Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 Efnt hefur verið til fundar um vænt- anlegt fyrirkomulag sveitarstjórnar- kosninga í Hvalfjarðarsveit í kvöld, miðvikudag. Fundurinn verður á Laxárbakka og hefst kl. 20.10. Það er Björn Páll Fálki Valsson íbúi og ferðaþjónustubóndi á Þórisstöð- um í Hvalfjarðarsveit sem boðar til fundarins, en hann er mikill áhuga- maður um að fram fari óhlutbundin kosning eða persónukjör í kosning- unum í vor. Áður hafði Björn sent erindi til sveitarstjórnar þar sem hann skoraði á hana að kanna vilja íbúa til þess að kosið verði í óhlut- bundinni kosningu. Málið var tekið til umræðu í sveitarstjórn í síðasta mánuði þar sem minnihluti E-lista Einingar lýsti yfir jákvæðu viðhorfi til þess að haldin yrði slík kosning. Meirihluti Hvalfjarðarlistans og H- listans tóku hins vegar ekki afstöðu til hugmyndarinnar. Í samtali við Skessuhorn sagði Björn að nauðsynlegt væri fyrir íbúa að ræða kosti og galla þess að fram fari óhlutbundin kosning og því hafi hann átt frumkvæði að því að boða til fundarins. Hann sagð- ist vera búinn að heyra í fólki tengt öllum framboðum í sveitarstjórn og sé almennur hljómgrunnur um að ræða málin áfram. Þess vegna boði hann til fundarins. Til að koma með innlegg í umræðuna á fundin- um hafi hann fengið Magnús Kar- el Hannesson sviðsstjóra hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga til að halda framsögu um kosti og galla óhlutbundinna kosninga sem öðr- um þræði eru persónukjör. Fund- arstjóri verður Ragna Ívarsdóttir, hótelstjóri á Hótel Glymi. hlh Salur Tónbergs á Akranesi var þétt setinn síðastliðinn laugardag þeg- ar þar var haldinn íbúafundur um skipulag Sementsverksmiðjureits- ins. Um 160 manns mættu en þar gafst íbúum tækifæri til að koma fram með hugmyndir sínar varð- andi heildarskipulagið. Að lokn- um ávörpum, lýsingu á svæðinu, myndasýningu og hugmyndum, sem arkitektar frá Kanon arkitekt- um vörpuðu fram, voru myndað- ir tíu vinnuhópar úr röðum fund- argesta. Þegar farið var yfir helstu niðurstöður vinnuhópanna í lok- in kom fram mikill samhljómur með sýn á hvernig heildarskipu- lagið ætti að verða. Fundargestum fannst að skipulagið ætti að tengja saman svæðið frá Langasandi að gamla miðbænum, jafnvel alveg niður á Breið. Grunnhugsunin væri að skipulag Sementsreitsins yrði eins konar framhald af miðbænum og svæðið ætti að opna á nokkrum stöðum, með útsýni á hafnarsvæðið og inn á Langasand. Uppbygging á svæðinu ætti ekki að hefjast fyrr en þetta heildarskipulag lægi fyr- ir. Fólk vildi sjá fyrir sér blandaða notkun svæðisins, hreinlegt og fal- legt svæði, með atvinnulíf er helst tengdist ferðaþjónustu og menn- ingu, íbúðabyggð, verslunum, gist- ingu og útivistarsvæði. Skipulagið ætti líka að varðveita söguna. Þann- ig væri æskilegast að nýta bygg- ingar Sementsverksmiðjunnar eins og kostur væri. Fundarmenn voru almennt á því að varðveita ætti strompinn, enda hann talinn tákn Akraness. Sementssílóin væru fal- leg og einnig hugsanlegt að nýta mætti efnisgeymsluna. Heill bæjarhluti skipulagður Íbúafundurinn hófst á ávarpi Sveins Kristinssonar forseta bæjarstjórn- ar, sem rifjaði m.a. upp að bygging Sementsverksmiðjunnar hafi ver- ið fyrsta stóriðjan á Íslandi á sínum tíma, byggð með peningum sem Ís- lendingar fengu úr Marshalláætl- uninni. Sveinn rakti samninga sem Akraneskaupstaður gerði þegar fyr- ir dyrum stóð að einkavæða Sem- entsverksmiðjuna. Í þeim samn- ingum tókst að ná aftur með tíð og tíma yfirráðum yfir landi sem Akra- neskaupstaður lagði undir verk- smiðjuna. Hinsvegar tókst ekki að ná því fram að ríkið myndi fjarlægja byggingar ef rekstur verksmiðj- unnar hætti. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri tók því næst til máls og kynnti samninga sem gerður voru í lok síðasta árs sem tryggja yfirráð og eign yfir meginhluta Sements- verksmiðjureitsins og framtíðar- skipulags á honum, en alls er svæð- ið um tíu hektarar með lóðum bygginga. Guðfinna Bjarnadóttir ráðgjafi og fyrrum rektor Háskól- ans í Reykjavík var fundarstjóri og vék hún í upphafi að því stórkost- lega tækifæri sem hún taldi Akur- nesinga nú hafa með nýju skipu- lagi á heilum bæjarhluta. Guðfinna kynnti ráðgjafa frá verkfræðistof- unni Kanon sem fengnir voru til að varpa upp og kveikja hugmynd- ir hjá fundargestum. Meðal annars með myndum sem sýndar voru frá uppbyggingu hafna og strandsvæða í öðrum löndum, þar sem gaml- ar verksmiðjur höfðu til að mynda verið nýttar. Stefnufesta og íbúar verði með í ráðum Framlag Konons til fundarins var einvörðungu ætlað sem hugmyndir en ekki sem tillögur og stýrðu ráð- gjafar frá Kanon vinnuhópunum og voru þeim til stuðnings. Eins og áður segir var mikill samhljómur í niðurstöðu vinnuhópanna. Grunn- tónninn svo sem í ráðgjöf til bæj- aryfiralda var að flýta sér hægt í skipulaginu og hafa bæjarbúa með í ráðum. Forðast það sem kall- að er skipulagsslys og vera stefnu- föst. Einn hópstjóri biðlaði m.a. til bæjaryfirvalda að láta ekki svokall- að verktakamenningu leiða sig út af sporinu. Rætt var um að skipulag- ið þyrfti að ná til aukinna lífsgæða bæjarbúa og á svæðinu mætti skapa aukna afþreyingu bæði fyrir bæj- arbúa og ferðamenn. Ýmsar hug- myndir voru viðraðar í hópunum, svo sem um göngugötu og innitorg, um útsýnisstað ofan á sementssíló- unum eða jafnvel frá strompinum. Nýta mætti efnisgeymsluna undir starfsemi eins og kvikmyndaver eða listasmiðjur, jafnvel atvinnuminja- safn. Sílóin gætu nýst fyrir hótel eða íbúðir. Hugmyndir komu fram um skemmtigarð og aldingarð og flestir voru á því að halda í skjólið sem veggir sandþróarinnar veita. Fram kom á fundinum að næstu skref yrðu tiltekt á svæðinu og efnt yrði til kynnisferða fyrir bæjar- búa þar sem þeim gæfist m.a. kost- ur á að skoða mannvirki Sements- verksmiðjunnar. Niðurstöður þessa íbúafundar verði teknar saman og nýttar þegar farið yrði að ræða skipulagið frekar, hvort sem til þess yrðu fengnir valdir arkitektar eða efnt til hugmyndasamkeppni. Ljóst væri að boðað yrði til fleiri íbúa- funda um skipulag Sementsverk- smiðjureitsins enda myndi skipu- lagið taka langan tíma. þá Síðastliðinn sunnudag var séra Páll Ágúst Ólafsson settur í starf sóknar- prests í Staðarstaðarprestakalli. At- höfnin fór fram í Fáskrúðarbakka- kirkju í Eyja- og Miklaholtshreppi. Það var prófasturinn séra Þorbjörn Hlynur Árnason sem setti séra Pál í embætti. Eftir messuna sáu konur í Staðarsveit og Breiðuvík um kaffi- veitingar í Breiðabliki. iss Fjölmenni á íbúafundi um skipulag Sementsverksmiðjureitsins Tónberg var þéttskipað á íbúafundinum. Guðfinna Bjarnadóttir ráðstefnustjóri. Vinnuhópar sem starfandi voru á íbúafundinum um skipulag Sementsverksmiðjureitsins. Innsetningarmessa séra Páls Ágústar Séra Páll Ágúst, séra Guðjón Skarphéðinsson fráfarandi sóknarprestur á Staðar- stað og séra Þorbjörn Hlynur prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi. Björn Páll Fálki Valsson. Boðar til fundar um persónukjör í Hvalfjarðarsveit

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.