Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2014 Hver er uppáhalds málshátturinn þinn? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Gísli Jens Guðmundsson Allt er hey í harðindum sagði hesturinn og át gaddavírinn. Elísabet Ingadóttir Að hika er sama og tapa. Valdís Inga Valgarðsdóttir Margur er knár þótt hann sé smár. Svala Pálsdóttir Góður á jafnan góðs von. Trausti Már Ísaksen Margt smátt gerir eitt stórt. Bridgespilarar á Vesturlandi lágu ekki í híði um hátíðarnar frekar en vant er. Nokkrir spilarar héldu í víking og spiluðu jólamót Bridge‑ félags Hafnarfjarðar. Þar kom ber‑ sýnilega í ljós að Borgfirðingar eru frekar slappir á útivelli. Sveinbjörn og Lárus gerðu best okkar manna en hinir voru þeim langt að baki. Fyrstu helgina í janúar var svo Bridgehátíð Vesturlands haldin á Hótel Hamri. Fyrri daginn var sveitakeppni á dagskránni. 22 sveit‑ ir mættu til leiks og úr varð heljar‑ keppni. Leikar fóru þannig að sveit Ljósbrár Baldursdóttur fór með sigur af hólmi. Með henni spiluðu Matthías Vilhjálmsson, Karl Sig‑ urhjartarson og Sævar Þorbjörns‑ son. Í öðru sæti varð sveit Grá‑ brókar með Kristján Björn Snorra‑ son fremstan meðal jafningja, sem voru Birkir Jón Jónsson, Jörundur Þórðarson og Hjálmar S Pálsson. Þriðju urðu svo liðsmenn Grant Thornton en það voru þeir bræð‑ ur Oddur og Hrólfur Hjaltasynir ásamt Sveini R Eiríksyni og Þresti Ingimarssyni. Daginn eftir var svo komið að tvímenningnum. 20 pör létu sjá sig. Eftir 44 spennuþrungin spil voru það Birkir Jón Jónsson og Guð‑ mundur Baldursson sem stóðu efst‑ ir, aðrir urðu Örvar Óskarsson og Guðni Einarsson og þriðja sætið hrepptu Guðný Guðjónsdóttir og Harpa Fold Ingólfsdóttir. Á þrettándanum var svo fyrsta spilamennska ársins í Logalandi. Sveinbjörn og Lárus unnu nokkuð sannfærandi og ferðafélagar þeirra, Magnús B og Eyfi Kiddi, urðu aðr‑ ir. Jón og Baldur enduð svo í þriðja sæti. 13. janúar var svo spilað aftur og þá voru það Guðmundur á Stein‑ um og Egill í Örnólfsdal sem stálu senunni. Þeir sátu rólegir út í horni og tóku hvert parið á fætur öðru og bruddu það í sig, uppskeran varð enda 69%! Stefán og Sigurður Már skoruðu einnig vel eða 64% en það þykir venjulega býsna gott. Svein‑ björn og Lárus urðu í þriðja sæti með 56%. Næst er röðin komin að sveita‑ keppni félagsins. Þeir sem ekki mættu síðasta kvöld, en vilja vera með, er bent á að skrá sig hjá Jóni á Kópareykjum. Keppnin mun standa yfir í 5 vikur. Helgina 15.‑16. febrúar er svo Vesturlandsmót í Sveitakeppni á Hótel Hamri. Þar verður og keppt um fjögur sæti á Íslandsmóti. Skráning hjá Ingimundi: zetorinn@ visir.is ij Um helgina fór Meist‑ aramót 15‑22 ára í frjálsum íþróttum fram í Laugardalshöllinni. Alls voru 217 skráðir til þátttöku frá um 16 fé‑ lögum af landinu. Borgfirðingurinn knái, Helgi Guðjónsson úr UMSB, tók þátt á mótinu og gerði sér lít‑ ið fyrir og varð Íslandmeistari bæði í 800 m. hlaupi og 1500 m. hlaupi 15 ára. Eins og fram hefur kom‑ ið í Skessuhorni er Helgi fjölhæfur íþróttamaður. Hann setti meðal ann‑ ars markamet með 4. flokki í knatt‑ spyrnu í sumar sem leið, en hann æfir og keppir með Fram í Reykjavík. mm Snæfellskonur halda áfram á sig‑ urbraut og unnu tvo góða sigra í vikunni sem leið. Þær unnu sann‑ færandi sigur þegar Hamarsstúlk‑ ur úr Hveragerði komu í heimsókn sl. sunnudag, 71:58. Þá unnu þær öruggan sigur á Val á Hlíðarenda miðvikudeginum áður, 75:52. Snæ‑ fell er nú komið í 28 stig í Dom‑ inosdeildinni, fjórum stigum fyr‑ ir ofan Hauka og Keflavík. Ham‑ arsstúlkur komu ákveðnar til leiks í Hólminum á sunnudaginn, voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta. Það var ekki fyrr en á síðustu mín‑ útum fyrri hálfleiks sem Snæfells‑ konum tókst að ná góðu forskoti í leiknum með 15:0 kafla. Staðan í hálfleik var 33:24 fyrir Snæfell. Heimastúlkur héldu áfram á sömu braut í þriðja leikhluta og voru komnar með góða stöðu fyrir loka‑ fjórðunginn, 52:36. Þær sigldu síð‑ an öruggum sigri heim í lokakafl‑ anum og endaði leikurinn 71:58. Hjá Snæfelli var Chynna Brown stigahæst með 23 stig og 8 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir skor‑ aði 18 og tók 11 fráköst, Hildur Björg Sigurðardóttir 12 stig og 12 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteins‑ dóttir 8 stig og 8 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir og Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3 stig hver og þær Hugrún Valdimarsdóttir og Aníta Sæþórsdóttir 2 stig hvor. Í leiknum gegn Val sl. miðviku‑ dagskvöld voru það nöfnurnar sem á dögunum voru valdar í úrsvalsl‑ ið deildarinnar sem fóru fyrir Snæ‑ fellsliðinu. Hildur Sigurðardóttir skoraði 18 stig, tók 9 fráköst og átti 8 stoðsendingar og Hildur Björg Kjartansdóttir 12 stig og 13 fráköst. Chynna Brown skoraði 15 stig og tók 6 fráköst, Þá skoraði Helga Hjördís Björgvinsdóttir 14 stig og aðrar minna. Í næstu umferð í Dominosdeild‑ inni fara Snæfellskonur til Njarð‑ víkur og fer sá leikur fram í kvöld, miðvikudag. þá Knattspyrnufélag ÍA og Hjörtur Júl‑ íus Hjartarson knattspyrnumaður hafa komist að samkomulagi um að Hjörtur leiki með liðinu á næstu leik‑ tíð. Hlutverk Hjartar í sumar mun fyrst og fremst verða að styðja við þá framherja sem fyrir eru hjá liðinu. „Vonir standa til að þeir muni geta nýtt sér þá miklu reynslu og þekk‑ ingu sem Hjörtur hefur á leiknum. Hjörtur er þekktur fyrir mikinn sig‑ urvilja og keppnisskap sem hinn ungi leikmannahópur ÍA mun njóta góðs af, innan vallar sem utan,“ segir í til‑ kynningu frá félaginu. Hjörtur, sem verður 40 ára í haust, kemur nú síðast frá Víkingi Reykja‑ vík þar sem hann hjálpaði liðinu að landa úrvalsdeildarsæti síðastliðið haust þegar liðið hafði sætaskipti við nafna sinn úr Ólafsvík. Hjörtur lék síðast með ÍA sumarið 2011 þegar hann gerði 15 mörk er liðið vann 1. deildina. Auk þess hefur hann tvisvar sinnum farið með sínum liðum upp úr 1. deildinni, Þrótti 2007 og Sel‑ fossi 2009 þar sem hann var í stóru hlutverki m.a. markahæsti leikmaður 1. deildar 2007 með 18 mörk. Árið 2001 var Hjörtur markahæsti leik‑ maður efstu deildar þegar ÍA varð Ís‑ landsmeistari. Hjörtur er 6. marka‑ hæsti og tíundi leikjahæsti leikmaður í sögu Íslandsmótsins, með 166 mörk í 332 leikjum. mm Kvennalið ÍA lék æfingaleik sl. föstu‑ dagskvöld gegn Þrótti. Skagakonur sigruðu 3:0, með marki frá Heiðrúnu Söru Guð‑ mundsdótt‑ ur í fyrri hálf‑ leik og tveim‑ ur frá Aldísi Ylfu Heimisdóttir í þeim síðari. Karla‑ lið Skagamanna tapaði 1:2 fyrir Hauk‑ um í fyrsta leik Fotbolta.net mótsins í Akraneshöllinni á laugardag. Garðar Gunnlaugsson kom ÍA yfir í fyrri hálf‑ leik en Haukar skoruðu tvívegis í síðari hálfleiknum. Mestan hluta leiksins léku kornungir strákar stór hlutverk hjá ÍA. Sverrir Smárason var bakvörður hægra megin og Þórður Þorsteinn Þórðarson á hægri kantinum. Á miðjunni var síð‑ an Sindri Snæfells. Næsti leikur Skaga‑ manna í umræddu æfingamóti verður gegn Eyjamönnum í Akraneshöllinni nk. laugardag. þá Karlalið Snæfells tap‑ aði naumlega þegar það mætti Þór í Þorláks‑ höfn á föstudagskvöldið í Dominosdeildinni. Loka‑ tölur í jöfnum leik urðu 94:90. Snæ‑ fell er enn í 8. sæti deildarinnar með 10 stig, en ekki er langt í næstu lið þar fyrir ofan. Liðin skiptust á for‑ ystu í leiknum framan af og aldrei mikill stigamunur. Í seinni hluta leiksins var síðan nánast jafnt á öll‑ um tölum, en heimamenn reyndust sterkari á lokakaflanum. Nýi Kan‑ inn í liði Snæfells stóð sig ágætlega í leiknum. Travis Cohn III skor‑ aði 23 stig og átti 7 stoðsendingar, Sigurður Á Þorvaldsson skoraði 21 stig, Jón Ólafur Jónsson 16 stig og 15 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirs‑ son 12 stig, Sveinn Arnar Davíðs‑ son 9, Stefán Karel Torfason 6 stig og 7 fráköst og Snjólfur Björnsson 3 stig. Næsti leikur Snæfells í Dominos‑ deildinni verður Vesturlandsslagur þegar Skallagrímur kemur í heim‑ sókn í Hólminn á fimmtudags‑ kvöldið, annað kvöld. Skallagrímur er í bullandi fallhættu, í næstneðsta sæti með fjögur stig og má búast við harðri rimmu hjá Vesturlands‑ liðunum þá ÍA tapaði fyrir Fjölni 84:100 þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfubolta á Jaðarsbökk‑ um sl. föstudagskvöld. Leikurinn var sveiflukenndur. Einungis mun‑ aði einu stigi eftir fyrsta leikhluta og var Fjölnir þá yfir 26:25. Tíu stigum munaði á liðunum í hálfleik, í stöð‑ unni 38:48 fyrir Fjölni. Skagamenn mættu grimmir til seinni hálfleiks og voru aðeins fjórum stigum undir fyrir lokafjórðunginn, 65:69. Gest‑ irnir reyndust síðan mun sterkari á lokakaflanum og unnu sanngjarn‑ an sigur. Hjá ÍA var Jamarco War‑ ren stigahæstur með 31 stig, Áskell Jónsson þjálfari skoraði 24, Birkir Guðjónsson 11, Ómar Örn Helga‑ son 9, Sigurður Rúnar Sigurðsson 7 og Birkir Guðlaugsson 2. ÍA hefur ekki unnið leik í deildinni um tíma og er með 8 stig í 7. sæti. Liðið á engu að síður ágætis möguleika að lyfta sér upp töfluna og komast í úr‑ slitakeppnina. Þrjú lið eru rétt fyrir ofan ÍA með 10 stig; FSu, Breiða‑ blik og Höttur. Í næstu umferð mætir ÍA liði Hamars sem er í 8. sætinu með 6 stig. Leikurinn fer fram á Jaðar‑ sbökkum nk. föstudagskvöld. þá Gömlu félagarnir, Gunnlaugur Jónsson þjálfari og Hjörtur Júlíus Hjartarson. Hjörtur aftur á Skagann Enn bætist í meta- safn Helga Konurnar unnu en karlarnir töpuðu Briddsspilarar lágu ekki á liði sínu um hátíðirnar Skagamenn töpuðu fyrir Fjölni Góð vika hjá Snæfellskonum Svipmynd úr viðureign Snæfells og Hamars. Ljósm. Eyþór Ben. Naumt tap Snæfells í Þorlákshöfn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.