Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 Þorrinn hefst með bóndadeg- inum nk. föstudag og eftir það verður hvert þorrablótið á fætur öðru í landshlutanum. Meðal ann- arra viðburða í vikunni má nefna byggðaþing í uppsveitum Borgar- fjarðar, sem haldið verður í hátíðar- sal Snorrastofu í gamla skólanum í Reykholti nk. laugardag. Þetta og ótalmargt fleira í Skessuhorni vik- unnar. Spáð er sunnanáttum fram á sunnudag. Á fimmtudag er útlit fyrir suðvestan 5-13 m/sek, snjó- komu eða slyddu vestan til en úr- komulítið eystra. Á föstudag verð- ur áttin komin meira til austurs en svipað veður sunnan- og vestan til. Á laugardag er útlit fyrir hæga suð- vestan átt með éljum við suður- og vesturströndina, en úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. Á sunnu- dag er útlit fyrir ákveðna austan- og norðaustanátt. Slydda eða rign- ing á austur helmingi landsins en úrkomulítið vestan til. Á mánudag er spáð minnkandi norðaustanátt en úrkomu fyrir norðan og austan. Hiti um og yfir frostmarki. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns. „Ætlar þú á þorra- blót?“ Flestir í hópi svarenda fara á þorrablót, eða 47,44% þeirra sem svöruðu spurningunni. „Kannski“ sögðu 9,77%, „nei“ 37,21% og 5,58% vissu það ekki enn. Í þessari viku er spurt: Ertu ánægð/ur með árangur strákanna á EM í handbolta? Kokkar og húsráðendur í lands- hlutanum sem bjóða upp á sérís- lenskan mat á þorra eru Vestlend- ingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Hafa ekki hellt hvalabjórnum niður BORGARF: Eigendur Brugg- hússins Steðja í Borgarfirði hafa ekki fargað hinum svokall- aða Hvalabjór sem Heilbrigðis- eftirlit Vesturlands hefur bann- að sölu og dreifingu á. „Okk- ur þykir bannið ósanngjarnt of- beldi af hálfu embættismanna. Það er meðal annars grundvall- að á tilvísun í 29. grein matvæla- laga en hún var felld úr lögun- um árið 2009. Við erum búin að leggja fram stjórnsýslukæru og vonumst eftir skjótri niðurstöðu því tíminn er að hlaupa frá okkur ef við ætlum að ná þorrablóta- markaðnum eins og ætlunin var. Þetta er spurning um fimm þús- und lítra af bjór. Ef hann verður ekki seldur þá mun ríkið verða af 3,5 milljónum króna í gjöldum og álagningu. Tap okkar, bæði vegna kostnaðar sem við höf- um lagt í framleiðsluna og síð- an tekjutap, mun hlaupa á millj- ónum. Öll þessi málsmeðferð er búin að vera mjög undarleg,“ segir Dagbjartur Arilíusson, eig- andi Steðja í samtali við Skessu- horn síðdegis í gær. -mþh Úr hitabeltinu á ónegldu LBD: Þrjú umferðaróhöpp, öll án teljandi meiðsla á fólki, urðu í umdæmi lögreglunnar í Borg- arfirði og Dölum í liðinni viku. Þar á meðal rann bílaleigubíll útaf veginum við Síkisbrýrn- ar nærri Ferjukoti í Borgarfirði. Mikil hálka var á vettvangi og ekki stætt eins og lögreglumaður orðaði það. Á ferðinni var fjög- urra manna fjölskylda frá Suður- Kóreu. Hana sakaði ekki og bíll- inn var ökufær þrátt fyrir óhapp- ið. Fólkið var skelkað eftir þessa lífsreynslu og þegar búið var að draga bílinn upp á veginn bað það lögregluna um að aka fyr- ir sig þann spotta þar sem hlið- arhalli var á veginum og hálkan hvað mest. Bílaleigubíllinn var á ónegldum snjódekkjum sem hentuðu ekki við þessar aðstæð- ur. Í dagbók lögreglu er því vellt upp hvað eigendur bílaleigufyr- irtækja séu að hugsa að senda er- lenda ferðamenn og það frá hita- beltisslóðum út í umferðina á Ís- landi á ónegldum dekkjum. -þá Kirkjubekkir endurgerðir BORGARNES: Næstkomandi laugardag klukkan 14 verða ný- endurgerðir kirkjubekkir tekn- ir í notkun í Borgarneskirkju, en viðgerð þeirra lauk nú í vik- unni. Þá fer fram útför Ragn- eyjar Eggertsdóttur, Eyju í Dal, sem lést sl. föstudag í hárri elli, 102 ára gömul og sjö mánuð- um betur. Á sunnudaginn fer svo fram guðsþjónusta í Borgarnes- kirkju klukkan 11:00. Séra Þor- björn Hlynur Árnason messar og kór kirkunnar syngur und- ir stjórn Steinunnar Árnadóttur organista. -mm Gríðarmikið fuglalíf er nú við norðanvert Snæfellsnes eins og undanfarna vetur. Síldargöngur á svæðinu eru minni en í fyrravet- ur. Síldin dregur samt að sér tug- þúsundir fugla og fjölmörg sjávar- spendýr, sem bjóða upp á tilkomu- mikla sýningu dag hvern. Nýlega lauk árlegri talningu á vetrarfugl- um, sem fram fer um hver áramót. Náttúrufræðistofnun Íslands held- ur utan um talninguna á landsvísu en Náttúrustofa Vesturlands tekur nú eins og áður virkan þátt í taln- ingunni og gerir upp niðurstöð- urnar fyrir norðanvert Snæfellsnes. Nú var talið á sömu 14 svæðum og í fyrra. Þau eru frá Hellissandi í vestri til Álftafjarðar í austri. Taln- Laugardaginn 25. janúar n.k. verða Hollvinasamtök Heilbrigðisstofn- unar Vesturlands stofnuð. Stofn- fundurinn verður í starfsstöð HVE á Akranesi (sjúkrahúsinu) og hefst kl. 12:00. Áður en dagskrá fundar- ins hefst verður boðið upp á léttan hádegisverð. Tilgangur stofnunar Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofn- unar Vesturlands, sem kalla má Vesturlandsvaktina, er eftirfarandi: 1. Að sameina íbúa á Vest- urlandi í stuðningi við HVE með regnhlífarsamtökum, sem láti sig varða stöðu þeirrar mikilvægu þjónustu sem heilbrigðismálin eru. 2. Að standa vörð um öfluga heilbrigðisþjónustu á Vesturlandi, taka þátt í umræðu um stöðu mála, þróun og mikilvægi þjónustunnar. 3. Að styðja við starfsemi HVE með söfnun fjár til mikil- vægra tækja, sem komi þeim íbú- um á Vesturlandi til góða, sem nýta þjónustu HVE. 4. Að verð góð viðbót við ann- að gott starf einstaklinga, félaga og fyrirtækja á svæðinu sem stutt hafa starfsstöðvar HVE myndarlega á liðnum árum og áratugum. Sem kunnugt er sinnir Heil- brigðisstofnun Vesturlands sjúkra- húss- og heilsugæsluþjónustu á átta stöðum á Vesturlandi, þ.e. á Akranesi, í Borgarnesi, Búðardal, Grundarfirði, Snæfellsbæ, Stykkis- hólmi, Hvammstanga og Hólma- vík. Heilbrigðisþjónustan á öllum þessum stöðum gegnir veigamiklu hlutverki. Þennan hornstein sam- félagsins þarf að verja, ekki síst þeg- ar fjárframlög til rekstrar og búnað- ar hafa dregist saman með aukinni kröfu um hagræðingu í rekstri. Sú hagræðing hefur sín takmörk, því þjónustustig heilbrigðisþjónustu á Vesturlandi verður að mæta eðlileg- um kröfum íbúanna um þá grunn- þjónustu sem styrkir búsetu fólks á svæðinu. Þá ber einnig að hafa að leiðarljósi að öflug heilbrigðisþjón- usta á Vesturlandi getur boðið upp á tækifæri til að auka fjölbreytni í heilbrigðisþjónustu á hagkvæman hátt fyrir samfélagið. Sameinaðir kraftar íbúanna til stuðnings þessari grunnstoð skipta hér miklu máli. Það er von þeirra sem undirbúa verkefnið að sem flestir lýsi stuðn- ingi við stofnun samtakanna, taki þátt í stofnun þeirra og hvetji til al- mennrar þátttöku þannig að Holl- vinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands verði jákvætt afl í þágu samfélagsins á Vesturlandi. -fréttatilkynning Sjá nánar bls. 20. Síldin auðgar mjög fugla- og sjávar- spendýralíf við Snæfellsnes ingarfólk sá 40.386 fugla af 38 teg- undum og skráði auk þess 162 sjáv- arspendýr af fjórum tegundum. Síld hefur gengið inn á Breiða- fjörð árlega frá 2006. Það hef- ur haft mikil áhrif á fuglalífið sem hefur verið óvenjulega auðugt síðustu vetur, sérstaklega í Kol- grafafirði og nágrenni. Svo er enn. Fjöldi fugla í talningunni var lang- mestur þar. Fuglalíf í þessari talningu var mjög ríkulegt miðað við meðalár. Heildarfjöldi tegunda (38) var svip- aður og síðustu tvö ár. Óvenjulega mikið sást af sjávarspendýrum; 17 háhyrningar sáust í Grundarfirði og 45 á utanverðum Kol grafafirði og margir útselir (42) og landselir (43), sérstaklega í Kolgrafafirði. Þá sáust um 15 hnýðingar innan brú- ar í Kolgrafafirði. Máfar (7 tegundir), súlur og æð- arfugl voru um 86% af öllum fugl- um. Þúsundir súlna stungu sér án afláts á eftir síld í Kolgrafafirði. Þúsundir svartbaka og hvítmáfa voru líflegir við fæðunám. Þá var óvenjumikið um toppskarfa. Sam- tals sáust hvorki meira né minna en 32 ernir. Þar af voru 20 við Kol- grafafjörð og Hraunsfjörð. Talningarfólk var: Árni Ásgeirs- son, Daníel Bergmann, Helgi Guð- jónsson, Jón Einar Jónsson, Lúð- vík Smárason, Róbert A. Stefáns- son, Skúli Alexandersson, Smári Lúðvíksson, Sæmundur Kristjáns- son, Sævar Friðþjófsson, Thomas Holm Carlsen, Véný Viðarsdóttir og Viðar Gylfason. -fréttatilk. Kort af talningarsvæðunum (blá) á norðanverðu Snæfellsnesi. Talningarsvæðin á Snæfellsnesi hafa verið könnuð mismunandi lengi. Hér sést þróun í fjölda fugla frá 2002-2013, annars vegar við Kolgrafafjörð og hins vegar við Stykkishólm. Fuglalíf jókst í kringum um 2006 þegar síld gekk fyrst inn á fjörð- inn og hefur verið sérlega mikið allra síðustu ár. Kvarði y-ássins er mismunandi á gröfunum vegna fuglamergðar í Kolgrafafirði. Stofnfundur Hollvinasamtaka HVE verður á laugardaginn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.