Þetta væri hægt að gera með aug‑ lýsingu um leið og listinn er lagð‑ ur fram og það staðfest með und‑ irskrift allra framjóðenda og með‑ mælenda listans. Ef þetta yrði gert og tækist núna, þá gæti það orðið fyrsti vísir þess að auka persónu‑ kjör til fleiri opinberra starfa. Hafa menn gert sér grein fyrir því hversu fáir aðilar ráða því í raun hverjir komast í sveitarstjórnir? Það eru oft örfáir aðilar úr innsta hring flokks‑ ins sem ráða því hverir eru í efstu sætum listanna. Tökum dæmi: Flokkur með tæp‑ lega 300 meðlimi kýs úr átta manna framboði menn innan flokksins, þrjár manneskjur í þrjú efstu sætin. Þátttaka flokksmeðlima var rösk‑ lega 70% það er um 200 manns. Flokkurinn fékk um 2000 atkvæði þannig að 10% kjósenda flokks‑ ins réði hverjir fóru í sveitarstjór‑ nina. Samkvæmt framansögðu er það mín skoðun að það sé full‑ komlega leyfilegt að leggja fram lista, þar sem kjósendur geta tölu‑ sett nöfn á þeim lista sem hann kýs og raðað þannig nöfnum eftir sínum geðþótta. Um persónukjör til Alþingis samkvæmt núverandi stjórnarskrá, gegnir allt öðru máli, þar eru skýr ákvæði um kosningar, sem gefa enga möguleika til pers‑ ónukjörs af listum að svo komnu máli. Sveitarstjórnarkosningar eiga að vera persónubundnar, því verk‑ efni sveitarstjórna er mjög þröng‑ ur stakkur skorinn innan löggjafar Alþingis, tekjustofnum, reglugerð‑ ir, skipulagsmál og fleira eru að mestu ákvarðaðar innan löggjafans. Yfir 90% af verkum sveitarstjórna er að útdeila þeim fjármunum sem þær fá til samfélagslegra verkefna í sveitarfélaginu innan ramma lög‑ gjafans og kemur lítið sem ekkert flokkspólitík við. Persónukjör í kosningum finnst mér vera eitt allra veigamesta ákvæðið fyrir framvindu auk‑ ins lýðræðis í landinu. Og að lok‑ um þetta: 1. Það er aukning á lýð‑ ræði til fólksins í landinu að pers‑ ónukjör verði tekið upp í kosning‑ um. 2. Það heggur að því flokks‑ ræði sem margir telja að sé ástæða minnkandi áhuga fólks á afskiptum af pólitík. 3. Og ég veit að hvert það framboð sem þetta gerir verð‑ ur sigurvegari í komandi kosning‑ um. Hafsteinn Sigurbjörnsson, Akranesi Í viðtali Skessuhorns hinn 4. janú‑ ar sl. við undirritaðan má skilja að kröfur um þjóðlendur í Borgar‑ byggð séu settar fram af óbyggða‑ nefnd. Að vísu kemur þar einn‑ ig skýrt fram að það er fjármála‑ ráðherra sem setur fram kröfu um þjóðlendur f.h. íslenska ríkis‑ ins. Til þess að forða öllum mis‑ skilningi þá er rétt að undirstrika að Óbyggðanefnd hefur aðeins það hlutverk á þessu stigi máls‑ ins að taka á móti kröfugerð fjár‑ málaráðherra og birta hana lögum samkvæmt. Óbyggðanefnd kem‑ ur ekki að mótun eða gerð krafna fjármálaráðherra enda er nefnd‑ in óháður úrskurðaraðili um hvort viðurkenna skuli kröfur fjármála‑ ráðherra eður ei. Þessi athuga‑ semd er sett fram til að taka af öll tvímæli um að hinar ágengu kröfur fjármálaráðherra um þjóðlendur á svæði 8b, Mýra‑ og Borgarfjarðar‑ sýslu eru unnar á lögmannstofunni Juris á ábyrgð fjármálaráðherra og Óbyggðanefnd kemur þar hvergi nærri. Óðinn Sigþórsson. Í framhaldi af grein minni um „Se‑ menstreitinn“ í síðasta blaði og á vef Skessuhorns, þá kemur hér við‑ bót sem á eingöngu við þann hluta svæðisins sem verður afhentur síð‑ ar, samkvæmt fyrirliggjandi samn‑ ingi. Hér er dæmi um hvernig breyta má gömlu iðnaðarsvæði og sílóum í nútíma hótel/íbúðir o.fl. Þessi bygging er á Islands Brygge í Kaup‑ mannahöfn. Þetta eru sambæri‑ leg síló og eru í Sementverksmiðj‑ unni, bara stærri. Á Sementsreitn‑ um standa fjögur fram við hafnar‑ garð og önnur fjögur, lægri, standa inn við skorsteininn. Í dag er meira en áður horft til að sjá tækifæri í því sem fyrir er og vinna út frá því. Nærtæk dæmi þess eru víða á gömlu hafnar‑ og iðn‑ aðarsvæðunum í Kaupmannahöfn, á Fornebu flugvelli við Osló og áfram mætti lengi telja. Pálmi Pálmason. Ath. Grein Pálma birtist í síðasta Skessu- horni en vegna mistaka birtist einungis önnur af tveimur skýringarmyndum sem henni átti að fylgja. Beðist er velvirðingar á því og greinin birt í heild sinni á ný. Sílóin á Íslandsbryggju fyrir og eftir að þeim var breytt í hótel/íbúðir. Nú er fyrirhuguð stofnun Hollvina‑ samtaka Heilbrigð‑ isstofnunar Vesturlands og eru það góð tíðindi. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn, því hart er veg‑ ið að þessari stofnun. Tækjakostur er orðin bágborinn og þarf endur‑ nýjunar við. Er það markmið þess‑ ara samtaka að reyna í samstarfi við velunnara stofnunarinnar að endur‑ nýja eitthvað af þeim tækjum í sam‑ ráði við forstöðumenn. Nærþjónusta er mjög mikilvæg þ.e. að fljótt sé hægt að komast til læknis og greina sjúkdóma strax. Til þess þarf góð tæki. Það má ekkert til spara til að það sé mögulegt fyrir okkur Akurnesinga og Vestlendinga alla að halda í og gera vel við þessa góðu stofnun. Það er forsenda þess að hér sé gott að búa. Sjúkrahús Akraness er sú stofnun sem ég hef kynnst best og veit um það frábæra starf sem þar er unn‑ ið. Það er eitthvað sem allir bæj‑ arbúar hér á Akranesi vita og hef‑ ur sjúkrahúsið verið stolt okkar alla tíð bæði hvað varðar góða lækna og frábæra umönnunaraðila. Það þekki ég af eigin raun i langvarandi veik‑ indum eiginmanns míns og veit ég ekki hvernig við hefðum farið að ef ekki hefði verið fyrir þetta frábæra fólk sem þarna starfar á öllum svið‑ um. Ég sagði alltaf að það væri ekki bara læknisfræðilegs eðlis heldur líka sálfræðilegt og félagsfræðilegt, þó ekki bæri þeim skylda til þess. Mér finnst það lýsa starfsfólkinu og þessari stofnun. Orðspor sjúkrahússins hefur bor‑ ist víða. Sérfræðingar og læknar í Reykjavík sem ég átti í samskiptum við vegna veikinda eiginmanns míns höfðu oft á orði hversu lofsamlega sjúklingar þeirra sem höfðu þurft að dvelja á Sjúkrahúsi Akraness töluðu um sjúkrahúsið og starfsfólk þess. Að vera meðlimur í þessum sam‑ tökum er svipað og var hér áður þegar allir bæjarbúar voru skráð‑ ir í Slysavarnafélagið við skírn. Það þótti sjálfsagður hlutur. Við Skaga‑ menn stöndum saman þegar á reyn‑ ir. Ég man sem barn þegar verið var að selja merki Sjómannadagsins, all‑ ir keyptu, svo ekki sé talað um merki SÍBS, því flestir kynntust eða af af‑ spurn þeim vágesti sem berklarnir voru, þá var samstaðan mikil. Margt smátt gerir eitt stórt og vil ég hvetja Akurnesinga og Vest‑ lendinga alla til að mæta á stofn‑ fund Hollvinasamtakanna laugar‑ daginn 25. janúar kl. 12:00 á Sjúkra‑ húsi Akraness. Fá sér súpu og brauð og gerast meðlimir í þessum mikil‑ vægu samtökum. Sigríður Eiríksdóttir Pennagrein Kosningarnar í vor Pennagrein Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands Merki ljósmyndaklúbbsins Hugans. Búið að stofna annan ljósmyndaklúbb á Akranesi Pennagrein Nokkur orð um Óbyggðanefnd og þjóðlendukröfur Pennagrein Að breyta sílóum í hótel, íbúðir, vinnu- stofur/gallerí og skrifstofur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.