Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 4. tbl. 17. árg. 22. janúar 2014 - kr. 600 í lausasölu Í tilefni bóndadagsins bjóðum við 15% afslátt af herra ilm og snyrtivörum Gildir fimmtudag, föstudag og laugardag Bóndadagurinn Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Frá Landnámssetri Þórarinn Eldjárn segir sögu Barónsins á Hvítárvöllum Næstu sýningar: 25. janúar kl. 20:00 UPPSELT 7. febrúar kl. 20:00 UPPSELT 8. febrúar kl. 17:00 15. febrúar kl. 20:00 Miðapantanir í síma 437 1600 og landnam@landnam.is Grundarfjarðarbær færði foreldrum nýbura í bæjar- félaginu veglegar gjafir í síðustu viku. Það hefur tíðkast undan- farin ár að nýir Grundfirðingar séu boðnir velkomnir með notalegri samverustund. Að þessu sinni var hún í bókasafninu þangað sem öllum foreldrum þeirra 13 barna sem fæddust árið 2013 var boðið. Gjafirnar eru útbúnar í samstarfi við heilsugæslu- stöðina og leikskólann en þar var að finna gagn- legar upplýsingar, pollagalla, fatnað og bók. Ljósm. tfk Löggæsla í landinu verður efld á næstu misserum. Innanríkisráð- herra hefur samþykkt tillögu þver- pólitískrar þingmannanefndar að forgangsröðun varðandi 500 millj- óna króna viðbótar- f r a m l a g til mála- flokksins. H e l s t u á h e r s l u r þessa átaks til eflingar löggæslu eru: Að al- mennum lögreglu- mönnum á landinu verður fjölgað um 44 á þessu ári, auk þess sem fjölgað hefur verið sérstaklega um átta lögreglu- menn til rannsókna skipulagðra glæpa og kynferðisbrota. Auk- ið öryggi almennings er lykilatriði í tillögunum þannig að á þessu ári fer aukningin helst til landsbyggð- ar og þeirra staða sem helst skortir lágmarksmannafla. Búnaður, þjálf- un, tækjakostur og endurmenntun lögreglumanna verður bætt sem og aukið eftirlit lögreglu á vegum. Tillögurnar miða við að lögreglu- embættin geti strax auglýst laus- ar stöður og að ráðningar geti haf- ist frá og með 1. mars. Samkvæmt tillögunni mun lögreglumönn- um fjölga um fimm á Vestur- landi, tvo á Vest- f j ö r ð - um, tíu á N o r ð u r- landi, sex á Austur- landi, níu á Suður- landi og tvo á Suð- urnesjum. Þá mun lögreglumönn- um fjölga um átta á höfuðborgar- svæðinu og tveir verða ráðnir til embættis ríkislögreglustjóra vegna þjálfunar lögreglumanna. Þess utan munu átta stöðugildi rann- sóknarlögreglumanna bætast við á höfuðborgarsvæðinu og Suður- nesjum af viðbótarframlagi vegna rannsókna á skipulagðri glæpa- starfsemi og rannsókna á kynferð- isbrotum. mm Rekstrarvandi hrjáir flest dval- arheimili aldraðra á Vesturlandi og eru þau flest rekin með tapi. Rekstrartapið er mest hjá Dvalar- heimilinu Höfða á Akranesi en það hefur numið um 200 milljónum á síðustu tveimur árum. Brákarhlíð í Borgarbyggð, Silfurtún í Dölum og Jaðar í Snæfellsbæ glíma einnig við taprekstur. Reksturinn er í jafn- vægi hjá Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi, Fellaskjóli í Grund- arfirði og Barmahlíð á Reykhólum en ekkert má út af bera. Í Stykk- ishólmi er húsakostur þó algerlega úreltur þar sem íbúar búa flest- ir við mikil þrengsli og verða að deila salernum. Ekki hefur fengist fjármagn til úrbóta. Dvalarheimil- in hafa hagrætt eftir megni í rekstri og reynt að spara eins og hægt er. Nú er svo komið að forstöðumenn þeirra segja að ekki verði gengið lengra. Kallað er eftir því að dag- gjöld hækki um minnst 15% ef ekki eigi illa að fara. Alls bíða tæplega 40 manns eftir komast í vist á heimil- unum sem alls hafa hjúkrunar- og dvalarrými fyrir 204 íbúa. Skessu- horn birtir í þessu blaði úttekt á dvalarheimilismálum aldraðra á Vesturlandi. Auk þess er rætt sér- staklega við forstöðumenn dvalar- heimilanna á Akranesi og í Stykkis- hólmi vegna vanda þeirra. Sjá bls. 18-20. mþh Lögreglumönnum verður fjölgað um fimm á Vesturlandi Slæm staða dvalarheimila á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.