Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2014 Borgarbyggð – miðvikudagur 15. janúar Spilakvöld- Rússakeppni í Edduveröld kl. 20. Við byrjum að spila Rússa aftur. Allir geta spilað rússa ungir sem aldnir. Allir velkomnir. Grundarfjörður – fimmtudagur 16. janúar Fulltrúi sýslumanns Snæfellinga verður í Grundarfirði á skrifstofu, á lögreglustöðinni að Hrannarstíg, annan hvorn fimmtudag frá kl. 10 – 13:30 í vetur. Dalabyggð – fimmtudagur 16. janúar Drekaskátar í Dalabúð. Í Drekaskátum eru nemendur í 3.-4. bekk. Nýir félagar eru alltaf velkomnir. Drekaskátar funda á fimmtudögum kl. 14:25-15:10 í skátaherberginu. Fundir drekaskáta hefjast 16. janúar. Þéttbýlið í borg og bæ. Drekaskátar læra að þekkja umhverfi sitt, hættur í daglegu lífi og rétt viðbrögð við þeim. Áhersla á ævintýrið, hjálpsemina, glaðværðina og umgengni við náttúruna. Foringi Drekaskáta er Kristján Meldal í síma 434-1225. Dalabyggð – fimmtudagur 16. janúar Fálkaskátar í Dalabúð. Í Fálkaskátum eru nemendur í 5.-7. bekk. Fálkaskátar funda í skátaherberginu á fimmtudögum kl. 14:25-15:10 og annan hvern fimmtudag til 16:10. Fundir Fálkaskáta hefjast 16. janúar. Láglendið - tjaldbúðin. Hér fær ævintýraþráin frekari útrás og nýjar slóðir kannaðar. Í fjölbreyttum verkefnum er lögð áhersla á útilífið ásamt félagslyndi, hópefli, samvinnu og hreyfingu. Sveitaforingi og ábyrgðaraðili Fálkaskáta er Helga Elínborg í síma 843-0357. Foringjar eru Eva Lind, Katrín og Anna Margrét. Dalabyggð – fimmtudagur 16. janúar Glímuæfingar verða hjá Glímufélagi Dalamanna verða í Dalabúð á fimmtudögum kl. 17-18 frá 9. janúar og fram á vorið. Þjálfari er Jóhann Pálmason og ókeypis er á æfingar. Dalabyggð – föstudagur 17. janúar Kvenfélagið Fjóla heldur bingó í Árbliki kl. 20. Veglegir vinningar. Spjaldið kostar 500 kr. Borgarbyggð – föstudagur 17. janúar Leikdeild UMF Stafholtstungna frumsýnir leikritið “Allt í plati” eftir Þröst Guðbjartsson í Þinghamri, Varmalandi kl. 20:30. Sjá nánar frétt og auglýsingu í Skessuhorni. Borgarbyggð – föstudagur 17. janúar Loksins í heimahéraði. Hljómsveitin Baggabandið, sem upphaflega var stofnuð á Hvanneyri, spilar eigið efni á Kollubar kl. 22. Eftir tónleika verður ball. Baggabandið kynnir nýtt efni. Akranes – laugardagur 18. janúar Íbúafundur verður haldinn vegna Sementsverksmiðjunnar í Tónbergi milli kl. 10-13. Sjá nánar auglýsingu í Skessuhorni. Borgarbyggð – laugardagur 18. janúar Söguloft Landnámsseturs í Landnámssetrinu. Baróninn á Hvítárvöllum, Þórarinn Eldjárn flytur hina mögnuðu sögu Barónsins kl. 17. Akranes – laugardagur 18. janúar Tónleikar og ball með Baggabandinu á Gamla Kaupfélaginu kl. 22. Loksins á heimaslóðum: Hljómsveitin Baggabandið kynnir nýtt efni af væntanlegri plötu og leikur fyrir dansi á eftir tónleikum. Borgarbyggð – sunnudagur 19. janúar Reykdæladeild AA-samtakanna efnir til kynningar- og umræðufundar um alkahólisma og starfsemi deildarinnar í Logalandi kl. 14. Sérstakir gestir fundarins verða þeir Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á meðferðarstofnun SÁÁ og Rúnar Freyr Gíslason kynningarfulltrúi og nefna þeir erindi sitt Áfram Vogur. Boðið verður upp á kaffi og kökur – Allir velkomnir. Borgarbyggð – sunnudagur 19. janúar 2. sýning á leikritinu “Allt í plati” í Þinghamri, Varmalandi kl. 16. Leikdeild Umf. Stafholtstungna sýnir leikritið “Allt í plati” eftir Þröst Guðbjartsson. Borgarbyggð – mánudagur 19. janúar Félagsvist 3. kvöld í Þinghamri kl. 20.30. Þriðju spilin í þriggja kvölda keppninni. Verðlaun og veitingar. Nefndin. Akranes – þriðjudagur 21. janúar Blóðbankabíllinn við Ráðhúsið. Nú er tími til að gera fyrsta góðverk ársins. Blóðsöfnun verður frá kl. 10 - 17. Gefðu líf, gefðu blóð! Dalabyggð – þriðjudagur 21. janúar Æfingar Unglingasveitarinnar Óskars verða í húsi Björgunarsveitarinnar Óskar á þriðjudögum kl. 17:30-19, frá 7. janúar og út skólaárið. Í unglingastarfi sveitarinnar er mikið um útivist og þátttakendur læra margt sem við kemur starfsemi björgunarsveita. Einnig eru fyrirhugaðar heimsóknir til annarra björgunarsveita og stofnana. Umsjónarmenn unglingastarfsins eru Hermann Jóhann Bjarnason (sími 862-9755 og Sigurður Bjarni Gilbertsson (sími 844-6908). Frítt er á æfingar og allir áhugasamir í 8.-10. bekk eru velkomnir. Borgarbyggð – þriðjudagur 21. janúar Leitin að sögu Veru Hertzch í Snorrastofu Reykholti kl. 20:30. Jón Ólafsson heimspekingur og prófessor á Bifröst fjallar um bókina Appelsínur frá Abkasíu og rekur sögu aðalpersónu hennar, Veru Hertzsch á grundvelli æviminninga fanga, sem deildu kjörum með henni í fangabúðum Stalíns. Gúlagið kemur þar við sögu og hliðstæður þess í Rússlandi nútímans. Kaffiveitingar og umræður. Aðgangur kr. 500. Markaðstorg Vesturlands Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is Óska eftir starfi í sveit Handlaginn maður á járn og tré, óskar eftir starfi í sveit. Víla fátt fyrir mér. Húsnæði þarf að fylgja. Með mér í för er gæf hund tík. Er samviskusamur og reglusamur, þó ekki á tóbak. Sími: 696- 2731. Email: svanur16@gmail.com Hópferðaþjónusta Þarftu að flytja fólk?! Þorrablót-Góu- gleði-Árshátíðir-Óvissuferðir - ALLAR FERÐIR með fólk. Við hjá Sæti ehf. tökum að okkur keyrslu af öllum toga og hvert sem er, bílar af öllum stærðum. Gerum tilboð í allar ferðir, gott verð. Upplýsingar í s. 867-0528, Hlynur. Einnig á hlynur@saeti.is Týndur köttur Hann Brandur, heimilisköttur á Stað í Borgarbyggð, er týndur síðan í desember. Hann er geltur, spakur, grá- bröndóttur fressköttur með bláa ól. Gæti hafa sest upp í sumarbústöðum í nágrenni bæjarins. Vinsamlegast látið vita ef þið hafið orðið hans vör eða vitið um afdrif hans. S. 893-1793. Brit á Íslandi óskar eftir söluaðilum Brit er eitt vinsælasta gæludýrafóður landsins fyrir hunda og ketti. Óskum eftir endursöluaðilum á Brit um allt Vesturland, helst verslanir. Sendið upplýsingar á vorusel@gmail.com - sjá nánar á www.petmax.is Íbúð til leigu á Akranesi Óskað er eftir reyklausum og reglu- sömum leigjendum í 3ja herbergja 92 fm. íbúð á 2. hæð við Vesturgötu á Akranesi, auk 20. fm. geymslu. Fallegt útsýni og nýmáluð íbúð. Stutt í skóla og aðra þjónustu. Leigufjárhæð á mán- uði kr. 110 þús, fyrir utan rafmagn og hita. Dýrahald ekki leyft. Farið fram á bankaábyrgð sem nemur andvirði 3ja mánaða húsaleigu. Leigutími 12 mán- uðir eða lengur. Allar nánari uppl. veitir Ólöf í síma 848-5482 eða á kolbrun8@ hotmail.com Íbúð til leigu í Borgarnesi Þriggja herbergja íbúð á jarðhæð í húsi við Gunnlaugsgötu í gamla bænum í Borgarnesi er laus til leigu. Íbúðin er um 60 fm. og er laus strax. Uppl. í síma 864-3816. Viltu losna við bjúginn og sykurþörf- ina fljótt ? Þá er Oo- long- og Pu-er teið eitt það albesta. 1 pakki með 100 tepokum er á 4300. Ef keyptir eru 2 pk. eða fl. er verðið 7800. Sykurþörfin minnkar og hverfur oftast eftir nokkra daga. Gott fyrir líkamlega og andlega heilsu. Þú getur fengið grænt lífrænt te með á 1500. 100 pokar, kynningarverð. S: 845- 5715 Nína. Útsalan er hafin Afsláttur af öllum vörum - sendum frítt - Flottar vörur á frábæru verði. http:// www.123bud- in.is/ Bílaþvottur Sylvíu Tek að mér að þrífa og bóna bíla á mjög sann- gjörnu verði. Nota aðeins hágæða efni. Get sótt og skilað ef þess þarf án auka kostnaðar. Er vandvirk og hef ágætis reynslu. Sími 8621859 eða https://www.facebook.com/bilat- hvottursylviu Stott pilates námskeið Nýtt 8 vikna pilates námskeið hefst þann 8.janúar. Kennt er í Heilsan mín á miðvikudögum kl. 18.45. Einnig í boði 5 tíma grunnnámskeið til að kynnast þessu frábæra æfingakerfi sem snýst um jafnvægi í styrk og liðleika, djúpöndun, gæði hreyfinga og góða líkamsstöðu. Kennari er Anna Sólveig sjúkraþjálfari, s: 849-8687. Vinsæl og gagnleg námskeið á netinu Vinsæl og gagnleg námskeið á netinu, bókhaldsnámskeið, námskeið í skatt- skilum fyrirtækja o.fl. Skráning http:// fjarkennsla.com eða samvil@simnet.is. Sími:898-7824. Á döfinni ÝMISLEGT Nýfæddir Vestlendingar www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 ATVINNA ÓSKAST BÍLAR/VAGNAR/KERRUR DÝRAHALD LEIGUMARKAÐUR TIL SÖLU 7. janúar. Drengur. Þyngd 4.075 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar: Erna Marín Baldursdóttir og Stefán Helgi Grétarsson, Hafnarfirði. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. 12. janúar. Drengur. Þyngd 3.425 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Ragna Lóa Sigmarsdóttir og Halldór Ingi Stefánsson, Akranesi. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir – Lára amma tók á móti. 13. janúar. Drengur. Þyngd 3.420 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar: Heiðrún Halldórsdóttir og Jóhann Ingi Þorsteinsson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir. 13. janúar. Stúlka. Þyngd 3.575 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Kristín Sævarsdóttir og Jón Mikael Jónasson, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. Nánar www.lbhi.is Garðyrkjuframleiðsla í Garðyrkjuskólanum Landbúnaðarháskóli Íslands Nám á framhaldsskólastigi. Nemendur fá staðgóða þekkingu í garðyrkjuframleiðslu. Tvær brautir. Garð- og skógar- plöntubraut - Ylræktarbraut. Nánar www.lbhi.is Hestafræði - BS nám Landbúnaðarháskóli Íslands Nám í hestafræðum til BS-prófs við Landbúnaðar- háskóla Íslands undirbyr fólk fyrir störf í atvinnugreininni - við rekstur hrossabúa, fyrir sérhæfða þjónustu og ráðgjöf.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.