Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 Persónuleg og góð þjónusta við landbúnað, sjávarútveg, íslenskan iðnað og einstaklinga Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! – Þekking og þjónusta í 20 ár S K E S S U H O R N 2 0 1 4 www.skessuhorn.is Fylgist þú með? S: 433 5500 Frumsýning leikverks eru ætíð há- tíðleg stund. Þá birtist á fjölunum afrakstur margra vikna eða jafn- vel mánaða vinnu hópa sem að sýningunum standa. Áhugaleik- félög lifa enn góðu lífi. Kreppa hef- ur síst dregið úr áhuga fólks til að gleyma stund og stað, öðru en því að verja öllum frístundum í sameig- inlegt verkefni með eitt markmið; að láta allt ganga upp í síðast lagi á frumsýningardegi. Þegar að hon- um kemur og oft ekki fyrr, kemur í ljós hvort allt hefur smollið, all- ir hafi lært sitt bæði á sviði og bak- sviðs. Síðastliðið föstudagskvöld frumsýndi leikdeild Ungmenna- félags Stafholtstungna í Borgarfirði leikritið Allt í plati í félagsheimilinu Þinghamri. Þá kom í ljós að allir höfðu staðið sig með sóma. Verk þetta er bæði hugsað fyr- ir börn og fullorðna. Upphaflega samdi Þröstur Guðbjartsson leik- stjóri verkið árið 1990 fyrir Umf. Skallagrím í Borgarnesi. Þar var það sýnt við miklar vinsældir og eftir það víða um land. Það var einmitt höfundurinn Þröstur sem stýrði fé- lögum í Umf. Stafholtstungna nú í uppfærslu verksins. Undirritað- ur var mættur á frumsýninguna á föstudaginn og var afar ánægð- ur með árangur félagsins. Fullt var á sýninguna og stóðu gestir upp í sýningarlok og hylltu aðstandendur sýningarinnar fyrir frábæran árang- ur og skemmtilega uppfærslu. Leikritið Allt í plati byggir á þekktum persónum úr leikverkum norrænna snillinga á borð við Ast- rid Lindgren og Thorbjörn Egner. Sjálf Lína Langsokkur er sögumað- ur í verkinu en henni fylgir sem skugginn apinn Níels sem segir að vísu fátt en sýnir þess meiri leik- ræna tjáningu. Í verkinu töfrar Lína fram uppáhalds persónurnar sín- ar í ýmsum öðrum verkum. Þann- ig gegna t.d. úlfurinn og Marteinn skógarmús úr Dýrunum í Hálsa- skógi veigamiklu hlutverki, aðal söguhetjarnar úr Kardemommu- bænum koma við sögu auk Karíus- ar og Baktuss. Skemmtilegt hvern- ig lífi þeirra bræðra er óvænt flétt- að saman við óhamingju og enda- lausa seinheppni úlfsins. Góð flétta atburða og söngur í bland. Allt í plati er skipað þrettán leik- urum sem spanna breitt aldursbil. Flestir óvanir því að stíga á svið. Allir, og þá meina ég allir, stóðu sig afar vel í þessari fyrstu sýningu á Allt í plati. Burðarhlutverkið var einkar vel af hendi leyst af Sigur- laugu Kjartansdóttur á Hamraend- um. Hvergi hnökri á texta að sjá og góður leikur hjá henni. Óheflað- ur úlfurinn var mjög trúverðugur í höndum Þórs Víkingssonar og þá er ég ekki frá því að þreytta, gamla og vita tannlausa ljónið hafi stolið sen- unni í ákveðnum lokaatriðum. Sex unglingsstúlkur gegndu jafn mörg- um og veigamiklum hlutverkum í þessari uppfærslu og stóðu sig all- ar með prýði. Frábært þegar hægt er að virkja unga fólkið til svo góðra verka. Til hamingju félagar í Umf. Stafholtstungna fyrir góða sýningu. Ég hvet íbúa til að fjölmenna í leik- húsið á Þinghamri. mm Ágætt Allt í plati í Þinghamri Lína og Níels eru hér að töfra fram uppáhalds persónur Línu. Sigurlaug Kjartans- dóttir og Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir í hlutverkum sínum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.