Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2014 Vilt þú gerast persónulegur talsmaður fatlaðs einstaklings? Einstaklingur, sem vegna fötlunar á erfitt með að gæta hagsmuna sinna, á rétt á að velja persónulegan talsmann sér til aðstoðar, skv. 7. grein laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk frá 2011. Meðal skilyrða sem þarf að uppfylla til þess að gerast persónulegur talsmaður er að sækja fræðslu um innihald og áherslur í starfinu. Um ólaunað starf er að ræða, en tilfallandi kostnaður er greiddur. Námskeið fyrir áhugasama Þeir sem hafa áhuga á að gerast persónulegir talsmenn eru beðnir um að hafa samband við réttindagæslumann fatlaðs fólks á sínu svæði fyrir 24. janúar nk. og munu í framhaldinu fá upplýsingar um námskeið vegna fyrrgreindrar fræðslu. Réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Vesturlandi er Jón Þorsteinn Sigurðsson, s. 858 1939, netfang jons@rett.vel.is. Réttindagæslumaður mun veita frekari upplýsingar um hlutverk persónulegs talsmanns sé þess óskað, en nálgast má lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk sem og reglugerð um persónulega talsmenn á www.vel.is/rettindagaesla. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is ÚTSALAN ER HAFIN 30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum Verslunin Belladonna heit og köld Meðlæti: Rófustappa og kartöflumús Hljómsveit kórsins mun leika undir í fjöldasöng Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 12. janúar 2014 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Deildartungu II, verslunar- og þjónustusvæði skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðið sem tillagan tekur til er 3,5 ha og afmarkast í samræmi við skipulagsuppdrætti dagsetta 9. janúar 2014. Í breytingunni felst skilgreining á tveimur byggingarreitum. Einn er umhverfis hús sem þegar hefur verið reist. Hinn er í kringum fyrirhugaða byggingu fyrir verslun og þjónustu allt að 500 m2. Gert er ráð fyrir 15 bílastæðum og nýjum vegi sem liggur að verslunar- og þjónustubyggingunni. Tillagan liggur frammi í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi frá 15. janúar 2014 til 28. febrúar 2014. Hún verður einnig til sýnis á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 28. febrúar 2014, annaðhvort í ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is Borgarnesi 14. janúar 2014 Lulu Munk Andersen skipulags- og byggingarfulltrúi Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Deildartungu II, verslunar- og þjónustusvæði Skallagrímsmenn byrjuðu nýja árið í Dominos deild karla með tapi sl. fimmtudagskvöld þegar þeir tóku á móti spræku liði ÍR‑inga í Borg‑ arnesi. ÍR byrjaði leikinn betur og leiddi hann frá byrjun. Heimamenn voru þó skammt undan og var stað‑ an eftir fyrsta leikhluta 22:26 fyrir gestina. Liðsmenn ÍR héldu upp‑ teknum hætti í öðrum leikhluta og bættu við forskot sitt. Þeir nýttu sér ráðaleysi í vörn Skallagríms‑ manna, voru duglegir við að hirða sóknarfráköst og komust fyrir vik‑ ið ellefu stigum yfir. Borgnesing‑ ar snéru hins vegar vörn í sókn og leiddir af nýja Bandaríkjamannin‑ um Benjamin Curtis Smith, sem átti stórleik í gærkvöld, náðu þeir að minnka muninn í fjögur stig í hálfleik, 41:45. Jafnara var með liðunum í þriðja leikhluta og komust heimamenn yfir í fyrsta skipti í leiknum í leik‑ hlutanum. Gestirnir komust þó fljótt yfir aftur og var staðan að loknum þriðja leikhluta 66:68. Lokaleikhlutinn fór jafnt af stað og áður en langt um leið voru ÍR‑ingar komnir með þægilega tíu stiga for‑ ystu. Þá voru tæpar þrjár mínútur eftir. Heimamenn gerðu áhlaup og minnkuðu muninn í þrjú stig þegar tvær mínútur voru eftir. Nær kom‑ ust Skallagrímsmenn hins vegar ekki og lönduðu ÍR‑ingar því verð‑ skulduðum sigri í leikslok; 86:93. Benjamin Curtis Smith var lang‑ bestur í liði Skallagrímsmanna og skoraði hér um bil helminginn af stigum heimamanna, eða 40. Einn‑ ig tók hann 9 fráköst. Næstur kom Páll Axel Vilbergsson með 17 stig og 10 fráköst og þá skoruðu Orri Jónsson með 11 stig, Egill Egils‑ son 9 og Ármann Örn Vilbergsson 3. Loks skoruðu Trausti Eiríksson, Sigurður Þórarinsson og Davíð Ás‑ geirsson 2 stig hver. Skallagrímsmenn sitja eftir leik‑ inn sem fastast í 11. sæti Dominos deildarinnar með fjögur stig. Næsti leikur liðsins verður Vesturlands‑ slagur þegar Borgnesingar mæta Snæfelli í Stykkishólmi á morgun, fimmtudag. hlh Teitur Pétursson og Jón Björgvin Kristjánsson hafa framlengt samn‑ inga sína við KFÍA til næstu tveggja ára. Báðir voru þeir lánaðir til KF í Fjallabyggð síðasta sumar þar sem þeir voru fastamenn í baráttunni í 1.deild. Auk þess spilaði Jón Björg‑ vin tímabilið 2011 með KF. Þeir hafa báðir staðið sig afar vel síðan liðið hóf æfingar að nýju í byrjun nóvember. Báðir eru þeir uppald‑ ir Skagamenn, Jón Björgvin verð‑ ur 22ja ára á árinu og er miðjumað‑ ur en Teitur er 21 árs varnarmað‑ ur, bæði miðvörður og bakvörð‑ ur. Gunnlaugur Jónsson þjálfari er hæstánægður með að leikmenn‑ irnir hafa framlengt sína samninga. „Þeir hafa báðir komið sterkir inn í haust og eru greinilega hungrað‑ ir að berjast fyrir sæti í liðinu. Þeir hafa klárlega notið góðs af veru sinni fyrir norðan þar sem þeir fengu dýrmæta reynslu undir stjórn Lárusar Orra Sigurðssonar,“ seg‑ ir Gunnlaugur þjálfari. Hann ætlar að byggja Skagaliðið upp á blöndu ungra og eldri leikmanna. Gunn‑ laugur segir leikmannahópinn nú að mestu mótaðan, vera kunni að einn leikmaður muni bætast við og ef til vill yrði hann sóttur út fyrir landsteina. Nú sem stendur er eng‑ inn erlendur leikmaður í herbúðum Skagamanna. Þá má bæta því við að eftir að þessi frétt var skrifuð bætt‑ ist Hjörtur Júlíus Hjartarson í leik‑ mannahópinn, eins og lesa má um hér til hliðar. þá Jón Björgvin Kristjánsson og Teitur Pétursson ásamt Gunnlaugi Jónssyni þjálfara. Leikmannahópur ÍA að mestu fullmótaður ÍR-ingar réðu lítið við Benjamin Curtis Smith sem hér sést. Frammistaða hans dugði þó ekki Borgnesingum til sigurs. Borgnesingar töpuðu þrátt fyrir stórleik Smiths S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.