Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 28
www.skessuhorn.is Á þriðja þúsund síður af efni á ári – um 160.000 fréttir, tilkynningar, greinar og annað efni af Vesturlandi Þetta allt færðu í Skessuhorni – hvergi annars staðar Ertu nokkuð að missa af? Ertu áskrifandi? Áskriftarsíminn er 433-5500 og á heimasiðunni: www.skessuhorn.is Spennandi námskeið í símenntun Opið fyrir umsóknir á bifrost.is Nánari upplýsingar á bifrost.is og í síma 433 3000. Máttur kvenna Rekstrarnám fyrir konur sem hafa áhuga á að bæta rekstrarþekk- ingu sína. Námið stendur í þrjá mánuði og hefst á vinnuhelgi á Bifröst. Kennsla fer svo fram í fjarnámi og geta þátttakendur hlustað á fyrirlestra á netinu og unnið verkefni hvenær sem þeim hentar. Um er að ræða starfstengt fjar- nám sem er kennt á þremur önnum. Markmiðið er að auka hæfni og þekkingu starfs- fólks sem vinnur við verslun og þjónustu. Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks veitir félagsmönnum VR styrk fyrir allt að 75% af skólagjöldum. Hagnýtt nám fyrir stjórnendur í sveitarfélögum og í skólakerfinu. Markmið námsins er að auka þekkingu og hæfni stjórnenda til að takast á við krefjandi starfsum- hverfi og móta framtíðarsýn fyrir þær stofnanir sem þeir leiða. Kennt er í fjarnámi og er náms- tíminn 12 vikur. Sérsniðið nám fyrir stjórnendur og rekstraraðila í ferðaþjónustu. Markmiðið er að auka leikni og þekkingu ferðaþjónustuaðila til að takast á við ögrandi starfsum- hverfi og auka samvinnu þeirra í milli. Námsgreinarnar eru þrjár og eru kenndar í fjarnámi á 9 vikum. Verslunarstjórnun Sterkari stjórnsýsla Stjórnun og samvinna í ferðaþjónustu Albert Guðmundsson bóndi á Heggsstöðum í Kolbeinsstaða‑ hreppi veltir því fyrir sér þessa dag‑ ana hvað í ósköpunum hafi gerst þar sem kindur hans bera nú hver af annarri í ársbyrjun. Þegar hafa 12 ær borið, þar af fimm tvílembdar. Ekki sér fyrir endann á því ennþá hve margar kindur muni bera þegar upp verður staðið á þessum óvenju‑ lega sauðburðartíma. „Þetta er eitthvað ónáttúrulegt. Kindur eiga ekki að ganga undir hrúta um miðjan júlí eins og þess‑ ar hafa gert, hvað þá þegar þær eru með lömb á spena. Við vit‑ um þó að þetta hefur gerst. Svona uppákomur eru ekki óþekktar, en hvað veldur er ekki vitað. Reyndar sá ég eina kind ganga í sumar sem leið en taldi það algera undantekn‑ ingu. Nú þegar eru komin tæplega 20 lömb og mér finnst þetta orðið ágætt. Þær gætu þó þess vegna ver‑ ið að bera hjá mér fram á vor,“ segir Albert. Hann er með rúmlega 500 fjár á vetrarfóðrum. Eins og gef‑ ur að skilja fer sú tala þessa dagana hækkandi frekar en hitt. mþh/ Ljósm. þsk. Albert Guðmundsson bóndi á Heggsstöðum með eitt af nýfæddu áramótalömbunum. Dularfullur sauðburður hafinn í Kolbeinsstaðahreppi Þessar ær frá Heggsstöðum hittu hrúta og voru tilkippilegar að bregða á leik í sumarhaganum í júlí eða ágúst síðastliðnum. Ávextir þeirra ævintýra birtast nú hver af öðrum í fjárhúsunum á Heggsstöðum. Yfirmenn Ríkisútvarpsins hafa ekki viljað hætta á að senda menn til við- gerða upp í hið 412 metra háa mastur á Gufuskálum þar sem mikil hvassviðri hafa verið viðvarandi á Snæfellsnesi í haust og vetur. Mastrið á Gufuskálum er ljóslaust Hæsta mastur Evrópu hefur verið ljóslaust frá því í fyrrasumar. Um er að ræða útvarpsmastrið á Gufu‑ skálum. Það lýsti ávallt með rauð‑ um viðvörunarljósum sem áttu að draga úr hættu á því að flugvélar rækjust á mastrið eða stögin sem halda því uppi. Ljósin gerðu mastr‑ ið sömuleiðis að ákveðnu kennileiti í skammdeginu. Heimamenn á ut‑ anverðu Snæfellsnesi segja að ljós‑ in hafi farið af mastrinu síðastliðið sumar eða vor og hefur það verið án ljósa síðan. Margir hafa áhyggj‑ ur af því að mastrið sé nú myrkv‑ að. Flugvöllurinn í Rifi er þarna skammt frá. Auk þess eru rík fiski‑ mið í nágrenni Snæfellsness og mikil skipaumferð. Ljóslaust mast‑ ur gæti því þannig skapað hættu fyrir þyrlur og aðra flugumferð ef kæmi til neyðarástands. Mastrið á Gufuskálum er 412 metra hátt. Það var upphaflega reist 1963 sem sendimastur fyrir lóran siglingatækjakerfi Breta og Banda‑ ríkjamanna. Það kerfi var síðar af‑ lagt. Ríkisútvarpið eignaðist þá mastrið og hefur notað það síðan 1997 fyrir langbylgjusendingar sín‑ ar í hljóðvarpi. „Það fór spennir og tók tíma að panta varahluti erlendis frá. Þeir komu svo í haust. Það hefur hins vegar ekki viðrað í haust og vetur til þess að senda menn upp í mastrið til viðgerða. Ég lít á það sem ábyrgð‑ arhlut að láta viðgerðamenn klifra þarna upp og við viljum ekki gera það nema fyllsta öryggis sé gætt og logn ríki. Slík skilyrði til nógu langs tíma hafa ekki verið fyrir hendi það sem af er vetrar. Þetta er auðvitað óþægileg staða og við höfum verið í nánu sambandi út af því bæði við flugmála‑ og samgönguyfirvöld. Það verður gert við ljósin um leið og veður gefur okkur færi á því,“ segir Gunnar Örn Guðmundsson deildarstjóri dreifikerfa hjá Ríkisút‑ varpinu í samtali við Skessuhorn. mþh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.